Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 10. apríl 1962 MORGVNBLAÐIÐ 17 Gis/f Þ. Gilsson Minning Fyrir réttum 55 árum kvaddi glaður hópur ungmenna að Núpi í Dýrafirði, að loknu fyrsta starfs tímabili Ungmennaskólans þar, sem nú er þjóðkunn stofnun og beitir Héraðsskólinn að Núpi. Þefcta fyrsta námstímabil, var aðeins 3 mánuðir — janúar— imarz 1907 — og nemendur voru 20, allir úr Mýrahreppi. Einn úr Iþeim hópi, Gísili Þ. Gilsson frá Arnamesi, andaðist 29. f.m. og verður kvaddur hinztu kveðju í dag. Hann var meðal elztu nem endanna, en sá er þetta ritar yngstur. Við leiðarlok skal nú Ihorft til baka um stund og litið yfir sögu horfins vinar. Gísli var faeddur að Arnarnesi 13. febrúar 1884. Foreldrar hans voru þau hjónin Gils Þórarins- son og Guðrún Gísladóttir. Höfðu forfeður Guðrúnar búið alllengi á Arnarnesi. Voru þau hjóh bæði af góðum ættum. vel efnum búin og mikils metin í sveit sinni. Geta má þess að Guðrún, móðir Gísla, var fjórði liður frá Mála- Snæbirni á Saebóli, en af þeirri aett er margt merkra manna, sem (kunnugt er. Systkini Gísla, sem náðu fullorðinsaldri, voru þau Guðrún, fyrri kona Jóns Krist- jánssonar, skipstjóra frá Alviðru, Guðný, ekkja Guðjóns Sigurðs- sonar, vélsitjóra á Hermóði, og Guðmundur Þórarinn, er dó u.m tvítugt. Guðrún er einnig dáin fy-rir mörgum árum, en Guðný Ibýr nú á Arnarnesi. Öl'l fengu Iþau systkini hið bezta uppeldi á faeimili foreldra si-nna, en lí-tð var um skólagöngu á þeim tíma. Gísli lærði að lei'ka á orgél hjá Kristni á Núpi á unglingsárum sínum og þegar Núpsskóli var etofnaður, var hann einn af fyrstu nemendunum, sem fyrr segir. Síðar lærði Gísli smíðar á ísafirði, þvi að hann var með af- farigðum hagur maður. Mun hann hafa hugsað um tíma að gefa sig að þeirri iðn — en skyldan við foreldrajörðina varð sterkari. Hann hóf búskap á Arnarnesi þegar faðir hans lét af búskap, 1913 eða 14 og bjó þar svo óslit- ið nær 40 ár. Þá varð hann að gefast upp — eins og fleiri í eveitum þessa lands — þegar þrekið fór að bila. En búskapinn etundaði hann áfram um nokkur ár hér syðra. Keypti litla jörð í MosfeUssveit og bjó þar til 1954, en fluttist þá hingað til Reykja- víkur, sjötugur að aldri og stund aði hér daglaunavinnu meðan Ikraftar leyfðu, en allra síðustu árin vann hann heima við að fanýta á tauma o. fl., sem gaml- ir menn geta fen-gið að vinna eér til gagns og gleði. Og við þau etörf var hann, þegar hann fékk aðsvif og lífsþráðurinn slitnaði eftir nokkur dægur. Gísli var tvíkvæntur. Fyrri ikona hans var Elinborg ívars- dóttir frá Kotnúpi, mesta efnis- stúlka. Þau giftust haustið 1911, en Elinborg andaðist rúmum tveim mánuðum síðar. Varð hún öllum harmdaiuði. Síðari kona Gísla var Sigrún Guðlaugsdóttir, systir þeirra séra Sigtryggs og Kristins á Núpi, mikilhæf og góð kona. Þau giptust 1913 og bjuggu í farsælu hjónabandi þar til Sig- rún andaðist 6. apríl 1960. Gísli mun hafa talið það sina meetu hamin-gju, að njóta samvistum við svo góða konu, sem Sigrún var. Þau eignuðust 6 börn, vel gefin og mannvænleg. Tvö þeirra dóu í bernsku, Höskuldur, 13 ára og Þórlaug á fyrsta ári. Á lífi eru Elíniborg, gift Einari Stein- dórssyni, Björnssonar frá Gröf, Svanfríður, gift Páli Eiríkssyni, Þorsteinssonar frá Löngumýri, Guðrún og Friðdóra, sem oftast hafa verið hjá foreldrum sínu-m og anna-st þau í ellinni. Gísli var vel gefinn maður, dagfarsprúður og skemm-til'egur í viðmóti, skapgerðin heilsteypt og tra-ust. Han-n var mjög fjöl- hæfur og duglegur verkmaður, sem