Morgunblaðið - 29.12.1961, Side 8

Morgunblaðið - 29.12.1961, Side 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 29. des. 1961 Guðmundur G. Hagalín: „ Viö götuna er barn sem byggir hiís úr sandi“ Til Sigurðar A. Hiagnussonar SIGURÐUR A. Magnússon gaf út fyrstu bók sína fyrir átta árum. Hún heitir Grískir reisudagar. Önnur bók hans var Krotað í sand, órímuð Ijóð — frumsamin og þýdd, og sú þriðja greinasafn- ið Nýju fötin keisarans. En þrátt fyrir útgáfu þriggja bóka hefur hann verið kunnastur af blaða- greinum sínum um skáldskap. f haust hafa komið tvær bæk- ur fré hans hendi, skáldsagan Næturgestir og Hafið og klettur- inn, safn rímlausra Ijóða. Þegar þessar bækur bárust mér og til þess var mælzt við mig af einum af ritstjórum Morgunblaðsins, að ég léti þeirra getið í blaðinu, greip ég Nýju fötin keisarans og síðan ýmsar af rímlausum Ijóða- bóku-m hinna yngstu skálda. Svo vaknaði þá hjá mér só ugg- ur, sem aftur og aftur hefur að mér setzt, þegar ég hef séð einn manninn af öðrum senda frá sér rímleysu, svo að ætla mætti, að nær ellefu alda íslenzk ljóðhefð væri gengin fyrir ætternisstaþa, og þótt telja megi, að nú gerist ég elliipóður, stóðst ég ekki mát- ið, en ákvað að krota ekki að- eins nokkrar línur um nýjar bæk ur Sigurðar A. Magnússonar, heldur ræða nokkuð þá bliku, sem mér virðist hafa dregið á himin íslenzkra menningarerfða. ý Ritdómarinn og leiðtoginn Bókmenntagreinar Sieurðar A. Magnússonar hafa flestar birzt í Morgunblaðinu, sem mun víðlesnara en nokkurt blað hef- ur orðið hér á landi fyrr og síðar. Mikil ábyrgð hvílir á þeim mönn um, sem skrifa í slíkt blað um bókmenntir og gildir þetta frek- ar skrif um bókmenntaleg og menningarleg viðhorf en um ein- stæðar bækur. Margt bendir til þess, að Sigurði sé þetta Ijóst. Hann gengur að starfi sínu af djúpri alvöru og gerir sér auð- sjáanlega mikið far u>m að vanda til ails, sem hann skrifar um bækur og rithöfunda. Það, sem þar fer miður — og þar á meðal sú staðreynd, sem ég kem síðar að og er orsök þess, að ég geri þessar línur að öðru og meira «n því, sem ég ætlaði í fyrstu, virðist honum ekki meðvitað, — hvað þá að hafhn gangi þar vit- andi vits erinda þeirra dulrömmu tortímingarafla, sem fengu sökkt Atlantis og lagt Bellas í rústir. Nýju fötin keisaráns komu út árið 1959. í þeirri forvitnilegu bók eru birtar allar þær veiga- mestu greinar, sem Sigurður A- Magnússon hafði þá skrifað, einnig athyglisverður fyrirlestur og viðtal, sumt af þessu á dönsku eða ensku, en allt um skáld og rithöfunda, skáldskap eða önnur menningarmál. I bókinni er víða fjallað þannig um þessi efni — og þá einkum íslenzka ljóðagerð, að eigi íslenzk menning ekki fyr- ir sér að drukkna í apakattar- hætti og algeru formleysi og ís- lenzk tunga sæta sömu örlögum og hún sætti forðurn í Noregi, Færeyjum og á Skotlandseyjum og nú eru búin írskunni á ír- landi, mun það einhvern tíma þykja allfurðulegur vitnisburður um menningarlegaíi dásvefn, að þessi bók Sigurðar. samfara sí- hækkandi tízkugengi rímleys- unnar, skuli vart hafa verið nefnd til lofs eða lasts, hvað þá að hún hafi vakið styrr í hópi