Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.12.1961, Blaðsíða 23
Sunnudagur 24. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 47 — Saga Selmu Lagerlöf Frh. af bls. 25 fagnaðarópum heimtaði fólkið að hann kæmi í ræðustólinn. Og þeg ar hann stóð þar, varð honum Ijóst, að hann vildi ekki deyja án þess að tjá kongsdóttur ást sína. Hann tók að segja frá smala í skógi, sem kóngsdóttir ein kom auga á. Smalinn gaf henni nánar gætur og gat ekki gleymt henni upp frá því. Hann unni henni hugástum. „En smalinn sá var þræll, píndur, kúgaður, þjakaður og iægður, svo að ekki leit byr- lega út með ást hans í fyrstu,“ mælti Narcissus svo klökkur af kvöl, að honum hélt v-ið gráti. Því fór fjarri, að Narcissus sækt- ist eftir skáldhróðri. En hann var svo vel talaður, að keppinautarn- ir komust ekki í hálfkvist við hann. Hann hreppti skáldverð- launin. Allir gerðu dyn að hon- um fyrir andríkið og hugarflugið, en enginn vissi, að hann átti við sjálfan sig'Og reynslu sína — að ikomið var að skapadægri hans sjálfs. Síðara hluta dags kom hirð- mær til Narcissusar og flutti hon um þau skilaboð frá kóngsdótt- urinni að hún æskti, að hann Grýla irh. af bls. 26 þar var sömu sögu að segja. Þar voru ekki nema fyrirmyndar börn. Af þessu varð Grýla ill og fúl. Reyndu menn að hafa hana góða með því að gefa henni kjötskrokka. Að öðrum kosti hefði hui. tekið börnin hvað, sem hver sagði, því að hún var ákafle^a sterk. Hótaði hún að mala hvert bein í þeim, er á vegi hennar urðu. Á síðasta bæn- um, sem Grýla kom í þessari ferð var hún mjög aðgangshörð og hótaði öllu heimilisfólkinu líf- láti, ef hún fengi ekki börnin. Tók bóndi þá til bragðs að gefa kellu mjöð. Saup hún stórum, því að henni þótti mjöðurinr góður. Varð Grýla hin kátasta af drykkjunni og bauð bónda til veizlu í hól sínum. Þorði bóndi ekki annað en þiggja boðið, því að ella hefði Grýla reiðzt. Fór bóndi því með Grýlu í hólinn, og sátu þau þar að áti. Þorsti tók nú að sækja á Grýlu gömlu Og hótaði hún að éta bónda, ef hann gæfi henni ekki brennivín og bjór. Bóndi átti ekki annars úrkosta, en sækja það, sem Grýla heimtaði, og gerði hann það. Er Grýla var orðin af- velta af drykkjuskap, komst bóndi loks á brott, og byrgði hann hólinn á eftir sér. Er Grýla kerling vaknaði, komst hún ekki út. Trylltist hún þá og öskraði, svo að heyrðist víða um sveitir. Segir í kvæðinu að þarna hafi Grýla dáið úr hungri. Annars er óvíða getið um enda lok Grýlu og hyskis hennar. Og víst er, að hún lifir enn sums Staðar til sveita. Einnig eru Grýlu ikvæði og Grýluþulur vinsælar meðal barna og unglinga, þó að ekki sé hún tekin eins alvar- lega og fyrr á tímum. ^» Um þessi jól verður Grýlu ejálfsagt ekki vart frekar en und- anfarin jól, en jólasveinarnir synir hennar koma vafalaust til byggða með gjafir handa börn- unum. Þó að Gluggagægir gægist enn á glugga og Pottasleikir reyni að verða sér úti um skófir, þe- ar enginn sér til, þá kemur þeim ekki til hugar að stinga börnum í pokann sinn. j (Heimildir: Þjóðsögur Jóns ( ÁrnasOnar og ísl. gátur, skernmt anir, vikivakar Og þulur J. Árna- eonar og Ól. Davíðssonar). ki S.J. r’ (Mvndirnar teikoaSi Halldór Péturssonj, heimsækti hana. Hann hélt þegar á fund hennar. Kóngsdóttir reis upp við diogg í hvílubekknum, þegar hann kom, og gerði upp- skátt, að hún ynni honum og vildi fyrir hvern mun giftast honum. Þetta var mikil freisting fyrir Narcissus, en hann hugsaði á þessa leið: Brátt verð ég tekinn af lífi. Það væri því skammgóður vermir að draga hana á tálar. — Síðan sagði hann henni