Alþýðublaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBEAÐIÐ m Failegustu, beztu og ódýrustu | jólaskóna = fáið pér hjá okkur. — Kvenskór nýkomnir. — Ksarl- = mannaskór „Panther", Barnaskór Lack. s Komið og skoðið. I Pórður Pétarsson & Go, Barkastræti 4, Kjðrskráln til bæjarstjórnarkosningar i janúar 1930. Auk þess, sem kjörskráin liggur frammi i skrifstofu borg- arstjóra samkvæmt auglýsingu 13. dezember, verður eftirrit af henni lagt fram í bæjarpingsstofunni mánudaginn 16. dezember og verðux par til sýnis hvern virkan dag til 28. p. m. kl. 10—20. Borgarstjórinn í Reykjavík, 14. dezember 1929. K. Zimsen. ) ■ ..i ^ 5- Húsmæður! Pnð Isezsfa er æfðð ódýrsisl E>að borgar sig bezt að kaupa góða tegund af suðu- súkkulaðí, pví pað er drýgst. Masnið, sið ¥sn MeaifeMs er nafnið á aiira bezta suðusúkkulaðl, sem tíl landsins flyzt. Innpakkað í ljómandi smekklegar, rauðar umbúðir. Hver plata (kvart- pund) í sérstökum umbúðum. Kostar að eins 2 krðnnr pnndið. Finasta tegundin af Van Houtens suðusúkkulaði (í gul- um umbúðum) kostar 2 krónur og 50 aura pundið. súkkulaði-vörur fásf I iilliiiii verzlimum. i ii pakklæti frá G. B., fyrst hann á annað borð Iætur sér svo ant um þess konar stofnanir. Ein peirra, sem hefir notid góds á Baldursg. 20. Verkakvennafélayið ,FramséIm‘ 15 ára. Sungið á árshatið félagsins 12. p. m. Lag: Þú vorgyðja svífur úr suð- rænum geim. Til framkvæmda leiði hvert framtíðar spor, er fjötrana’ af pjóðinni leysi. Og hikandi séu ei handtökin vor, þó harðsnúnar öldur sig reisi. Við eldgamla siði og ófrelsis tíð öruggar hefjum við baráttu og stríð. I fimtán ár höfum við fylgst að í kvöld og fyrir því málefni barist, að frelsið og mannúðin finni hér völd, er fái mót ofríki varist. En ranglætáð víki fyr’ réttlætis hönd, sem reynir að tengja vor jafn- réttis bönd. En peirri, sem mest hefir bent oss á braut, að bjartara manndygða safni ög félagsins stórfelda starfið það hlaut að stjórna í kærleikans nafni, við minnumst með þakklæti á { þessári' stund, er þennan við höldum vorn afmælis-fund. Við samhuga vonum, að sam- vinnan þín til sigurs og farsældar leiði, en gæfan og hamingja gull- kórnin sín glóbjört á veginn þinn breibi, svo enn megir vinna þau ákveðnu störf að umbæta kjörin í sérhverri þörf. 'Já, hikum ei, systur, en sækjum vel á Og sérhverja mótbáru vinnum. Og veglegu málefni lið skulum > ljá, unz leiðina réttu við finnum. Sú ályktun varðveitist öld eftir öld og innrituð verði á framtíðar skjöld. Við öruggar lítum á umliðna braut, því ávöxt af starfinu sjáum. Þó margt hafi verið, sem valdiö fékk þraut og vonirnar brygðust, sem þráum. Ef samtökin eru og samvinnan góð, er.sigurinn viss hinni frjálslyndu þjóð. Og heill sé þér, „Framsókn", á framtíðar leið, með fegurstu vonir í hjarta. Mót’ hvers konar órétti gatan sé greið og geymi þér Ijósstrauma bjarta. Já, burtu með ófrelsi, andúð og tál! Áfram til starfa, hver lifandi sál! Ag. Jónsson. ¥aa*ræksla. Fyrir tveimur árum var farið fram á, að kennarar við bama- skóla Reykjavikur fengju kvittun fyrir gjaldi því, sem þeir greiða í lífeyrissjóð barnakennara og haldið er eftir af launum þeirra. Kvittun fyrir lífeyrisgjaldinu fá allir aðrir kennarar landsins, en Reykjavíkur-barnakennararnir höfðu enga kvittun fengið síðan 1920—21. Eftir mikið úmstang hafði þetta þánn árangur, að fé- hiTðir ríkisins gaf öllum kennur- um skólans, sem borga í sjóð- inn, kvittun fyrir gjaldinu árið 1927. Hann afhenti skólastjóra skólans kvittanirnar til útbýting- ar. Eftir þetta var búist við, áð kennararnir fengju, að minsta kosti, kvittun áfram, en það hefir nú samt brugðist. Að vísu er sagt, að ríkisféhirðir hafi enn af- hent skólastjóranum kvittanirnar fyrir siðastliðið ár og að þær hafi síðan allar giatast í vörzlum hans. Ekkert mark verður tekið á þessu, því að skólastjóranum koma auð- vitað ekkert við kvittanir kennar- anna. Hvers vegna má ekki senda hverjum kennara fyrir sig kvitt- un, sem honum ber, eða biðja bæjargjaldkerann að koma þeim til skila, um Ieið og kennarar vitja um laun sín hjá honum? Þó að sumir kunni að Iíta svo á; að það sé hégómi einn að gera veður út af þessu, ér slíkt mis- skilningur. Vitanlega verða kenn- ararnir ekki krafðir aftur um líf- eyrissjóðsgjaldið frekar en önn- ur gjöld, sem þeir sýna kvittun fyrir. En ef ríkið ætlast tii, að viðurkenning sé gefin fyrir gjöld- um, sem greidd eru í opinbera sjóði, hví er þá ekki öllum gert jafnt undir höfði, eða hvers eiga kennarar barnaskólans að gjalda? Það getur vel verið, að sumir kennarar skólans sætti sig við þá lítilsvirðingu, sem felst í því, að önnur regla er látin gilda fyrir þá, í þessu efni, en kennara úti um land eða aðra menn. En hvað sem því líður láta ekki kennarar staðar nema, fyrr en viðurkenn- ing er fengin fyrir lífeyrissjóðs- gjaldimi kennurum til handa, sem þeir hafa greitt öll árin 1921— 1929. Ef hlutaðeigendux líta svo á, að eltki sé um vanrækslu að ræða frá þeirra hendi og að kennarar eigi enga heimtingu á kvittun, er þess vænst, að þeir sk>TÍ opinberlega frá ástæðum. Nokkrir kennarar. Alþýðublaðið. Tvö tölublöð koma út í dag, nr. 308 og 309. Skrifstofa Stjðrnuútgáfunnar Ingólfsstræti 6 uppi, verður op- in á morgun kl. 2—4. „Lénharður fógeti“ verður lelkiim í kvöld kl. 8 í síðasta skifti að pessu sinni. UitstjóH og ábyrgöaro3«ösi£ Bftrgldgr GaðmnndasaB. A%ýth»pmsýsinlðsíML

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.