Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.12.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Þjódleikhúsið Skugga-Sveinn Eftir Matthías Jochumsson Leikstjóri: Klemenz Jónsson . Hljómsveitarstjóri: Carl Bilhich ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi á annan í jólum Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson, í tilefni þess að nú er liðin rétt hundrað lár síðan leikurinn var saminn. Leikstjóri er Klempnz Jónsson. Leikhúsið hefur áður sýnt leik- inn á jólunum 1952 og var þá Haraldur Björnsson leikstjóri. Þar eð viðhorf mitt til leiksins er hið sama nú sem þá, leyfi ég mér að tilfæra hér nokkur Orð um leikinn í leikdómi mínum frá þeim tíma: „Þess mun vissulega ekki þörf að kynna íslenzkum leikhúsgest- um Skugga-Svein, þetta vinsæla íeskuverk okkar ágæta þjóðskálds Matthíasar Jochumssonar. Leik- ritið hefur um langan aldur ver- ið alþjóðareign okkar Islendinga, iþað hefur frjógvað ímyndunarafl þjóðarinnar, leitt hana inn á Víðlendur þjóðtrúar og þjóðsagna og brugðið upp fyrir henni iif- andi Og litríkum myndum af ald- arfari óg menningu löngu liðins tíma. f öllum einfaldleik sínum og þrátt fyrir margskonar van- kanta, hefur þetta verk skáldsins í sér fólgið það lífsmagn og þann kynngimátt, að það hefur um tvo mannsaldra staðið af sér alla storma og öll iðuköst tím- ans, jafnan verið þjóðinni gleði- vaki í byggð og bæ, varpað af henni skammdegisdrunganum og lyft henni yfir strit og armæðu dagsins." Þegar Matthías Jochumsson samdi „Skugga-Svein“ eða „Úti- legumennina'* eins og leikurinn var fyrst nefndur, veturinn 1861 til 1862, var hann nemandi í Lærða skólanum hér í bæ. Reykja vík var þá hálf-danskur bær Og danskir gleðileikir allsráðandi á leiksviðinu hér. Um þessar mund- ir bjuggu í sama húsi og Matthí- as þeir Sigurður Guðmundsson, fornfræðingur ög listmálari og Jón Árnason, þjóðsagnafræðing- ur, báðir afburðamenn, þjóðr.ýt- ir og þjóðlegir menningarfrömuð- ir, hvor á sínu sviði. Hafa þeir vafalaust haft mikil og holl áhrif á hið unga skáld, örvað það til þess að semja þetta rammíslenzka leikrit og stutt það með ráðum og dáð. Skugga-Sveinn (Útilegumenn- irnir) var fyrst sýndur hér í Reykjavík í janúarmánuði 1862, skömmu eftir að höfundurinn hafði lokið við hann. Sigurður Guðmundsson setti leikinn á svið og annaðist leikstjórnina. Hann hafði einnig allan veg og vanda af leiksviðsbúnaði, leiktjöldum Og búningum. Er enginn vafi á því, að þessi fjölfróði og mikil- hæfi listamaður hefur reynt, um öll þessi atriði, að fara eins nærri sögulegum staðreyndum Og kost- ur var á. Varðar það og miklu, því að hið þjóðlega efni leiksins og yfirbragð eru meginkostir hans, sem í engu má raska, hvorki með yfirlætislegu leikhústildri né ofrausn í ytri gerð, ef vel á að takast. Þetta hefur Og höfund- inum sjálfum verið fyllilega ljóst, því að hann segir (í Þjóðólfi 1879): „Ef dramatísk konst á að verða list, sem menntar, fegrar og fullkomnar þjóðlífið — eins og öll konst á að gjöra — þá verða menn að læra að leika sitt eigið þjóðlíf“. Því miður hefur þetta sjónar- mið litlu ráðið um gerðir leik- stjóranna beggja, Haralds Björns- sonar árið 1952 og Klemenzar JónssOnar nú, svo og annarra þeirra, sem