Alþýðublaðið - 13.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.12.1929, Blaðsíða 2
»fcl»?ÐUBUABl£I t'-. bscH' 38É _= c» e» css 1-4 _~í E-1 Senn koma jólin. Verzlun Ben. S. Þórarinnssonar selr gulifallegar smámeyja vetr- arkápur, Matrósa- og jakka- föt og yfirfrakka handa drengj- um. Minstu frakkarnir kosta 7,50 au. Éezt er að kaupa í verzlun Ben. S. Þór. WS 09 e-" m cw 50 Stúkan Dröfn nr. 55 hefir afmælisfagnað sinn næstkomandi sunnudag kl. 8V2 í Góðtempl- arahúsinu og hefst með kaffidrykkju. — Ræða verður flutt, sunginn einsöngur og tvísöngur og upplestur fluttur. Eftir pað verða frjáls ræðu- höld, margar stuttar, en smellnar ræður. Eftir kaffidrykkjuna danz, Bemburg talar. — Félagar eru ámintir um að fjölmenna og mega taka með sér gesti eftir vild, en þeir verða að gefa sig fram fyrir kl, 4 á sunnudag. Eftir þann tíma verður sennilega ekki hægt að selja aðgöngumiða, því líklegt er. að öll sæti verði þá uppseld. Miðar verða seldir í Goodtemplarahúsinu á laugardag frá kl. 4—7 og sunnudag frá 10—12 og 2-4. NEFNDIN. Gólfteppi, efni í Gólfteppi og Gólfrenningar. r Fallegra úrval en áðnr hefir pekkst hér. i . r ! t“ Marteinn Einarsson & Co. Trésmíðafélag Reykjavíknr heldur fund laugardaginn 14. þ. m. kl. 8Vs síðdegis í Varðarhúsinu. Umræðuefni: 1. Framhaldsumræður frá síðasta fundi. 2. Tillögur skemtinefndar. Stjómin. Þjóðlegar myndir ~n eftir Arna Ólafsson er góð skemtibók fyrir unga og gamla. í þeirri bók eru ýmsar sérkennilegar teikningar með sðgum, rit- - gerðum, æfintýri og vísu. — Verð kx. 1,50. Myndabék barnanna eftir sama höfund er bezta barnabókin. 1 henni eru ýms al- kunn þulubrot, sem hver móðir kennir barni sínu, svo sem „Bíum, bíum bamba“, „Fuglinn í fjörunni" o. fl. Með hverrf þulu er teikning. Enn fremur er ein saga í bókinni. — Kosta® að eins 75 aura. B Fjárhagsáætlun Reykjavíkur. Breytingatillögur Alþýðuflokks- manna og ihaldsmanna. Fulltrúar Alþýðuflokksins , í bæjaxstjóm Reykjavíkur leggja tU, að þær breytingar, er nú skal greina, verði gerðar á fjárhagsá- ætlunarfrumvarpi bæjarins fyrir 1930: Til bæjarhagstofu verði veittar 10 þúsund kr. Til gagnfræðaskóla verði veitt- ar 45 þús. kr., er verði fyrsta ársgreiðsla af þremur, gegn 30 þús. kr, árstillagi úr rikissjóði. Fénu á að verja til þess að reisa hús fyrir Ungmennaskólann. Til- Lag til Ungmennaskólans sé hækkað úr 6000 kr. upp í 6500 og sé sama árstillag veitt úr bæjarsjóði til Gagnfræðaskóla Reykvíkinga, en íhaldsfulltrúarnir vilja gera mikinn mun á tillagi til skólanna og veita stórum hærra tillag til þess skólans, sem einstakir menn eiga. Þá leggja Alþýðuflokksfulltrú- amir til, að tillagið til Sjúkra- samlags Reykjavikur sé hækkað um 6 þús. kr. og verði 21 þúsund kr. og að 3500 kr. verði veittar til styrktarsjóðs verkamanna- og sjómanna-félaganna í Reykjavik. í frumvarpinu eru 2 þús. kr. ætlaðar tii Sjómannastofunnar í Reykjavík. Fulltrúar Alþýðu- flokksins ieggja til, að fé þetta sé veitt Sjómannafélagi Reykja- víkur að styrk til lesstofu fyrir sjómenn. Þá leggja fulltrúar Alþýðu- flokksins til, að veittar verði 20 þús. kr. til að malbika Bergstaða- stræti milli Skólavörðustígs og Bjargarstígs og 25 þús. kr. til að malbika Bræðraborgarstíg milli Vesturgötu og Túngötu. Jafn- framt leggja þeir tij, að 25 þús. kr. fjárveitingin til að leggja Garðastræti frá Túngötu að Hóla-. torgi falli niður, en þar eru að eins þrjú hús, og að fjárveit- ingin