Morgunblaðið - 01.03.1962, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. marz 1962
ivpgwpp.j
íslendingar
með Ing-
stad
NORSKI rithöfundurinn
Helge Inffstad og kona hans
fornleifafræðingurinn Anne
i Stine Ingstad hafa dvalizt hér
á landi undanfarna viku. Þau
skýrðu þjóðminjaverði og
öðrum starfsmönnum Þjóð-
minjasafnsins frá rannsókn-
um sínum á Nýfundnalandi og
buðu íslenzkum fræðimönnum
að taka þátt í f ranr.haldi þeirra
rannsókna á sumri komanda.
i samráði við menntamáJa-
ráðuneytið hefur nú verið
ákveðið að þekkjast þetta boð.
Ingstad er enn að skipu-
Ieggja leiðangur sinn til Ný-
fundnalands, og að svo stöddu
er ekki fastákveðið hvenær
íslenzku fornleifafræðingarnir
leggja af stað, en ekki ólíklegt
að það verði um mánaðamót-
in júní-júlí.
I ráði er að þátt taki af ís-
lands hálfu Kristján Eldiár’
og Gísli Gestsson frá Þjóð-
minjasafninu og Þórhallur
Vilmundarson prófessor, þó'
ekki allir samtímis, heldur
munu þeir að líkindum að
verulegu leyti skiptast á um
þátttökuna.
Þessa mynd tók Ijósmyndari Mbl., Ólafur K. Magnússon,
vestur við Verðbúðarbryggjur í gærdag, þegar bátarnir voru
að koma að. Bátar Rreykvíkinga eru nú að hefja netaveiðar.
Herlið til Algeirsborgar
30 Serkir felldir í Oran
Algeirsborg, 28. febr. (NTB)
ÓEIRÐIRNAR í Alsír náðu í
dag hámarki í borginni Oran þar
sem að minnsta kosti 30 Alsir-
búar féllu og 50 særðust í tveim
sprengingum á götu í Serkja-
hverfi borgarinnar. Var hér um
timasprengjur að ræða, sem kom
ið var fyrir í farþega og vöru-
bifreiðum. Stóðu bifreiðarnar
Tveir stjórnar-
menn SH til USA
í DAG fara utan tveir stjórnar-
menn Sölumiðstöðvar hraðfrysti
húsanna, sem jafnframt eiga
sæti í stjóm Coldwater Seafood.
Eru það þeir Sigurður Ágústs-
son, alþingismaður, og Guðfinn-
ur Einarsson, forstjóri í Bolunga
vík. Fara þeir til New York og
Nanticoke en þar er verksmiðja
sú, sem fyrirtækið rekur.
Á s.l. ári framleiddi verksmiðj
an 17 milljónir lbs af tilbúnum
fiskmat.
Erindi þeirra Sigurðar og Guð-
finns er að kynna sér rekstur
fyrirtækisins og halda fundi í
stjóm þess.
Þrír með bólusótt
London, 28. febr. (NTB).
Heilbrigðisyfirvöldin í Car-
iiff í Wales skýrðu frá því
fyrir nokkru að fimm manns
hafi verið flutt í sóttkví vegna
ótta við að þau hefðu tekið
bóhisótt. í dag var sagt að
staðtfest hefði verið að a.m.k.
þrennt þeirra hefði tekið sótt-
ina. Fimmmenningamír höfðu
allir haft samiband við konu
nokkra, sem lézt úr bólusótt
fyrir átján dögum, skömmu
etftir að hún hafði fætt and-
vana bam.
Er verið að athuga hvaða
varúðarráðstafana er unnt að
grípa til svo sóttin breiðist
ekki enn út, sem nú eru sýkt-
ir, hafa haft samneyti við
fjölda manns frá því konan,
er þeir smituðust atf, lézt og
þar til þeir vom sjáltfir í sótt-
kví.
við gangstéttarbrún fjölfarinnar
götu. Lítið varð eftir af farþega
bifreiðinni eftir sprenginguna og
vörubifreiðin er gjörónýt.
Sjúkrabifreiðir og brynvarðar
bifreiðir lögregiunnar bar skjótt
að og var öll urnferð bönnuð um
hverfið til að hindra hefndar að-
gerðir Serkja.
Fallhlífaherlið, sem hatft hef-
ur aðsetur í útjaðri Algeirsborg-
ar undanfarna viku, hélt í dag
inn í borgina. Tóku fallhMfaliðar
sér stöðu á aðalgötu borgarinnar
og bám hríðskötabyissur. Her-
stjórnin kom sér upp aðalstöðv-
um á stærsta torgiiru og þar var
fjöldi bifreiða með vopn og vist-
Skemmdir
af völdum flóða
ÞÚFUM, Norður-ísatfjarðar-
sýslu 28. febrúar.