íslenzkra menntamanna eða það sé vitað, að eftir henni hafi þeir j tekið, sem mundu frekast verða að teljast útvaldir vökumenn á varðbergi íslenzkra menningar- erfða. En það er svo sem fleira, er mundi bykja bera Vöku okkar íslendinga á því varðbergi all ömurlegt vitni, enda hefur komið fyrir, þegar mér hafa verið efst í huga örlög íslenzkrar menningar, að mér hefur orðið hugsað til „einliðans dagaða upp um kvöld hjá útlögztum ræningjaher, sem hlustar með lokuðum augunum á, að óvinir læðast að sér . . “ En eins og ég hef þegar tekið fram, er Sigurður A, Magnússon áreiðanlega maður, sem tekur köllun sína sem bókmenntadóm- ari og menningarlegur leiðtogi af ærinni alvöru og auk þess er hann mikill starfsmaður, vökull í andlegum efnum og vel einarð- ur, og virðist jafnvel vera sér þess meðvitandi, að hann hafi köllun að rækja. Hitt er svo ann- að mál, að ég tel enn vandséð, hve víðsýnn hann sé og skarp- skyggn á ýmis menningarleg rök, mannleg eigindi og viðhorf við lífinu — allt meginstoðir and- legrar þróunar með þjóð hans — sem og allra þjóða — og þess vegna það mikilvægar, að þeim bókmenntadómara og menningar leiðtoga verði að teljast ekki lít- ils vant, sem fái ekki komið á þær auga og því ekki gert sér grein fyrir gildi þeirra. Af skrifum Sigurðar um bók- menntir má ráða, að hann geri sér ljóst, að hlutverk ritdómara sé fyrst og fremst það að skýra lesendunum, hvað vakir fyrir höfundi skáldrits, að orð ritdóm- arans eigi að geta orðið sá töfra- sproti, sem opni bergið, svo að þar sem lesandanum ef til vill virðist aðeins hrufóttur steinn eða honum í hæsta lagi bjó í grun, að ekki væri allt sem sýnd- ist, megi honuim birtast stór eða lítill heimur hugsana og tilfinn- inga, sem standa djúpum rótum í sammannlegu eðli og í þekk- ingu og reynslu kynslóðanna, en áhrif umhverfisins hafa vakið og síðan hafa mótazt af persónulegri gerð og sköpunargetu höfundar- ins. En svo fer það auðvitað eftir glöggskyggni og fjölhæfni, skap- gerð og mótun, hvað ritdómarinn sér, jafnvel hvort hann sér ann- að en lokað bergið sums staðar þar, sem raunverulega eru þó dyr. Og mótunin ein getur stund- um haft svo víðtæk áhrif, að hún felli ritdómaranum blöðkur fyrir augu, þótt hann sé allt í senn: gáfaður, vel menntaður og meira að segja samvizkusemin sjálf. Sigurður A. Magnússon sagði í grein um bókmenntir, að meginið Guðm. G. Hagalín af epískum kveðskap íslendinga sé frekar frásögn en skáldskapur. Ég varð ekki aðeins hissa á þess- um ummælum, heldur líka lítið eitt vonsvikinn, því ég taldi víst, að Sigurður ætti þarna ekki við rímnakveðskapinn, heldur sögu- kivæði ort á 19. og 20. öld. En meginið af þeim er að finna hjá Grími Thomsen, Matthíasi Jochumssyni, Stephani G. Steph- anssyni, Þorsteini Erlingssyni, Fornólfi, Einari Benediktssyni, og Guðmundi Friðjónssyni. Og hafi það verið rétt hjá mér, að Sigurður ætti við epísk Ijóð þess ara skálda, leyfi ég mér að halda því fram, að hann hafi farið nokkuð mikils á mis . . . Þá er og það, að mér hefur virzt, að hann væri ekki ýkjaglöggskyggn á skopskyn höfunda og fengi því lítt notið þess, hvað þá vakið á því