Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1962, Blaðsíða 23
., Sunnudagur 18. febr. 1962 — Jón Gunnarsson Framhald af bls. 10. , — Er Sölumiðstöðin rétti aðilinn? — Ég tel uppbyggingu SH (þá einu heiibrigðu skipan. Sölufyrirtækið er eign fram- leiðendra sjálfra. — Er endilega vist að fram- leiðendur séu heppilegustu mennirnir til að selja vöruna á erlendum mörkuðum? j — i>að þarf auðvitað að haf a góða stjórn og til sölustarfsins þurfa að veljast hæfir menn. — Gæti ekki verið eins heppilegt að sterkt hlutafélag annaðist söluna fyrir fram- leiðendur ? — Það tel ég alls ekki vera, því að hlutafélagið mundi vilja hafa fiskinn undir sínum eigin vörumerkjum, en ekki vörumerkjum íslenzkra fram- leiðenda. — En fyrirtækið væri samt íslenzkt. — Jú, en hlutabréf ganga kaupum og sölum, jafnvel til útlendinga. — En væri þá ekki heppi- legra, að SH væri opnara og gæfi almenningi meiri upp- lýsingar um störf sín ? i — Ég geri ráð fyrir því. f — Má vænta meiri upplýs- Inga frá fyrirtækinu í fram- tíðinni ? i — í>að veit ég ekki. Aftur á móti er ég andvígur því, að tilkynningar um sölu afurða á erlendum mörkuðum séu birtar í blöðunum. Það á alls ekki að fara heim. Ádeilurnar og skamiimirnar tttheyra hversdagsvinnu — Er SH ekki í vandræoum með sölumenn eftir að tveim sölustjórum hefur verið vikið úr starfi. . j — í þeirra stað voru engir teknir, heldur vinna að söl- tmni fyrrverandi aðstoðar- menn þeirra, þrír ungir, efni- legir Bandaríkjamenn og einn Hollendingur, sem allir eru æfðir menn. __ Hver er heildarvelta Coldwater ? Ur 'ýmsum átfum Framh. af bls. 12. bryggju. En enginn hafði áhuga á að veiða hana nema fuglarnir, sem hofðu þarna nóg að éta. Julianeháb er skemmtileg- ur bær að mínu áliti. Það er mikill munur að vera hér eða í Nanortalik. Hér eru ýmis þægindi, sem ekki þekkjast þar. Svo heyríst hér til ís- lenzka útvarpsins, sem var ómögulegt 1 Nanortalik vegna truflana. Hinn 1. júni í vor er svo ætlunin, ef Guð lofar, að opna nýju kristniboðsstöðina í Narssaq, sem verður önnur íslenzka kristniboðsstöðin í heiðnu landi. Þetta verður landi voru og þjóð til heið- urs og ég tel að við getum öll innilega stutt það máL Þórarinn Magnússon, Julianehab, Grænlandi. MOnGUNBLAÐIÐ 1 23 Samkomur Boðum fagnaðarerindisins 1 dag, sunnudag, Austurg. 6, Hafnarf. kl. 10 f.h. Hörgshlíð 12 Rvík kL 4 e.h. Barnasamkoma lit- Bkuggamyndir. Kl. 8 e.h. Almenn Samkomuliúsið Zion, Óoinsg. 6A < í kvöld kl. 20:30 og öM kvöld |>essa viku á sama tíma, verður prédifcað og vitnað. Verið vel- feominn. Heimatrúboð leikimanna — 1960 voru yfirfærðar til Landsbankans 8,6 milij. doll- ara. Það ár var heildarveltan um 14 millj. dollara og var eitthvað svipuð síðasta ár. Og alltaf er sala matreidds fisks að aukast. — Segið mér, Jón. Hvernig var nú að hefja sölustörf vestra? . — Ég hóf sölustörf fyrir SH í ársbyrjun 1945 og var það upphaf að sölu samtakanna þar. Ég hafði þá aðeins að- stoð einnar stúlku, og það var erfitt að komast inn á mark- aðinn. Óhætt er að segja, að þetta hefur verið mikið og erf itt starf, en þetta hefur nú tekizt og SH er stór aðili á markaðnum. Þetta er í fyrsta skipti sem verulegt magn af framleiðsluvöru íslendinga er selt á erlendum neytenda- markaði undir vörumerki ís- lenzkra framleiðenda sjálfra. — Og hvernig hefur svo verið að standa í öllu þessu þrasi? — Hjá Coldwater vinna um 350 manns fyrir utan vöru- miðlara út um allt land og starfsfólk þeirra og aðra, sem vinna að sölu og dreifingu á fiskinum. Þeir skipta þúsund- um. íslendingar verða að hafa það hugfast, að það er erfitt og mikið starf að byggja upp markaði, en auðveldara að eyðileggja þá. — Þér sjáið ekki eftir að hafa staðið í storminum? — Starfið hefur verið skemmtilegt og ádeilurnar og skammirnar tilheyra allar hversdagsvinnu. — Ég fletti upp í síma- skránni, áður en þér komuð, til að athuga hvernig