Alþýðublaðið - 12.12.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1929, Blaðsíða 4
4 AIíÞtÐHBLASiB Jólaglafir. Spll lrá 50 auram. Jólakerti 65 ao. pk, Leikfðng ódýr. S|ðlfblekangarv Klnkknr og Tasaúft hentngft ftll iólagjafi a Verzlunin F E LL, Njálsgötu 43. Sími 2285. Saxað kpt, Kptfars. K 1 e I n, Baldursgötu 14. Sími 73. Jólahveitið og alt til bökunar bezt og ódýr- ast í verzlun Sffflosar Jðnssooar, Laugavegi 33. — Sími 221. Siml Ef H Símí 715. Ö® 11» 716. Ef 1)01 þurfið a'ð nota bifreið, þá munið, að B. S. R. hefir beztu bíLana. Bílstjórarnir eiga flestir 'í stöðinni og vilja því efla við- skifti hennar og munu ávalt xeyna að samrýma hag stöðv- arinnar og fólksins. Til Vífils- staða kl. 12, 3, 8 og 11 ©. nau 1 Hafnarfjörð á hverjum klukku- tíma. í bæinn allan d,aginn. B. S. R. rigningar hafa komiö samfara storminum og valdið vatnavöxt- nm víða á Englandi. Ámar vaxa stöðugt og fljóta yfir stór svæði. Ibúarnir hafa sums staöar flutt frá heimilum sínum. í Somerset jeru 400 manna heimilislausir. f>ar eru margir smábæir umlukt- ir vatni. Samgöngur eru að eins gerlegar á bátum. 70 franskir sjómenn farast. Frá París er símað: Kring um 70 frakkneskir sjómenn hafa far- ist við strendur Frakkiands í of- viðrinu síðustu daga. Ríkisforseti Grikkja segir af sér. Frá Aþenuborg er símað: Kon- duriotis, ríkisforseti Grikklands, hefir sagt af sér forsetaembætt- inu vegna heilsubilunar. r / Járnbrautarslys. Frá Brussel er sírnað: Járn- bTautarlest á milli Brussel og Na- mur hljóp af teinunum á brautar- stöðinni í Namur. 21 menn fór- ust, flestir þeirra verkamenn. 45 særðust, margir hættulega. FB., 12. dez. BorgarastyrjÖIdin í Kína. Frá Shanghai ei‘ símað: Hern- aðarástandi hefir verið lýst yfir hér. Ákafir bardagar eru á milli Nankinghersins og hers uppreist- armanna nálægt Nanking og Kanton. Japanar, Englendingar og Bandaríkjamenn draga saman mikinn herskipaflota fyrir utan Shanghai vegna borgarastyrjald- arinnar. Nokkrir enskir tundur- spillar hafa verið sendir til Nan- king. SJsm dagiraa og vegirara. Næturlæknir er í nótt Hannes Guðmundsson, Hverfisgötu 12, gengið inn af Ingólfsstræti, andspænis Gamla Bíó, sími 105. Kalldór Kiljan Laxness er kominn hingað til Reykja- víkur. Togararnir. „Andri“ kom af veiðum í nótt með um 1300 kassa ísfiskjar. Skipefréttir. „Botnía“ fór utan í gærkveldi. „Goðafoss“ kom í nótt frá út- löndum. — Kolaskip, sem kom til „Kola og salts“, fer aftur í dag. Akranesbátar afla allvel og selja bátaverjar nú fisk hér á hverju kveldi. M. a. keypti Walter Sigurðsson tals- verðan fisk af þeim og sendi hann frystan utan með „Botníu". Dropar MCBIXXIX eru skrumlaust glæsileg bók. Ætli þeix endist oss nú í jóla- gjafir? — Bókar þessarar verð- ur getið siðar. H. Sundfélag Reykjavíkur heldur framhalds-aðalfund í „K. R.