athygli annarra, hve slíkt skyn skálda, hvort heldur það kemur fram í ljóði, leik eða sögu, varpar tíðum skæru skini á menn og málefni — og hve mikið það fær orkað í þá átt að létta af mönnum því lífsfargi, sem imynd un þeirra og stundum tilhneiging til einhvers ekki allt of alvarlegs píslarvættis leggur þeim á herð- ar. Einnig hefur mér þótt hann leggja næstum óeðlilega mikið af skarpskyggni sinni í að leita uppi eitthvað bitastætt, þótt ekki væri nema eina mynd, í verkum þeirra ungskálda, sem að formi, fram- setningu og viðhorfum mætti skipa í flokk, er á sér sem sam- eiginleg aðaleinkenni rímleysu, torrætt og meira og minna sund- urleitt og tætingslegt táknmál og kímnilausa og oft ærið væmna bölmæði. Ég skal taka það fram, að honum hefur oft farizt þetta furðanlega, já, ef til vill sýnir ekkert betur möguleika hans til jákvæðrar og menningarlega mik ilváegrar gagnrýni, — og eins skal hins getið, að sú andúð, sem skáldskapur þessara ungu manna hefur vakið — að miklu leyti sakir hópmennsku þeirra — meðal ýmissa ljóðelskra manna, hér á landi, muni hafa átt all- mikinn þátt í því, hve Sigurður hefur lagt sig fram í leitinni. Þó er auðsætt af greinum hans, að hann telur sig vera að rækja menningarhlutverk. ★ Fram, fram fylking. Ég er ekki einn af þeim, sem tel, að rím sé skilyrði þess, að skáldskapur geti kallazt ljóð eða ljóð sé skóldskapur. Ungur las ég mér til mikillar ununar órím- uð Ijóð eftir J P. Jacobsen, Sig- björn Obtsfelder og Johannes V. Jensen, og litlu síðar eftir Walt Whitman — og auðvitað Ljóða- Ijóðin. Ég jafnvel býddi órímuð ljóð eftir Jacobsen og eftir Obst felder sögu, sem var í rauninni mjög ljóðræn, þótt ekki væri henni skipt í Ijóðlínur. Og ég hef fyllilega kunnað að meta skóld- legt gildi ýmissa þeirra órímuðu ljóða, sem ég hef lesið eftir ís- lenzk skóld. En þegar ég þóttist verða þess vís, að allmargt skóld- hneigðra manna skipaði sér í fylkingu, sem virtist líta á sig sem eins konar velgerðasveit is- lenzkrar menningar, þar eð hið órímaða form væri í rauninni hið eina hugsanlega til skáldlegrar túlkunar mannlegum tilfinning- um og viðhorfum, svo sem þau hlytu nú að vera og, þess varð meira en litið vart, að í rauninni væri ósköp lítilvægur flestur eldri kveðskapur, þá leizt mér ekki á blikuna. Ég sá og lítt örla á íslandi í sumum þessara ijóða, — helzt, að því brygði fyr- ir, þegar ýmis skáldin töldu sig verða að rísa úr sæti, snúa á skegg sitt og greiða vindmyllum högg til þóknunar blekki- og áróðurspostulum erlendra bokka. Ég hef og mér til mikillar undr- unar komizt að raun um, að sum ir þessara manna, jafnvel þeir, sem stundað hafa langskólanám, hafa ekki lesið nema lítið brot af þeim íslenzku bókmenntum, sem hver íslenzkur maður ætti að sjá sóma sinn í að kynnast, ef hann hyggst iðka skáldskap, finna sér form við sitt hæfi og marka sín viðhorf við tilverunni, jafnt á alþjóðlegum sem þjóðlegum vett- vangi. Hins vegar hrjóta þessum aðilum af vörum og úr penna — stundum tilefnislítið — nöfn erlendra höfunda og ýmiss konar erlendar tilvitnanir, einkum úr hinum engilsaxneska, rómanska eða jafnvel austræna