Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 10
10 r M O R CTJ N fí L A ÐIÐ Föstudagur 29. des. 1981 rogpunfifaMfr Ctgeíandi: H.f. Arvakur, Reykjavík. Frarakvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla., sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: .\ðalstræti 6. Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. TOLLAHÆKKANIR I VIÐSKIPTA- LÖNDUM OKKAR If í n s og Morgunblaðið greindi frá í gær, hækka tollar á sjávarafurðum veru- lega í ýmsum viðskiptalönd- um okkar nú um áramótin. Þannig hækkar t.d. tollur á freðfiski í Þýzkalandi um 4,3% eftir áramótin og verð- ur 9,3% og tollur á ísfiski verður þá 5%. í Hollandi verður tollur á freðfiski 6%, en harm er nú tollfrjáls, eins og ísfiskur í Þýzkalandi. Hér er um að ræða tolla- breytingar í samræmi við stefnu Efnahagsbandalagsins og eiga þessar tollahækkanir eftir að verða mun meiri, um það er líkur. Þannig verða tollar á ísuðum fiski 15% og á saltfiski og skreið 13%. ' Innan skamms verða mikil vægustu og elztu markaðir íslendinga innan Sameigin- lega markaðsins, og hlyti það að hafa hinar alvarleg- Ustu afleiðingar fyrir efna- hag okkar, ef okkur ekki auðnaðist með einhverjum hætti að verða aðilar að þessu efnahagssamstarfi. Er þessvegna brýn nauðsyn, að ötullega sé unnið að því að tryggja viðskiptahagsmuni okkar. Ljóst er, að Efnahags- og framfarastofnun Evrópu ger- ir sér grein fyrir vandkvæð- um íslendinga, sem eru minnstir og fátækastir þátt- takenda í þeirri samvinnu. Sést það af áliti því, sem stofnunin hefur birt, þar sem skorað er á aðildarríkin að losa um höft, sem torvelda. útflutningsverzlun Islands. i Full ástæða er til að ætla, að öll ríki innan Efnahags- og framfarastofnunarinnar vilji líta á hin sérstöku vandamál okkar af fyllsta skilningi og velvilja, en meðal þeirra eru öll lönd Efnahagsbandalagsins. Þess vegna verður að treysta því að okkur auðnist að tryggja viðskiptahagsmuni okkar í samstarfi við þessi lönd, án þess að þurfa að hætta nokkru því eða fórna, sem við viljum með engu móti af- sala okkur. En hitt er Ijóst, að okkur tekst því aðeins að tryggja þá hagsmuni, að við séum reiðubúnir t.il að ræða málin við þær þjóðir, sem okkur eru skyldastar og vinveitt- astar. Einmitt þess vegna höfum við gerzt aðilar að ýmsum alþjóðasamtökum, og reyndin hefur líka orðið sú, eins og sést af þeirri áskor- un Efnahags- og framfara- stofnunarinnar, sem áður var getið, að við höfum haft af samvinnunni margháttað' an ávinning. „BLÓMLEGT A MÖRGUM ÚT- GERÐAR- STÖÐVUM' fjegar viðreisnarráðstafan- * irnar voru gerðar vorið 1960, hófu stjórnarandstæð- ingar harkalega baráttu gegn þeim og einkum þó Fram- sóknarmenn, sem í flestu gengu lengra en kommún- istar. Einum til tveimur mánuðum eftir framkvæmd efnahagsráðstafananna sögðu Framsóknarmenn, að við- reisnin væri hrunin. Nokkr- um mánuðum síðar sögðu þeir, að hún væri að hrynja og enn síðar, að hún mundi hrynja. Ekkert af því rætt- ist þó. Þá var tekið að tala um „Móðuharðindi", því næst um „kreppu“ og loks um „samdrátt“. Allt reyndist þetta þó sem betur fer órök- studdar hrakspár, og nú er svo komið, að í þessari áróð- ursiðju hafa Framsóknar- menn orðið að hopa úr síð- asta víginu. í ritstjórnargrein í Tíman- um í gær segir, „nú er blómlegt á mörgum útgerð- arstöðvum“. Þetta vissu menn raunar fyrir, en ánægjulegt er þó að fá víð- urkenningu Framsóknar- manna á þessari staðreynd svo oft, sem þeir hafa haldið því fram, að viðreisnin hlyti að kollvarpa fjárhag lands- ins. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir tilraunir stjórn- arandstæðinga til að eyði- leggja viðreisnina, þá hefur hún staðizt í öllum megin- atriðum og menn eru þegar farnir að njóta ávaxta henn- ar. Efnahagskerfið er að verða heilbrigt, gjaldeyris- varasjóðir safnast og traust- ur grundvöllur er undir þeim stórstígu framförum, sem á næsta leiti eru og gjörbreyta munu kjörum manna. LIST OG PÓLI- TÍK 17' ommúnismínn nærist á “• hatri og öfund eins og aðalmálgagn hans hér á Líkan af Super-Caravelle. — Hún á að verða tiibúin til fyrsta reynsluflugs eftir þrjú ár — og hefja farþegaflug 1968. Meö 2.500 km. hraða 1960? Frakkar hyggjast framleiða risasfóra farþegaþotu — og verba tveim árum á undan Bandarikjamönnum FRAKKAR ætla sér ekki að láta aðrar þjóðir taka forustuna í framleiðslu farþegaþota, sem farahrað ar en hljóðið. Þeir hafa nýlega greint frá áætlun- um um smíði risaþotu, sem nefnist Super-Caravelle, á að geta flutt um 100 far- þega — og flogið með yfir 2.500 km hraða á klst. — Þota þessi á að hefja