Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. des. 1961 Sunnudagur 31. des. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 7 Frh. af bls. 1 færi á hí fnirnar einu sinni í viku — með Tímann. Ferðaskrifstofa ríkisins lagði þé til, að ferðamönnum yrði bannað að koma á öll svonefnd ferðamannasvæði. Þannig mætti halda aftur af útlendingum að koma hing- að, því vaxandi straumur ferðafólks gerði starfsfólki Ferðaskrifstofunnar æ meira ónæði. Er þess að vænta, að þessar kröfur nái fram að ganga, því engin sanngirni er að láta starfsmenn Ferða skrifstofunnar púla frekar en aðra- Tóbakseinkasalan greindi frá því, að neftóbaksneyzlan hefði hraðminnkað ár frá ári, og afgreiðslustúlkur í verzlun einni í höfuðstaðn- um slökktu eld í glugga með skvettu úr nætungagni, sem þar var annars til sölu. Þótti þetta snjallræði gott og mun slökkviliðið í Kópavogi hafa í hyggju að kaupa töluvert magn af næturgögnum — í heildsölu. Flugfélagsmenn héldu nú árshátíð sína í einu sam- komuihúsa bæjarins. Var þetta mikil átveizla, en mat- urinn ekki allur jafnhollur. Fengu flestir viðstaddra mikla magakveisu strax um nóttina og margir lágu í rúm inu daginn eftir. Andstætt öllum venjum voru flug- menn og -freyjur jafnan síð ust um borð og fyrst frá borði þann daginn og í nokkur skipti var flugvélum í innanlandsflugi snúið við skömanu eftir flugtak þrátt fyrir eindæma blíðviðri. Nú er kominn apríl. Stóðst það á endum, að íslendingar lögðu Katalínu á hilluna í innanlandsflugi um leið og Gagarín, tveggja barna fað- ir — og kvæntur, fór eina Gagarín á undan áttræðis- afmælunum. — Hins vegar má benda á, að Rússar nota enn sjóflugvélar og sýnir það yfirburði okkar í stóru og smáu. Það hefur aldrei ' verið dregið í efa, sízt hér heima, að við íslendingar stæðum öllum þjóðum fram- ar á flestum sviðum. Nægir að nefna handritin og félags heimilin því til sönnunar. Hins vegar munu forráða m,enn þjóðarinnar þegar hafa gert sér grein fyrir því að álit okkar út á við yrði brátt í hættu, ef við eignuð- umst ekki eigin geimfara hið bráðasta. Vegna sérstöðu þjóðarinnar, fyrst og fremst smæðar hennar, verður far ið varlega í sakirnar og apar settir í fyrstu geimförin að dæmi Bandaríkjamanna — Um þetta leyti hófst tími voruppskerunnar á ísafirði. Útflutningsframleiðslan og mjólkurvinnsla staðarins- lamaðist, því allir, sem vettl- ingi gátu valdið, gengu á fjörur og tíndu peninga- seðla, sem ísfirzkir milljón- arar köstuðu í klósettið. Lög reglan komst í spilið, því hún vildi líka fá sinn skerf — og hættu lögregluþjónar þá við að segj a upp stöðum sínum í bili. Hálfgert gull- æði greip ísfirðinga og nær- sveitamenn — og lögðust seinustu býlin á Hornströnd- um í eyði. Velmegun varð mikil vestra, togurunum var lagt og gengu skipshafnir á fjörurnar á vöktum. Appelsínur tóku að vaxa á Akranesi, endurnar á Tjörninni fengu tvær máltíð ir á dag, lögregluþjónar í Reykjavík fóru á sauma- námskeið og öll fangelsi á Kúbu voru orðin yfirfull. Þá var komið langt fram í apríl, tekið að skíra fjöll, jökla, stræti og börn í Sovjet eftir Gagarín og djákni var vígður í Grímsey. Handrita- málið var mikið á döfinni, enda voru Danir nú loks líklegir til að senda handrit- in heim. Var íslendingum nú mikill vandi á höndum, því hér er enn sami hús- næðisskorturinn, búið að rífa flesta gömlu braggana og ekkert viðunandi húsnæði fannst fyrir handritastafl- fyrir alvoru um aðild ís- lands að Efnahagsbandalag- inu og