Morgunblaðið - 31.12.1961, Page 1

Morgunblaðið - 31.12.1961, Page 1
Sunnud. 31. des. 1961 s s r UM SÍÐUSTU áramót var hin mesta deyfð yfir Heyk- víkingum og mundu lögreglu þjónar borgarinnar ekiki leið inlegri áramótafagnað. Sum ir kenndu slénið aflaleysi tog arnna og verðfalli é lýsi og mjöli, en aðrir töldu haf- meyjarleysið á Tjöminni valda hér mestu. Verðfallið á fiskimjölinu hafði síður en 9vo niðurdrep andi áhrif á Japani, þó þeir séu líka mikil útgerðarþjóð. Barnsfæðingar komust bar upp í 20 pr. sekúndu, þó ekki hjá sömu fjölskyldunni. — Til Siglufjarðar komu átta Færeyingar togaraútgerð staðarins til mikillar við- reisnar og vistmenn á elli- heimilinu Grund voru þá orðnir 344. Auk Færeyinganna feng- um við marga tigna gesti hingað á árinu. í janúar komu m.a. kínverskir læknar og kvörtuðu yfir ágangi Tí- betbúa. Aðalerindi þeirra var annars að kynna sér starfsaðferðir íslenzkra lækna. Voru Kínverjarnir við staddir botnlangaskurð og tannúrdrátt kolleganna, kom ust að því, að hér er ekki beitt Marx-Leniniskum að- ferðum, enda er meðalaldur íslendinga hærri en flestra annarra þjóða. Minnkur drukknaði á dul- arfullan hátt í Árnesi — og Kínverjarnir héldu utan. ★ Landhelgisgæzlan flutti belgízkan togara til hafnar í Vestmannaeyjum og hlaut skipstjórinn háa sekt fyrir tilraun tii veiða þar sem all ir höfðu fyrir löngu fullviss að sig um að ekki væri bein að fá. Reið þetta manninum greinilega að fullu, því svo taugaóstyrkur var hann, að það var hrein hunda heppni, að maðurinn hitti á hafnar- mynnið, þegar hann sigldi togara sínum út úr liöfninni. Lengra fór hann ekki en sigldi skipi sínu í strand við utanverðan hafúargarðinn. Af hlauzt milljónatjón á garðinum, en fyrir það hlaut Belgíumaðurinn enga sekt, heldur var honum tekið með fögnuði færður úr blautum brókum og settur í aðrar þurrar og hlýjar. Síð an var hann sendur í flugvél til Reykjavikur- Þar bjó hann í lúxus þar til ferð féll utan og var honum veitt whisky og sódi á útleið. — Varð þetta okkur mikil land- kynning. Annars töidu góðir og guð hræddir menn í Eyjum, að en aðrir á móti. Málið var rætt á Alþingi og komst jafn vel í útvarpið. Freymóður var lafmóður og margfróður við útskýringar sínar á ó- kostum bjórsins, enda er það margreynt, að bjórinn kem ur mönnum ekki í jafngott „dans-stuð“ og sterkari drykkir. Freymóður er, eins og allir vita, hagur tónsmið- ur en barþjónar á Hótel Borg segja, að menn taki ekki að syngja lög hans af raust fyrr en eftir þrjá tvö falda. — Og auðvitað var bjórim: saltaður og fólk held í febrúar gerðist það merk ast, að UMF Djörfung fyrir austan efndi til happdrættis og verður ágóðanum varið til vegabóta til að auðvelda ferð hundahreinsunarmanna um sveitir þar. Um þessar mundir var tölu vert rætt um Sovét-ljósaper- urnar. Af þeim er skinandi birta. En svo eiga þær til að springa, þegar minnst varir Þóttu þetta slæmar perur og villdu sumir véfengja það, sem kommar segja um hið háþróaða tækniland í austri. En þeir, sem eru með á nót- sekt belgizka skipstjórans fyrir landhelgisbrotið hefði verið allt of lág. Æðri máttar völd hefðu þess