Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 2
4 2 MORGVNBL AÐIÐ Föstudagur 29. des. 1961 Mikil síldveiði í fyrrinótt ÁGÆTIS síldveiði var í fyrri- nótt. Barst á land eftir hana alls 32.100 tunnur, mest til Reykja- víkur, eða 10.150 af 14 bátum, og þarnæst til Akraness, 9.000 tunnur af 10 bátum. Síldin fékkst öll í Skérjadýpinu. Hún er smá og fer langmest í bræðslu. © y. | Verzlanir | lokaðar | 3Í4 dag | Húsmæður ættu að athuga;; að nú um áramótin eru verzl-í( ij) anir Iokaðar í þrjá og hálfanS) (? dag, og því vissara að birgjart5 osig upp með nauðsynjar. —^ Verzlunum verður lokað kl. Í1 á laugardag. Siðan kemurj 0) sunnudagur, svo nýársdagur {? og þá vörutalningardagur, og| verzlanir ekki opnaðar fyrr en< Á þriðja janúar. ^ Afli Akranesbáta AKRANESI, 28. des. — Bátarnir köstuðu hver í kapp við annan á síldarmiðunum í nótt, átján sjómílur véstur að suðri út af Eldey. Ládeyða var, aðeins norð austangjóla, en eitthvert mesta hörkufrost var á, sem komið hef ur síðan 1918. Sjómennirnir hafa þurft að láta hendur standa fram úr ermum þessa vetrarnótt, því að hingað bárust í dag 9000 tunn- ur síldar af 10 bátum. Þetta er millisíld og smásíld, meira þó af hinni fyrrnefndu. öll síldin fer í bræðslu. utan lítils háttar af millisíldinni, sem hraðfryst er í dýrafóður. Aflahæstur var Höfr- ungur II. með 1700 tunnur, þá Haraldur með 1500, Sigurður AK 1300, Anna 1100, Höfrungur I. Og Sæfari 900 hvor, Reynir 700, Sigrún 500, Farsæll og Sigurfari 200 hvor. Skírnir og Keilir fengu hvor fyrir sig 450 tunnur, en halda sjó og komu ekki inn. — Oddur. Konur í Iðju fá kauphœkkun SAMKV. lögum nr. 60 frá 1961 hefur launajafnaðarnefnd ákveð ið kauphækkun hjá konum í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og nemur sú kauphækkun frá 4.5% og upp í 5.5%. Samkvæmt þeSsu verður kaup kvenna, sem hér segir, eldra kaup innan sviga: Mánaðarkaup kvenna viö verziunarstörf hækkar Tilkynning frá Verzlunarmanna- félagi Reykjavikur EFTIR ósk Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur Launa- jafnaðarnefnd samkvæmt ákvæðum laga nr. 60/1961 um launa- jafnrétti karla og kvenna, ákveðið hækkun á mánaðarkaup kvenna, samkvæmt kjarasamningi dags. 14. júlí 1961, sem hér segir: | 3. gr. A-Iiður 4. fl. a. Byrjunarlaun kr. 3639,00 hækkar um kr. 119,00 í kr. 3758,00 eftir 1 ár — 3854,00 — — — 114,00 3968,00 — 2 — — 4069,00 — — — 129,83 4198,83 — 3 — — 4283,00 — — — 147,00 4430,00 — 4 — — 4509,00 . — — 155,00 4664,00 3. gr. B-liður 1. fl. b. Byrjunarlaun kr. 4606,00 hækkar um kr. 124,83 í kr. 4730,83 eftir 1 ár — 5004,00 — — — 101,17 5105,17 — 2 — — 5264,00 — — — 98,50 5362,50 3. gr. B-liður 4. fl. a. Byrjunarlaun kr. 2916,00 hækkar um kr. 248,67 í kr. 3164,67 eftir 6 mán. — 3206,00 . — — 263,67 - — 3469,67 — 1 ár — 3834,00 . — — 159,00 - — 3993,00 _ 2 — — 3834,00 — — — 200,50 4034,50 i. gr. B-liður 4. fl. b. Byrjunarlaun kr. 2450,00 hækkar um kr. 203,50 í kr. 2653,50 eftir 6 mán. — 2951,00 — — — 120,00 3071,00 — 12 — — 3614,00 , — — 76,00 3690,00 — 24 — — 3834,00 — — — 95,67 3929,67 — 4 ár — 3834,00 — — — 159,00 3993,00 — 5 — — 3834,00 — — — 200,50 - — 4034,50 Samkvæmt samkomulagi milli Félags söluturnaeigenda og VR, dags. 27. júlí 1961 gilda fram- angreindar breytingar hjá þeim aðilum, að viðbættum 4%, er bætast á alla kauptaxta, er þar greinir, sbr. 2. tl. samkomu- lagsins. Þá hefur nefndin ennfremur ákveðið hækkun samkvæmt samningi Apótekarafélags ís- lands við Verzlunarmannafélag Reykjavíkur v/ afgreiðslu- stúlkna í apótekum, dags. 23. ág. 1961, svo sem hér segir: 8 gr. A. Launin breytast á san.a hátt og samkvæmt 3. gr. B, 4. fl. b., sjá framanritað. 