Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVTSBLHÐIÐ Þriðjudagur 10. aprfl 1962 CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson, Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SKUGGIHINS GEISLA VIRKA RYKS ©andaríkjarnenn urðu fyrst- ** ir til þess að leysa kjarn- orkuna úr læðingi. Þeir höfðu þá í hendi sér vald, sem hefði nægt þeim til þess að leggja undir sig allan heiminn. En í stað þess að nota það, buðust Bandaríkja- menn til þess að eyðileggja þessi ægilegu vopn og sam- þykkja alþjóðlegt eftirlit með tilraunum á sviði kjarn- orkuvísinda. A því stigi málsins þóttust Rússar geta fellt sig við al- þjóðlegt eftirlit með kjarn- orkusprengingum. Niðurstað- an varð þó 'sú, að þeir þæfðu gegn því, og eftir að þeir sjálfir hófust handa um kjarnorkusprengingar hafa þeir hindrað allt alþjóðlegt samkomulag um bann við kjarnorkutilraunum. — Þeir hafa hins vegar notað tím- ann til þess að ná því tak- marki að verða annað öflug- asta kjarnorkuveldi heims- ins. Á sl. hausti hófust Rússar handa um hrikalegri kjarn- orkusprengingar en nokkur þjóð hafði áður framkvæmt. Hlé hafði þá verið á kjarn- orkusprengingum í um það bil þrjú ár. Mannkynið var farið að gera sér von um, að samkomulag mundi nást um algert bann við kjarn- orkutilraunum. En þá var það sem Rússar byrjuðu að sprengja stórubombur sínar. Fólk um víða veröld var slegið ógn og skelfingu. — Geislavirkni í andrúmsloft- inu margfaldaðist á örskömm um tíma og mannkynið horfð ist allt í einu í augu við þá ægilegu staðreynd, að slíkar sprengingar gátu á örskömm um tíma eitrað andrúmsloft- ið þannig, að enginn staður á jörðinni væri óhultur fyrir hinu geislavirka ryki. • Kennedy Bandaríkjaforseti komst ekki alls fyrir löngu að orði á þessa leið umkjarn orkutilraunir Rússa á sl. ári: „Rússar virðast hafa unn- ið til þess vafasama heiðurs að hafa dreift yfir mannkyn- ið meir af geislavirku ryki, en allar aðrar þjóðir saman- lagt." Bandaríkjamenn höfðu fellt niður kjarnorkusprengingar í tilraunaskyni í þrjú ár, þeg- ar Rússar byrjuðu sprenging ar sínar á sl. hausti. En nú er svo komið að Bandaríkin telja öryggi sínu og hins frjálsa heims ógnað, ef þau láti undan fallast að hefja tilraunir að nýju. Til þess eru þeir þó reiðubúnir, ef Rússar fallast nú þegar á raunhæft eftirlit með kjarn- orkusprengingum. En um þau mál stendur nú yfir 17 ríkja afvopnunarráðstefna í Genf. Á þeirri ráðstefnu hef- ur hvorki gengið né rekið. Bandaríkjamenn hafa lagt fram víðtækar tillögur um eftirlit með kjarnorkutilraun um: Þeir hafa m. a. lagt til að komið verði á fót 180 eft- irlitsstöðvum víða um heim. Skulu 19 þeirra vera innan landamæra Sovétríkjanna, 16 í Bandaríkjunum, 14 á brezk um landssvæðum, en hinar verði í Kína. Þá er gert ráð fyrir því, að fjöldi vísindamanna frá öllum þjóðum starfi við þess- ar eftirlitsstöðvar og verði starf þeirra m. a. fólgið í því að fylgjast með jarðhræring- um, og vinna að rannsóknum á geislavirkni andrúmslofts- ins umhverfis alla jörðina. Ef þessar tillögur næðu fram að ganga og alþjóðlegt samkomulag, sem Sovétríkin ættu einnig hlut að, yrði gert um framkvæmd þeirra, væri þungu fargi létt af gervöllu mannkyni. Skuggi hins geisla virka ryks og kjarnorku- styrjaldar grúfir í dag yfir heiminum. Það er á valdi leiðtoga