vegna gripið í taumana ög hegnt Eyja- skeggjum mieð því að brjóta gat á hafnargarðinn. Kröfð- ust þeir hinir sömu, að sekt ir fyrir landhelgisbrot yrðu stórhækkaðar til þess að illir andar mættu vel við una. ★ Hannibal þeysti um landið og var Snorri járnsmiður oft ast hestasveinn hans og helzti ráðgjafi í málefnum sjómanna. Gerðu þeir félag- ar víða lukku á samkomum og var oft dansað á eftir Útgerðarmenn í Eyjum settu á róðrabann, þvi næst fóru sjómenn í verkfall og loks verkakonur í frystihúsum — og kom vertíðin því létt nið ur á flestum. Var í ráði að fara annan hring, en for- sjálir menn sýndu fram á það, að verkföll myndu þá endast fram á Þjóðhátíð — Og lítið verða til glaðnings. í Janúarlok urðu menn víða um heim að herða sult- arólina. Hungursneyð var í Kongó og Tíbet, mannfellir í Kína — og ástandið á Ströndum varð jafnvel svo slæmt, að mýsnar urðu að leggja sér Tímann til munns. Þeir, sem ekki höfðu reynt, sannfærðust þá um, að hægt væri að lifa á Tímanum ein um saman, bæði ti'l andlegs og líkamlegs fóðurs- Hófu fleiri og fleiri Tímakaupend ur að gefa kúm sínum Tím- ann með fóðurbætinum og þykir þetta gefast vel. Brögð eru samt að því, að þing- ræður Þórarins gangi ómelt- ar niður af blessuðum skepn- unum. Nú komst bjórinn á dag- skrá og voru margir með, ur áfram að fá sér þrjá tvö- falda. Útsölur hófust nú af miklu kappi og afsláttur var allt að 75%. Á miðjum útsölutíma birti Tíminn þá bombufrétt, að Kennedy væri framsókn- armaður, eindreginn stuðn- ingsmaður hinnar frjáls- lyndu umbótastefnu flokks- ins. Framsóknarandstæðing- um varð bylt við eins og skiljanlegt er, því maðurinn kemur vel fyrir. Upp úr því fóru að birtast í Tímanum smápistlar um SÍS og fóst urjörðina, skrifaðir undir dulnefni. Héldu margir, að nú væri Kennedy byrjaður að létta undir með Þórarni, erida fór ritstjórinn nú ofitar í bíó en áður. Jókst salan á Tímanum eitthvað, en hrap- aði svo aftur þegar það vitn- aðist, að Kennedy-pistlarnir væru eftir veitingamanninn Vigfús, sem hættur er á Hreðavatni. — Tíð var þá sæmileg á Ströndum. ★ Janúar var atburðaríkur mánuður, því þá hertók Galvao portúgalska skipið Santa María, Bandaríkjamað ur bauðst til að reisa hér sjónvarpsstöð og Þjóðverj- inn Frank Franken, sem vildi verja eigur fslendinga gegn ásælni innbrotsþjófa, var framseldur þýzkum stjómar völdum og settur í fangelsi með gömlurn innbrotsþjóí- um. unum í Marx-Leniniskum þankagangi, skildu auðvitað, að þetta var aðeins liður í 5 ára áætluninni. Því fleiri per ur sem springa um leið Og á þeim er kveikt, þeim mun fleiri perur eru notaðar. Auk in eftirspurn krefst auðvit- að aukinnar framleiðslu, 5 ára áætlunin í ljósaperufram leiðslunni stenzt e.t.v. — og svo eru hengd heiðursmerki á Sovét-ljósaperuvinnuhetj- urnar. — Þess vegna er hrópað ,,Húrra“ í Tjarnar- götu 20 í hvert sinn sem ljósapera springur þar — og síðan í hrifningu: „Lifi sosíalisminn!