Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 6
6 MORCVNBL .4 Ðlh Þriðjudagur 10. apríl 1962 Bankastjóri og stjórn Verzlunarbanka íslands. Talið frá vinstri: Höskuldur Ólafsson, Þorvaldur Guðmundsson, Egill Guttormsson og Magnús J. Brynjólfsson. Verzíunarbankinn stofnsetur útibú Gjaldeyrisréttindi. Verzlunarbankinn hiefir nú óskað eftir gjaldeyrisréttindum. Var umsákn þar að lútandi send bankastjórn Seðlabankns á síð- astliðnu hausti, en enn hefir eigi borizt svar. Þá skýrði formaður bankaráðsins frá því, að ákveðið hefði verið að stofnsetja fyrsta útibú bankans og verður það gert á þessu ári. Útibúið verður í Reykjavík. Höekuldur Ólafsson, banka- stjóri, lagði fram endurskoðaða reiskninga bankans, og gaf íitar- legt yfirlit um rekstur banfcans á árinu. Er hagur bankans traust- ur. Voru reikningarnir samþykkt ir samhljóða. Þeir Eggert Kristjánsson. stór- kaupmaður, og Sigurður Magnús- son, kaupmaður, fluttu bankaráði og bankastjóra þakkir af hálfu hluthafa fyrir vel unnin störf. Ennfremur tok Hróbjartur Bjarnason, stkpm. til máls. Við kjör bankaráðs komu fram tveir listar. Kjörnir voru í banka ráð af einum lista, sem borrnn var fram samieiginlega af stjóm- um Félags íslenzkra stórkaup- manna, Kaupmannasamtaka fs- lands og Verzlunarráðs íslands: Þorvaldur Guðmundsson, for- stjóri, Egill Guttormsson, stór- kaupmaður, og Magnús J. Brynjólfsson .kaupmaður. og til vara: Vil'hjálmur H. Vilhjálmsson, stkpm., Bjöm Guðmundsson, kaupmaður, og Pétur Sæmund- sen, viðs'kiptafræðingur. Hlaut þessi listi 9668 atkvæði. Listi borinn fram af Þorbirni Jóhannessyni, fcaupmanni, Sigur- liða Kristjánssyni, kaupmanni og fleirum, hlaut 1710 atkvæði. Þann lista skipuðu Óskar Norð- mann, forstjóri, Albert Guð- mundsson, stkpm. o. fl. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Jón Helgason, kaupmaður, og Sveinn Björnsson, stórkaup- amður. Fundinn sátu 450 blutbafar og hafði verið vitjað atkvæðaseðla fyrir um 95% blutafjár. Frá aaalíundi bankans sl. laugardag AÐALFUNDUR Verzlunarbanka íslands hjf. var haldinn síðastlið- inn laugardag. Var fundurinn í veitingahúsinu Lido. Fundar- stjóri var kjörinn Geir Hall- grímsson, borgarstjóri, en fund- arritarar Sveinn Snorrason, hrl., og Gunnlaugur J. Briem, verzl- unarmaður. Egill Guttormsson, stórkaup- maður, formaður bankaráðs, flutti skýrslu bankaráðs um starfsem.i bankans á siðastliðnu ári. Kom fram í henni að öll starfsemi bankans hafði vaxið mjög á árinu, en Verzlunarbank- inn tók við allri starfsemi Verzl- unarsparisjóðsins 8. apríl 1961. Þann dag var boðin út hluta- fjáraukning að upphæð 2 millj. kr. og höfðu verzlunarmenn for- gangsrétt að því hlutafé, sam- kvæmt ákvörðun stofnfundar bankans. Neyttu þeir þessarar heimildar og var hlutafé bankans aukið um kr. 1.970.000,00 og er það nú 12,2 millj. kr. Innstæðu- aukning í bankanum varð 67 millj króna á árinu, þar af varð aukning spariinnlána 59 nr.illj- ónir kr., en hlaupareikningsinn- lán ukust um 8 mllj. kr. Þetta bréf hefur mér borizt og þar sem allir eiga að'gang að þessum dálkum, ef þeir hafa eitthvað almennt fram að færa, krakkar jafnt sem fyrrv. krakkar: • Nokkur kurteisleg orð frá okkur krökkunum Blöðin segja svo margit um okkur krakkana, en skilja þau okkur? Við þurfum líka að segja nokfcux orð. Til dæmis þetta: Á vetrum eru til nokkr- ar sleðagötur, þar sem við megum renna okkur í friði. Og það er gott. Við þöfckum fyr- ir sleðagöturnar. En af hverju meg'um við efcki líka fá nokkr ar leikgötur á sumrin, þar sem krafckar mega leifca sér? Þeg- ar við erum orðin of stór, fá- um við ekki að vera með litl- um krökkium á leikvöllunum. • Nú skal segja .... sem stráfcar smíða? Eiga stór- ir bílar að hafa allar götur og við engar handa ofckar litlu bílum? Það væri gott fyrir okk ur krakkana að fá eins og 16 km