Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 17
24. ctes. 1351 MORGUNBLAÐIÐ 41 þiggjandi. Á síðustu tíu árum iiefur háskólinn í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum haft forgöngu um fornleifarannsöknir í Gord- ion. Tilgangurinn var að leita svars við þessum spurningum. Svarið — hvert sem það er ■— hefur ekki fundizt, enda rann- sóknunum ekki lokið — en engu að síður hafa mikilsverðar upp- lýsingar fengizt um þá ágætu borg, Gördion — frá blómaskeiði hennar á 8. og 7. öld. M Frásagnir Herodotusar af Mid asi konungi voru staðfestar. Ljóst varð, að á 8. öld hefur Gordion orðið miðstöð Frygiu, þar verið gerð öflug vígi og stórar bygging ar reistar. Grafhaugar Fryga bera vitni auðæfum, erlendum og innlendum, þar fundust lista- verk og ýmsir munir, sem benda til veldis þeirra á dögum Sargons bonungs í Assýríu. Uppgreftirnir hafa einnig staðfest söguna um hrun borgarinnar og örlög Mid- asar konungs, því að þar fundust augljós merki elds og rána Kimm era. i Háborg Gordion-borgar hefur tekið yfir 20 ekrur lands. Um- hverfis hana voru múrveggir, 10—12 metra háir og á einum stað hlið, 10 metra hátt. Þessi mannvirki hafa varla átt sinn li-ka í Litlu-Asíu, t.d. náði háborg Trojuborgar aðeins yfir fimm ekr ur iands og borgarveggir hennar voru um 8 metrar. Innan borgarmúra Gordion hafa enn aðeins fáar byggingar verið rannsakaðar. Þó segja forn- leifafræðingar greinilegt, að borg in hafi verið sérlega vel skipu- lögð. Meðal bygginga sem grafn- ar hafa verið upp, eru tvær mjög stórar, — báðar skiptar í forsal og aðalsal, sem er um hundrað fermetrar að flatarmáli. Gólf eru skreytt mósaikmyndum, og bera svip af mykenskum gólfum. Ekki er ljóst til hvers þessar bygging ar voru nötaðar. Þær bera greini leg merki elds, en áður en þær voru brenndar hafa þser verið gersamlega tæmdar að lausum munum, sem hefðu getað jefið vísbendingu um notkun þeirra. Utan borgarmúranna fundust grafhaugar sem geymdu mikils- verðar minjar. í þeim haugnum, sem bezt hafði varðveizt, fannst beinagrind af um bað bil '65 ára gömlum manni, væntanlega kon- ungi — og mikið haugfé. Ekki er vitað, með vissu hver þessi kon- ungur var þótt aldurinn og haug- féð bendi sterklega til þess að þar séu bein Midasar konungs. Haug urinn hafði verið gerður utan um herbergi úr timbri. Það var ó- skemmt og þar inni voru marg- vísleg húsgögn, líkbörur, borð og færanleg skilrúm úr tré, inn- lögð geometrískum skreytingum áþekkum skreytingum á grisk um leirkerum. í herberginu var mikill fjöldi málmmuna, drykkj arskálar úr bronzi, stór bronzker á þrífótum, smáskálar og aðrir munir. Sumir þeirra reyndust með handbragði frygiskra listiðn aðarmanna, en á öðrum var þekkt handbragð Urartu-manna. En Urartu var riíki fyrir austan Fryg iu og norðan Assýriú og var þar málmiðnaður með miklum blóma. Þetta þótti styðja frásagnir Ass yriumanna af miklum samskipt- um milli Frygiu og Urartu. Á nokkrum drykkjarskálum fannst letur, sem sýndi svo ekki varð um villst, að Frygar höfðu aðlagað hljóðletur hinu indó- evrópska máli sínu þegar nokkru fyrir 700 f. Kr. Þetta letur hafði ekki verið rist í málminn, held- ur á vaxplötur, sem festar voru á skálarnar. Er það talið benda til þess, að Frygar hafi ritað á vaxbornar trétöflur en ekki á leir, og sú sé áftur skýring á því, að engar ritaðar heimildir haifa fundizt við uppgrefti í Gordion. Á Glæsibragurinn horfinn. '■ Þegar Kimmerar höfðu eytt Gordion, hnignaði mjög veldi Fryga. Þeir reistu að vísu nýja háborg í Gordíon á rústum hinnar brenndu og reistu