Mikla rigningu og vatnsflóð
gerði hér föstudaginn 23. þeasa
mánaðar. Rigndi áikaflega og
kom mikið flóð í Langadalsá.
Skemmdust girðingar og tún á
fremistu bæjum, og slæmir skorn
ingar kiomu víða í vegi. Um
tíma var brúin á Langadalsá hjá
Neðri-Breikku í hættu, en
skemmdist þó ekki. Á Kirkjubóli
og Fremri-Bakka flóði áin á tún
og girðingar. Snjó leysti mjög i
þessu veðri. Ágætt veður hefur
verið síðan. — P.P.
Yanofsky á betra
gegn Friðrik
STOKKHÓLMI, 28. febrúar. —
í 19 umferð vann Poraar Geller,
Stein vann Sohweber, Teschner
vann Aaron og Portisch vann
Uhlmann. Jafntefli varð hjá Bis-
quier og Filip og Bilek og Ber-
tok. Biðsikákir urðu hjá Fisher og
Kortsnoj (Fxscher vinnur trú-
lega), German og Cueller (Ger-
man á betra), Yanotfsky og Frið-
rik (Yanofsky á beldur betra),
Barcza og Bolbochan (óviss
staða) og Gligoric og Petrosjan.
ir. Samkvæmt óstaðlfestum fregn-
um hafa Frafckar kvatt 60.000
manna herlið til Algeirsborgar
frá nærliggjandi fjallahéruðum
til að hafa hemil á aðgerðum
OAS manna þegar vopnahlé verð
ur lýst í landinu.
10-12 bátar róa f rá
Djúpavogi
DJÚPAVOGI, 27. febrúar. —
Alit frá áramótum hefur verið
rosatíð. Þó hafa stærri bátar far-
ið nokkra * róðra í þessu erf-
iða tíðarfari, en afli þá misjafn
og nokkurt veiðarfæratjón. Ný-
lega hefur veiðst hér úti af
Djúpavogi töluvert af loðnu og
1—2 undanfama daga hafa línu-
bátar fengið í róðri 4—7 tonn
af slægðum fiski með haus og
handfærabátar 1—4 tonn.
Héðan frá Ðjúpavogi sækja
nú tveir stórir bátar með línu
en taka bráðlega net og 8—10
minni bátar héðan eru á hand-
færaveiðum. Auk þess sækja
héðan nokkrir aðrar hátar.
í dag er bezta veður, logn
og sólskin og allir bátar á sjó.
Hér er auð jörð upp í miðjar
fjallshlíðar.
— Fréttaritari.
A
Arekstur olíu-
skips og vélbáts
AKRANESI, 28. febrúar.
ÞAÐ bar við kl. 2—3 í nótit, að
vélbáturinn Ver, sem var á leið
út í róður, si-gldi á fullri ferð í
svartaþöku framan til á bak-
borðssíðu norsks ols'iufl/ubmnga-
ingaskips, að nafni Helge. Þetta
var í upphafi Hioiltaekiptanna,
sem svö eru ködluð á máli sigl-
ingamanna. Olíuskipið var á leið
hingað og nýbúið að beygja á inn
siglingarleiðina. Þetta var geysi-
harður árekstur, enda þótt skip-
stjórinn á Ver hefði sikipað að
baífcka á síðustu sekúndunum.
Ralk Ver, þótt timburskip sé,
stiefnið í gegnum járnbyrðinginn
á olíuskipinu. Þeyttu Norðmenn-
Þýzkir náms-
styrkir
RÍKISSTJÓRN Sambandslýðveld
isins Þýzkalands býður frarn
fimrn styrki handa íslenz,kum
námsmönnum til háskó 1 anáms
þar í landi háskólaárið 1962—
1963. Styrkimir nema 350 þýzk-
um mörkum á mánuði, en auk
þess em styrkþegar undanþegnir
skólagjöldum og fá ferðakostnað
greiddan að nökkru. Styrktíma-
bilið er tólf mániuðir, annaðhvOrt
frá 1. október 1962 til 30. sept ’63
eða frá 1. marz 1963 til 29. febr.
1964.
Styrkirnir eru eins og fyrr seg
ir ætlaðir til náms við þýzka
tækniháskóla og listaháskóla. —
Hugsanlegt er, að nám við iðn-
fræðiskóla geti einnig komið til
greina.
Umsækjendur skulu vera á
aldrinum 20 til 30 ára. Þeir skuiu
helzt hafa lokið prófi frá háskóla
eða a.m.k. tveggja ára háskóla-
námi. Umsækjendur um styrk til
náms við tækniháskóla skuilu
hafa lokið sex mánaða verklegu
námi. Góð þýzkukunnátta er
nauðsynleg, en styrkþegum sem
áfátt er í því efni, gefst kostur
á að sækja námskeið í Þýzka-
landi áður en háskólanámið hefst.
