Morgunblaðið - 10.04.1962, Page 3

Morgunblaðið - 10.04.1962, Page 3
Þriðjudagur 10. apríl 1962 MORGVXBLAÐIÐ 3 ÞESSAR skemmtilegu myndir fékk Mbl. hjá V i k t o r i Aðalsteinssyni, flugstjóra hjá Flugfélagi íslands, sem á sínum tíma flutti hingað grænlenzku konuna. sem ásamt fjöl- skyldu sinni varð fyrir á- rás h vítabjarnar skammt frá Kulusuk-þorpi á aust- urströnd Grænlands, þar sem hún á heima. Konan dvelst enn hér í Lands- spítalanum og er á bata- vegi. Fjðlskyldan bíður eftir mömmu Viktior kom hingað heim nú tækjum milli flugstöðva. Ein myndanna sýnir hluta af um helgina vegna flutnings á Hann fór aftur í gær, þorpinu, má glöggt sjá að húis íbúanna eru ekiki háreist. Hin- ar tvær eru af f jölglcyldu kon- unnar, sem varð fyrir bjarn- dýrsárásinni. Þegar Viktor kom aftur til Kúlusuk fyrir nokkrum dögum heknisóitti hann fjölskylduna og tók þá þessar myndir. önnur er tek- in inni í hýbýlunum, sem að- eins er ein stofa, allt í senn svefnrújn, eldlhús, dvalarstofa. Hin er tekin úti fyrir kofa fjölskyldunnar og er heimilis- faðirinn lengst til hægri á myndinni. Tveir af álhöfn flug vélarinnar sjást einnig. Á forsíðu blaðsins birtist svo mynd af Skinni bjarn- dýrsins, sem varð að lúta í lægra haldi fyrir mönnunum, en hafði áður stórslasað kon- una, sem kunngt er af frétt- um. Björninn Skrámaði einnig eiginmann og bam konunnar, en bæði höfðu náð sér er flug- mennirirnir komu í heimisókn til þeirra nú síðast. Viktor tök bréf að heiman frá fjölskyldu konunnar og færði henni ásamt kveðjum upp á sjúkraíhús á sunnudag- ínn. Hábær 1 GÆK opnaði nýtt og sérstætt veitinga- eða veizluhús hér í Reykjavík. Hefur það hlotið nafnið „HÁBÆR“, og stendur efst á Skólavörðustíg nr. 45. Markmið með rekstrinum er að taka að sér veiziur og fundi og selja veizlumat í smáum og stór um stíl út um bæinn. Er hinn nýi staður hinn glæsilegasti. í Hábæ sem stendur á há- Skólavörðuholtinu hefur öllu ver ið bylt um og innréttað í sam- ræmi við ströngustu kröfur um emekkleg og þægileg húsakynni, sem minna frekar á góð einka- híbýli en veitingabús, enda er það tilgangur eigenda Háibæjar að taka eingöngu að sér lokaðar veizlur og fundi fyrir einstak- linga, fyrirtæki og félög þar sem menn geta verið algjörlega útaf fyrir sig án minnstu truflunar. Salarkynnin eru á tveimur hæð- um: á neðri hæð er vínstúka, eetustofa og borðsalur og' er þar rúm fyrir 36 manns, á efri hæð er salur fyrir fundi og sam- kvæmi sem tekur allt að 16 manms og fylgir þeim sal einnig eetustofa. Eldhús, búr og vinnsluherbergi eru á jarðlhæð. Þykir innrétting og smíði allis húsbúnaðarims hafa tekist með afbrigðum vel, en Sveinn Kjar- nýtt veifinga hús í R.vík val arkitekt teiknaði og sá um smíði þess á vegum Húsbúnaðar h.f. Vekja sum húsgögnin atihygli svo sem hið glæsilega sporöskju laga mat- og fundarborð á 2 hæð en við það rúmast 16 manms er það forkunnarfögur smíði og al- veg eimstakt í veizlusölum hér Óvenjulegt er það einnig hvernig ljósaistæði Og leiðslur eru notað- ar sem skreyting. f vínstúkunni sem er úr brenmdum viði og borð ið klaétt að framan með káif- skinni er einnig stórt upplýst skrautfiskaker til augmayndis. Teppi eru á öilum gólfum nema í matsal á 1. hæð sem klætt er parket. f Hábæ er lögð mikil á- herzla á að framreiða góðan mat við hæfi og eftir óskum. viðskiptavina og er matsveinn- inn Hallbjörn Þórarinsson, vel kunnur fyrir störf sín. Slí'kir veitingastaðir sem Há- bær eru víða erlendis og þykja ámyssandi og hefur eigandinn kynnst þeim náið í Sviss og víðar. Jafnframt áðurnefndri starf- semi rekur fyrirtækið HÁBÆJ- ARELDHÚSIÐ sem tekur að sér að útbúa hverskonar veizlur fyrir menn í heimahúisum og sendir út heita rétti „kalt borð“ smurt brauð snittur. Veitingastjóri í Hábæ er Kristján Sigurðsson. Eín af beztu heitavatns- holunum opnuð í