Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORCUNRLAÐIÐ Fosffidagur 29. des. 1961 Afrek í átt- hagafræðum Kjósamenn og Dalamenn NÚ Á TÍMUM, þegar brimrót erlendra áhiifa, hollra og háska- legra, sverfur grunnberg íslenzkr ar þjóðmenningar, er vakandi áhugi á ýmsum greinum íslenzkra þjóðfræða gleðilegt tímanna tákn. Hann birtist m. a. í fjölbreyttu starfi átthagafélaganna, svo sem með útgáfu héraðslýsinga, oft Hieð sögulegri baksýn, bólfestu- sögu, þjóðsagna, kveðskapar forns og nýs og ekki hvað sízt ættfræði. Skaftfellingar riðu þar á vaðið, eins og góðum vatna- mönnum sæmir, er síra Björn O. Björnsson gaf út bók sína um Skaftafellssýslu fyrir um 30 ár- um, en síðan kom Sögufé- lag Húnvetninga með sagnaþætti í nokkrum bindum og átti þar drýgstan hluta hinn ágæti fræði- maður Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, Sögufélag Skagfirð- inga með sagnafræðiriti sínu, svo sem Landnám í Skagafirði eftir próf. Ólaf Lárusson, og Barð- strendingar með Barðstrendinga- bók, en Þingeyingar urðu fyrstir með sýnishorn af ljóðum héraðs- búa, og fylgdu ýmsir aðrir í þá humátt. Þau yfirlitsrit, sem hafa hér- öðslýsinguna að uppistöðu, eru með ýmiskonar ívafi, svo sem Hornstrendingabók Þorleifs Bjarnasonar með lýsingu atvinnu hátta og þjóðsagnir, en Föðurtún mín með bólfestusögu og tilraun tii lýsingar á séreinkennum Hún- vetninga og menningu þeirra. Svæði þau, sem þessar bækur ná yfir, eru mjög mismunandi að stærð, heill landsfjórðungur eins og Austurland, ein sýsla, sem er það venjulegasta, eða jafnvel aðeins einn hreppur. Átthagafélag Kjósverja, sem nær aðeins yfir einn hrepp, hefur nú sýnt það þrekvirki að gefa út stóra bók, Kjósarmenn, á 6 hundr að blaðsíður, með æviskrám nær 1000 bænda í Kjós, eða allra finnanlegra frá því um 1500. Har- aldur Pétursson safnhúsvörður og ættfræðingur hefur tekið saman þessar æviskrár Kjósverja, en framan við þær er nákvæm sveit- arlýsing eftir Ellert Eggertsson, óðalsbónda á Meðalfelli, ásamt landabréfi í litum. Enginn, sem ekki hefur fengizt við ættfræði- rannsóknir, getur gert sér í hug- arlund, hversu geysilegt starf þarf til samningar slíkrar bókar, enda hefur víða þurft að leita fanga, því að kirkjubækur ná að- eins rétt upp fyrir 1800, þegar bezt lætur. Hér eru taldir allir bændur, húsfreyjur og börn þeirra, ásamt fæðingar- og dánar- dægri, þar sem því verður viðkom ið, og stundum drepið á afkom- endur í 2. og 3. lið. Þessu fylgja myndir einstaklinga, þær elztu, sem finnast, og fram til 1920, en slík myndasöfnun, sem ég mun hafa tekið fyrstur upp með Föð- urtúnum, er ekki aðeins mikil bókarprýði, heldur og örugg leið til að forða frá glötun heimildum um útlit manna og ættarmót. Húnvetningar stóðu þar flestum öðrum betur að vígi, því að í engu héraði mun hafa verið til jafn- mikið af gömlum mannamyndum. sökum búsetu Aróns Egilssonar ljósmyndara þar tvo síðustu ára- tugi 19. aldar, en þær voru 1 hættu að glatast. Haraldur Pétursson hefur far- ið þá lofsverðu leið að hafa rit sitt ekki aðeins þurra upptalningu nafna og ártala, heldur og að gefa lýsingar á mönnum og starfi þeirra, eftir því sem heimildir leyfðu. Hann virðist líka hafa ver ið mjög