fyrir leikgötur, því við erum margir. • Við viljum ekki missa . . . . Við viljum ekki missa all- ar moldarhrúgur og alla hóla, því það er gott að renna sér á sleðum í þessum hólum. Við viljum efcki missa öll tún, því þar er gott að leika sér með flugvélar og dreka og annað dót. En njólarnir mega fara. Þeir eru ljótir og harðir og strákarnir berjast með þeim. Við viljum ekki missa alla polla, því það er svo gaman að vaða í þeim. En það væri gott að fá hreint vatn í poll- ana, því litlir krakkar verða svo drullugir þegar þeir detta í ljóta polla. Þeir kunna efcki að passa sig þegar þeir vaða. Við viljum ekki heldur missa allar dúfur. • Við viljum sjá .... Á vorin viljum við sjá lömib og mömmur þeirra og hænur, sem eiga kjúklinga og passa þá, ef slíkar hænur eru til nú á dögum. Við höfum séð myndir af kjúklingum. Það væri gaman að sjá hvolpa meðan þeir eru svo litlir að þeir bíta ekki og hægt er að fclappa þeim. Það er líka gam- an að sjá hesta, þó þeir séu hræðilega stórir. En lóðirnar eru svo fínar að þar má ekki hafa hesta. Og þar megum við etoki grafa og byggja barnabú, eins og krakfcarnir í sveitinni gera hjá sér. En þeg- ar sumarið kemur, þá viljum við komast í sveit. • Þegar snjórinn er góður .... Þegar snjórinn er góður, þá búum við til snjóbolta. En svo má etoki kasta í bíla, rúð- ur eða fólk. Þetta þykir okfcur leiðinlegt. En það mætti kannsfce búa til skotmörk, sem við mættum kasta í, til þess að sjá hvort við getum hitt þau. En skotmörkin mættu efcki vera úr gleri, heldur ein- hvern veginn hreyfanleg, svo þau taki við sér. • Þegar við berum út blöðin .... Við krakkar verðum oft að selja merki, fcaupa mjólk og bera út blöð og stundum að rufcka fyrir þau. Þá sjáum við hvernig fullorðna fólkið hagar sér. Margir eru góðir, en sumir vilja ekkert gera fyrir litla krafcka. Blöðin verðum við allt af að bera út, en merkin ætti bara að selja í góðu veðri og helzt ekki þegar krakkar vilja vera í sunnudagaskóla. Því annars missa þau af myndun- um og sögunum og söngnum. Þð er ekki gott að mömmurn- ar sendi mjög litla krafcka til að kaupa sígarettur, því litl- ir krakkar týna stundum aur- unum og fara að gráta. En ofck ur finnst gaman að bera út blöð í góðu veðri. • í útlöndum .... Við höfum heyrt að í út- löndum séu til fjallaskólar, þar sem krakkar úr einum bekk fá að vera vifcu í einu með kennaranum sínum. Það er á haustin og vorin og á vet- uma. Þá sjá þau jurtir og tré, sem þau læra um. Og á vetr- um er þar gott að renna sér á sleðum og skíðum. Er ekki til einhver rífcur maður á ís- landi, sem vildi byggja svona skóla fyrir ísilenzka krakka? Skólinn þarf að vera nógu stór fýrir einm bekfc. Það væri skemtmilegra fyrir skóla börn að læra sumt í svona skóla. Og þar gæti líka verið barnabú með lifandi dýrum, en efcki bara frosmum, eins og í kjötbúðunum. • Við sendum þér kveðju Við höfum tekið eftir bví að þitt blað talar stundum við krakka og tekur af þeim mynd ir. Það þykir okkur gaman. Við sendum þér kærar kveðj- ur og treystum þér til að prenta þetta. Segðu að margir krakkar séu hræddir við fulla menn og leiðist að hitta þá. Og segðu líka að ef margir eru vondir við ofcfcur, þá verði krakkarnir kaldir. með virðingu þinn Krakki (fyrrv.) Nú skal segja hvað stóru vélarnar gera. Þær grafa | djúpa og hættulega sfcurði og loka götunum. Ekki gerum við krakkarnir það. Vélarnar grenja ekki, en ólætin í þeim eru miklu hærri en í nokkrum krakka. Og þær skemma fyr- ir okkur. En við viljum ek’ki loka götunum, aðeins hafa rétt til að leika á nokkrum götum. Og þar ættu bilarnir að fara mjög hægt. Það var j sagt í gömlu blaði að fullorðna fólkið hefði 160 fcm. f götum handa bílunum sínum í Reykjavífc. En hvar eiga fcrakkabílar að vera, bílar, I ©PIB COPENHAGtif

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.