far- þegaflug árið 1968, eða tveim árum fyrr en fyrstu bandarísku farþegaþoturn ar, sem fljúga yfir hljóð- hraða. — Super-Caravelle mun einkum notuð á leið- um, þar sem vegalengdir eru frá ca 2.900—4.500 km. Þotan mun væntanlega kosta sem svarar nálægt 300 milljónum ísl. króna, sem þykir ekki sérlega dýrt — og er það vegna þess, að framleiðendurnir fá ríflegan styrk frá franska ríkinu. Til saman- burðar má geta þess, að Bandaríkjamenn gera ekki ráð fyrir að geta selt sín- ar risaþotur fyrir minna en 400—500 millj. kr. — og þær þotur, sem nú eru í farþegaflugi, kosta marg ar hverjar frá 200—250 milljónir. Framleiðendurnir halda því fram, að Super-Caravelle muni geta hafið sig til flugs og lent á öllum þeim flug- brautum, sem nú eru notaðar fyrir hinar „venjulegu" far- þegaþotur — og þeir segja einnig, að rekstrarkostnaður miðað við farþegakílómetra verði a.m.k. ekki meiri en nú gerist um hinar minni þotur. — Super-Caravelle mun að- eins fljúga með meiri hraða en hljóðið í mikilli hæð — e.t.v. ekki fyrr en komið er upp í 40 þús. feta hseð eða meira — og er tilgangurinn að draga úr hávaða og öðrum óþægindum, sem verða, þegar farið er gegnum „hljóðmúr- inn,“ er svo hefir verið nefnd- ur. Telja framleiðendur hæfi- legt, að flogið verði í nálægt 50 þús. feta hæð, af fullnýta skal afl hinna fjögurra þrýsti- loftshreyfla. Super-Caravelleþotan er árangur samstarfs Sud-Avia- tion flugvélaverksmiðjanna og firmans G. A. M. Dassault. Til þess að koma framleiðsl- unni af stað hefir þurft að fá erlent fjármagn — og er nú t. d. verið að semja við brezka firmað BAC. Talið er, að hin mikla byrjunarfjárfesting fé- ist að fullu greidd með sölu 80 flugvéla — og framleiðend- ur gera ráð fyrir að geta selt a.m.k. 250 á tiltölulega skömm um tíma. Þeir leggja áherzlu á, að Super-Caravelle eigi ekki að keppa við hina frægu „venjulegu" 'Caravelle þeirra, sem er tveggja hreyfla heldur verði hér eingöngu um nýj- ung og viðbót að ræða til þess að geta fullnægt óskum við- skiptavinanna. Super-Cara- velle verður seld hverjum, sem hafa vill, án nokkurra takmarkana. Eins og fyrr segir, verður Super-Caravelle 4ra hreyfla — og verða hreyflarnir á vængjunum, en ekki búknum eins og er á núverandi Cara- Frh. á bls. 19 landi ber vitni. Ritstjórar Þjóðviljans virðast einkar lagnir að rækta mannvonzk- una í blaði sínu. Þeim verð- ur sjaldan á í þeirri messu. Blindaðir af pólitísku ofstæki leggja þeir Moskvumæli- kvarðann á allt milli himins og jarðar, menn og málefni. Um þá mætti segja eins og einhverju sinni var kveðið: Hól um dáið héraðslið hamast sá að skrifa sem er ávallt illa við alla þá sem lifa. Þetta gætu verið einkunn- arorð kommúnistablaðsins. — Því „héraðsliði“, sem er reiðubúið að kasta sér í dauðagreipar kommúnism- ans, er hrósað í tíma og ó- tíma, hinir eru miskunnar- laust svívirtir. En kommún- istar skulu vita það, að sá tími er liðinn að svívirðing- ar þeirra hafi nokkur áhrif: Sjálfur dauðinn, sjálfur djöfullinr hefur byggt þessa berg- málslausu múra, sagði Steinn Steinarr um Kreml. Minnug þessara orða getum við bætt því við, að fingraförin eru hin sömu á veggjum Kreml og á síðum Þjóðviljans. Kommúnistar þykjast stund um hafa áhuga á listum, en allir vita, að sá áhugi nær ekki lengra en pólitíska of- beldið segir til um. Öll gagn- rýni kommúnista, bæði á ís- landi og annars staðar mót- ast af því, að svívirða and- stæðinginn, hversu góður listamaður, sem hann er og upphefja samherjann, hversu slæmur listamaður sem hann er. Á þessum skollaleik tek- ur enginn íslendingur mark lengur. Þeir, sem í Þjóðviljann skrifa, reyna að þóknast hús- bændunum. Ekki er svo skrifað um litla ljóðabók, að fyrst sé ekki spurt: Hver er höfundurinn? Er hann með okkur eða á móti? Ef hann er á móti, þarf ekki að sök- um að spyrja. Þá er einhver Jón frá Pálmholti dreginn út úr greninu og látinn ýlfra. Er þess skemmst að minn- ast, að „gagnrýnandi“ þessi reynir að glefsa í Guðmund Daníelsson vegna skáldsög- unnar Sonur minn Sinfjötli, sem að flestra dómi er bezta bók Guðmundar og gott lista verk. Reynt er að gera skáld ið tortryggilegt, reynt er að svipta hann skáldaheiðri, reynt er að brigzla honum um stuld eða afskræmingu á stíl Kiljans og þar fram eft- ir götunum. En lítilla sæva eru þeir menn sem láta nota sig til þeirrar óþokkaiðju að glefsa að skáldum og listamönnum einimgis vegna þess að þeir eru pólitískir andstæðingar. Lítil eru geð þeirra smá- pilta, sem alltaf þurfa að gelta, þegar klipið er 1 skott- ið á þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.