með þeim hafa verið í ráðum um uppfærslu leiksins. Árið 1952 sat Sigurður bóndi í Dal uppdubbaður í þingstofunni þar á staðnum og í sama klæðn- aði á grasafjallinu og Ásta dóttir hans skartaði á báðum þessum stöðum eins og hefðarmey á há- tíðisdegi. Stúdentarnir voru svo „fínir“ í stórtreyjum og leður- stígvélum upp að hnjám, að fella varð úr textanum orð Gríms stú- dents um að binda skóþveng sinn. Og klettarnir á öræfunum, upp- Ijómaðir að innan með rafmagns- perum, stigu trölladans yfir Skugga-Sveini þar sem hann lá í svefni og hafði sínar þungu draumfarir. Klemenz Jónsson hefur varazt Nína Sveinsdóttir Grasa-Gudda. Haraldur Björnss. Sigurður í Dal Jón Sigurbjörnsson Skugga Sveinn. Lárus Ingólfsson Hróbjartur. sum þessara leiðu mistaka. Hóla- stúdentarnir eru nú farnir úr reiðstígvélunum og hafa fóta- búnað Og klæðnað að þeirra tíðar hætti Og klettarnir hafa fengið sitt rétta eðli aftur, eru svartir og jarðfastir, og gera sér á eng- an hátt dælt við Skugga gamla. En sveitafólkið er margt enn prúðbúið á grasafjallinu og þá ekki síst heimasætan í Dal. Ann- ars er ýmislegt gott um leikstjórn Klemenzar. Staðsetningar eru yf- irleitt góðar og leikhraðinn hæfi- legur. En nú er kominn til sög- unnar annar og mikill annmarki á sýningunni, þ. e. hin nýja tón- list, sem látin er í té með þeirri ofrausn að furðu gegnir, hvorki meira né minna en tíu ný lög í viðbót við þau, sem fyrir voru, og eru þessi lög sungin í tíma og ótíma, diúettar, terzettar og kór. Einkum er þetta áberandi á grasa fjallinu þar sem fólkið með tínu- pokana verður allt í einu að fág- uðum og þaulæfðum blönduðum kór. Segi ég þetta ekki af því að ég meti ekki. í sjálfu sér, þessa tónlist Karls Ó. Runólfssonar, sem mér finnst svipmikil og vel gerð, heldur af því að hún ber leikritið ofurliði og breytir eðli þess. Skugga-Sveinn er ekki lengur það, sem höfundurinn ætlaðist til, þjóðlegur alþýðuleikur heldur miklu fremur söngleikur. Við þetta verða þær þjóðlífsmyndir, sem höfundurinn hefur dregið upp í leiknum, skakkar og skæld- ar og andi skáldsins svífur þar ekki lengur yfir vötnunum. Matthías Jochumsson breytti þessu æskuverki sínu oftar en einu sinni og þurfti engan um það að spyrja, en þar með er ekki sagt að hver og einn leik- stjóri eða leikhússtjóri geti tekið leikinn Og hnoðað hann í hendi sér að eigin geðþótta svo að hann missi bæði sitt upprunalega svip- mót og eðli. Eg væri ekki á móti því að gerður væri góður söng- leikur eftir Skugga-Sveini, með leyfi aðstandenda skáldsins. Sú listgrein er nú mjög í tízku og hefur gefist vel. Svo er t. d. um söngleikinn My Fair Lady, sem gerður var eftir leikriti Shaws, Pygmalion. En höfundar söng- leiksins voru snjallir menn og svo háttvísir að þeir gáfu leik sínum annað nafn en leikrit Shaws. Persónurnar í Skugga-Sveini eru margar og því ekki tök á því hér að gera grein fyrir þeim öllum. Leikurinn er yfirleitt góð- ur þótt lítið sé um veruleg leik- afrek. Haraldur Björnsson leikur Sigurð lögréttumann í Dal nú Og hann fór einnig með það hlut- verk árið 1952. Gerir Haraldur hlutverkinu góð skil, betri að mér finnst en hið-fyrra skiptið. Ástu dóttur hans leikur Snæ- björg Snæbjarnardóttir, en Har- ald hinn