Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 15
Priðjudagur 10. apríl 1962 MORGVHBLAÐIB 15 Jóhannes Sigurösson prentari VHO SEM LENGI höfum notið vináttu og samfélags Jóhannesar Sigurðssonar prentara, höfuni ttú margs að minnast á sjötugs- afmæli hans, — en það mun hafa verið s.l. sunnudag, því að f ædd- ur er hann 8. apríl 1892. Honum Ihefur alltaf fylgt hressandi gust- ur mikils áhugamanns. Þar sem Ihann kom nærri gerðist eitthvað og þá einatt á þann veg, að þess er minnst með bakiklæti. Hann gegndi af frábærri ósér- folífni margvíslegum störfum að kristnidómsmálum — oftast sem sjálfboðaliði —, jafnframt því að I hann hefur unnið að prentun að heita má óslitið síðan hann laust eftir fermingu réðist til prent- náms í ísafoldarprentsmiSju h.f. Tvívegis fór hann til útlanda til jþess að fullkomna sig í iðn sinni. Ástundunarsemi og meðfædd list fengi gerði einnig sitt til þess, aS hann varð sá ágæti fagmað- ur sem orð fer af. Mér er sagt að hann sé einn af ötulustu og elztu pressumönnuim landsins. Félagi í K.F.U.M. hefur hann verið allit frá því er hann á tólfta ári fór — ásamt Pá'li bróður sín- um — að sækja fundi í Melsteds- húsinu, hjá sr. Friðrik. f þvi fé- lagi hlotnaðist honum að veru- legu leyti sú heilbrigða og sterka trúarlega mótun, sem hefur öllu öðru fremur einkennt líf hans og starf. Virkur félagsmaður hefur hann auðvitað alla tíð verið, ann að er óhugsanlegt: Borið út fund- arboð og aðstoðað á fundum unz hann varð sveitastjóri. Hann fór snemma að tala á f undum og sam I komum. Hann varð sem góður j fimJeikam'íður stofnandi knatt- j epyrnufélagsins Valur, og var sem sMkur kjörinn heiðursfélagi I ekki alls fyrir löngu., Húsvörður I var hann í KFUM um hríð á seinni árum. ' Þegar stof nuð var Sjómanna- stofan í Heykjavík 1932, var Jó- hannes Sigurðsson ráðinn for- ; stöðumaður hennar. Hann gegndi; (því starfi með miklum ágætum í i tíu ár, en vann þó lengst aí sam-, tímis að prentun. Og í tíu sum- \ ur, 1923 til 1933, var hann sjó- | miannatrúboði á Siglufirði — og einu sumri betur, en þá var hann ! forstöðumaður norska sjómanna iheimilisins. ¦ ¦I sjoiugur Fyrir fermingarveizlur og stórar og smáar veizlur. — Lánum út alls konar leirvörur og gler- vörur. Pantið strax í dag. Leir og glervöruleigan Laugavegi 41. Sími 13830. Þeir sem til þekkja og þess minnast af hve mikilli umhyggju og fórnfýsi Jóhannes vann að heill sjómanna, munu harma það enn í dag að hann átti þess ekki kost að geta gert þaö að æfistarfi sínu. Annars hefur boöun Guðs góða orðs veríð köllun og raunveru- lega æfistarf Jóhannesar Sigurðs sonar, hvaða stöðu sem hann hefur gegnt í lífinu. Eg veit ekki hvort annar leikmaður innan ís- lenzku kirkjunnar hefur haft þá þjónustu lengur á hendi en hann, og jafnframt gegnt henni með jafnmikildi prýði. Sem slíkur hefur hann verið einn af ágætuséu stuðningsmönn- um Sambands íslenzkra kristni- boðsfélaga. Hann ferðaðist víða um land og boðaði Guðs orð í fjölmörgum kirkju- og samkomuhúsum. Hann flubti með fjölskyldu sinni til Akureyrar undir árs- lokin 1933, og tók sér vinnu í prerutverki Odds Bjömssonar, til þess að geta tekið að sér forstöðu starfsins í hinu nýreista sam- komuhúsi kristniboðsfélagsins þar, þá fimm vetur sem hann dvaldi á Akureyri, var starfið í kristniboðshúsinu Zíon með miklum blóma: félagið sjálft, æskulýðsfélag, sunnudagaskóli og almennar samkomur. Hann eignaðist þar marga vini sem í dag hugsa til hans af þakklót- um huga. Síðan Jóhannes flutti heim aftur til Reykjavíkur, hefur hann sem fyrr unnið að prent- uii og léð lið kristilegu sjálf- boðastarfi, bæði i KFUM og þó emkum í kristni'boðsfélögunum. Hann er formaður tveggja félaga og auk þess forstöðumaður starfs ins í Betaníu, húsi kristniboðsfé- laganna. Jóhannes er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Ragnhildi SigurSar- dóttur, missti hann 1940. Með henni eignaðist hann þrjár dæt- ur, sem eru allar á lífi. Síðari kona hans er Steiniunn Þorvarðs- dóttir, og eiga þau einn son. Báð- ar voru þessar ágætu konur hon um einstaklega samhentar, áttu sinn þátt í