Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 14
38 MORCU1SBLAÐ1Ð Sunnudagur 24. des. 1961 Bláa-tímabilið 1901—1904. Cirkus-tímabilið 1903. SVO fremi Patolo Picasso er etærsta nafnið í listrænni ringui- reið tuttugustu aldarinnar, þá má engiu síður segja, að hann marki tímamót, hvað snertir afstöðiu al- mennings til málarans. í allri listasögunni — sem er orðin hýsna löng — hefur sennilega enginn listamaður í lifandi lifi ibaðað sig eins í sólskini virðing- ar og aðdáunar og þessi uppreisn armaður kynslóðiar okkar — og tveggja kynslóða þó. Og líklega hefur enginn — að undaniteknum Eembrandt, Miehelangelo og Le- onardo da Vinci — orðið efni jafn margra fræðilegra ritgerða og bóka. Hitt er svo fullvíst, að eng- inn listamaður hefur í lífi komizt í jafnhátt verð — að bláköldum peningareikningi — og þessi sí- frjói, áttræði öldiungur, en ein mynd hans frá 1905, Les Balað- ins (Flökkuleikaramir), var fyrir tveim árum seld Ríkisl istasafninu í Stuttgart fyrir eina mil'ljón þýzkra marka. Ástarævintýri Picassos annars- vegar og aðdáenda hans hins veg- ar er hátindur aldalangrar þró- uinar og breytinga, hvað snertir listvemd og listdýrkun. Fyrir frönsku stjórnarbyltýiguna, sem gerði svo snöggan endi á átjándu öldinni, var uppi lítill hópur lista manna, sem lifði í inniiegu sam- bandi við vemdara sína, oftast konungborna, eða að minnsta kosti af aðalsættum. Þá var ekki um að ræða neina auglýsingastarf semi fyrir listamennina, enda al- veg óþarfi, og varla heldur á listaverkasölum, þar sem kaupin fóru fram milli'liðalaust, eða í hæsta lagi fyrir milligöngu ein- hiverra embættismanna hirðarinn ar, og, sem meira var: það var heldur engin -þörf á viðurkenn- ingu almennings. Konungurinn og höfðingjarnir gátu ekki gert annað en það, sem rétt var, og því gátu þeir tekið upp á því að vemda einhvern óþekktan lista- mannf jafnvel róttækan nýjunga mann án þess að því væri mót- imælt eínu orði. Ásfcand sem þetta hafði verið við líði þegar á fimmtándu öld, þegar ræningjaforingi og rib- baldi eins og Federigo da Mont- feltro varð til þess, í trássi við guð og menn, áð gerast verndari óþekkts nafnleysingja, Pietro della Francesca, og láta hann gera skreytingar í hallir sínar og kirkjur, sem nú eru ódauðleg Jistaverk. Á átjándu öld varð Friðrik mikli Prússakonungur til þess að hrista af sér kauðalegan srnekk Hohenzollernættarinnar og sveita aðalsins í landinu, og gera út sendimenn til Parísarborg ar, ti'l að safna verkum Watteau, Pater og Lancret — og reyndar náðu þeir Voltaire í safnið um leið. Sú jöfnun sem fylgdi í kjöl- far stjórnarbyltingarinnar, lagði ekki undir sig alla Bvrópu, þótt mikil væri. Við minni hirðimar voru allt fram til loka nítjándu aldar þjóðhöfðingjar, sem kærðu sig böQvaðan um allt almennings- álit og var nákvæmlega sama, hvort listamennirnir, sem þeir| [ vom hrifnir af og vemduðu, | voru í háu verði eða dáðir af almenningi. Gott dæmi þessa er Lúðvík II í Bayern, sem tók svo hressilega svari Richards Wagn- er, þegar hann og tónlist hans átti sem allra minnstum vinsæld- um að fagna. Ekki eru til nein- ar skýrslur yfir verðið, sem út- sendari Friðriks mikla, Jean de Julienne, greiddi fyrir málverk Watteaus og Lancrets, um 1720— 1730, þar eð konungurinn var ekki skyldur að bókfæra útgjold sín, en þó er vitað, að að tværj Kósrauða-tímabillð 1905—1906. Picasso, og hann hafi þá svarað: „Hverjum þeirra?