Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 10. april 1962 845 km vegum bætist í þjóðvegatölu Á FUNDI efri deildar í gær urðu nokkrar umræður um frumvörp um læknaskipunarlög og um atvinnubótasjóð, en að þeim loknum voru þau bæði samþykkt án breytinga og vís- ao* til 3. umræffu. 1 neðri deild kom til umræðu frumvarp um búnaðarmálasjóð og vegalögin. TIL 419 BÆJA, YFIR 77 ÓBRÚAÐAR ÁR Benedikt Gröndal (A) kvað meirihluta samgöngumálanefnd- ar ekki telja ástæðu til að þessu sinni að samþykkja breytingar á vegalögum og leggi þvi til að fxumvarpinu yerði vísað til ríkisstj órnarinn- ar, þar sem skip uð hefur verið nefnd til að end urskoða gild- andi lög um vegi og brýr, sem skila mun áliti fyrir næsta þing og vafalaust gera tillðgur um gerbreytta flokkun vega. En eamkvæmt upplýsingum vega- málastjóra geri frumvarpið, á- samt breytingartillögum í báð- um deildum á þessu þingi, ráð fyrir, að teknir verði í þjóð- vegatölu 845 km af nýjum veg- um. f>ar af eru nú í tölu sýslu- vega 675,8 km, hreppavega 47,7 km, en 121,5 km í engum vega- flokki. Af' vegum þessum eru 285,5 km taldir vegir, 317,1 km ruddir vegir, en 242,4 km ekki akfærir vegir. Alls ná þessir vegir til 419 bæja, liggja yfir 77 óbrúaðar ár. Hannibal Valdimarsson (K) taldi þessa lausn málanna ekki viðhlítandi og ástæðulaust að bíða þess, að nefnd sú, er hefur haft endurskoðun vegalaganna með höndum, Ijúki störfum. Sigurður Ágústsson (S) kvaðst hafa fallizt á það sjónar- mið vegamálastjóra, að végalög- in yrðu ekki opnuð að þessu er hann ásamt Alfreð Gíslasyni Tjarnarbær Æskulýðsráð Reykjavikur og Slysavarnarfélag íslands sýna Björgunarafrekið við Látrabjarg í kvöld kl. 20.30. — Aðgöngu- miðasala hefst kl. 19. — Sími 15171. — Sími 15171 — I. O. G. T. Stúkan Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8.30. Venjuleg fundarstörf. Kosning og vígsla embættis- naanna. Æt. mwekMGAMv RAFTÆKI! Húseigendafélag Reykjavíkur. sh.ni, enda hefði litla þýðingu að fjölga þjóðvegum, hið eina sem að gagni mætti koma í því sambandi væri verulega aukið fé í því skyni. Kvað hann það von sina, að frumvarp frá vega- laganefndinni lægi fyrir næsta þingi, sem gerði ráð fyrir stór- auknu fjármagni til þjóðvega. y2% gjald af söluvörum landbUnaðarins Jón Pálmason (S) gerði grein fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um búnaðarmálasjóð. — Kvað hann frumvarpið flutt af landbúnaðarnefnd að ósk Bún- aðarfélags ts- lands og bygg- ingarnefndar Bændahallar- innar. Einstakir nefndarmenn á- skilji sér þó all- an rétt í afstöðu sinni til málsins og hafi um það óbundnar hend- ur Efni frumvarpsins er ákvæði til bráðabirgða þess efms, að a árunum 1962-1965 skuli greiða y2% viðbótargjald af söluvorum landbúnaðarins og renni tO Búnaðarfélagsins og Stéttarsam- bands bænda til að reisa hus fe- laganna við Hagatorg í Reykja- vík yfir starfsemi sína. LÆKNASKIPUNARLÖG í efri deild skýrði Kjartan J. Jóhannsson (S) frá því, að heil- brigðis- og félagsmálanefnd legði einróma til að frumvarp um læknaskipunarlög yrði