Sovétríkjanna að bægja þessum ægilega skugga frá. Ef þeir viljafall- ast á raunhæft eftirlit vís- indamanna með banni við kjarnorkutilraunum er hinn mikli vandi leystur. En allt fram til þessa dags hafa full- trúar Rússa í Genf barizt gegn þessum tillögum. Ráð- stefnan hefur setið viku eft- ir viku án þess að minnsti árangur næðist af störfum hennar. Það er hörmuleg og örlagarík staðreynd. VERZLUNAR- BANKINN A ðalfundur Verzlunarbanka ** íslands, sem haldinn var sl. laugardag, sýndi glögg- lega að þessi merka stofnun ei í örum vexti. Eins og kunnugt er, stofnuðu verzl- unarmenn á sínum tíma sparisjóð, sem skyldi greiða fyrir þeim, sem að verzlun- armálum vinna. Eftir örugga stjórn á sparisjóðnum þótti rétt að breyta honum í banka og viö hlutafjárútboð Sakar æðstu menn Banda- ríkjanna um landráð RANNSÓKNARNEFND banda- r&ku öldungadeildarinnar hlýddi á miðvikudag pg fimmtudag á framburð Edwin A. Walkers, fyrrverandi yfirhershöfðingja, varðandi þá fullyrðingu hans, að meðal æðstu embættismanna Bandaríkjanna og Bandaríkja- hers, væru meðlimir leynihreyf- ingar, sem hefðu það á stefnu- skrá sinni að selja Bandaríkin í hendur kommúnista. Walker gekk úr bandaríska hernum í fyrra, er hann var ásakaður um óviðeigandi stjórnmálaafskipti. Hann gegndi þá störfum sem yf irmaður 24. deildar hersins í Þýzkalandi. Flutningur greinargerðar Walk ers og yfirheyrslur yfir honum stóðu samfleytt í sjö klukku- stundir á miðvikudag. Þær fóru fram í sama herbergi, í húsa- kynnum öldungadeildarinnar, þar sem mál Joseph L. Mc Carthys var tekið til rannsókn- ar, fyrir nær tíu árum. Walker taldi, að Kennedy for- seti, Dean Rusk utanríkisráð- herra og fyrrverandi aðstoðar- maður Eisenhowers forseta, auk ýmissa háttsettra manna innan hersiní, væru fylgjandi undan- haldsatefnu gagnvart kommún- istum, og taldi hann alla þessa menn tengda leynilegum bönd- um við alþjóðahreyfingu komm únista. Verið væri að grafa und an lýðræðislegum stjórnarhátt- um í Bandaríkjunum, sem víð- ar. Hefði þetta m. a. komið fram í því, að kommúnistar hefðu nú náð völdum á Kúbu, og á hluta af Kóreu. Þá taldi Walker engan vafa leika á því, að Dag Hammar- skjöld, hinn látni framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði verið „rauðliði". Walker vék að aðgerðum SÞ gegn Tshombe- stjórninni í Katanga og for- dæmdi þær. „Þar er um tefla auðugustu úraníumnámur í heimi, og við munum vafalaust missa þær í hendur kommúnista", sagði Walker. Walker sætti gagnrýni, er hann gegndi störfum hjá hern- wmm Walker (t.h.) flytur mál sitt. Til vinstri stendur lógfræðingur hans, Clyde D .Watt. um í Þýzkalandi. Árið 1960 fékk hann áminningu fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á her- menn við kosningarnar það ár. Þá hafði hann m. a. notað kjör- gögn ónnur en þau, sem tilskil- ið var af hernum, að notuð yrðu. Síðan sagði Walker af sér í nóvember sl., og nú hefur hann í hyggju að gerast frambjóðandi Demókrataflokksins í fylkis- stjórakosningum. Það kom fram, að meðal öld- ungadeildarþingmannanna ríkti leiði yfir því, að Walker, sem hlotið hafði mikla viðurkenn- ingu fyrir framgöngu sína í síð- ari heimsstyrjöld og Kóreustríð- inu, skyldi nú hafa tekið þessa afstöðu. Þannig vék Henry M. Jaek- son, fulltrúi demókrata fyrir Washington, að því við Walker, hvort