Alþýðublaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 3
iftLÞYÐUBbAÐlfi 3 wmtmsmamwm |Bezta“ Gigarettan í 120 Zstk. pökkam, sem kosta 1 krónu, er: Commander, Westmiuster, Gigavettnr. Virginia, Fást í öllum verzluuum. I hTerjnm pakha er gnllfalleg islenzk mynd, og fœr hver sá, er safnað hefir mymS- nns, eina stækkaða mynd. BBB hundruð þúsund í vegakerfi vegna mjólkurflutninga að bú- unum, hundruð þúsunda í mjólk- urbú, margar milljónir í veg eða járnbraut, ef engin aukning á að verða á framleiðslunni á þ>eim svæðum, þar sem milljón- um er sökt? Áreiðanlega er þaö vilji E. J. og fámennrar „klíku“ í M. R., að enginn árangur sjáist þessara framkvæmda. En þaö er ekki hagur fyrir bændurna. Það er ekki hagur fyr- ir Reykvfkinga og Hafnfirðinga. Það er ekki hagur þjóðarinnar. Illyrðum E. J. í „Mgbl.“-grein- inni á sunnudaginn var í minn garð svara ég ekki. Jón Baldvinsson. Málverkasýning Snona Arinbjarnar. Fyrir 3—4 árum sá ég nokkrar smámyndir eftir Snorra á list- sýningu. Hefi ég síðan gefið myndum hans sérstakan gaum. Var þegar ýmislegt svo sérkenni- legt við þær, að mér fanst ég myndu ávalt þekkja myndir hans frá öðrum, hvar sem væri. Veturinn 1926—27 stundaði Snorri nám, í Kaupmannahöfn, en síðastliðinn vetur var hann við jnám í Osló. Kennari hans var Revold, einhver hinn bezti mál- ari á Norðurlöndum. Það gladdi mig mjög, er ég vissi um hann hjá þessum ágæta listamanni, og þóttist ég vita, að hann myndi ná þar góðum þroska. Vonir mín- ar brugðust heldur ekki. Myndir hans fara langt fram úr þvf, sem ég gat frekast búist við. Þó bera þær með sér sömu persónu- einkenni sem hinar fyrstu, er ég sá, en viðvaningsbragurinn er horfinn. Nú er komin þekking og öryggi í allri meðferð litanna. ■Myndir eins og Blanda og Langadalsfjall (nr. 1), Frá Skaga- strönd (nr. 5), Bryggja á Skaga- strönd (nT. 6),. Gata á Blöndu- ósi (nr. 8) og Gata í Osló (nr. 19) eru hver annari betri og myndu sóma sér ágætlega hvar sem væri. Sterk og ákveðin teikn- ing, þó ekki út af fyTir sig, held- ur samræmd djúpri og ákveð- inni litakend, einkenna sterkast myndir hans. Ég óska þess, að Snorri geti fatið aftur utan, því að hann er ungur, 21 árs, og margt er aði nema. Sýning hans, sem er í húsi K. F. U. M., verður að eins opin til kvelds. B. B. Kveðjuhljómleikur. Eggert Stefánsson er á förum út í heim. Efnir hann til kveðju- hljómleiks í dag kl. 3 í Gamla Bíó. Hefir Eggert valið sér það hlutskifti að bera hróður íslands sem víðast — landsins, sem all- ur fjöldinn hafði ekki hugmynd úm að væri til, hvað þá að hér væri þjóð, sem lifði menningar- lífi. Hefir landinn haft það sjálfs- álit, að honum . væri það ávinn- ingur, að sem flestir hefðu sem nánastar spurnir af landi hans og þjóð. Og má fullyrða, að ís- lenzku sönglistarmennimir, og þá eigi sízt Eggert, hafi unnið mikið gagn með víðförli sínu. 1 dag heldur hann kveðju- hljómleik. Væri þess að vænta, að Reyk- vikingar sýndu þá nærgætni og skilning á staTfi hans, að þeir fylli húsið að þvi sinni. Samúð sú, sem í þvi væri fólgin, væri honum meira og betra veganesti í næsta leiðangri en aurar þeir, sem um væri að ræða. K. Fæðingarstofur. Þegar ég las grein í einu dag- blaðanna eftir G. B. um fæð- ingarstofur fyrir giftar og ógift- ar konur, sem Þuríður Bárðar- dóttÍT hafi komið á fót s. 1. sum- HafnarfjÖrður. Áætlunarferðir á hveijum klukkutima allan daginn. Frá Steindóri. Fallegu postulíns bollapðrin, sem Ný|a laffibreaslaa gefur viðskifta* vinum sínum, eru komin. Húsmæður S Kauplð okkar ágæta nýbrenda og malaða kaffi og safnið seðlunum. Bollapörin eiu afgreidd daglega í Aðalstræti íl 3. Nýja Kaffibrenslan psgagnaverzlun ígðsts Jónssonar, Liverpool. Sími: 897, hefir mikið úrval af húsgögnum, svo sem: Borðstofuhúsgögn, Betristof uhúsgögn, Körfustóla, Stoppaða stóla, Skrifborðsstóla, 'Dívana, Fjaðramadressur, Súlur, mikið úrval. Borðstofuborð, Borðstofustóla, Birkistóla, Saumaborð, Píanóbekki, Körfuvöggur, Dívanteppi, Dúkkukerrur. Húsgagnafóður, að ógleymdum hinum viðurkendu rúllu- gardínum, sem allir þurfa að fá sér fyxir jólin. Vörur sendar hvert á lánd sem er gegn póstkröfu. Vönduð vinna. Fljót afgreiðsla. ar, og þakklæti hans til hennar fyrir þá nýjung, þá datt mér í hug kona, sem búin er að veita þess konar hjálp, sem hér um ræðir, í 4 ár, og mér vitanlega hefir ekkert þakklæti fengið frá öðrum en þeim mörgu konum, sem hjá henni hafa notið hjálp- ar, ekki einungis við að fæða börn sín, heldur hefir hún tekið til sín börnin þeirra sumra um lengri eða skemmri tíma, ef þær af einhverjum ástæðum hafa ekki getað haft þau sjálfar. Ég álít, að sú kona sé búin að vinna svo mikið, að hún eigi skilið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.