allt af létta, hver hann væri, en hann greindi henni þó ekki frá því, að aftaka hans færi fram innan stundar. Kóngsdóttur varð ekki bilt við, hún lá einungis fyrir þögul, og hún virti hann sífellt fyrir sér. „Já,“ mælti hún, „gott er, að þú sagðir mér allt eins og var, enda var mér það þegar kunnugt. Eg sá þig, er þú gekkst í þræls- búningi eftir þjóðveginum áleið- is til leikanna, og ég skildi það af skáldskap þeim, er þú fluttir, við hvaða ófrjálsan mann þú átt- ir. Föður mínum er þetta einnig kunnugt. Hann hugsar á sömu lund Og ég, því að hann hefur komizt að raun um, að hvað sem því líður, eft þú fræknasti mað- ur landsins.“ Síðar um daginn fréttist, að kóngsdóttirin ætlaði að heita sig- urvegaranum mikla eiginorði. Þá reiddist þjóðhöfðingi Anda- lúsíu og hélt á konungsfund. „Ungi greifinn Feofar er heit- bundinn dóttur minni. Hvernig getur hann þá gengið að eiga dóttur þína?“ spurði hann. Kóngur brosti og ansaði: „Feofar sá er falsgreifi. Hann er ánauðugur þræll herra Ingi- mundar riddara. Eigi að síður ætla ég að gefa honum dóttur mína.“ Þegar Ariston hinn vitri heyrði á tal þetta, spratt hann á fætur. „Herra, herra,“ kallaði hann hástöfum, „á þessu andartaki hengja menn tengdason þinn til- vonandi þarna nörður frá hjá Ingimundi riddara!"---------- Ingimundur riddari sat eins og hann var vanur um sólsetrið á hallartröppunum Og mataði trön- ur sínar. Narcissus ungi þrællinn, sem varð mannsbani með stein- kringlunni, kom inn í húsagarð- inn. Hann var ógreiddur og leit út fyrir að vera sama lyddan sem fyrir þrem dögum. „Hana nú,“ mælti riddarinn, „þú hefur víst ekki unnið mikil afrek þessa daga, sem þú spókaðir þig frjáls. Og sannast að segja var það snjallræði af þér að halda að þér höndum, því að þú komst ekki hjá lífláti hvúrt eð var“. Þrællinn drjúpti höfði, en svar aði engu, og því næst bauð Ingi mundur riddari, að hann skyldi upp festur. En í þeim svifum, er menn ætl uðu að bregða snörunni um háls honum, hrópaði beiningamaður: „Nei, nei, nei, hengið ekki þennan góða dreng. Það var hann, sem frelsaði mig úr klóm tigrisdýrsins“. Beiningamaðurinn var óbóta- maður sá, sem gefið hafði verið frelsið. Þakklátssemi hans til mannsins, sem frelsaði hann frá að bíða hörmulegan dauðdaga, veitti honum skarpskyggni. til þess að þekkja hann aftur, þótt hann væri nú tötrum klæddur og fár. Þegar hann hafði mælt þetta, varð riddarinn -forvitinn og lét leiða Narcissus fyrir sig að nýju. „Sveinstauli", mælti hann, „leystu nú frá skjóðunni um það, hvað satt er í þessu“. En varla hafði hann sleppt orð inu, er kóngurinn og Ariston hinn vitri stóðu í kastalagarðinum. „Herra“, mælti AristOn, „kóng urinn falar þennan þræl af þér. Hann ætlar að gefa honum dótt ur sína og hálft kóngsríkið. Ekki er laust við, að það hafi orðið honum til heilla, að ékkert undan færi var fyrir hann að troða hel- veg“. Einar Guðmundsson, þýddi. &> j^órunn dHlja: P ljó<& ra Kom, vinur, kom hljótt um dimma nótt, sem dylur mót okkar dimmri blæju sinni. Ég vaki ein og bíð þín á dúnbeði við drifh,vítt lín. I hjarta mínu er reitur, sem þér er ætlaður, þér einum. — Ég á þúsundir hugsana að deila með þér einum. Þúsundir orða að segja þér einum, þúsundir atlota, sem aldrei verða öðrum gefin en þér. Þú ert sálarhelft min, án þin yrði líf mitt snautt, ólifað. I djúpum samruna við þig fullkomnast líf mitt, tvær hclftir verða að einni heild. Því vaki ég og þreyji þig í brúnamyrkri nætur þig — hinn eina. Vængjablak við glugga vekur mig af tregadraumi, það birtir af degi. Ég er ein. ^hó^arhlí&in