gætinn með fulfýrðingar eða ágizkanir um ættir manna, þar sem öruggar heimildir þrýt- ur, og er það einnig mjög lofs- vert. Það er auðvelt hverjum manni, ættuðum úr Kjós, að rekja ættir sínar innansveitar í allar áttir 4—5 aldir aftur í tímann eftir bók þessari og hef ég gert það með ætt konu minnar betur en mér var áður fært. Auðvitað koma ættir Kjósverja mjög saman og má rekja flestar til Jóns Páls- sönar í Miðdal, sem var bróðir Alexíusar, síðasta ábóta í Viðey, uppi á fyrri hluta 16. aldar, og til Bjarna ívarssonar á Meðalfelli, en hann var sonur fvars hólms hirðstjóra yngra, sem sveinar Jóns Gerrikssonar brenndu inni 1433. Dr. Hannes Þorsteinsson hefur rakið ætt Hólmanna upp til Ingólfs Arnarsonar, og voru þeir tengdir ætt Haukdæla, þeirri af- bragðsætt, en jarðir þessara ætta í Kjósarsýslu héldust mjög leng'i í bændaeign, þrátt fyrir nábýli við Viðeyjarklaustur Og Bessa- staðavaldið síðar. Gefur það nokkra hugmynd um erfðakosti þessa kyns, að það skyldi svo vel halda sínum hlut, er voldug- ir aðiljar sóttu á. Margir Bandaríkjamenn eru hróðugir af því að geta rakið ætt- ir sínar til landnemanna, er komu vestur um haf á skipinu Mayflo- wer 1620, en hvað er það móts við þá Kjósverja, sem ættir rekja til Ingólfs Arnarsonar, án þess að ættin hafi nokkurn tíma flutzt út fyrir landnám hans. Ættir, sem svo langan tíma hafa verið ból- fastar á tiltölulega litlu og fá- mennu svæði, hljóta að fá ýmsa kynfasta eiginleika, Og í Kjós ber mjög á hánorrænu útliti og ætt- armóti. Það væri kraftaverk, ef engar skekkjur fyndust í bók sem þess- ari, og hef ég rekið mig á eina. Tengdasonur Glímu-Gests, sem um tíma bjó á Þrándarstöðum, er talinn Guðmundur Árnason í Krössanesi á Vatnsnesi, en á að vera Guðmann ÁrnasOn. Þetta breytir engu um það, að bókin er höfundi sínum, útgefendum og hinni fögru og góðu sveit, Kjósinni, til ævarandi sóma. Þá hefur síra Jón Guðnason, sem er allra manna kunnugastur ættum á Ströndum norður og í Dölum vestur, enda fengizt við rannsóknir þeirra af óþreytandi elju í áratugi, sent frá sér mik- ið verk, Dalamenn, sem er í ® Enginn verður kátari en krakk arnir, þegar hvítar flyksur fara að síga til jarðar, eins og einhver þarna uppi hafi verið að dusta koddana sína og gat komið á einn eða tvo. Þá draga þau fram sleðana sína og streyma út á götuna, til að nota þetta einstaka tæki- færi. Ljósm. Mbl. ÓI. K. M. tveimur stórum bindum. Þetta eru æviskrár bænda í Dalasýslu frá því um og fyrir 1700, og er myndauðugasta verk sinnar teg- undar fram að þessu, því að I því eru myndir af um 1400 persón um. Þetta verk er með sama sniði Og bók sama höfundar um íbúa Strandasýslu og standa íbúar þessara sýslna beggja í mikilli þakkarskuld við hinn ágæta höf- und. Salan á Kjósverjum og Dala- mönnum mun hafa gengið ágæt- lega, sumir keypt eintak handa hverju barna sinna, og sýnir það, að enn bera margir íslendingar tryggð til ættar sinnar og átt- liaga. P. V- G. Kolka. •Um hræðslu við austan rok í vísu sem við birtum eftir Egil Jónasson frá Húsavík fyrir jólin talar hann um aust an rok sé í Páli og því bezt að ljúka máli. Páll Bergþórs- son svarar: Þingeyinginn þjakar oft þrálát austan gola. Mest af