heimi, þótt auðsjáanlega hafi þeir fyrst og fremst ausið af misjafnlega tær- um brunnum í lautum sænskrar ljóðagerðar, — en vitaskuld er Svíþjóð ekki jafnframandlega 1 ilmandi og ýmis önnur og fjarlæg ari lönd, þótt vel sé við Svíum lítandi með tilliti til væntanlegra ! Nóbelsverðlauna. Þá eru hinar 1 torræðu myndir flestum þessara skálda sameiginlegar. En hjá ýms um þeirra eru þ»"r ur en svo smekklegar, hvað þa p_■ slu sem sindur af heitum afl mikils skáld. anda. og auk þess eru þær oft, þegar verst gegnir. ósamstæðar, enda ljóðin sjaldnast áhrifaheild. Því er það, að engan veginn verð ur sagt, að merkja megi af meg- inhluta þessara Ijóða, að með rím leysunni og táknmálinu torræða hafi skáldin fundið það tjáning- arform, sem sé þeim skáldleg nauðsyn .... En þá bölmæðin? Til eru þeir meðal þessara skálda, sem eru ótvírætt haldnir þjak- andi innri sársauka. Þegar Hannes Sigfússon er einn með sjálfum séy og lífsgátunum, þarf enginn, sem skilur mál hans, eintal sálar hans, að ganga þess dulinn, að hans torræðu myndir eru frostrósir feigðarkulda utan að, orðnar til sakir þeirra elda, sem innra loga, en þetta virðist síður en svo bundið umheimin- um og hinum samfélagslegu vandamálum dagsins í dag og á morgun. Hjá Matthíasi Johannes- sen er ógn nóinnar framtíðar lif- andi og næsta bitur veruleiki, þegar hann yrkir Jörð úr Ægi, en við skynjum líka glöggt. að hann veit sig eiga eitthvað að missa hið næsta sér. mólar ekki svart á svart, því annars vegar er allt, sem hann ann heitast, landið hans, með undursamleg- um línum sínum og litum, hrjóstr um og ilmgróðri, hrikaleik og Ijúfri mildi, — öllu þessu, sem það mannlíf verður að fó að njóta, sem næst stendur skáldinu — hins vegar feiknskuggi feigð- aruggs, sem stundum myrkvar sólina, þegar gróðraröfl jarðar eru unaðslegast önnum kafin. Og ógn hinna válegu vænda er ekki hugsanaleikur, ekki tízku- legt apaspil í Dauða Baldurs í nýrri ljóðabók Sigurð A. Magn- ússonar — svo sem síðar verð- ur vikið að í þessu greinarkornL En hjó. ýmsum þessara skálda verkar bölmæðin sannarlega ekki sem veruleiki, heldur ekki ósvipað og við mættum einu skóldinu með dinglandi kross í ofsnemmvöxnu alskeggi. Órækt merki. Sigurður A. Magnúsaon lauk ritgerð um íslenzka ljóðagerð á tilvitnun í grein eftir Sig- urð Norðdal, lagði orð hins vísa og spaka manns inn í reikning hins lausrímaða forms. Tilvitnun in hljóðar þannig: „Ef íslenzkar bókmenntir eig>a sér nokikra framtíð, verður hún að vera í höndum þeirra manna, sem þora bæði að sökkva sér of- an í erlenda menningu og vinza miskunnarlaust úr henni með < sjálfstæðri hugsun og saman- burði við íslenzkt eðli og reynslu.“ Ég hygg, að ég megi fullyrða, að Sigurður sé svo heiðarlegur Framh. á bls. 12. VERZLUN vor að Ægisgöfu 10 er fluft að SUDURLANDSBRAIJT 4 Móttaka beiðna um viðgerðir eftir kl. 18.00 í síma 1-14-25 GOTT ÚRVAL AF GAS OG OLÍUKYNDITÆKJUM SÍMI VERZLUtfARINNAR OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTL OLÍUKYNDITÆKJA ER 3-81-25 OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR H.F.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.