þér titl- uðu yður. Þar stóð aðeins: Jón Gunnarsson, Hrauni, Garðahreppi. — Ég nota helzt engan titil. — Ég þarf að láta taka mynd af yður til að hafa með viðtalinu. — Ég læt aldrei birta af mér myndir. - S H , Fíladelfía 'n iSunnudagaskáli kl. 10:30. Á Bama tíma að Herj<Mfffegötu 8, — HafnarfirSi. — Almenn sam- tooma kl. 8:30 í nýju FíladeWíu að Höfðatúnd 2. Stígið af stræt isvagtni hjá verzl. Ási, Laiuga- vegi 160. ¦ Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1.30. Sam- tooma í kvöld kL 8:30. Allir vel komnir. — Hver var hlutur Framhald af bls. 2. þeir fknm. Auk þess hefur A.S.B. 4 launaflokka fyrir stúlkur undir 18 ára aldri, svo að launaflokk- arnir verða samtals 10, en eru 8 hjá Iðju. Það tekur því konur allt að 10 ár að komast í hæstu lágmarkslaun, ef miðað er við samninga A S.B., en aðeins 8 ár hiá Iðju. Þá er því haldið fram að byrj- unarlaun hjá A.S.B. séu hærri en hjá Iðju. Þetta er alrangt. Eins og áður segir eru byrjunarlaun kvenna, heildagsstúlkna undir 18 ára aldri, kr. 2182.33 en byrjunar- laun kvenna yngri en 17 ára, sam kvæmt samningi Iðju kr. 2585.00 á mánuði. Byrjunarlaun sam- kvæmt A.S.B. samningnum eru því kr. 402.67 lægri á mánuði en byrjunarlaun hjá Iðjukonum. Þegar um byrjunarlaun er að ræða í verksmiðjum og brauð- búðum , þá skiftir það mjög miklu máli hver byrjunarlaun eru innan við 17 eða 18 ára aldur, þar sem langflestar stúlkur hefja vinnu á þeim aldri. Um hæsta samningsbundið kaup kvenna í Iðju og A.S.B. er það að segja, að hæsta kaup samkvæmt Iðjusamningi er kr. 4026.00 eftir 4ra ára starf, en hæsta kaup A.S.B. kvenna er 4172.83 eftir 5 ára starf og er þá ekki tekið tillit til þess að verksmiðjueigendur greiða 6% ofan á kaup þeirra kvenna, sem eru í lífeyrissjóði Iðju og miðað við þau fríðindi og öryggi sem lífeyrissjúðir veita launþegum þá er óhætt að fullyrða að hæsta samningsbundið kaup Iðju- kvenna er mun hagkvæmara en hæsta kaap sem A.S.B. semur um. Það verður að teljast bjarnar- greiði við Birgittu, formann A.S.B., að stallsystir hennar skyldi verða til þess að draga fram í dagsliósið hve samningar A.S.B. eru miklu verri í alla staði, en samningar Iðju um Birgitta Guðmundsdóttir. kvennakaup, og skiptir þar engu, hvort um er að ræða f jölda launa flokka, byrjunarlaun eða hæsta samningsbundið kaup, allsstaðar hallar á A.S.B. Að lokum vil ég leyfa mér að spyrja frú Margréti í tilefni þess, að hún spyr „hvort við höf- um ekki viljað ganga á þá braut, sem búið var að ryðja, eða hvort okkur hafi ekki verið skammtað meira"? Hvar er sú braut, sem þú hefur rutt í kjaramálum kvenna, eí þú telur pólitísk verkföll hina einu braut? Þú hefur aldrei farið í verkfall með þitt félag, en alltaf tint upp úr slóð þeirra, sem bar- izt hafa fyrir kjarabótum ann- arra verkakvenna og mótað nýj- ar leiðir. Hvar er „hin rudda braut" A.S.B., til dæmis frá 1955, ef miðað er við sömu röksemd, þá einu sem -þú þekkir a.m.k. þegar þú ert teymd fram á ritvöll kommúnistablaðsins. Eða getur verið að einhverj- ir ,,óþekktir aðilar" hafi fært Bir- gittu brauðsnúð á gullfati, þegar bakarameistarar sögðu nei? Guð'jón Sigurðsson. Framh. af bls. 1 en stunda þá framleiðslu, sem. óll þjóðin byggir afkomu sína á. 3. Fundurinn álítur, að hækk- un útlána á sjávarafurðir sé vissasta leiðin til að gera fyr- irtækjum þessum kleift að reka starfsemi sína af fullum krafti og auka þar með framleiðsluna og þar með gjaldeyrisöflunina. Fjárhagsnefnd fundarins fjall aði um framangreindar tillögur, en í henni voru: Kristinn Gunn arsson, Hafnarfirði (framsögu- maður), Aðalsteinn Jónsson, Eskifirði, Einar Guðfinnsson, Bolungarvík, Gísli Konráðsson, Akureyri, Gísli Hermannsson, Reykjavík, Sigurður Jónsson, Siglufirði og Þorsteinn Sigurðs- son, Vestmannaeyjum. Þá samþykkti fundurinn, að starfsemi samtakanna skuli byggjast áfram á verðjöfnunar- kerfi, svipuðu því