“ Enginn hinna mörgu, sem um Picasso hafa skrifað, hefur gert aðra grein fyrir þessum stílbreyt ingum, en óró og nýjungagirni listamannsins sjálfs — og að sjálfsögðu hefur þetta komið aft- ur og aftur í ljós. En sá, sem rannsakar málið niður í kjölinn, kemst að því, að þarna kemur fleira til. Helzt virðist svo sem Picasso sé og hafi alltaf verið líkastur leikritahöfundi, sem finni á sér smekk og viðbrögð áhorfendanna og hagi sér eftir þeim. Og á þeim síbreytilegu oróatímum, sem öldin okkar er, verður þetta ekki nema eðlilegt, ef nánar er að gáð. Einn fyrrverandi listverkasali Picassos í París, Paul Rosenberg, hefur lýst þessu vel: „Picasso Negra-tímabilið 1907—1908. lampanum. Þrátt fyrir hin geysi- miklu afköst bans á sex áratug- um, er hvert tímabil takmarkað að framleiðsilu og óhugsandi, að héðan af komi fram fleiri myndir, t. d. frá „Bláa tímabilinu“. Þá fer það líka að verða skiljan- legra, hvers vegna verk hans frá eldri tímabilunum eru í því verði, sem raun ber vitni, verði, sem nýrri verk hans hafa enn ekki nálgazt. Stundum hafa raun sæir ríkisbubbar átt bágt með að skilja, að hinu og þessu tímabili sé lokið fyrir fullt og allt og komi aldrei aftur, og geta þá sagt eitt- hvað á þá leið, að það sé skrítið að Picasso skuli ekki mála eina „bláa“ mynd í viðbót, þegar hann geti fengið mörgum sinnum meira fyrir þær en hinar nýrri: Þessi stílstökk Picassos í sex áratugi hafa verið ósegjanleg OG AÐDAENDUR HANS eða þrjár þessara mynda kostuðu | sem svarar 1000 Bandaríkjadöl- um hver. Hvað Picasso snertir, þá er það furðulegt, í hve háu verði verk hans eru, ef þess er gætt, 1 að hér er um listamann að ræða, sem er enn starfandi og bætir stöðugt við nýjum verkum. Um fjölda verka hans er þegar ill- mögulegt að gera sér nokkra j hugmynd. Til er að vísu skrá, | sem samin er í samvinnu, við lista manninn sjálfan af vini hans og aðdáanda hinum grískættaða list I fræðingi Ohristian Zervos. Sú j skrá er nú orðin ellefu bindi og j og hefur inni að halda 6751 verk, gerð á árunum 1895—1944. Rúm- ur helmingur er málverk, oliu- og gouachemyndir o. fl., en tæp- ur helmingur teikningar. En þá eru ótalin verk frá hinu geysi- frjósama tímabili eftir 1944. Og bive mörg eru þau? Því getur enginn svarað, en áreiðanlega skipta þau þúsundum í viðbót. Og nú kemur fram á sjónarsviðið annar vinur listamannsins, ame- ríski rithöfundurinn og Ijósmynd arinn David Douglas Duncan, með bók sína um „Picassomyndir í eigu Picassos. Dýragripirnir í La Californie," sem snýst um hið geysimikla safn listamannsins sjálfs af eigin verkum. Það sem gerir Picasso hvað sér- stæðastan í listasögunni, er hið mikla vald, sem hann virð- ist hafa yfir almenningsálitinu gagnvart verkum sínum og hæfi- leiki hans til að kalla fram vin- gjamleg viðbrögð fólks við hin- um ýmsu stíltegundium, sem hann hefur snúið sér að, hverri á fæt- ur annarri. Eins og allir listvinir vita, eru þessar stíltegundir svo greinilega aðskildar, að bver þeirra hefur fengið sitt nafn: | þar má nefna Blláa tímabilið i 1901—1904, Sirkustímabilið 1905, Rósrauða tímabilið 1905—1907,' svo að aðeins nokkuð sé nefnt. j Það er haft eftir listamanninum — með vafasömum rétti þó — að einhver hafi sagt við hann. að | hann væri ekkert hrifinn af. kennarar tekið upp margar, dap. urlegar mannsmyndir í E1 Greco- stíl, frá Bláa tíma bilinu, sem nú er orðið