sam- þykkt, þó legðu KK og AG til, að staðaruppbót yrði tekin upp, eftir tillögum landlæknis. — í stað þess væri Í, »¦ * frumvarpinu, ->- jSml'wm *il bráðabirgða, k««(|^P^ S heimiluð tölu- m^m^mm verð auka- greiðsla, sem alþingismaðurinn kvað að því leyti rýmra en staðaruppbótina, að þar kemur fleira til en launin ein, svo sem ófullnægjandi húsnæði o. fl. — Eins og ástatt væri, teldi því meirihluti nefndarinnar þessar breytingar nægja til að bæta í svipinn úr læknaskortinuin. Alfreð Gíslason (K) og Karl Kristjánsson (F) lögðu eins og fyrr getur til, að staðaruppbót yrði tekin upp, enda hefði það verið þungamiðjan í tillögum landlæknis. ATVINNUTÆKI OG MÖGU- LEIKAR BATNAÐ Kjartan J. ' Jóhannsson (S) kvað heilbrigðis- og félagsmála- nefnd mæla með samþykkt frumvarps um atvinnubótasjóð, þó KK og AG með þeim fyrir- vara, að þeir muni flytja breyt- ingartillögur annars vegar við nafn sjóðsins, sem alþingismað- urinn kvaðst telja gott, og hins vegar um hærra framlag úr ríkissjóði. Kvaðst hann telja framlagið viðhlítandi, sérstak- lega þegar tekið sé tillit til þess, að hvort tveggja atvinnu- tæki og tækifæri hafi batnað úti um land, enda tekið fram, að fyrst og fremst skuli veitt til þeirra staða, er verst er ástatt um. Auk þess er svo veitt úr at .-innuleysissjóði í svipuðu skyni og taldi þingmaðurinn engan vafa á, að sá sjóður sé megnugur að veita milli 20—30 millj. á ári. Karl Kristjánsson (F) gerði • grein fyrir brey tingartillögum, (K) er flutningsmaður að. — Leggja þeir til, að sjóðurinn verði nefndur jafnvægis- og farmleiðslusjóður, enda sé það nafn meir í samræmi við til- gang sjóðsins. Þá leggja þeir til, að framlag ríkissjóðs verði hækkað úr 10 millj. kr. í 15 millj. kr. Magnús Jónsson (S) lýsti ánægju sinni yfir því, að sjái fyrir endalok þess, að stofnaður sé sjóður, er hefur með atvinnu- aukningu að gera. Fram að þessu hefði ekki verið unnt að vinna kerfisbundið að þessum málum vegna skorts á slíkum sjóði og hefði því veigamikla þýðingu að málið skuli komið í þetta form. Þá furðaði hann sig á, að jafnmikill smekkmað- ur á mál eins og KK skuli ekki ihafa getað fundið þjálara nafn en „jafnvægis- og framleiðslu- aukningars j óður ". Sigurvin Einarsson (F) kvað nafnið jafnvægissjóður fullt eins gott. Laun hæstarrétt- aroomara of lág miðað við tekjur almennl A FUNDI neðri deildar Al- þingis í gær urðu nokkrar um- ræður um frumvarp ríkisstjórn- arinnar um Hæstarétt Islands, en Þórarinn Þórarinsson flutti breytingartillögu við það þess efnis, að laun hæstaréttardóm- ara skuli jafnan vera í flokki hæstu launa, sem ríkið eða stofnanir þess greiða. MIKID t HÚFI Þórarinn Þórarinsson (F) kvað laun sumra annarra embættis- manna hærri en laun hæstarétt- ardómara, svo sem Seðlabanka- stjóra. Kvað hann svo mikið í húfi, að annað væri ekki við- unandi en laun hæstaréttardóm- ara væru svo há, að í þá stöðu veldust hæfustu menn þjóðar- innar. ATHYGLISVERÐU MÁLI HREYFT Bjarni Benediktsson dómsmála Athugasemd trá Jóni á Laxamýri f TÍMANUM 18. nóv. 1961 var afmælisgrein