til að malbika Túngötu verði lækkuð um 20 þúsund kr., úr 34 þús. í 14 þús. kr. Sam- kvæmt því verði malbikun henn- ar gerð næsta ár að Ægisgötu, í staðinn fyrir að Hrannarstíg. — Hins vegar leggja íhaldsmenn til, að feldar verði niður fjár- veitingar til malbikunar Vitastígs vestan barnaskólans og Tryggva- götu vestanverðrar og til lög- unar á Lækjartorgl og vilja klípa af f járveitingu til lögunar á Vita- torgi. Nema þessar niðurskurð- artillögur þeirra svipaðri upphæð og Alþýðuflokksfulltrúarnir vilja spara á fámennustu götunum, Garðastrætispartinum og Tún- götu, en fulltrúar alþýðu vilja verja fénu til gatnabóta í fjöl- bygðum borgaxhlutum, sem lengi hafa orðið útundan. — Með sam- anbuTði á tillögum þessum geta bæjarbúar séð, hvorar fjárveiting- arnar yrðu fleirum að notum. Þá leggja fulltrúar Alþýðu- flokksins til, að í stað þess að verja 50 þús. kr. til jarðborunar eftir heitu vatni verði varið 20 þús. kr. til kaupa á nýjum jarð- bor, þvi að „gullborinn“ gamli er allsendis ónýtur. Enn fremur leggja Alþýðu- flokksmenn til, að 180 þúsund krónumar vegna vanhalda á tekjum bæjarsjóðs verði feldar úr fjárhagsáætluninni, en íhalds- menn vilja halda á henni 50 þús. kr. í því skyni. — — — íhaldsmenn í bæjarstjóminni leggja til, að 35 þús. kr. fjár- veiting til umbóta á frakkneska spítalanum verði feld niður. I stað 100 þús. kr. fjárveitingar til bamaskólabyggingar vilja þessir „mentafrömuðir“ að eins veita 30 þúsund og í samræmi við það vilja þeir klípa fjórðung af utanfararstyrk til barnakenn- ara, lækka hann úr 2000 kr. í 1500 kr. Fjárveitingu til undir- búnings byggingarlóða utan Hringbrautar vilja þeir lækka úr 50 þúsund kr. í 20 þúsund og færa framlag til væntanlegs ráð- húss úr 50 þús. kr. niður í 10 þús. kr. Þeir vilja fella niður fjárveitingu til kaupa á slökkvi- bifreið, rétt á eftir því að þeir hafa leyft rnanni nokkrum að reisa timburhjall, stærri en bygg- ingarsamþyktin heimilar, í nýj- um, þéttbygðum borgarhluta, og loks vilja þeir klípa nokkuð af nauðsynlegu lögreglufé og sorp- hreinsunarfé. Á penna hátt er það, sem íhaldsliðið ætlar að „spara“, jafnframt því sem það berst fyrir því, að gjaldabyrði útsvaranna iendi sem mest á fá- tækri alþýðu, sem hefir ekkert annað en vinnuafl sitt að lifa af, en að efnafólki og hátekjumönn- um sé hlíft. 1 dag ki. 5 hefst aukafundur í bæjarstjórninni, og á honum á að afgreiða fjárhagsáætlunina. Fundurinn verður í Góðtemplara- húsinu, eins og venjulega, og ættu þeir alþýðumenn, sem því geta við komið, að hlusta á um- ræðurnar. Afmælishátið „Framsóknar41. Árshátíð verkakvenna í gær- kveldi hófst kl. 9. Var þá gengið að borðum. Fyrst var leikinn Al- þjóðasöngur jafnaðarmanna, en síðan setti frú Jóhanna Egils- dóttir hátíðina. Bauð hún félags- konur og gesti velkomna og ósk- aði að þessi 15 ára hátíð yrði minningarík þeim, sem hana sæktu. Frú Jónína Jónatansdótt- ir mælti snjalt fyrir minni fé- lagsins. Drap hún á margt, sem á dagana hefir drifið síðan félag- ið var stofnað og var það að mörgu merkileg og lærdómsrík saga. Frú Jóhanna Egilsdóttir mælti fyrir minni formanns og þakkaði henni fyrir langt og heilladrjúgt starf. Frú Sigurrós Sveinsdóttir, formaður verka- kvennafélagsins „Framtiðln“ f Hafnarfirði færði „Framsókn” heillaóskir félagssystra sinna, e# frú Sigríður ólafsdóttir las npp þrjú heillaóskaskeyti, e® afm«!»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.