unga útilegumann leik- ur Valdimar Örnólfsson. Báðir eru þessir leikarar nýliðar á leils- sviði og gætti þess í leik þeirra, sem ekki er tiltökumál. Þó var leikur Snæbjargar dágóður á köflum. Bæði hafa þau laglega söngrödd og geðþekkt útlit og mun það hafa ráðið mestu um val þeirra í þessi hlutverk. Ævar R. Kvaran er í éssinu sínu í hlut- verki Lárenzíusar sýslumanns og Herdís Þorvaldsdóttir vakti sér- staka athygli fyrir léttan og skemmtilegan leik í hlutverki Margrétar þjónustustúlku sýslu- mannsins. Erlingur Vigfússon og Kristinn Hallsson léku stúdent- ana. Var leikur þeirra rétt í með- allagi, en þeir bættu hann upp með ágætum söng, enda hafa þeir báðir fagra söngrödd. Nína Sveins dóttir lék Grasa-Guddu nú sem fyrr. Var leikur hennar yfirleitt góður, þó að henni tækist ekki altaf jafn vel. Bessi Bjarnason leikur Gvend smala, en það er, sem kunnugt er eitt allra skemmtilegasta hlutverk leiksins. Bessi lék þetta sama hlufcverk 1952 þá nýliði í leiklistinni. Var fróðlegt að bera saman leik hans þá Og nú Og sjá hversu hinn óreyndi og hikandi leikari frá þeim árum er nú orðinn öruggur Og þrOskaður listamaður sem hef- ur hlutverkið fyllilega á valdi sínu, enda vakti Bessi geysilegan fögnuð leikhúsgesta með blæ- brigðaríkum Og skemmtilegum leik sínum. Galdra-Héðinn hefur nú verið tekinn með í leikinn, en honum hefur oft verði sleppt. Valur Gíslason lék þetta hlutverk og fór vel með það. Ketil lék Árni Tryggvason. Er það að mörgu leyti vandasamt hlutverk, en naut sín vel í túlkun Árna. Ög- mund útilegumann, fóstra Mar- alds, lék Rúrik Haraldsson. Hlut- verkið gefur ekki tilefni til mik- illa leikátaka, en Rúrik lék það af þeirri hógværð og hæglæti, sem hlutverkinu hæfir. Valdimar Helgason lék nú sem fyrr Jón sterka. Gerði hann hlutverkinu góð skil, breiður og fyrirferðar- mikill svo sem vera ber. Þá skal síðast en ekki síst nefna sjálfa höfuðkempuna, Skugga-Svein, er Jón Sigurbjörnsson leikur. Er leikur Jóns þróttmikill, röddin sterk og dimm og allar hreyfing- ar hans og svipbrigði svo sem hæfir þessum forherta óláns- manni, sem hungur og vetrar- hörkur um langan aldur hafa sett á svipmót sitt. Carl Billich hefur unnið hér mjög gott verk bæði sem hljóm- sveitarstjóri og söngstjóri, því að hvorttveggja var með ágætum, leikur hljómsveitarinnar og söng- urinn. Sigríður Ármann hefur samið dansana og æft þá. Leiktjöld og búningateikningar hefur Gunnar Bjarnason gert. Eru leiktjöldin vel gerð, en þrengja nokkuð að leiknum við byrgi Skugga-Sveins. Leiknum var ágætlega tekið enda var hann, þrátt fyrir allt, að ýmsu leyti skemmtilegur. Sigurður Grímsson- Frystihúsin að verða full FRETTARiTARI blaðsins á Akra nesi símaði að hringnótabótarnir á Akranesi hefðu um miðjan dag í gær verið sem óðast að demba sér út á síldveiðarnar. Þeir lágu inni yfir jólin, lönduðu seinast á Þorláksmessu samtals 5000 tunnum, sem þeir veiddu suður frá, enda fór allur aflinn í bræðslu. Mjög er farið að sneiðast unr rúmi í frystihúsunum á Akra- nesi. T.ú cvað fréttaritarinn alla frystiklefa t'ílla í hraðfrystihúsi Haraldar Böð\'c.rssonar & Co. Valdmiar Örnólfsson Haraldur. Snæbjörg Snæbjarnardóttir Ásta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.