Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 Skozkir þjóðdansar í Þjóðleik- húsinu EFTIR áramótin kemur til landsins dansflokkur frá Skot- landi og sýnir skozka þjóð- dansa í Þjóðlcikhúsinu. Sýnt verður tvisvar sinnum og verða sýningarnar 7. og 8. jan. n- k. í dansflokkinum eru 18 skozkir listamenn, dansarar, sekkjapípuleikarar, söngvarar og píanóleikar. Skozkir list- dansar eiga sér aldagamla hefð, en hafa á síðari árum verið færðir í listrænt form. Þessi dansflokkur hefur á undanförnum árum sýnt á Edinborgar hátíðinni og hafa dansar þeirra orðið mjög vin- sælir þar. Auk þess hefur flokkurinn sýnt víða í Evrópu að undanförnu við mikla hrifningu. Listafólkið hefur einnig farið í sýningarferð til Ameríku og sýnt þar. Eftir að sýnt hefur verið hér í Þjóð- leikhúsinu fer dansflokkurinn til Ameríku og mun í vetur sýna í öllum helztu borgum í Vesturheimi. Myndin er úr einu atriði úr dönsunum, sem nefnist Sverð- dansinn. V' ''■ ■■ • • "nvnwm wyjv,-A^. %%%%%%%%%%%% Bridge <&%%%%%%%%%%% SPILIÐ, sem hér fer á eftir, var spilað á bandaríska úrtökumót- inu, sem háð var til að velja þá spilara, sem keppa munu fyrir Bandaríkin á Heimsmeistara- keppninni í New York í febrú- ar. Hinir þekktu spilarar, John Crawford og George Rapee, sátu A-V, en Charles Coon og Eric Murray sátu N-S. Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur pass pass 1 V -2 ♦ 3 ¥ 3 A 4 ¥ dobl pass pass pass A 82 ¥ Á D * KD 10 532 * 975 ¥ ♦ * KD K 10 9 5 G 9 7 4 10 8 6 N 6 G 10 9 7 53 v A¥ 8 S ♦ 6 * ÁK432 ♦ Á 6 4 ¥ G 7 6 4 3 2 ♦ Á8 ♦ DG Suður var sagnhafi í 4 hjört- um og Vestur lét út tigulkon- ung, sem drepinn var heima með ás. Suður (Murray) lét því næst út hjarta 2 og Vestur drap með ás. Á þessu stigi verður Vestur að taka tiguldrottning- una til að setja spilið niður. Ef hann gerir það ekki þá getur sagnhafi kastað tigli í laufa 10 í borði eftir að hann hefur gefið Austur 2 slagi á ás og konung í laufi. Spil þetta var spilað á 8 borðum og var lokasögnin og út- spil þau sömu, en enginn spil- ari Vestur tók tiguldrottning- una þegar hann komst inn á hjartaás. Vannst því spilið á öllum horðum, en á því borði, sem sagt er nú frá, vannst það með óvenjulegum hætti. Craw- ford, sem sat í Vestur vissi, að félagi (Rapee) átti aðeins einn tigul, því þeir nota þá reglu til að sýna tvíspil, að láta fyrst hátt og síðan lágt. Þar sem tigul 8 var eina spilið, sem úti var, þá vissi hann að Austur hefði það ekki, því annars hefði hann lótið það í byrjun. Craw- ford lét því út tigul 2, en þar sem Austur hafði aðeins átt eitt hjarta í byrjun, og það féll í ásinn, þá gat hann ekki tromp- að og spilið vannst því einnig á þessu borði, þótt Vestur væri mjög nærri því að setja það niður. Þess skal getið, að þeir Coon og Murray unnu sér rétt til að spila fyrir Bandaríkin á Heimsmeistarakeppninni. | Volkswagen sendibíllinn er einmitt fyrir yður ★ Ódýr í rekstri ★ Léttur í akstri ★ Fljótur í förum Sendillinn sem síðast bregzt — Alltaf fjölgar VOLKSWAGEN Heildverzlunin HEKLA hf. Hverfisgötu 103 sími 11275.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.