ekki gæti verið, „að hann hefði gengið of langt" í afskipt- um sínum af stjórnmálum. í>ess- ari athugasemd þingmannsins vísaði Walker þegar á bug. „Ég sjálfur", sagði Walker, „hef orðið fyrir barðinu á þess- ari „tapstefnu". Ég hef ekki ver ið ákærður fyrir neitt, hef ekki verið fundinn sekur um neitt, en mér hefur verið refsað. Ég er fórnardýr hinnar ó- skráðu stefnu ,sem miðar að samstarfi við alþjóðlega land- ráðastefnu kommúnista, sem nú er sett hærra öllum skráðum reglum ,og hinnar gömlu stefnu okkar, að skilja tilgang óvinar- ins." Um afskipti sín af stjórnmál- um innan hersins, sagði Walk- er, að það hefði ekki verið til- gangur sinn að hafa bein áhrif á skoðanir undirmanna sinna, heldur hefði hann viljað tryggja að „þeir beittu dómgreind sinni". Fram kom, við rannsóknina, að í málgagni 24. deildarinnar, „Taro Leaf", hafði birzt rit- stjórnargrein 8. okt. 1960, þar sem hermenn voru hvattir til að athuga frambjóðendur í ljósi sérstakrar skrár, sem „Banda- rískir lýðræðissinnar" höfðu birt, en þeim samtökum var Walker tengdur ,enda birtist Framh. á bls. 14. kom glögglega í Ijós, hve mikils trausts stofnunin nýt- ur. Síðan Verzlunarbankinn hóf göngu sína fyrir einu ári hefur hann mjög fært út kvíarnar, eins og sjá má á þeim upplýsingum, sem komu fram í ræðum for- manns bankaráðs og banka- stjóra, er þeir héldu á aðal- fundinum. Formaður banka- ráðsins skýrði m .a. frá því, að ákveðið hefði verið að stofnsetja fyrsta útibú bank- ans á þessu ári. Það eitt út af fyrir sig talar sínu máli um vöxt bankans og traust. Hitt er ekki síður merkilegt, sem kemur fram í reikning- um bankans, að innstæðu- aukning í bankanum varð 67 millj. kr. á árinu. Á aðalfundinum mættu um 450 hluthafar. Þar komglögg lega í Ijós, hve mikinn hug verzlunarstéttin hefur á því að hlúa að þessari stofnun sinni og gera veg hennar sem mestan. Verzlunarbank- inn var stofnaður af brýnni nauðsyn. Undir öruggri stjórn á hann áreiðanlega eft ir að greiða mjög fyrir frjáls um viðskiptum, bæði hér í borg og úti á landi. í fram- tíðinni ætti bankinn að verða einn af hornsteinum frjálsrar verzlunar. STÓRSIGUR DE GAULLE Ijjóðaratkvæðagreiðslan í " Frakklandi sl. sunnu- dag varð stórsigur fyrir de Gaulle forseta. Þátttaka í at- kvæðagreiðslunni var mjög mikil og um 80% kjósenda lýstu yfir stuðningi við stefnu forsetans í Alsírmál- inu og samþykktu ennfremur að veita honum vald til þess að ganga endanlega frá lausn málsins. Allur hinn frjálsi heimur mun fagna þessum úrslitum. De Gaulle hefur af miklum kjarki og festu barizt fyrir friðun Alsír. Að lokinni sjö ára mannskæðri styrjöld hef ur nú loksins verið komiðs þar á friði, sem þó er rofinn af öfgamönnum, sem ekki vilja fella sig við þá stað-i reynd, að Alsír hlýtur að verða sjálfstætt og hætta að vera frönsk nýlenda. Alsírbúar munu nú innan skamms ganga til atkvæða um það sjálfir, hvort þeir vilja halda áfram einhverj- um stjórnmálalegum tengsl- um við Frakkland eða að land þeirra öðlist algert sjálf stæði. Þarf ekki að fara um það í neinar grafgötur, hver niðurstaða þeirrar atkvæða- greiðslu verður, í Alsír. Al- sírbúar vilja verða algerlega sjálfstæðir. En flestir þeirra munu einnig vilja halda vin- samlegu sambandi við Frakk land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.