Morgunblaðið - 29.12.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 29.12.1961, Qupperneq 13
Föstudagur 29. des. 1961 MORGTNBL4Ð1Ð 13 © í § I ð I i ! f i f f I ÍTv O 8> £ I I I I I £ I | i I i 8 Luthuli var fagnað sem höfðingja Kungálv, 8. des. LAUGARDAGINN 2. des sl. efndi Sænsk-íslenzka félagið í Gautaborg til fullveldis- fagnaðar. Samkoman hófst með sameiginlegu borðhaldi. Formaður félagsins, Peter Hallberg, docent, bauð fé- lagsmenn og gesti velkomna og flutti auk þess snjallt ávarp í tilefni dagsins. Aðal- ræðuna flutti Thor Vilhjálms son, rithöfundur, en hann kom hér við á leið heim úr suðurgöngu. Hann hefur dvalizt í nokkra mánuði suður á Ítalíu. Ræða Thors Vilhjálmssonar var með af- brigðum myndauðug og skemmtileg. Hann kom víða við. Ritari félagsins, Ás- mundur Brekkan, læknir, upplýsti í ávarpi, sem hann flutti, að félagar Sænsk-ís- lenzka félagsins væru nokk- uð á annað hundrað og aldrei hefðu svo margir sótt full- veldisfagnað á vegum félags- ins og nú eða um 90 manns. Meiri hluti félaganna eru Svíar. Hátíðin var hin ánægjuleg- asta. Mikið talað, mikið sungið og margt til skemmt- unar. Sýnd var gullfalleg lit- kvikmynd úr Þjórsárdal, — mynd Osvalds Knudsen. ís- lendingar komu víðsvegar að úr byggðarlögum Vestur-Sví- þjóðar. Og skemmtu menn sér hið bezta við söng og dans fram eftir nóttu. Bók Thors Vilhjálmssonar, „Andlit í spegli dropans", kom nýlega út hér í Svíþjóð í þýðingu eftir Peter Hall- berg. Bókin hefur fengið góða dóma í sænskum blöð- um. Albert Lutuli fagnað í Gautaborg 1 gær hylltu stúdentar í Gautaborg Albert Lutuli og konu hans, frú Nokukhanya Lutuli, er þau komu hér við á Forslandaflugvelli á leið til Osló, en þangað sækir Lutuli eins og kunnugt er friðarverðlaun Nobels. Um 500 stúdentar mynd- uðu mikla skeifulaga fána- borg á flugvellinum, ásamt fulltrúum annarra æðri skóla í borginni, fulltrúum frá fé- lagi Sameinuðu þjóðanna í Gautaborg, stéttafélaga og ýmissa stjórnmálasamtaka. Albert Lutuli og kona hans voru boðin velkomin á sænska grund með ræðum og stúdentasöng. Lítil stúlka færði gestunum fagra blóm- vendi og var þeim óspart klappað lof í lófa. Yðar málstaður mun sigra Formaður stúdentasamtak- anna í <Jautaborg, Bengt Sandkull, flutti ávarp. Hann sagði m.a.: „Ástandið í Suður-Afríku er ískyggilegt. En yðar óeigin- gjarna og þrotlausa starf styrkir okkur í þeirri trú, að engin ástæða sé til að ör- vænta. Við vitum, að friðar- verðlaunum Nobels hefur verið úthlutað manni, sem ríkulega hefur til þeirra unnið. Fyrir nokkrum dög- um var yður leyft að hverfa úr fangelsi, en aðeins um stundarsakir, skilyrðið var, að þér skuldbynduð yður til að snúa þangað aftur. Við vonum, að sú samúð sem við í dag viljum sýna yður og málstað yðar muni veita yð- ur styrk og einurð til þess að halda baráttunni áfram — baráttu fyrir frelsi, réttlæti og bræðralagi meðal Afríku- búa. Framtíðin er okkur hulin, en það er sannfæring okkar, að yður muni takast að vinna bug á erfiðleikun- um og yðar málstaður muni sigra“. Táknrænn atburður Evert Svensson, þingmað- ur í Kungalv, talaði fyrir hönd annarra samtaka en stúdenta. Hann benti m.a. á það í ávarpi sínu, að þetta væri í fyrsta sinn í sögunni, sem Afríkumanni væru veitt friðarverðlaun Nobels. Enn- fremur sagði Evert Svens- son: „Samtímis fulltrúa okkar eigin lands, Dag Hammar- skjöld, munuð þér á sunnu- daginn kemur veita friðar- verðlaunum Nobels viðtöku. Við skoðum þetta táknrænt. Friður og frelsi er það bezta, sem við getum óskað Afríku!" Blökkumaðurinn séra Wii- fred Cele frá Suður-Afríku, sem dvelst í Gautaborg við