“-húsinu kl. 8 í kvöld. Ágætt skautasvell er nú á tjörninni, og ætti fólk að notað það sér til hressingar. Fólk ætti að renna sér reglu- lega, — ekki hvað á móti öðru, — til þess að forðast árekstra þegar þröngt er á skautasvæð- inu. Mjólkurmálið. GTein Jóns Baldvinssonar verð- ur að bíða vegna þrengsla. Veðrið. KI. 8 í morgun var heitast í Vestmannaeyjum, 2 stiga hiti, kaldast á Blönduósi, 7 stiga frost, 1 stigs frost i Reykjavík. Útlit við Faxaflóa og Breiðafjörð: Austan- og norðaustan-gola. Úr- komulaust og víðast léttskýjað. Fyrirspwrn til „afa“ í „Vísi“. Hvað stalstu oft hesti bæjar- leið, þegar þú varst ungur? Sonar-sonur. Stúkan „íj>aka“ heldur fund í kvöld kl. fú/s- Vermaður frá „Freyju“ sæblr fundinn. Kristileg santkoma verður í kvöld kl. 8 á' Njáls- götu ^ 1. Ungbarnavemd „Liknar“ 'Bárugötu 2, er opin hvern föstudag kl. 3—4. Skrifstofa Stjörnuútgáfunnar í Ingólfsstræti 6 uppi er opin á morgun kl. 2—4. Útfluttar afurðir. frá Þýzkalandi fyrra missert þessa árs námu 374 milljónuro sterlingspunda, en Bretlands 358 milljónum. Hefir það aldrei kom- ið fyrir áður, að Þjóðverjar kæm- ust fram úr Bretum um útflutn- ing. — Fyrir styrjöldina miklu var Bretland mesta útflutnings- land heimsins. Mesta útflutnLigs- ríldð er nú Bandaríkin, þá Þýzka- land, en Bretland hið þriðja. (FB.) Nýtt herskip. „Leipzig“ heitir nýtt þýzkt her- Skip, 6000 smálestir, sem vekur mikla eftirtekt. Það er útbúið með gufuvélum og dieselvélum. Skipið getur farið 32 sjómílur á vöku og er svo vel út búið, segja ensk blöð, að það á hvergi sinn líka. (FB.) Friðarmál eða flotastöðvar. Eins og kunnugt er hafa Bret- ar unnið að því á undanförnum árum að koma upp flotastöð mik- illi í Singapore við Malakka- skaga. Áætlaður kostnaður var 8 milljónir sterlingspunda. Brezka stjórnin hefir stöðvað verkið fyrst um sinn, þar til útséð er um, hver árangur verður af flotamálaráðstefnunni, sem hald- in verður í Lundúnum í janúar. (FB.) „Mynöir“. Bókin með hinum glæsilegu og hugðnæmu listaveTkum Einars Jónssonar mun nú horfin úr bókaverzlunum og fást að eins hjá listamanninum sjálfum í húsi hans við Skólavörðuna. Það er víst, að ekkert er eins vel fallið til jólagjafa sem bókin, er sýntr flest það langfegursta, sem til er í íslenzkri list, og má því búast við, ef að vanda lætur, að mikið seljist af bókinni nú fyrir jólin. Listaverkasafnið er opið á miðvikudögum og sunnu- dögum kl. 1—3, en menn geta fengið bókina keypta alla daga jafnt. Kveðju-sðngskemtuH Eggerts Stefánssonar verður á sunnudaginn kl. 3 í Gamla Bíó. Aðgöngumiðar eru seldir í bóka- verzlunum og við innganginn á sunnudaginn. Legsfteinat til sölu meö tekifæria- verði. Nánari upplýsingar gefur Val- geir Magnússon, Bjargarstig 7, niðri. milli kl. 7 og 8. NÝMJÓLK fsest allan daginn Alþýðubrauðgerðinni. &QQQQOOQQQCK Kolasalli tll s»lu í Kolaverzlun Gnðna Einarssonar 00 Einars. Sími 595. xxxx>ooo<xxxx AB Lsiiiggassesl og Kleppi \erða framvegis fastar ferðir daglega irá kl. 8 40 f. h. tiikl. 11,15 e.h. „Bifrðst“. Simar: 1529 on 2292. Herrar. Karlmannaföt blá og misl. Vetrarfrakkar. Regnfrakkar. Manchettskyrtur, Bindi, Flibbar. Nærfatnaður. Mesta úrvalið, bezta verðið í SOFFÍUBÚÐ. S. Jóhannesdóttir (betot á móti Lands baokamun). MUNIB: Ei ykkur vantar hús- gégn ný og vönduð — einnig netuð —, þá komíl í fornsöluns, Ýatnsstíg 3, sími 1738. Rakvélar, Rakblöðf Rakkústar, Rakhnifar. Vald. Poulsen, Happarstig 20, Sím( 24 Wtstjórí og áfryTgðarmaðr Harahmr Uaðmonctsaon. Alþýftaprenftsmlðlw.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.