niðurrif tollamúr- anna. Var þá kominn maí, Hus- sein konungur trúlofaður, togaramenn í Grimsby að gefast upp á löngu verkfalli og íslenzkir listamenn búnir að fá sinn bita af borði landsins feðra. Húsavíkur- bíll var hálfan mánuð heim — frá Reykjavík — vegna ófærðar, sögðu bílstjórarnir. Aðrir kenndu nýju miðun- um á brennivínsflöskunum um. Rússar neituðu nú að kaupa af okkur karfa og urðu menn dauðfegnir, því enginn karfi veiddist um þær mundir og allir, sem vettlingi gátu valdið, voru önnum kafnir í verkföllum. Margt var samt til hátíða- brigða, því hingað kom Golda Meir, Kardimommu- hátíð var haldin og var þjóð- leikhússtjóri sjálfur vernd- ari hennar. Þýzkir sjóliðar sigldu skipi sínu í höfn hér og ungmeyjar höfuðstaðar- ins litu margan dáta hýru auga. Prentsverta Þjóðvilj- ans freyddi af bræði yfir þessu háttalagi. Kommar náðu sér ekki til fullnustu fyrr en Furtseva kom hing- áð í heimsókn. Var hljótt um Valborgu á meðan. — Þá fann verkamaður rúss- neska gullpeninga um borð í Gullfossi, en ekki var leit- til þess að fórna ekki manns lífum að óþörfu- Þessir apar verða auðvitað rammíslenzk ir Og verður sjálfsagt enginn vandi að finna þá. Er í ráði að fela Carlsen minnkabana að þjálfa geimfara okkar, en Sementsverksmiðjunni að smíða flugskeytin, því hrá- efnin verða auðvitað alís- lenzk. ann. Óskuðu nú margir, að Danir hættu við að senda dýrgripina hingað — en ef svo færi höfðum við þó Faxaverksmiðjuna og Gler- verksmiðjuna 1 bakhönd- inni. Á síðustu stundu bauðst Áburðarverksmiðjan til að rýma eitt horn í skemmu sinni og var það þakksamlega þegið. En Dan- ir uppgötvuðu verðmæti handritanna á síðustu stundu og slógu öllu á frest. Stúdent ar í Höfn vildu senda okkur Jörgen Jörgensen £ staðinn. Þótti mörgum íslendingum sem hér gæti orðið upphaf mjög hagkvæmra vöru- skipta, því auðvitað mund- um við senda Dönum jafn- marga radikala og þeir sendu okkur. Eygðu menn nú í fyrsta sinn hagnað af vöru- skiptum við Rússa. Með því að benda á fordæmi Dana gætum við krafizt þess, að Krúsjeff sendi okkar Molo- tov, Málenkof og hina svörtu sauðina, sem við gætum not- að á togurunum, en auðvitað yrðu Lúðvík, Hannibal, Ein-. ar og þeir hinir sendir aust- ur í staðinn. En Danir hættu líka við þessa ráðagerð, fyrst og fremst vegna þess hve að- fkrtningsgjöld voru há á fs- landi. Þá var farið að ræða mannaeyinga og fékk þá Hannibal ókeypis lúxusreisu suður í lönd og var látið líta svo út sem hann hefði verið veðurtepptur í Færeyjum allan tímann. Fegurðardrottning fslands var kjörin, mikið fjör var á þjóðhátíðiríni í Trékyllisvik og sovjezkur flöskupóstur barst til Neskaupstaðar, en ekki bólaði á kinverskum. Ekki má gleyma því, að hing að kom Noregskonungur og var mikið um dýrðir. Allir lögðu sitt af mörkum nema laxar í Borgarfirði, sem ekki létu sjá sig — og þótti það furðulegt stórlaxa-hátterni við tækifæri sem þetta. Hungursneyð var þá í A-Þýzikalandi enda kominn júlí. Síldarstúlkur fyrir norð an hnigu örmagna niður við tunnurnar og var þar enn um að kenna verðfalli á lýsi og mjöli. Nú átti að salta allt. En áætluniri stóðst ekki eins og fyrri daginn, því síld reyndist meiri í sjónum en nokkurn hafði grunað og engin bönd héldu sjómönn- um. Ýmsir útgerðarmenn urðu að skreppa heim úr sumardvöl á Kanarí-eyjum og Bermuda til þess að sjá að á kommum, sem títt komu heim frá M'oskvu. Skriðdreki var í gullleit á Skeiðarársandi og skolpræsi voru grafin upp á ísa-firði. Sumarverkfallið