framhaldsnám, ávarpaði Al- bert Lutuli á hans eigin máli, Zulu. Hann hóf mál sitt með að lesa grein úr ritning- unni, — Matt. 5:16. Allir menn eiga jafnan rétt til lífs og frelsis Albert Lutuli flutti að lok- um þakkarávarp. Hann var greinilega hrærður yfir þeirri samúð og þeim vinarhug sem honum var sýndur. Hann talar ágæta ensku. Hann þakkaði móttökurn- ar og hlýjar kveðjur en harmaði að honum skyldi ekki auðnast að dveljast lengur en þessa stuttu stund í Svíþjóð, þar sem ferð hans væri vissum skilyrðum háð. Gjarnan hefði ég viljað dveljast lengur í Svíþjóð og kynnast betur þeirr’ þjóð sem hefur sýnt mér svo mikinn heiður og vinarhug. Mér er það sérstök ánægja að hafa átt þess kost að koma til þess lands, þar sem tillagan um að mér yrðu veitt friðarverðlaunin kom fyrst fram. Ég er staddur í lýðfrjálsu landi, en eigi að síður hefur ríkisstjórn minnar þjóðar lagt hömlur á leið mína, svo ég er ekki frjáls ferða minna. En ég er sannfærður um að þeir tímar koma, að augu manna opnast fyrir því, að það er óréttlátt að gera greinarmun á fólki eins og nú er gert í mínu ætt- landi. Allir erum við menn, þótt litarhátturinn sé frá- brugðinn, — menn, sem eiga jafnan rétt til lífs og frelsis. Ég er hamingjusamur yfir að vera meðal vina og það er dásamleg tilfinning að vera staddur í landi þar sem frelsi og mannhelgi er í heiðri haft. Við Suður- Afríkubúar erum þess minn- ugir, að Svíar styrkja unga stúdenta, — blökkumw^. a#~ okkar hópi til framhaldsnáms hér í Svíþjóð. Okkur er það mjög mikils virði. Ég og mínir þeldökku samherjar fundu sárt til þess, þegar sú harmafrétt barst okkur að samlandi yð- ar, Dag Hammarskjöld, hefði farizt af slysförum í Afriku. Hinir þeldökku Afríkubúar áttu honum mik- ið að þakka. Við starf hans í þágu friðarins voru miklar vonir bundnar. Honum varð mikið ágengt í baráttunni fyrir friði og öryggi í heimin um þau ár, sem hann starf- aði fyrir Sameinuðu þjóðirn- ar. Ég er sannfærður um að það er fyrst og fremst hann sem á heiðurinn af því að „kalda stríðið“ varð ekki að opinni styrjöld milli stórveld anna. Ófrjáls ferða sinna Að lokum þakkaði Albert Lutuli enn á ný alúðlegar móttökur, og heiðursvörður stúdentanna kvaddi gestina með húrrahrópum og söng. Og SAS-vélin Atli Víkingur hélt ferðinni áfram eins og leið liggur til Óslóborgar. Dvalarleyíi Lutuli-hjón- anna í Ósló hljóðar upp á 7 daga. Lengur mega þau ekki vera samkvæmt boði stjórn- ar Suður-Afríku. Og ekki mega þau fara út fyrir borg- armörkin. Leyfið er bundið við Ósló og stytztu leið fram og aftur. Kristileg sam- tök stúdenta í Svíþjóð vinna nú að þvi að fá dvalarleyfið framlengt um 5 daga, og ef það tekst, verður Albert Lut- uli boðið í fyrirlestrarferð um Svíþjóð. M. G. l 3 i i I l l I mmiBm Stúdentar með fánaborg heilsuðu Luthuli og frú á flugvellinum Þekkt heildsölufyrirtæki hér í bæ óskar eftir skrifsfofuhúsnœði 3—4 herbergi, sem næst Miðbænum frá áramótum. Tilboð óskast send skrifstofu félags íslenzkra stór- kaupmanna, Tjarnargötu K fyrir 5. janúar n.k. Bélag íslenzkra stórkaupmanna UIMGLIIMG. van+ar til að bera blaðið í eftirtalið hverfi FJÓLUGÖTU TRULOFUNAR H R I N G A R ULRICIH FALKMER AMTMANNSSTÍG 2 Jóhannes Lárusson hæstaréítarlögmaður lögfræðiskrifst. - fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 Magnús Thorlaeius næstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875, Coktail mondlur fyrir hófdryggjuna um áramótin, fást hjá Silla & Valda, Kjörbúð SÍS London, Austurvelli. Heildsölubirgðir Eiiikur Kelilson Garðastræti 2 — Sími 23472

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.