einnig nýja varnarveggi gegn endurteknum árásum Kimmera. En það var kon ungdæmið Lydia, sem tók forystu í Litlu-Asíu. Þó tókst Lydíumönn um ekki fyrr en eftir marga mannsaldra að reka Kimmera al veg á brott. Fornminjar frá hinni nýju Gordion — frá 7. og 6. öld hafa sýnt fram á aukin menningar- tengzl við Grikki og er ljóst af þeim, að Frygar eru þá eingöngu orðnir þiggjendur hinnar vax- andi hellensku menningar — hvað sem kann að hafa verið áð ur. Meðal annars hafa fundizt merkilegar frescomyndir frá 6. öld, sem bera greinileg einkenni austur-grískrar listar. Um miðja 6. öld tók konungurinn í Medes yfirráð í Frygiu og Lydiu og skömmu síðar Kýrus Persakon- ungur. í Gordion hélzt nokkur vel- megun fram eftir 5. öld, en þá fór óðum að halla undan fæti og þegar Alexander mikli kom þang að með mönnum sínum veturinn 334—33 var hinn forni glæsibrag ur með öllu horfinn. HvOrt sag an um hnútinn mikla á við rök að styðjast hefur aldrei sannazt. — m.bj. Bagnheiðui Jónsdottir, skáldkona: r ÞAÐ var síðasti sunnudagur fyrir jól. Við systurnar vorum að búa okkiur á skemmtun í barnastúk- unni, og tilihlökkunin var ekki Jítil, ekki sízt vegna þess að við vorum nýbúnar að fá svo ljóm- ar.di fallega kjóla, þá lang- fallegustu, sem við höfðum mokkurn tíma eignazt. Ég sé J>á enn fyrir mér, fagur- græna, prýdda marglitum legg- ingum og við vorum sann- færðar um, að engar telpur á ekemmtuninni yrðu jafn skraut- fclæddar. Nú stóðum við þarna í blúndubuxum og hvítu skjörti, eins og það var kallað í þá daga, og biðuim þess með eftirvænt- ingu, að mamma tæki kjólana upp úr kistiunni, þar sem hún geymdi þá. Við vorum reyndar ekki alveg vissar um, að við fengjum að fara í kjólana fyrr •n á jólunum. »1 ■*— Ég veit ekki, hvort það er vert, að þið farið í nýju kjólana é þessa skemmtun, sagði mamma. Ég gleymdi að minnast á það við fcann pabba ykkar, áður en hann fór út. Það væri annað en gam- *tn, ef þið settuð bletti í kjólana fyrir jólin. ^ — Elsiku mamma, lofaðu okkur ■S fara í kjólana, sögðum við ein um rómi, og við héldum áfram •ð biðja hana, þangað til henni gekkst hugur við, og hún dró kjólana upp úr kistunni. i Við flýttum okkur sem mest KJÚLAR við máttum að fara í þá og kom- ast af stað, dauðhræddar um, að mamrna kynni að sjá sig um hönd, og við sinntum því ekki, þó að hún segði, að við værum alit of fljótar í því. Það var auð jörð og drunga- legt veður. Jólasnjórinn hafði enn ekki fallið að þessu sinni. Við hlupum í spretti þennan spöl til samkomúhússins, en reyndum þó eftir megni að óhreinka ekki stígvélin okkar, sem skósmiður- inn hafði smíðað handa okkur af miklum hagleik. Það brakaði enn þá skemmtilega í þessum stíg- vélum, og jók það ekki lítið á verðmæti þeirra. Við sáum álengdar, að ekki var búið að kveikja á öllum ljós um í samkomuhúsinu. Dyrnar voru líka harðlæstar og enginn dyravörður sjáanlegur. Við áræddum ekki að berja að dyr- um og hímdum þarna fyrir utan stundarkorn, og nú versnaði held ur betur í því. Það hvessti skyndi lega með slydduéli, sem náði alls staðar til okkar, þó að við reynd- um að hlaupa í skjól. Þetta var hræðilegt, því að nýju kjólarnir stóðu langt niður undan kápunum, og þeir máttu ekki blotna. Við sáum ekki annað ráð vænna en hendast heim aftur, til þess að standa af okkur hryðjuna, þó að okkur þætti það allt annað en skemmtilegt. Nú var pabbi kominn heim, og við sáum undir eins, að hann var mjög alvarlegur á svipinn. Hann leit seinlega upp frá bókinni, sem hann hafði verið að lesa í, og sagði með þunga: — Er sem mér sýnist, að þið