8. gr. B. Fyrsta ár kr. 4218,00 hækkar um kr. 95.00 í kr. 4313.00 ann- að og þriðja ár kr. 4408.00, hækk ar um kr. 104.83 í kr. 4512.83, fjórða ár kr. 4567.00 hækkar um kr. 78.33 í kr. 4645.33. Á kaup þetta greiðist álag vegna eftirvinnu, næturvinnu og helgidagavinnu samkvæmt samningum. Kauphækkun þessi kemur til framkvæmda frá og með 1. jan. n. k. — Fyrstu tólf mánuði 3.283 (3.113), hækkun 5.5%. Eftir tólf mánuði 3.721 (3.560), hækkun 4.5%. Eftir24 mánuði 3.822 (3.657), hækkun 4.5%. Eftir 36 mánuði 3.924 (3.754), hækkun 4.5%. Eftir 48 mánuði 4.026 (3.851), hækkun 4.5%. Á kaup þetta greiðist álag vegna eftirdaga-, nætur- og helgidagavinnu, eins og áður. — Fyrirkomulag þetta kemur til framkvæmda frá og með 1. jan. 1962. Þess má geta, að mánaðar- kaup fastráðinna Dagsbrúnar- I seldir í Gúttó frá klukkan eitt verkamanna er nú um 4.400 kr. | | dag. S) HÁÞRÝSTISVÆÐI yfir frost, 10 st. í Berlín og 2 st. (? Grænl. og fsl., en lægð frá í Lundúnum. SJ & Biskayaflóa til Labrador. (?. 1 Kalda loftið er nú komið suð- Veðurspáin kl. 10 í gær- éj (( ur um Mið-Evrópu og Bret- kvöldi: A \ landseyjar. Djúp lægð út af SV-land til Vestfjarða og J? Norðmæri í Noregi veldur NA- miðin: NA hægviðri, bjart ')) roki, snjókomu og 1 stigs Veður. (?: I frosti á veðurskipinu MIKE, Norðurland og miðin: Norð ^ í sem er um 800 austur af an gola eða kaldi, él. M j| Langanesi en 500 km. NV af NA-land, miðin og Aust- H (? mynni Þrandheimsfjarðar. fjarðamið: Norðan kaldi eða 1 S) Læ§ð Þessi mun hfeyfast suð- stinningskaldi á miðunur», B íp ur i Norðursjo en ahrifa henn- éljagangur. kj S. ar gæta litið her a landi. _ T *■ .. & j Lægsta hitagráða, sem vitað Austfirðm: Norðan stxnn- gj (? var um hérlendis í gær, var ^gskaldi, snjokoma norðan <jj 20 st. frost á Þingvöllum, en tii- (? á annesjum var víðast 10—12 SA-land og miðin: Norðan cv st. frost. í Khöfn var 6 st. kaldi, léttskýjað. ^ Hafnarfjörður JÓLATRÉSFAGNAÐUR Sjálf- stæðisfélaganna verður í Góð- templarahúsinu í dag, kl. 3 fyrir yngri börni og kl. 8,30 síðd. fyrir þau eldri. — Aðgöngumiðar verða Sukarno torseti herráðsins Djakarta, Indónesíu, 28. des. — (NTB) — UTANRÍKISRÁÐHERRA Indónesíu skýrði frá því á fundi með fréttamönnum í dag að Sukarno forseti hafi rætt við hernaðarráðgjafa sína um hernaðaraðgerðir gegn hollenzku Nýju Guineu. Hefur forsetinn sjálfur tekið að sér yfirstjórn herforingja- ráðsins og mun framvegis halda daglega fundi með ráðgjöfum sínum. í frétt frá London er frá því skýrt að sendifulitrúi Indónesíu þar hafi einnig rætt við frétta- tmenn í dag og lýst því yfir að Indónesía óski ekki eftir styrj- öld, en að þeir tímar geti komið að styrjöld sé óumflýjanleg. Sendifulltrúinn sagði að allar tilraunir til að leysa málið með samningum hafi reynzt árangurs lausar og einasta leiðin til lausn- ar væri að grrípa til