skall á, allir fóru að hamstra, aðal- lega benzín og gosdrykki, en áfengisverzlunin var opin áfram, því báðir aðilar sóttu þangað mikinn styrk. Hanni- bal fór utan í byrjun verk- fallsins, svo að ekki var skrúfað fyrir flugfélögin fyrr en hann var kominn heim með breytt bros og fullar um að bókhaldið færi ekki úr skorðum þrátt fyrir afla- sældina. Verkfræðingar fóru í verk fall og komst þá fyrst líf í verklegar framkvæmdir og gatnagerð í höfuðstaðnum. Sigarettulaust varð á Raufar höfn. lifandi áll var flu-ttur til Hollands, hingað komu tveir Alsírmenn til að kynna málstað uppreisnarmanna og Hvalur SEX bom til lands- ins. Grasspretta var góð við Djúp. Rússneskur floti var að æfingum austan íslands og stóðu kommar á Austfjörð- um á vöktum í marga sólar- hringa í von um að heyra þó ekki væri nema einn skot hvell. Gina Lollo kyssti þá Gagarín, sem hingað kom á Mjólk hækkaði um 12 aura og Þórólfur Beck var að byrja að verða frægur. A-þýzkt skemmtiferðaskip kom hingað og höfðu far- þegar heim með sér Kaabers- kafifi til mynja um ísland. Rússneskur togari var í Slippnum alllengi og höfð- ust skipsmenn við um borð. Var oft gestkvæmt hjá þeim, þegar tók að kvelda. Þar voru 12—13 ára stúlkur, sem að sögn voru að efla vináttu- bönd milli þjóðanna — og gera sitt til að bæta friðsam- lega samibúð milli austurs og vesturs. Gerðist lögreglan svo djörf að ná í stúlkurnar og sagði þá Þjóðviljinn að lögreglustjóri væri nazisti. Þegar hér var komið sögu höfðu Strandamenn beðið eft hendur fjár. Ríkisstjórnin sá þá fyrir því, að flug- félögin gætu starfað áfram í utanlandsflugi og þótti Hannibal það hart. Síðar, þegar kyrrð var komin á, hóf annað flugfélaganna að blíðka andana að hætti Vest- leið til Kúbu skömmu síðar. Mi'kið var um faðmlög og tár hrundu af hvörmum, þegar Sovjet-hetjan steig á land, því á sjálfum Kefla- víkurflugvelli voru mættir Kristinn E., Einar og Æsku- lýðsfylkingin, sem þarna var ekki á valdi Bakkusar, eins og í öðrum sumarferðalög- um. Á fundi með blaðamönn um brýndi Gagarín það fyr- ir Íslendingum, eins og Furtseva nokkrum vikum áður, að sannir kommúnist- ar bæðu ekki til Guðs. Vikn- uðu kommar af hrifningu en Rúblupresturinn áberandi mest. Fékk hann Gagarín til að skrifa nafn sitt á íslenzk- an tíkall, sem prestur er sagður geyma undir kodda sínum æ síðan. ir saltskiplnu síðan um ára- mót — og var það enn ókom- ið. Kaffilaust hafði líka ver ið þar lengi sumars, en samt máluðu prestur og skóla- stjóri kirkjuna í Árneshreppi hátt og lágt — ög Sigrún Ragnarsdóttir varð númer 5 á Langasandi. Mikil land- kynning. Um verzlunarmannahelg- ina var líf í tuskunum á land inu kalda, rammíslenzkur gleðskapur. Þjóðverji einn, sem vinnur nú að töku nýrr- ar Ísl.kvikmyndar til land- kynningar úti í hinum stóra heimi, var viðstaddur hátíða höldin og sagðist hann aldrei hafa séð neitt jafnstórbrotið. Filmaði hann mörg hundruð metra, því þungamiðja mynd arinnar verður þjóðleg menn ing og kultur yfirleitt. Þjóð verjinn hefur áður filmað víða um lönd, en sagði, að æskulýðshátíðin um verzl unarmannahelgina hefði þó tekið öllu fram, sem hann hefði fest á filmu — jafnvel lifnaðarhættir frumstæðra í Kongó kæmust ebki í hálf- kvist við það, sem hér tíðk- aðist- Er ekki að efa, að þetta verður ofsaleg land- kynning. Þegar Emil Jónsson fór í skreiðarmál við Frjálsa þjóð og Tímann byrjuðu kornmún istar að reisa múrinn fræga í Berlín til þess að verjast á- gangi heimsvaldasinna