um Pál Zophónías- son, fyrrverandi búnaðarmála- stjóra. Þar stóð meðal annars þessi klausa' „Páll hefur verið ráðunautur bæði í nautgriparækt og sauðfjár ræikt og lagt grundvöllinn að báð- um, þannig að auðvelt hefur ver- ið að byggja þar ofan á. Þegar Páli tók við sauðfjárræktinni hafði enginn stafur verið skrif- aður um mál eða vigt á kindum. Páll var þarna, sem annars staðar brautryðjandinn og markaði þá stefnu, sem er haldið óbreyttri". Um þessa staðlausu stafi vil ég taka þetta fram: Veturinn 1906—7 og 1907—8 ferðaðist Hallgrímur Þörbergs- son, fjárræktarmaður, um Norð- ur- Og Austurland til að rann- saka kynforði sauðfjár. Ritaði hann í Búnaðarritið uim þessar athuganir sínar og bar fram ákveðnar tillögur um fjárvalið, sem hagnýttar urðu. Sömuleiðis tók hann þá upp mælingu á fé til að sýna með henni gótt vaxtar lag kindanna. Varð Hallgrímur á þessu sviði fyrsti brautryðj- andi hér á landi. Eftir þetta vann ég 1 10 ár, frá 1909—1919, að umbótum í sauð- f járræktinni. Leiðbeindi bænduim um úrval og meðferð sauðfjár og um framleiðslu á afurðum þess. Meðal annars ferðaðist ég um landið allt, í fimm vetur sam fleytt. 1909—1914. Ég sá fljótt, í öllu öngþveitinu, að bændur urðu að koma saman í hópa til upp- lýsinga og sameiningar um úrval fjárins. Hót ég því að halda sýn- ingar á hrútum haustið 1911. Nutu þær strax styrks frá Bú- félagi fslands Og viðkomandi sveitum, samkvæmt mínuim tillög um. Ég samdi þá strax verðlauna reglur fyrir þessar sýningar, sem gilda óbreyttar enn í dag, í öllum meginatriðum. Varð það mikil vinna að koma þessu á um állt land. Ég viðhafði mælingar á hrútum við verðlaunadæmingu. Gerði ég mikið að því að mæla fé Og í bók minni um „Kynbætur sauðfjár" frá 1915 er undir kafl- anum: „Stærð fjárins og þyngd", tafla er sýnir meðalmælingu á fullorðnu fé, ám og hrútum, í öll- um sýslum landsins og þar er líka fjallað um þyngd á fé, víðs vegar um iand. Við Hallgrímur stunduðum báðir langt nám í 'sauðfjárrækt, bæði í Noregi og í Skotlandi og vorum hér um marga tugi ára einu sérfræðingar á því sviði, eða allt til þess að Halldór Pálsson, ráðunautur, kom til sögunnar. Næsta mann mér,- við sýning- arnar, Theódór Arnbjarnarson, setti ég inu í starfið. í minni tíð við það starf sá Hallgrimur Þor- bergsson um sýningarnar í þrem sýslum. Að lokum þetta: Við Hallgrím- ur höfurn markað aðalstefnuna í sauðfjárræktinni hér á landi, sem reynzt hefur traustur grund völlur til þessa. Páll Zophónías- son markaði enga nýja stefnu í því máli, hema að síður væri. En það er annað mál. ráðherra kvað ÞÞ hreyfa mjög athyglisverðu máli með tillögu þessari, sem hann þakkaði hon- um fyrir að vekja athygli á. Taldi hann og þá skoðun hans rétta, að launakjör hæstaréttar- dómara væru með öllu óviðun- andi miðað við tekjur aknennt í þjóðfélaginu. Þó væri mólið ekki svo einfalt sem hann vildi vera láta og mjög erfitt að segja, að laun hæstaréttardóm- ara skuli ávallt eiga að vera hæstu laun er ríkið greiðir. — Setji menn sem svo, að maður sé ráðinn til sérstaks