hálfrar aldar gamalt, og varla er sú nýtízku sölubúð til, að hún ekki noti í auglýsingum sín- um einhverja arkátektóniska stæl ing.u af kúbisma Picassos, enn fremur að pólítiskar skopmyndir anniarra landa, bera mikinn keim af hinni miklu áróðursmynd ald- arinnar gegn ófriði, Guernica. Það er ekki einasta, að listamað- urinn hafi kennt aðdáendum sín- um, heldur hefur hann beinlínis sökkt þeim 1 form sín, framar öll um listamönnum sögunnar — og þess eru engin dæmi, að nýupp- fundin myndform hafi borizt með slíkum hraða úr vinnustofui listamannsins út í albýðleea list. En enginn skyldi halda, að þetta hafi allt af svona verið. Ef dæma skal listamann eftir sölu verka hans, má segja, að fram að fyrri heimsstyrjöldinni hafi PicaSiSO ekki notið annarrar frægðar en í orði. Fyrsti sölumað ur hans, sem nokkuð kvað að, nasvís þýzkur Júði, Daniel- Henry Kahnweiler, sem átti litla listverzlun á vinstri Signubakka, minnist þess, að fyrstu mennirn- ir, sem keyptu kúbistamyndir eft ir Picasso, voru Þjóðverjar bú« settir í París. Verðið var nokkur hundruð frankar, en fór svo hægt en jafnt hækkandi. Flestir fyrstu kaupendur Pi* cassos voru rithöfundar og skáld, Meðal þeirra var Hugo von Hof- mannstal, sem orti textann að Rósariddaranum eftir Riöhard Strauss. Hann varði tveim fyrstu greiðslum frá óperunni til að kaupa tvær myndir eftir Pica.sso árið 1911. En svo komu „Kahn« weiler-uppboðin", þegar eigur Þjóðverja í FrakMandi voru gerð ar upptækar, og verðið féll niður úr öllu valdi. Á árunum 1921— 1923 féru þannig fjölmargar myndir listamannsins á nauðung „Þrír tónlistarmenn", máluð 1921, er að líkindum ein vinsælasta mynd Picassos og færi í dag vafaiaust fyrir hálfa milljón dala, sanr.a verð og fögur mynd eftir Ingres fór fyrir nýlega, Þessi mynd er talin hámark skreytistíls Picassos frá gervi-kúbisma. tímabilinu. Þarna sjást þrjár persónur úr ítalskri „Commedia dell’arte": Pierrot með hund til vinstri, Harlekin í miðju og dularfullur munkur til hægri. hefur baft þann góða smekk, fram yfir aðra listamenn, að deyja að minnsta kosti átta sinn- um“. Þetta þýðir að hvert „tíma- bi'l“ hans er eins og bók, sem lokið hefur verið við, rétt eins oig þarna væri lokið ævistarfi lista- mannsins. Listamannspersóna hans hefur breytzt svo gjörsam- lega við hver tknabilaskipti að það væri óbugsandi að fara aðj snúa til baka, jafn óhugsandi og ef Edison hefði farið að hverfa J aftur til olíulampans frá glóðar- ■ •hrelling þeim, sem um hann hafa' ritað. Þeir hafa kannske verið að því komnir að meta síðasta stíl- inn hans, þegar hann hefúr allt í einu komið með annan spán- nýjan. Þannig hafa listdómend- urnir ailltaf verið einum áfanga á eftir honum, og verður þá enn ótrúlegra hve fljótt almenningur bregður við og lætur hrífast. Vér höfum þegar allt í kring uan osis sýnilegan heim, sem er beinlínis stældur eftir Picasso. Jafnvel nú á dögum hafa íhaldssömustu lista aruppboð, þar á meðal lítil gouadhemynd frá 1903, „Fjöl« skylda trúðsins", hún fór fyrir 600 franka, en var seld í uppboð í London, 38 árum síðar, fyrir tólf þúsund sterlingspund. ^ „Listasöfn eru ekki annað en lygaþvæla og þeir, sem eru að snúasf kring um listina, eru svika hrappar", sagði Picasso einhvern tíma á árunum eftir 1930. „Allir vilja skilja listina. Hvers vegna reyna þeir ekki að skílja íugia-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.