Sérstök umsóknareyðublöð
fást í menntamálaráðuneytimi,
Stjórnarráðshúsinu við Lækjar
torg. Umsóknir, ásamit tilskildum
fylgigögnum, skulu hafa borizt
ráðuneytinu fyrir 23. marz n.k.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
Vinsæl skemmtun
á Akranesi
AKRANESI, 28. febr. — Sl.
föstudagskvöjd var haldin fjöl-
breytt bamaskólaskemmtun í
Bíóhöllinni. Skemmtunin var
endurtekin þrisvar, tvívegis á
laugardag og einu sinni á
sunnudag. Allir miðar seldust
upp á hverja sýningu. — Oddur.
4>-
1/ NA IShnútar | / SV SOhnútar H Snjóhoma • OSt \7 Strúrir K Þrumur 'Wz, KuUaakrt ZS HitaskH H Hmt
KL. 11 í gær var hæðin yfir
Grænlandshafi horfin. Hæg-
viðri og bjart var um allt
land. Loftvog var fallandi
hér á landi og á hafinu aust-
ur undan, en stígandi á
Grænlandi. Bendir það á
norðanátt.
irnir eimipípuna af slfkum krafti,
að margir Akurnesingar hrukaku
upp úr faistasrvefni. Bæði skipin
leituðu síðan til hafnar. Um
morgiuninn var farið að gera við
skemmdimar á Ver. Stefnið hafði
brotnað og lagzt inn ofanvert.
Júdasareyrun, sem þeir kalia, og
öldustokkurinn höfðu og brotn-
að. Byrðinigurinn laskaðist. —■
Mun taka um hálifan mán-
uð að gera við skipið.
Norska skipið liggur nú við hafn
argarðinn og er að taka lýsL
Sennilega verður gert við það í
Reykjavík. — Oddur.
SUS-námskeið
i Borgarnesi
SAMBAND ungra Sjálfstæðis-
manna efnir til námskeiðs um
sveitastjórnarmál fyrir unga
Sjálfstæðismenn. Verður nám-
skeiðið haldið í Borgamesi um
næstu helgi, 3. og 4. marz.
Á námskeiðinu verða flutt
eftirtalin erindi:
Stjórnmájin og sveitastjómirn
ar: Alfreð Gíslason, bæjarstjóri,
Keflavík.
Skipulag sveitastjórnarmála:
Ásgeir Pétursson, sýslumaður,
Borgamesi.
Verkefni sveitarfélaga: Geir
Hallgrímsson, borgarstjóri," Rvík.
Tekjustofnar sveitarfélaga:
Guðlaugur Gíslason, bæjarstjóri,
Vestmannaeyjum.
Fjáröflun sveitarfélaga til
framkvæmda og þátttaka ríkis-
sjóðs: Jónas Rafnar, alþingis-
maður og bæjarfulltrúi, Akur-
eyri. .
Námskeiðið mun hefjast um
kl. 2 á laugardag og því verð-
ur slitið síðla dags á sunnudag.
Frá Reykjavík verður lagt af
stað í hópferð kl. 9.00 á laug-
ardagsmorgun, en ekið frá
Borgarnesi að loknu námskeið-
inu. —
Gist verður á Hótel Borgar-
nesi og er öllum kostnaði mjög
stillt í hóf.
Allar frekari upplýsingar fást
í skrifstofu SUS í Vaíhöll. Suð-
urgötu 39 (sími 17103) og eru
þeir, er hug hafa á þátttöku,
beðnir að skrá sig þar hið
fyrsta.
Hafnar-
fjörður
HAFNARFIRÐI: — Stefnir, fé-
lag ungra Sjálfstæðismanna, held
ur málfund í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld kl. 8,30. Á fundinum mun
ungur hafnfirzkur námsmaður,
Gunnar Ámundason, flytja er-
indi um Þýzkaland, en Gunnar
leggur stund á rafmagnsverk-
fræði við háskólann í Karlsruhe
þar í landi.
Stefnisfélagar eru hvattir til
að f jölmenna* og taka með sér
gesti.
Spilakvöld
Akureyri
** **
a
SPILAKVÖLD Sjálfstæðisfélag-
anna á Akureyri eru að hefjast
aftur. Fyrst verður spilað nk.
föstudagskvöld kl. 21 í Hótel
KEA, og síðan i hverri viku
þrjár vikur í röð. — Nánar
verður auglýst um þetta síðar.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess
að fjölmenna á spilakvöldin.