starfs og fái fyrir það háa þóknun, er gæti orSið, ef menn t. d. taka að sér verk í ákvæðisvinnu og ljúka því á skemmri tíma, en reiknað hafi verið með. Þannig gæti t. d. verkfræðirigur, sem ráðinn er með slíkum hætti eitt ár, komizt upp í allháar launa- tekjur. Og er þá ætlunin, að hæstaréttardómarar tái jafn há laun og greidd eru af þessum sérstöku ástæðum? En jafnvel þó því sé sleppt, horfir málið öðru vísi við um seðlabanka- stjóra þegar af þeirri ástæðu, að þeir eru ráðnir með miklu laus- ari samningum en hæstaréttar- dómarar, en engir menn hafa stöðu sína betur tryggða en þeir til 65 ára aldurs. Hins veg- ar er hægt að segja um banka- stjóra Seðlabankans, að þeir séu í raun og veru lausráðnir. Er þess vegna allt öðru vísi um stöður þessar búið, sem eðlilegt er að komi fram í nokkrum launamun. / Kvaðst dómsmálaráðherra þvl ætla, að ákvæði um laun hæsta- réttardómara þurfi töluvert betri íhugunar við en sér virtist eftir tillögunni, að hefði enni gefizt tími til í þessu þýðingar- mikla og vandasama máli. Fyr- ir dyrum stæði að taka til end- urskoðunar á einn eða annan veg reglur, er gilda um laun opinberra starfsmanna almennt, og kvaðst hann hyggja, að á- kvörðun um, með hvaða hætti laun hæstaréttardómara sé á- kveðin, sé svo flókin og viður- hlutamikil, að eðlilegra sé, að hún verði tekin í sambandi við launamál opinberra starfsmanna almennt, en ekki á síðasta stigi umræðu þessa máls. Kvaðst ráð herrann þó vilja taka fram, að hann væri því ekki mótfallinn, að umræðu þessari yrði frestað í einn eða tvo daga, svo að menn geti betur athugað tillög- una, en sér þætti sem fyrr segir ráðlegra, að þessi tillaga yrði afgreidd í sambandi við nýskip- un á reglum um launakjör opin- berra starfsmanna almennt. Löp, frá Alþingi Á FUNDI neðri deildar Alþingis í gær voru frumvörp um mál- flytjendur og um ættaróðal og erfðaábúð samþykkt sem lög frá Alþingi. í efri deild voru frumvörp um Hjúkrunarskóla íslands, landshöfn í Keflavíkur- kaupstað og Njarðvíkurhreppi, sjúkraþjálfun, Samvinnubanka íslands eg tunnuverksmiðjur ríkiskis öll samþykkt við 2. um- ræðu og vísað til 3. umræðu. Vesturálma Landspít- alans verði fullgerð 8 millj. kr. innlent ldn tekið Á FUNDI efri deildar Alþingis í gær gerði Gunnar Thoroddsen fjármálaa-áðherra grein fyrir frumvarpi ríkÍBstjórnarinnar þess efnis, að rílkisstjórninni verði heimilt að taka á árunum 1962 og 1963 4 milljón króna innlent lán hvort árið og skal láninu varið til framhaldisframikvæTnida við nýbyggingu Landsspítalans. Kvað fjármálaráðherra stækkun Landsspítalans lengi hafa verið á döfinni og þörf þess mjög brýna, og að unnt verði að hraða framkvæmdum, en byggingar- nefnd Larbdspítalarns telur unnt að fullgera svonefnda vestur- álmu, ef lánisheimild þessi verð- ur veitt, fyrir árslok 1963. Sigurvin Einarsson (F) kvaðst fylgjandi þessu frilmvarpi, en harmáði að efcki skyíldi hafa ver- ið farið að tillögum framsoknar- manna í þessu efni, enda hefði það komið í einn stað niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.