eflingu þess kristilega sjálfboðastarfs sem hann gaf sig aS, bjuggu honum heimili þar sem fariS hefur saman miki'l snyrtimennska og frábær gest- risni. Sem einn úr hópi þeirra er lengi hafa notiS vináttu og sam- félags Jóhannesar Sgurðssonar, árna ég honum sjötugum allra heilla. Við þökkum Drottni störf hans að eflingu GuSs riíkis hér heima og úti á kristniboðsakrin- um. Við biðjuim honum blessun- ar — sem og hverjum einum með al vor er tekið hafa til sín postul- lega áminningu er segir: „Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem honum hefur verið gefin, svo sem góðir ráðs- menn margvislegrar náðar Guðs. Tali einhver, þá sé það sem orð Guðs, hafi einhver þjónustu á hendi, þá þjóni hann eftir þeim mætti sem Guð gefur, til þess að Guð vegsamist í öllum hlutum fyrir Jesúm Krist. Hans er dýrð- in og máibturinn um aldir". Ólafur Ólafsson. ítalska leikkonan Guilietta Masina er yfirleitt ekki milcið í fréttum. Þó er hún þekkt af hvíta tjaldinu um allan heim. Hér er hún frægust fyrir leik sinn í myndinni La Strata. Hér sjáum við hana eins og hún lít- ur út í daglega lífinu. Hún er Jakob Jónasson: Listin verður ekki EINS og það er víst að listin verður ekiki deydd með dómi, eins er víst að listin lifir ekiki á lofi einu saman. Ef listaverkið ber lífskjarnann 1 sjálfu sér þá lifir það af alla dóma, ef ekki, þá deyr það hvaða læknisráðum sem beitt er. Þetta hefur reynslan sýnt okkur og sannað svo áþreif- anlega að ekki verður um deilt. Nú held ég. að það sé viður- kennt meðal frjálsra manna, að listin verði eikki mæld á slíku eða vegin á vog. Rithöfundar, skáld, málarar og tónskáld geta byggt upp verk sín eftir ákveðn- um formum, eða skapað sjálfum i sér form, en það eitt dugir ) skammt til að skapa listaverk, sem lifir af sér öll óveður í huga og hjarta fólksins. Vegna þessa næstum ótaikmarkaða rýmis, sem listsköpunin hefur er það næst- i um óskaplegt, að greindir menn if KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR • < I—I K Ki ö td * KVIKMYNDIR * SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR •*¦ yc^í^i^trhy Bæjarbíó! JJNGUR FLÓTTAMAÐUR BÆJARBÍÓ í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir mjög athygl- isverða og vel gerða og prýði- lega leikna franska mynd, Ung- ur flóttamaður, enda hlaut myndin á sínum tíma gullverð- laun í Cannes. Eg veit reyndar ekki hvað mikið má leggja upp úr því að myndin hafi hlotið verðlaun á þessum eða hinum Btaðnum, því að heita má að önn ur hver mynd, sem hér hefur verið sýnd að undanförnu hafi hlotið einhver verðlaun ein- hvers staðar. En hvað um það, — mynd þessi er vissulega um margt betri, en margar aðrar myndir, sem verðlaunaðar hafa verið. — Myndin gerist í París og segir frá ungum dreng, 12 ára, sem býr hjá móður sinni og stjúpa við lítið ástríki. Heim- ilislífið tíi slæmt, foreldrarnir deila oft ákaft, enda er móðir drengsins manni sínum ótrú og það veit drenguriim. Allt þetta hefur mikil áhrif á líf drengs- ins og skapgerð hans, enda er lítið um hann skeytt heima fyr- ir nema þegar þarf að refsa honum fyrir einhverjar ávirð- ingar. Hann leiðist því út í margs konar óknytti. Honum er vísað á brott úr skólanum og þorir ekki að koma heim til sín. Hann ráfar um borgina í reiðuleysi og lætur fyrirberast í prentsmiðju á nóttinni og heima hjá skólabróður sínum. Loks er hann tekinn fastur fyr- ir þjófnaö og er, að ráði for- eldranna, settur á heimili fyrir vandræðabörn. Hann hefir aldrei séð hafið, en þráir ákaft að sjá það. Honum tekst að strjúka af vandræðaheimilinu og við sjáum hann síðast á sjávarströndinni, þar sem hann horfir út á hið endalausa haf. Drenginn, sem heitir Antoine Doinal, leikur Jean-Pierre Lé- aud. Er leikarinn ungur piltur, fríður og geðþekkur og fer af- bragðsvel með hlutverkið. Eink- um er skemmtilegt það atriði, er hann skriftar fyrir kven- sálfræðingnum á vandræðaheim ilinu. Aðrir leikendur fara og mjög v»l með hlutverk sín og allvel lesnir, skuli sló fram dómi umi vcrk manna sem á að að vera algildur og alfullkominn fyrir alla menn. — Þetta er list, hitt ekki, jafnvel