sem tíðkazt hefur. Fundurinn kaus 10 manna nefnd, sem m. a. skal athuga, í samráði og samvinnu við stjórn SH., hvaða breytingar er æski- legt að gera á starfsemi Scim- takanna. Skulu fullnaðarskýrsl- ur og tillögur um þessi efni liggja fyrir næsta aðalfundi SH. Nefndina skipa: Huxley Ólafs- son, Keflavík, Óskar Kristjáns- son, Suðureyri, Sturlaugur Böðv arsson, Akranei, Gísli Konráðs- son, Akureyri, Kristinn Gunn- arsson, Hafnarfirði, Þorsteinn Arnalds, Reykjavík, Gunnar Bjarnason, Ólafsvik, Óskar Sig- urðsson, Vestmannaeyjum, Ólaf- ur Jónsson, Sandgerði og Lúð- vik Ingvarsson, Eskifirði. Ennfremur fóru fram ýtarleg- ar umræðir um rekstur verk- smiðju S. H. í Nantiooke og þau vandamál, sem þar hefur verið við að stríða. Er hér einkum um að ræða skort á rekstursfé, sem hefur orsakað greiðsludrátt til framleiðenda. Sanda vónir til, að þau vandamál leysist á næst- unni, þar sem góðar horfur eru á, að eðlileg reksturs- og við- skiptalán fáist hjá bandarískum lánastofnuimm. Þá afgreiddi fund urinn ýms önnur mál til stjórn- ar S. H. í lok fundarins flutti Gísli Kon ráðsson O. fl. eftirfarandi tdllögu: „Aukafundur S. H. samþykkir að fela stjórn S. H. að hluast til um það, a3 innheimta í kröfum þeim, sem Coldwater telur sig hafa á hendur Árna Ólafsson og Pálma Ingvarssyni, komi ekki til framkvæmda. fyrr en að loknum aðalfundi 1962. Ennfremur samþykkir fund- urinn að fela S. H. að leita eftir samkomulagi við fyrrnefnda menn um það, að þeir fastráði sig ekki til starfa hjá öðrum aðila, fyrr en að loknum sama aðalfundi". Mælti flutningsmaður fyrir trl- lögunni á þá leið, að þar sem nú færi fram athugun á starfsemi S. H. og framtíðarskipulagi sam- kvæmt ákvörðun fundarins, þá teldi hann og flutoingsmenn, að ekki bæri að taka afstöðu til inn heimtu umræddra skuldakrafna, fyrr en frekari athugun hefði far ið fram. Einnig taldi flutningsmaður, ef engin samþykkt væri gerð við- víkjandi fyrrverandi sölumönn- um Coldv/ater Seafood Corp., þeim Árna Ólafssyni og Pálma Ingvarssyni, væri því slegið föstu, að um alvarlega sök væri að ræða hjá þeim, en slíkt væri varhugavert, fyrr en rannsókn sú, sem fundurinn hefði ákveðið, hefði farið fram og staðreyndir málsins lægju fyrir á næsta aðal- fundi. Tillaga um að vísa fram- angreindri tillögu til stjórnarinn- ar var felld með 19 atkvæðum gegn 23 ag tillagan síðan sam- þykkt. Veitingastofa Veitingastofa í fullu.m gangi til sölu eða leigu nú þegar. — Tilboð merkt: „1. marz — 7958", sendist afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld. Múrarar Tilboð óskast í utanhússpússningu á húsinu Glað- heimar 14. — Upplýsingar á staðnum eða í síma 37728. Bátur til sölu Bátur 8% tonn með 48 ha Lister dieselvél og Atlas dýptarmæli til sölu strax. Báturinn er tilbúinn á vertíð. Línu- og netaveiðarfæri geta fylgt. Upplýsingar gefur LÁRUS JÓNSSON, Ólafsfirði Sími 4. TVÆR 3ja eða 4ra herb. íbúðir óskast helzt í sama húsi, sem fyrst í Reykjavik eða nágrenni. Algjör reglusemi. — Nánari upplýs- ingar í síma 36562. Iðna&arhúsnœði ca. 50—100 ferm. óskast sem fyrst til leigu. — Tilboð merkt: „Iðnaðarhúsnæði — 7308", sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudag. 3 herb. íbúð Ný eða nýleg óskast. Verður að vera fullgerð eða til- búin undir tréverk. — Jarðhæð kemur til greina. Tilboð merkt: „1000—7309", sendist afgr. Mbl. fyr- ir miðvikudag. Stúlka Rösk stúlka óskast í bókaverzlun. Enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist afgr. Mbl. merkt: „Bækur — 7361". Vertíðarfólk Ráðskonu og tvo vana flakningsmenn vantar. Einnig mann til að fella þorskanet og sjá um annan neta- útbúnað fyrir einn bát. Heppilegar aðstæður fyrir hjón. Upplýsingar i síma 2164 og 2376, Keflavík. Vantar strax beitingamenn eða tvo vana sjómenn. — Upplýsingar á herbergi nr. 6 á Hótel Skjaldbreið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.