a-ldrei féll verk úr hendi. Han-n unni mjög hljómlist og var söngmaður góður. Á yn-gri árum lék hann bæði á fiðlu og orgel. U-m tíma var ha-nn organisti við Sæbólskirkj-u á Ingjaldssandi og fór þá margar ferðir yfir Sands- heiði, erfiðan fjallveg. Slí-kt gera ekki nema áhu-gamenn. Tónlist- argáfa er rík í ætt Gísla. Guð- m-undur bróðir hans va-r talinn ágætur tón-listarmaður og systur- sonur Gísla, Guðm-undur Gils-son, skólastjóri á Selfossi, er meða-1 fremstu tónlistarmanna y-ngri kynslóðarinn-ar í dag. Gísili var félagslyndur maður og góður liðsmaður í féla-gsilífi sveitar sinnar. Eg ma-n bezt eft- ir sa-mstarfi ökkar í góðtempl- arastúkun-ni „Gyðu“ á Núpi. Han-n lét og kirkj-umál ti)l sín taka, því að han-n var einlægur trúmaður, ástrikur eiginmaður og faðir. Hér sk-ul-u ekki fleiri orð höfð. Fjöl-mennur hópur ætt- ingja og vina mun í dag stað- nærnast mitt I önn d-agsins, ti-1 þess að þakka hinum látna heið- u-rsmanni trausta samfy-lgd og blessa minnin.gu hans. Ingimar Jóhannesson. Samkomur Fíladelfia Almenn samkoma kl. 8.30. — Tage Söberg talar. Allir velkomnir. Til sölu 5 herb. risíbúð í Hlíðunum. 5 herb. íbúð við Njöryasund. 5 herb. hæð við Sogaveg. 4ra herb hæð og 1 herb í risi í timburhúsi við Óðinsgötu. Útb. oa. 80 þús. 3ja herb. búð á annarri hæð og 1 herb. í risi við Rauðar- árstíg. Laus eftir samkomu-\ lagi. 3ja herb. kjallaraíbúðir á hita veitusvæðinu. Verð frá 250 þús. 2ja herb. kjallaraíbúð við Rauðarárstíg. 2ja herb. risíbúð við Skipa- sund. Nokkrar ódýrar íbúðir. — Lægsta útb. 35 þús. Til sölu í sjávarþorpi á Norður- landi. 3ja herb. hæð í ný- legu steinhúsi og 60 ferm. vin-nupláss úr steinsteypu og 2 trillubátar. önnur 1 t. fyrir hrognkelsaveiðar, hin 3 t. fyrir þorskveiðar. Mi-k- ið af veiðarfærum. Skipti á húseign í Reykjavík eða Kópavogi æskileg. íbúðir óskast Höfum kaupendur með mikl-a peninga sem va-nta 3ja og 4ra herb. íbúðir, helzt nýjar eða nýlegar. — Þið sem ætlið að selja, vin- samega hafið samband við okkur sem fy-rst. Fasteignasala Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölum.: Ólafur Ásgeirsson. Laugav“gi 27. — Sími 14226. Somkomui KFUM ad. Saumafundur í kvöld kl. 8.30. Kristilag samtök hjúkrunar- kvenna annast fundinn. Kaffi Allt kvefólk velkomið. VoSkswagen-sendiferðabíll Nýr, ókeyrður og óskrásettur til sölu af sérstökum ástæðum. Upplýsingar í síma 22786. íbúð til sölu Ágæt 2 herb. íbúð á jarðhæð til sölu. Er laus til íbúðar strax. Uppl. í síma 14384. Kraftblakkar-flot Útgerðarmenn — Netagerðarmenn Þeir sem eiga eftir að útbúa síldarnætur sínar fyrir sumarið, ættu að kaupa hin viðurkenndu RAPP- kraft-blakkar-flot á næturnar. Flotin brotna ekki í blokkinni. Margföld ending. Sendið pantanir sem fyrst Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnsson h.f. . Reykjavík. Hfyndarleg og ábyggileg stulka óskast til að sjá um heimili fyrir einn mann í ná- grenni Reykjavíkur. — Má hafa með sér barn. — Tilboð ásamt helstu upplýsingum sendist blaðinu fyrir 17. apríl merkt: „Sumar — 4409“. Verzlunarhúsnœði Fyrir byggingarvörur vantar í maí eða síðar á sumr- inu. Tilboð merkt: „Sérverzlun — 4444“ leggist inn á afgr. Mbl. íyrir 15 apríL Skrifstofuhúsnœði yfir 90 fermetra, til leigu, á bezta stað í miðbænum. Leigist í einu eða tvennu lagi. Tilboð sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Miðbær — 4443“. renm ir Verð pr. 1 mtr. 230= Viðbótarmetri 120: 5IMI 13743 L IMDARGÖTU 2.5 mœlum upp óetium upp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.