einskisvirði. Þessir menn geta á stundum verið allra manna hœttulegastir fyrir listsköpun og ung listamannaefni að minu áliti. Vitanlega eiga allir að vera frjálsir í þessum sökum, en það getur enginn dæmt lengra en vit hans eða smekkur nær. Þess vegna er það venjulega svo, að það vantar að geta þess hjá þeim sem setja sig í dómarasætið, að þessi dómur sé samkvæmt þeirra smekk (samkvæmt mínu viti eða mínum smekk). Undanfarið hefur veriS talsvert rætt og ritað um ljóðagerð og hefur þar sérstaklega verið beinst að ungu Ijóðskáldunum, sem ekki ríma ljóð sín. Um þetta er, að öðrum þræði, ekkert nema gott að segja, það kemur róti á hugi manna og hreinsar loftið. Sjálfur kann ég okki að meta rímleysuna og felli mig persónulega eikki við, að þetta séu nefnd ljóð. Þau skilj a ekki eftir mynd í huga mínum eftir lesturinn, þetta eru eins og fleygir fuglar, sem fljúga jafn- skjótt frá mér og ég hef hand- samaS þá. Þaðan af siður skilja þau eftir tóna í sál minni eftir að ég hefi lokað bókinni. Eflaust felst þó í þessu einhver neisti af list, sem ég kem efcki auga á Og er því alls ófær um að dæma nema fyrir mig einan. Segi venju lega við sjálfan mig. Þetta eru eíkki ljóð. En aðaltilefni þessara lina er það, að ég er hræddur við hug- takabrengl. og þó sérstaklega hjá uppvaxandi æsku, að hún verði glapin á þvi hvað eru ljóð og hvað eru ekki ljóð. Fram til þessa hefur æskan aldrei verið í vafa um það. Þó listsköpunin hafi sitt milkla víðfeðmi sem er henni lífs- nauðsyn, þá er það nú svo, að hér á íslandi hefur ljóðagerð og þó sérstaklega vísnagerð áunnið þarna að koma frá að kjósa. — Guilietta er sem kunnugt er gift kvikmyndastjóranum fræga, Felloni. Síðast þegar við frétt- um af henni, var hún að leika í Túskildingsóperunni eftir Ber- told Brecht. sér sitt hefðbundna forni, sem vandfarið er framhjá án þess að verða fótaskortur. Þetta form hefur skapað hið undurnæma brageyra íslendinga, sem er það næmt, að þaS skynjar strax .hörtitti" ef vísan er eícki rétt rímuð, þetta gildir jafnvel um menn sem ekkert hafa átt viS aS yrkja sjálfir. Eyra þeirra skynjar hrynjandinn er söngfuglinn hopp ar af höfuSstöfum á stuSla, strengur í brjósti þeirra tekur undir við hann og þeir fara að syngja með. Allir ljóðelskir menn vita hvernig ljóSlína er byggð upp eftir ákveðnum ljóSreglum. Hafi vísan, hvort sem hún er í flotoki eSa sérstæð, hvonk'i höfuð stafi eða stuðla, hefir verið talið aS hún væri fallin undir óibundið tnál, venjulega frásögn (prósa). . En þrátt fyrir þetta, sem nú hefur verið sagt virðast skáld og snjallir málfræðingar efcki treysta sér til að segja ákveðið um það. — HvaS eru ljóð og hvað eru ekki Ijóð. — Kannski að íslendingar eigi eftir að lifa það, að Njála verði talin vel ort Ijóð? Framsækni og nýsköpun er góð og nauðsynleg^ ef þess er gætt að byggja á þjóðlegum grundvelli, og að hvergi séu forn helg verðmæti troðin undir fót- um af ógætni og unggæðings- hætti. Ég held, að það væri ráð fyrir fjöldann af ungu skáldunum aS flýta sér hægt og gæta þess vand lega, að slíta sig ekki úr tengslum við hið ljóðelska fólk í landinu. Hvernig væri að láta okkur hafa sína ögnina af hvoru? Því flest eða öM þessi ungu skáld okkar kunna eflaust að rima og þekkja nokkuð til bragfræðinnar. Mér er kunnugt um það, að þau tvö ljóðaskáld, sem mest hefur verið rætt um síðustu vikur, þeir Jón úr Vör og Matthías Jóhannessen, eru báðir mjög liðtækir á rímuð ljóð, að mínum dómi. Að síðustu vildi ég segja þessum ungu vin- um mínum það, að meSan þeir hald-a sig einvörðungu við rím- leysuna verða þeir ekki ;,sól- skríkjur" sem syngja gleði, dug og djörfung í þjóð sína. Þannig var það þó með rímsnillinga nítjándualdarinnar. Þeir sungu sólskinið inn í sálir landa sinna Og lýstu þeim út úr skaimmdegis- myrkrinu. Kváðu í landann dáð og dug unz samstilltir hugir og hendur brutu af sér hletokina og kröfðust frelsi. — Skáld, það er stórt nafn, en sé, sem ber það heiti með réttu skyldi vera minn- ugur þess, að á honum hvilir mikil og þung ábyrgð gagnvart þjóð sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.