“ ★ Þetta var sannkallaður verkfallamánuður og báta- formenn í Eyjum sótu því heima hjá sér, stoppuðu í sokka, prjónuðu pottaleppa og stunduðu ýmis önnur þjóð þrifastörf. Verðfallið á mjöli og lýsi kom þá heldur ekki að sök og þjóðarbúið sparaði sér olíu á bátana- Smyglarar ferðuðust um Mosfellssveitina og seldu nælonsokka og vakti það athygli, því hérlendir far- andsalar hafa hingað til haldið sig við íslendinga- sögurtiar. Ferskfiskmatið þótti ágætt nýmæli í fásinni skammdeg isins, enda er það hin bezta lsmdkynning. Sama var að segja um maðkaða hveitið, sem flutt var til Vopnafjarð ar — og þvottakona í Þjóð- leikhúskjallaranum þótti sýna vaskleika, er hún hand tók innbrotsþjóf þar að næt urlagi. Ekkert undarlegt, því þjófurinn óð yfir nýþvegið gólfið. Rætt var á Alþingi um læknaskort í sveitum og komu fram mörg ráð til úr- bóta, m.a. að byggja fína læknabústaði. Bændur voru líka í öngum sínum yfir kaupakonusfcortinum. Kom einn fram með þá rnjöllu hugmynd, að hið opinbera stofnaði sérstakan sjóð til þess að standa undir kaup- greiðslum til kaúpakvenna — og þeim yrði greitt vel. Liggur því beint við að stofna annan sjóð til þess að greiða fæðiskostnað þeirra svo og húsnæði á stórbýlum. Matareitrun olli sjúkleika meðal íslendinga, sem sóttu fund Norðurlandaráðs ytra, Sölumiðstöðin fékk erlent lón til að reisa verksmiðju í Hollandi, eldheitur íslands- vinur réðist harkalega á Þor geir í Gufunesi fyrir lélegan beina, en fé var þá aUt á gjöf við Djúp. ★ Um mánaðamót febrúar- marz var samið um landlielg ina og kom blöðum stjórnar- innar og stjórnarandstöðunn ar ekki saman um það hvOrt Bretar væru ánægðir eða ó- ánægðir með samninginn. Sjálfir sögðust Bretar sáróá- nægðir- Sagði stjórnarand- staðan þá, að ríkisstjórn fs- lands hefði sagt ríkisstjórn Bretlands að segja hrezkum togarasjómönnum og öðrum Bretum að segja að þeir væru óánægðir til þess að bátasjómenn á Austfjörðum yrðu ánægðir með samning- inn. — Hneykslúðust þá margir fslendingar á ríkis- stjórninn.i Okkar fyrir að segja ekki brezku ríkisstjórn inni að segja brezfcu togar- körlunum að segja að 20 mílna landhelgi við Austfirði væri „all right“, því þá hefðu bátasjómenn fyrir austaa glaðst enn meira. Blöðin sögðu líka, að Farah Diba gréti oft í ?in- rúmi, en það mun ekki hafa verið út af landihelgissamn- ingnum. Skömmu síðar kom brezk ur togari til Seyðisfjarðar og vann einn hásetanna sér það til frægðar að brjótast inn í útsölu áfengisverzlunarinnar og stela 40 flöskum af whisky. Þótti þetta illa gert gagnvart Seyðfirðingum. — Þjófurinn var handtekinn áður en hann hafði drukkið úr öllum flöskunum, sendur suður og þar sat hann lengi í fangelsi. — Maðurinn iðrað ist synda sinna. Franskur ferðamálasér- fræðingur gerði, að tilhlutan íslenzkra aðila, tillögu um að byggð yrðu upp sex ferða mannasvæði 1 landinu þar sem reynt yrði að búa sem bezt í haginn fyrir erlenda ferðamenn. Einn af helztu talsmönnum Strandamanna hér syðra mun þá hafa kraf izt, að Strandir yrðu gerðar að sérstöku ferðamanna- landi þar sem ferðamönnum væri bannað að koma. — Strandir væru ósnortnar og fólkið þar gott, lukkulega hefði tekizt að sneiða hjá allri vélamenningu og sam- göngum við umheiminn nema hvað Flóabáturinn Framhald á bls. 6.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.