gær SÍÐDEGIS í gær veittu vegfar- endur athygli að geysimikla gufu lagði upp úr borholunni, sem stóri borinn hefur að und- anförnu verið að bora ofan við Suðurlandsbrautina, skammt frá húsi Kr. Kristjánssonar h.f. Er blaðið spurði Jóhannes Zoega hitaveit'Ustjóra um þetta, sagði hann að búið væri að bora þarna niður á 910 m. dýpi og hefði hoi- an verið opnuð í gær og höfð opin um k'lukikutíma. Ekki væri búið að gera mælingar á vatninu, en þetta mundi vera ein af mestu holunum í Reykjavik, eins vatns- mikil og þær vatnsmestu, sem gefa um 30 1. á sekundu, og vatn álika heitt og í þeim heitustu, sem eru 140—150 stiga heitar. Stóri borinn verður nú fluttur niður fyrir Suðurlandisbraut og borað þar, skamrnt frá Laugar- nesveginum. SÍVKSTtl WIS Smáskrítinn áhugi Morgunblaðið minnist þesa ekki, að í Alþýðublaðinu hafi í svo sem fjögur ár verið minnzt á lóðamál iðnaðarins í Reykja- vík, en sl. sunnudag fjallar rit- stjómargrein blaðsins um þessi mál. Þar segir, að „fyrir síðustu bæjarstjómarkosningar“ hafi A1 þýðuflokkurinn haft mikinn á- huga á lóðamálum iðnaðarins! Síðan segir: „Sannleikurinn er sá, að lóða- mál iðnaðarins í Reykjavík eru komin í hreint öngþveiti, og er sleifarlag borgarstjómar í því efni húið að valda iðnaðinum stórtjóni . . . . En þannig hefur þetta verið“. Eins og menn vita hefur nú verið samþykkt skipulag að nýju iðnaðarhverfi við Grensár- , veg, sem mun leysa úr lóðaþörf , iðnaðarins á næstu mánuðum. Þegar vanddmálin hafa verið leyst, man Alþýðubláðið allt í einu eftir þvi að „þannig hefur þetta verið“. ; Rökfræði Alþýðublaðsins tí ritstjómargrein Alþýðu- biaðsins segir ennfremur: „Það er AI.I.TAF gefið sama " svarið, þegar fyrirtæki sækja um lóð. Það er ekki búið að á- kveða skipulagið á þessu svæði og þess vegna ekki unnt að út- hluta þar lóðum. En það ein- kennilega er, að AI.I.TAF FÁ einhverjir gæðingar íhaldsins samt lóðir“. (Leturbr. Mbl.) Þannig rekur eitt sig á annars horn, þegar Alþýðublaðið tekur að ræða um lóðamál iðnaðarins og virðist það vera komið í kapphlaup við kommúnista um bjálfalegan málflutning i sam- bandi við lóðamál iðnaðarins í Reykjavík. Má hvergi vera Eins og kunnugt er snerust kommúnistar gegn því að bætt yrði úr lóðaþörf iðnaðarins og vildu fella að svæðinu við Grensásveg yrði úthlutað undir iðnaðarlóðir. — Rökstuðningur þeirra var m.a. sá, að við Grens ásveg væri svo fallegt, að þar ætti að vera opið svæði. I gær segir kommúnistablaðið síðan, að iðnaðarsvæði eigi að vera sem næst höfn. Svo vildi þó til, að á sama fundi í borgarráði, sem skipulag iðnaðarsvæðisins var samþykkt, var rætt um Reykjavíkurhöfn. Þar hélt Guð- mundur J. Guðmundsson þvi fram, að alveg væri fráleitt að hafa verkstæði eða iðnað á hafnarsvæðinu. Blað hans löðr- ungar hann, þegar það heldur fram gagnstæðri skoðun. En ekki var einungis algjört ósam- ræmi í málflutningi kommún- ista að þessu leyti. Á borgar- ráðsfundinum var Iíka rætt um lóðaúthlutun fyrir tollvöru- geymslu. Kommúnistar lýstu því yfir, að þeir væru samþykk- ir því að lóð yrði úthlutað fyr- ir slíkan rekstur, en snerust hinsvegar gegn því, að það yrði gert við sjóinn í Laugarnesi. — Þar væri svo fallegt, að óhæfa væri að hafa þar slíkan rekstur. Þannig virðist hvorki mega reka iðnrekstur eða svipaða starf- semi nálægt höfn né fjær henni. En auðvitað tekur enginn alvar- lega þennan broslega áróður koinmúnista. Húsnæði fyrir létt- an iðnað mun rísa í hinu nýja og glæsilega hverfi við Grensás- veg, en síðan mun þungaiðnáður verða staðsettur í nánd við væntanlega höfn, hvort sem kommúnistum líkar það betur eða verr, enda er nú útlit fyrir, að áhrif þeirra verði í náinni framtíð álíka lítil og í ná- grannalöndunum, þar sem þeir eru einangraðir og njóta einskis trausts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.