Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 1
20 siður 48. árgangur 295. tbl. — Föstudagur 29. desember 1961 Prentsmiðja MorgunWaðsins Alitshnekkir fyrir SÞ segir uíanríkisráðherra Brefa um innrásina i Gaa Newcastle, 28. des. (NTB) HOME lávarður utanríkisráð herra Breta sagði í ræðu í kvöld að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu beðið mikinn álits- hnekki vegna þess að ýms lönd hefðu gripið til vald- heitinga til að koma fram kröfum sínum. Benti lávarð- urinn á að fjögur ríki, sem eiga fulltrúa í Öryggisráðinu hafi blygðunarlaust greitt atkvæði með tillögu um að láta óátalda valdbeitingu Indverja gegn Goa. BROT A ÞJÓÐARRÉTTI Hefði umræðan farið fram í Allsherjarþinginu, hefðu mörg lönd, ef til vill meirihluti, greitt atkvæði á sama hátt, sagði Home lávarður. Það, sem gerzt hefur er þetta: Án tillits til þeirra ögrana, sem Indverjar hafa orðið fyrir og án tillits til afsakana, sem bornar hafa verið fram á árásinni, getur ekki ríkt nokkur vafi á því að framferði Indverja var beint brot á þjóð- arréttinum. Þegar SÞ láta þetta afskiptalaust getur það, eins og Adlai Stevenson aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ orðaði það, þýtt upphafið á endinum. HÆTTULEGAR TILLÖGUR Margir okkar sáu þennan álitshnekki fyrir, sagði ráðherr- ann. í mörg ár hafa Sovétríkin Hákarl rœðst á sundfólk Brisbane, Ástralíu, 28. des. (AP). HÁKARL réðis í dag á unga konu og mann, sem voru á sundi skammt frá ströndinni við Mackay á Queenslandi. Réðist hákarlinn á konuna og sleit af heani hægri hand legg við öxl og vinstri hönd- ina fyrir ofan úlnlið. Maðurinn réðist gegn há- karlinum og reyndi að fæla hann a burt, en hákarlinn réðst gegn manninum og slasaðist hann illa á hægri handlegg. Grunnt var á þessum slóð um og náði sjórinn sund- fólkinu aðeins í mitti. Annar sundmaður, sem þarna var nærstaddur, sá hákarlinn ráðast að sundfólkinu og flýtti sér því til hjálpar. Tókst honum að fæla hákarl inn burt og bjarga hinum særðu á land. Liggja þau bæði í sjúkrahúsi þungt haldinn. hindrað starf samtakanna, en nú er komin fram ný og hættuleg venja. Allsherjarþingið hefur oft samþykkt tillögur, sérstak- lega varðandi nýlendurnar, sem verður að telja hættulegar friði og öryggi. Allir höfum við ver- ið vitni að öngþveitinu í Kongó og állir vissum við að það staf- Frh. á bls. 19 Þota hrapar í Padua, ftalíu, 28 des. (AP). ORUSTUÞOTA úr ítalska fíug- Samníifgafundi fresfað FYRSTI fundur samninganefnda þeirra sjómanna, sem sagt -hafa upp samningum frá áramótum, og útvegsmanna átti að fara fram í gær, en var þá frestað fram til 3. eða 4. janúar. hernum hrapaði í dag til jarðar í nánd við Padua. Lenti hún í Este, sem er þéttbýlt úthverfi borgarinnar, og varð sprenging í þotunni er hún kom niður. Lét- ust tvö nærstödd börn í spreng- ingunni og 17 önnur særðust. Þotan hafði komið lágt yfir verksmiðjuhverfi skammt frá slysstaðnum og strokizt við burn dómkirkjunnar þar. Skömmu seinna varpaði flugmaðurinn sér út í fallhlíf og kom óskaddaður 1 niður á fjölfarna götu. Flugvélin lenti á húsi og komu slökkviliðs- . menn og sjálfiboðaliðar fljótt á 1 vettvang til að leita í rústunum að líkum barnanna tveggja. En meðan verið var að grafa í rúst- unum mun eldur hafia komizt í eldsneyti þotunnar og varð þá önnur sprenging. Særðust þá fjórir slökbviliðsmenn og fimm sjálfiboðaliðanna. Franco einvaldur á Spáni fór á fuglaveiðar á Aðfangadag og varð fyrir því óhappi að haglabyssa hans sprakk í hönd- unum á honum. Ekki varð honum þó mikið meint af og sést hann hér á heimleið af sjúkrahúsinu eftir tveggja daga legu. i FLUGSLYS varð við flugvöll- í inn í Ankara í Tyrklandi 21. des. s. 1. Brezk Cometþota; hrapaði skömmu eftir flugtak og fórust 26 af 34, sem í flug- .vélinni voru. Aukin samvinna BERLÍN, 28. des. (NTB) Fulltrú- ar Sovétríkjanna og Austur- Þýzkalands undirrituðu í dag samning um aukna samvinnu um friðsamlega notkun kjamorkunn ar. Samningurinn var undirritað ur í Austur-Berlín. Kennedy vill kaupa Wasihington, 28. des. (AP-NTB). KENNEDY forseti mun fara fram á 100 milljón dollara fjárveitingu frá þinginu til að kaupa skulda- bréf Sameinuðu þjóðanna að því er Harlan Cleveland aðstoðarut- anríkisráðherra skýrði frá í dag. Er þetta helmingur þeirrar upp- hæðar, sem SÞ fara fram á að aðildarríkin kaupi fyrir skulda- bréf vegna fjárhagsörðugleika samtakanna. En aðallega stafa þessir örðugleikar af herkostnaði í Kongó og af því að ýms aðildar- ríki hafa ekki greitt framlög sín til samtakanna. IKennedy forseti mun fara fram á fjárveitingu þessa við fjárlaga- ; umræður í þinginu í næsta mán- , uði. Cleveland sagði að Bandarík j in greiddu um 47—48% af öllum j kostnaði í sambandi við Öryggis- ráð SÞ og væri því eðlilegt að Bandaríkjamenn keyptu helming skuldabréfanna. Fjárfesting þessi væri heldur ekki stór liður í fjár- I lögunum í heild. Engu að síður kvaðst Cleveland búast við nokkrum deilum um þetta atriði : í þinginu, því það gæti gefið til- efni til umræðna um afskipti ‘ Bandaríkjanna að SÞ í heild. rak kærir Breta Bagdad og London, 28. des. — (AP-NTB) — ÍRAK hefur sent Öryggisráði kæru vegna aðgerða Breta við Persaflóa, en þangað hafa Bretar sent sex herskip vegna ótta við innrás íraks- hers í Kuwait. Segir íraks- stjórn að þessar hernaðar- aðgerðir séu ógnun gegn friði og öryggi í írak. Brezka stjórnin hefur ekkert ratið uppi um það hvers vegna hún hafi talið nauðsýnlegt að senda þennan filota til Persaflóa. Fulltrúi Kuwait í Arababandalag inu, Abdel Hussein, sagði í Kairó í kvöld að aðrar og meiri ástæður laegj-u fyrir viðbúnaði Breta en ástandið í Kuwait. Sagði Hussein að engar hættur steðjuðu að sjálfstæði Kuwait og að furstinn þar hefði ekki beðið um neina astoð frá Bretum. Her- lið Arababandalagsins. sem er í Kuwait, væri nægilega öflugt til að verjr sjáifstæði fursta- dæmisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.