vopna. En íf CN Leiðrétting í viðtali við mig, sem birt var í jólablaði Morgunblaðsins í ár er nafn seinni konu föður rníns talið vera Kristín Jósefsdóttir frá Holti í Landeyjum. Þetta er rang.t með farið, sú mæta kona er sem kunnugt er Kristín Jósafatsdótt- ir frá Holtastöðum í Langadal, Húnavatnssýslu. Fleiri atriði væri ástæða til að leiðrétta. sem ég hirði þó ekki um Helga Magnúsdóttir Blikastöðum. ★ Undirrituðum blaðamanni, sc .x tók viðkomandi viðtal, þykir leitt að nafn móður frú Helgu hefur brenglast einhversstaðar í með- förum og biður afsökunar á því. Hin atriðin sem ástæða væri til að leiðrétta, veit ég ekki hver eru, og hefi ekki fengið upplýat hjá þeim sem talað var við E. Pá. Kommúnistar amast við jólatrjám f ÁGÆTU útvarpserindi, sem Jóhann Hannesson, prófessor, flutti í gærkvöldi um jólatré og sögu þeirra, skýrði hann m. a. frá því, að víða í löndum kommún- ista hefðu jólatré verið bönnuð, eða á þau lagður svo hár tollur, að almenn- ingi væri ókleift að kaupa þau og nota í sambandi við jólahátíðina. við gerum þetta ekki með glöð- um hug, sagði fulltrúinn. Og það er rangt að ætla að unnt sé að koma í veg fyrir styrjöld með því að velta Sukarno úr sessi. Ef rödd hans þagnar er nóg af öðr- um til að bera fram kröfurnar. Sendifulltrúinn kvaðst sann- færður um að fáni Indónesíu blaikti yfir hollenzku Nýju Guin- eu þegar Sukarno forseti kæmi í heimsókn til London í maí n.k. Sukarno kemur til London í boði Elisabetar drottningar og er þetta fyrsta heimsókn hans til Bretlands. Umferðarslys UMFERÐARSLYS varð skammt fyrir ofan Árbæ á veginum aúst ur yfir fjall laust eftir kl. sjö í gærkvöldi. Þar varð maður, Jón Valgeir Júlíusson, Litlu-Völl um við Rauðavatn, fyrir bifreið og hlaut töluverð meiðsli, m.a. öpið fótbrot. Hann var fluttur í Slysavarðstofuna og síðan í Landsspítalann. ísjakor d sigl- inguieiðum ÞESSAR upplýsingar um ísrek fékk Mbl. hjá Land- helgisgæzlunni í gær: Kl. 11:00 var 23 metra hár ísjaki réttvísandi 305 gráð- ur, fjarlægð 5.4 sjómílur frá Barða. Sást lengst 7 sjómílur í ratsjá. Kl. 11:30 var 8 metra hár ísjaki réttvísandi 283 gráður, fjarlægð 4 sjómílur frá Sauðanesi. Sást illa í ratsjá, lengst 3 sjómílur. Kl. 12:00 var 4 metra hár ísjaki 0.35 sjómílur undan norðvesturhorni Barða. Enn fremur laust íshrafl og ein- stakír smájakar á siglinga- leið 1 nágrenninu. ísrek þetta er varasamt skipum. I Maður fyrir bíl á Snorrabraut UM hálf áttaleytið í fyrrakvöld varð maður fyrir bíl á Snorra- braut og hlaut áverka á andliti. Maðurinn heitir Guðmundur Clausen, til heimilis að Fossvogs- bletti 55. ökumaður bifreiðarinnar, sem ók á Guðmund hefur skýrt rann- sóknarlögreglunni svö frá að hann hafi ekið norður Snorra- braut. Er hann kom að mótum Bergþórugötu segir bílstjórinn að maður hafi skyndilega birtzt hægra megin við bílinn, og í sömu andrá og hann varð manns ins var, skall hann á hlið bílsins. Bílstjórinn segíst þá hafa snar- hemlað og beygt frá, og er hann kom út lá maðurinn meðvitundar laus á götunni. Blæddi mikið úr andliti hans. Guðmundur var fluttur á slysa varðstofuna og þaðan á Lands- spítalann. Eins og fyrr getur hlaut hann áverka í andliti en ’ mun ekki alvarlega slasaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.