í V- Berlín. Flóttamannastraum- urinn til A-Berlínar stöðvað ist þá með öllú, en Ulbricht sendi matarskammtinn sinn til hrjáðra íbúa V-Berlínar sem vináttu og kærleiksvott. Var beðið fyrir Ulbricht um gervallt V-Þýzkaland enda mælti Adenauer sérstaklega með því að hann fengi friðar verðlaun Nobels. Allur hinn kommúniski heimur fagnaði afrekum sosialismans í Ber- lín og Haukur Clausen gekk í þjónustu sorphreinsunar- innar í Reykjavík, kallaði á blaðamenn og hvolfdi úr öskutunnu sinni á miðja göt una. Gaf tiltækið yfir þrjú þúsund stig eftir finnsku stigatöflunni. Mál verka- sýningar voru ekki marg- ar á árinu, yfirleitt ekki nema 5—6 sýningar í viku hverri, eins konar kvittun fyrir listamannalaun ríkis- ins. Flestir þeir, sem sýndu, voru lélegir jólakortateikaar ar, en þó voru nokkrir livít ir menn ínnan um, m.a. Pétur Hoffman, sem hafði á boðstólum sýnishorn af öskuhaugum Reykjavíkur að vanda. Ákvörðunin um sam norræna öskuhaugasýningu á næsta ári vakti verðskuld aða athygli og er þess að vænta að íslendingar sendi þangað marga fagra muni- Komið var fram í septem- ber og kafbátur frá Akranesi sást fyrir austan. Nýstárlegt hamstur hófst í Reykjavík, því almenningur tók að byrgja sig upp af verk- og vindeyðandi, laxerolíu og kvefmixtúrum. ' Lækriar heimtuðu nefnilega kaup- hækkun og yfirvofandi var stórhækkun á allri líknar- starfsemi. Margir keyptu sér líkkistur upp á von og óvon. Þá byrjuðu Rússar að sprengja megatonnin og var það fyrsta Sovétfréttin, sem fór fram hjá Moskvumál- gagninu í Reykjavík síðan Malenkov var dubbaður upp í rafveitustjórastöðuna. ís- lendingarnir, sem færðu Norðmönnum Ingólf Arnar- son, lentu í mesta illviðri og voru svo máttfarnir m.eðan staðið var við ytra, að þeir gátu lítið sem ekkert varzl að. — ísfirzkur galdramaður dró bíla um götur Reykja- víkur — á tönnunum. Var þetta ávöxtur hinnar fábreyttu fæðu Vestfirðinga, freðýsu og hertum þorskhaus um. Réði Skreiðarsamlagið manninn umsvifalaust í þjón ustu sína til að kynna íslenzk ar sjávarafurðir meðal Afrí'kunegra. Stromplei'kurinn var nú á allra vörurn og brutu menn heilann mikið um leyndar- dóminn. Þjóðleikhússtjóri sagði, að þetta væri voða- lega skemmtilegur gaman- leikur, en eftir frumsýning- una kom mönnum saman um að leikhússtjórinn hefði les ið vitlaust handrit. — Þá var samnorræn fegurð sýnd í Reykjavík, en þrátt fyrir sér stöðu íslendinga, hlutum við ekki fyrstu verðlaun — og þótti mörgum sem réttur okk ar væri fyrir borð borinn. — Styrjöld gaus þá upp á Hreyfli um biðskála og á- fastan kamar við Hlemm og endurheimtu bílstjórar af- notarétt sinn. úr hegningarhúsinu meðan fangavörðuinn las Skipstjór ann á Girl Pat, en sdðar kom í ljós, að hann hafði ekki fyrirmæli yfirboðara sinna um að gæta fánganna, heldur veita þeim. þá þjónustu, sem þeir óskuðu. Nú hefur Fanga hjálpin ákveðið að gefa hegn ingarhúsinu stórt og mikið bókasafn og jafnframt er lagt til, að einungis æfðir barþjónar verði ráðnir í fangavarðastöður. sjeffs skyldu löggiltar eða áfram trúað á Stalín. Kom þeim loks saman um að halda öllum leiðum opnum og blóta Stalín á laun. Trú- boðsstöðin við Tjarnargötu bíður nýrrar sálmabókar eft- ir Kötluskáldið með eftir- væntingu. Hjónavígslum fækkaði, fjórðungur barna yar niú ó- skilgetinn, botninn hélt á- fram að detta úr tékknesiku klósettunum, þegar verst Stóð á — og •friðarsamtök kvenna hófu vetrarstarfið. Hannes Pétursson og Gunn ar Dal deildu um Kristmann og