h nijpir Moldbrún, grænflekkótt skógiarhlíðin hnípir, iþó að mildir haustsólargeislarnir reyni að vekja benni bros. Sól hins sæla sumars hefur skrælt blöð trjánna og drukkið í græðgi sinni lífdrykkinn úr æðum þeirra. Hve skógarhlíðin er döpur, þessi fagra, sólsæla hlíð, sem ég hef litið fagurgræna með lauifin svo Mfi þrungin, sem sjálfur lifssafinn drypi af þeim. Ég hef séð lauftökkuð blöð trjánna breiða úr sér stinn og gljáfögur, þau hafa riðið yfir höfði mér grænmöskvað, ilmandi þak undir heiðisibláu hvolfþaki sumarsins. En nú hafa blöð trjánna skroppið saman í sól þessa sæla sumars með bláan geislahimin og regnlausa daga. Sorg hinna smávöxnu trjáa stynur í hjarta mér, senn er lífdagur þeirra liðinn, senn hefur dauðinn kurlað þau í sprek. — Jólagesfurinn Framhald af bls. 45. einstökum atriðum. Hann vissi aðeins, að móðir hans var allt í einu komin með pappírskúlu, faðir hans mieð gervinef, Agata barði leik- fangabumbu, börnin hlógu, dönsuðu og kunnu sér ekki læti. Díana dró Tubby afsíð- is og sagði: „Tubby, þú ert gersemi! Af hverju ertuekki alltaf svona?“ Skyndilega datt allt í dúna logn, herra Huffam stað- næmdist í miðjum barna- hópnum og sagði þeim sögu í kveðjuskyni. Hún var um Svör við þraufum; í. 2. Krafturinn þarf að vera hálfur þungi mnnsins, enda hang ir hann jafnt í báðum endum. 3. Ekur hjólbörum. 4. 5. Neðri kubburinn hlýtur að líta svona út. 9. móðir min I ég sjálfur --- dóttir lítið bam og gamlan afa þess, sem flökkuðu um land- ið með hringleikahúsi, og trúðinn með brostna hjart- að. „En hjarta hans hlaut fró og þau lifðu hamingju- söm og ánægð alla daga.“ Svo buðu allir góða nótt. „En hvað ég er orðinn þreyttur!“ stundi herra Huff- 6. Þeir riðu samtals 100 km á dag og mættust því eftir 6 daga og hafði Adiós farið 225 km en Amigo 375 km. 7. Það mundi tæmast á 2 mín. 48 sek. Þetta má finna á eftirfar andi hátt: Á hverri mínútu tæm- is 1/6 af innihaldinu um gat nr. 1, 1/7 um gat nr. 2 og 1/21 um gat nr. 3. Þegar öll götin eru op- in tæmist þvi samanlagt á min. 1/6 + 1/7 + 1/21 = (7 + 6+2) :42 = 5/14. Það tæmist því alveg á 14/5 minútu eða 2 4/5, eða 2 mín. 48 sek. 8. 6 metrar. Svarið fæst með notkun Pythagorosarreglu, sem segir að í rétthyrndum þríhym ingi sé margfeldi langhliðarinnar jafnt samanlögðum margfeldum skammhliðanna. faðir konu minnar I ----. kona mín I okkar ---------- maður hennar I sonur þeirra am. „En þetta var dásamlegt kvöld!“ Morguninn eftir, þegai Rósa herbergisþema færði lafði Winsloe morgunteið I rúmið, hafði hún mikil tíð- indi að segja: „Ó, frú min góð, herramaðurin er horf- inn!“ — „Hvaða herramað- ur?“ — „Herra Huffam, frú! Hann hefur ekki sofið í rúm- inu sínu og taskan hans er horfin. Hann hefur engin vegsummerki skilið eftir sig!“ Því miður var þetta satt. Hvergi sáust merki um hann. Með einni undantekningu þó! Stofan var eins og hún hafði alltaf verið, hver stóll á sín- um stað, eftirlíkingar frægra málara störðu virðulega fram úr römmum sínum. Á arinhill unni hafði frumútgáfa af Martin Chuzzlewit verið reist upp við marmaraklukkuna. „En skrítið!" hvíslaði -lafði Winsloe. Þegar hún opnaði bókina, sá hún tileinkun, sem varla var orðin þurr, á saur- blaðinu. Laföi Winsloe, meö pakTclæti frá vini hennar, höfundinum. Undirskriftin var: Charles Dickens. (Hg þýddi). ^ I I Cjtekhy fól! | Farsælt komandi ár. G L E R H. F. ttj ^V=<<Pa<Q=^.<^Q=^cP=>5Q^Ö=<Q:^C=<<l=,S! j CjLkLy jót! f GÓLFSLÍPtlNIN 3 Barmahlíð 33 SP j I ^!=<<j=<Q=<ö=:<Q=5<Cr^Q=^ö=«?Q==<C=<Cbs»'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.