því að meira loft mun hann illa þola. • Jólakveðjur eftir miðnætti ,,Gömul sveitakona" átti tal við okkur. Hún hafði orðið fyrir vonbrigðum vegna jóla- kveðjunnar sinnar, sem hún sendi gegnurn ríkisjitvarpið. Kveðjan var lesin kl. 24,30 eða eftir miðnætti, þegar reikna má með að fjölmargt fólk sé hætt að hlusta á út- varp og farið að sofa. Kona þessi kvaðst einu sinni áður hafa notað sér þá þjónustu, sem útvarpið býð- ur og sent jólakveðju með því. Þá hefði hún verið flutt á sómasamlegum tíma. Undan farin tvö ár hefur hún aftur á móti haft heilsu til að skrifa vinum sínum og ættingum kveðjurnar sjálf. En nú ætl- aði hún aftur vegna heilsu- leysis að þiggja með þökkum boð útvarpsins um að taka við og flytja kveðjur fyrir borg- un. En kveðjan hennar var sem sagt flutt eftir miðnætti, á þeim tíma sem a. m. k. gam alt fólk og börn eru farin að sofa og þeir sem byrja vinnu snemma að morgninum. Auk þess sem ætlazt er til að út- varp sé þagnað í sambýlis- húsum á miðnætti, ef - það truflar aðra. • Brosleg svör Kona þessi kveðst hafa kvartað yfir þessari þjónustu við útvarpið og fengið nokk- uð kynleg svör. Sagt var að þetta gerði ekkert til, fólk hlustaði nú á jólakveðjur, ef það ætti von á þeim. „En hver heldur útvarpið að sé tilgangurinn með sendingu jólakveðja?“, spyr sveitakon- an. Telja útvarpsmenn að fólk sendi jólakveðjur til að fá nafnið sitt lesið í útvarp? Nei, það var ekki af neinni fordild að ég kaus að notfæra mér þessa þjónustu, heldur ein- faldlega af því að ég treysti mér ekki til að ná til vina minna með skriflegri kveðju í þetta sinn.“ Annað svar, sem hún fékk, var að einhver yrði að vera útundan. Og við því segir hún: „Af hverju er ver- ið að taka við kveðjum og bjóða þjónustu, rf ekki er hægt að anna henni. Því eru kveðjurnar þá ekki takmark- aðar á einhvern hátt. Hefði ég vitað að ekki væri hægt að taka við fleiri kveðjum, þá hefði ég vafalaust haft ráð með að biðja einhvem um að hjálpa mér til að skrifa jóla- óskir mínar, og vitað að þær kæmust til skila.“ Sem sagt, konunni fannst ekki boðlegt að láta senda jólakveðju sína eftir miðnætti og það kæmi mér ekki á ó- vart þó fleirum fyndist það. Jólakveðja missir nokkuð marks, ef fyrst verður að hringja til viðkomandi eða skrifa honum og biðja hann vinsamlegast um að vaka fram á nótt til að hlusta á jólakveðjuna sína. Þá fer mál ið nú að "“-ða dálítið bros- legt. , - „Útsala64 hjá póstverzlun PÓSTVERZLUNIN „Hagkaup'* við Miklatorg, hefur nú ákveðið að taka upp útsölufyrirkomulag, sem lengi hefur tíðkast hjá póst verzlunum erlendis og notið mik illa vinsælda. í því skyni hefur verzlunin orðið sér úti um sam- bönd, sem gera henni kleift að kaupa útsöluvörur í verksmiðj- um. Til þess að geta orðið þessa "ð njótandi, þurfa viðskiptavinirnir að gerast fastir áskrifendur að •aukablöðum þeim, sem verzlunin gefur út við aðalverðlista sinn, Og kosta tíu krónur á ári- I aukablöðum þessum verður til- kynnt um útsöluvörumar hverju sinni, en auk þess verður þar skýrt frá nýjum vörum öðrum, sem komið hafa eftir að aðal- verðlistinn var gefinn út, svo og verðbreytingum, sem kunna að hafa orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.