var Gunnar á bandi kvenna, en Hannes hélt með körlum. Framsókn og komm ar vildu beita sér fyrir því í bæjarstjórn, að öllum al- menningi yrði gefinn kostur á að njóta hins heilnæma Póststjórnin gaf út frí- merki, aldrei þessu vant, en upplagið var svo lítið, að frímerkjasleikjarar út um allan heim urðu æfir og stefnum rigndi yfir pósttnála stjórann. Er líklegt að þetta verði eitt viðamesta og erf iðasta mál, sem íslenzka ut- anríkisþjónustan hefur fe.ng- ið til meðferðar og vegna þess verða sjálfsagt stofnuð nokkur ný sendiherraem- bætti. Eftir það verður meiri hluti Alþýðuflokksins búsett ur erlendis. Þegar hér var komið sögu var vetur að ganga í garð á Islandi. Tveir fangar sluppu Þá var röðin komin að öskju. Var mikill belgingur í henni framan af, en svo kyrrðist hún og fóru menn þá að efast um að hún væri Þingeyingur. Háskólahátíð var haldin með miíklum glæsi brag og vöknaði Þorvaldi (sem bar út ekkjuna) um augu í fyrsta sinn síðan Stal ín lézt. Var það út af fimm milljón króna gjöf Kenne- dys til skólans, því Þorvald ur sagðist aldrei fegurri fúlgu séð hafa. Mikið bar til tíðinda f Moskvu austur. Glæponinn Stalín var rifinn úr glerkist unni og honum stungið nið ur í jörðina á afviknum stað. Menn bjuggu sig undir sláturtíð, því fjárskipti fara þar fram á fárra ára fresti. Moltov kóm af afréttinum og bíður nú ásamt Voroshilov og fleiri sýktum eftir því að kjötkrókarnir verði settir upp- Á flokksþinginu gerði Krúsjeff mesta lukku, enda sagði hann margar æsispenn andi sögur af glæpafélagi Stalíns. Er Krúsjeff talinn sigurstranglegri en Agatha Christie við úthlutun bók- menntaverðlauna Nobels. — Mikið var klappað og kom Guðmundur Vigfússon hand lama heim. Voru kommar hér heima á báðum átbum um það hvort sögur Krú- geislavirka úrfellis Rússa, sem sagt er að bæti melting una Og gefi fólki hraustlegt og gott útlit. Þórólfi voru þá boðin 1500 pund hjá skozkum, en hann vildi fá 2500. Ragnar í Smiára keypti sér nýfct sjónvarp. Strákur strauk af brezikum tógara á ísafirði, Ben Bella fór í svelt og stolið var frá Stikker í París. Danir sögð- ust hafa fundið Vínland og fór þá mesti glansinn af Ame ríku. Brezkir togartmenn réð uðst á lögregluþjón á ísafirði Og upp úr því komust menn í jólaskap- Þá hafði ísafjarðarlögregl an gefið upp alla von um að fleiri köstuðu fé sínum í klósettið og sögðu verðir lag anna starfi sínu lausu. Eng ir vildu slá til og var sam- komúbann sett í bænum, því bragðdauf þykja böllin þar ef ekki gefst tækifæri til að tuskast við lögregluþjónana. —■ Albanir heiðruðu minn- ingu Stalíns, Voroshilov seldi rjómaís. Upptöku Peking- stjórnarinnar í SÞ var hafn að og urðu mikiil fagnaðar- læti í Moskvu. Bændur grófu fé sitt úr fönn nyrðra. — Kommar í Reykjavík byrj- uðu að icita að nýju nafni á flokkinn. Allir voru kmnir í jólaskap en plasthiminn var ókom inn í Háskólaibíóið. Ensku togaramennirnir frá ísafjarð arátökunum voru náðaðir og sendir heimleiðis í jólapapp ír með kveðju frá ríkisstjórn inni. Jóladagskrá útvarpsins var allgóð og batnaði enn þegar á leið — og náði loks hápunkti, er Sigfús Elíasson flutti frumort kvæði í óska lagaþætti sjómanna milli jóla og nýárs. í heiid var þetta mikið landkynningarár, sérstaða ís lands með mesta móti og þeg ar leið að áramótum voru góðar horfur á að mjöl og lýsi lækkaði enn á heims- markaði. Þetta var sextug- asta starfsár Taflfélags ísa- fjarðar. h.j.h. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.