séuð að flækjast úti í jólakjólun- um, og það í krapaslyddu? Farið þið undir eins úr þeim. Þeir taka sig aftur, ef þeir eru hengdir upp. Ragnheiður Jónsdóttir — Þær langar svo mikið til þess að vera í kjólunum á skémmtuninni, sagði mamma með hægð. — Gömlu sparikjólarnir eru fullgóðir á þessa skemmtun, sagði pabbi. Þetta eru jólakjólar og eiga að vígjast í kirkjunni. Orð pabba voru lög á heimil- inu, og við höfðum þegjandi kjólaskipti. Ekki minntumst við á að hætta við að fara á skemmt unina, þó að við værum báðar með tárin í augunum. En þungt áfal‘1 var þetta fyrir átta og níu ára telpur, sem ætluðu einu sinni að bera af öðrum í klæðaburði. Gömlu kjólarnir voru ekki neitt til þess að státa af, snjáðir Og þvældir. Við töluðum ekkert saman á leiðinni til samkomuhússins í annað sinn. Okkur hefur sjálf- sagt báðum verið of þungt í skapi til þess. Nú voru allar dyr opnar og margir komnir. Stórt heimasmíð að jólatré, vafið ilmandi lyngi, blasti við á miðju gólfi. Það var hlaðið marglitum sælgætispok- um, sem undir eins drógu að sér athyglina. Eg gleymdi vonbrigð- unum í bili og starði hugfangin á þessa dýrð. Gæzlumaður barnastúkunnar hélt ræðu og sagði okkur falleg- ar sögur, og svo var gengið í kringum jólatréð og sungnir jóla sálmar. Sælgætispokum var út- býtt og farið í alls konar leiki. Við tókum þátt í þessu öllu, en ég sá á systur minni, að hún var ekki glöð, og ég var ekki heldur glöð. Kjólarnir okkar voru með þeim ljótustu á skemmtuninni, en fallegu kjól- arnir héngu heima. Pabbi kom tímanlega að sækja okkur, og við höfðum ekkert á móti því að fara heim. — Var ekki gaman? spurði pabbi á leiðinni. — Jú, svöruðum við stuttlega. — Var ekki gaman? spurði mamma, þegar við komum heim. — Jú, svöruðum við, jafn stuttlega, og svo fórum við að hótta. Ég las bænirnar mínar frem- ur fljótfærnislega þetta kvöld og sleppti alveg að biðja sérstak- lega fyrir pabba mínum, eins og ég var vön að gera. Pabbi hafði alltaf verið mér ímynd hins feg- ursta og bezta, sem til var, og ég hugsaði mér guð eitthvað í líkingu við hann. Ég vissi, aS guð var algóður, en hann gat líka verið strangur, ef hounm mislík- aði. Ég heyrði, að pabbi stundi þunglega í rúminu sínu, þegar ég vaknaði næsta morgun, og mamma sagði, að hann væri með sáran taksting. Nú var mér allri lokið. Hann hafði auðvitað orðið veikur, af því að ég sleppti því að biðja fyrir honum í gærkvöldi. Ég lagðist út af aftur og þáði ékki morgunhressinguna, sem mamma færði mér, og ég fór að biðja fyrir pabba af miklum ákafa og ég hét því að láta mér aldrei mislíka við hann framar og hlýða honum í smáu og stóru. — Góði guð, láttu hann ekki fá lungnabólgu, eins og einu sinni, þegar hann var rétt dáinn. Það var svo hræðilegt. Og ég hált áfram að biðja til guðs og þylja sálrn í ofboði. Ég las alla sálma, sem ég kunni, og lærði nýja í sálmabókinni, eftir að ég var komin á fætur. Það hlaut að vera guði þóknanlegt. Pabba batnaði með kvöldinu, og hann slapp við að fá lungna- bólgu í þetta sinn. Jóladagurinn rann upp, bjart- ur og fagur. Ofurlítið snjcföl var á jörðu og marraði skemmtilega imdan fæti, þegar við systurnar gengum til kirkju í nýju kjólun- um með pabba og mömmu. Við höfðurn kápurnar óhnepptar, svo að sæist í skrautlegar leggingarn- ar á kjólunum. Kirkjan var uppljómuð aif kertaljósum, og söngurinn um Betlehemsbarnið vakti mér hljóð láta gleði. Ég hallaði mér upp að pabba mínum og hlustaði með lotningu á jólaboðskapinn, inni- lega sátt við guð og menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.