Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 10. aprll 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu -----------------31 ---------------- Hún sat lengi ein og horfði á bílinn hans sniglast niðúr fjall- veginn. En um kvöldið minntist hún þess, sem Tim hafði sagt. Hún hristi Vicente þangað til hann vaknaði. Ég vil halda veizlu, Vicente, sagði hún. Þarftu að vekja mig þess vegna? Ég vil hafa hana í desember. Hjálpi mér, Gina! Þarftu að vekja mig vegna samkværaií, sem verður ekki næstu sex mán- uðina? Mér veitir ekki af þeim tíma til að undirbúa það, sagði hún. Ég þarf að minnsta kosti þann tíma til að eignast menningu. Vicente hló. Menning er hlut- ur, sem menn „eignast" ekki, Gina. Þú getur eignast nýjan kjól, eða nýjan demant. Menn- inguna hafa menn í sér eða hafa ekki, og hún verður ekki keypt. Það er hægt að kaupa hvað sem er, mótmælti Gina. Og, Vic- ente, ég vil ekki bjóða Blas og bópnum hans. Æ, við skulum tala um þetta á morgun. En það varð ekkert umtal um þetta daginn eftir en Gina tók þegar til óspilltra málanna að undirbúa samkvæmið og þessum undirbúningi var haldið áfram mánuðum saman. Vioente hló og stríddi henni á menningarkaup- unum, og bölvaði sér uppá, að húsið væri likast gistihúsi, þar sem hann gæti ekki fengið inni, og Don Dego rifisrt en borgaði reikningana, því að þegar hann tregðaðist við það, brást það ekki, að sonarsonur hans var sofandi og mátti ekki verða fyrir ónæði, eða hann var með ofur- lítinn hita og hefði ekki gott af að sjá afa sinn Frú Lolyta sagði ekkert fyrr en að því kom, að Gina tók að selja skartgripina frá henni og heimtaði að fá eitthvað „smekklegra" í stað- inn. En áminningar frúarinnar fengu enga áheyrn og jafnvel að- varanir frú Tiu voru látnar eins og vindur um eyrun þjóta. Gina ætlaði sem sé að halda eftirminnilegasta samkvæmi, sem nokkurntíma hefði heyrzt eða sézt á öllum Filipseyjum. Allir höfðingjar og valdamenn Austur- landa áttu að verða þarna, og fulltrúar fyrir allar eiztu og fín- ustu ættirnar. Og þá var það einn daginn, að Vicente kom heim með fréttir að Japanir hefðu gert sprengju- árás á Pearl Harbor. Að sjálfsögðu verðurðu að hætta við þetta samkvæmi, sagði hann og öruggast væri fyrir þig að fara alls ekki til borgarinnar. Hversvegna það? kveinaði hún. Vegna þess, að það er hætt við, að hvorugt okkar verði sérlega vinsælt næstu mánuðina. Þetta hefur átt sér langan aðdraganda, og fólk hefur þegar skipað sér í flokk með öðrum hvorum aðilan- um. Nokkrir eru enn á báðum áttum, en tafca bráðuim stökkið til annararhvorrar hliðarinnar. Borgin er skipt í tvo flokka, og milli þeirra rókir hafcur og gremja. Hvorum megin erum við? Ég á að vera iðnaðarmálaráðu- nautur japanska hernámsstjór- ans, sagði hann hreykinn. Ishii Tatsugami kemur til að ráða yfir bökunum, til þess var hann upp- haflega sendur hingað. Blas hef- ur um nokkurt skeið staðið fyrir japönsku upplýsingaþjónustunni, en verður" sennilega lögreglu- stjóri. Við eigum volduga vini. Ég veit ekki, hvað ég á að Mitt einkunnarorð hefur alltaf veri ð: Heiðarleikinn borgar sig bezt! halda, sagði hún Þetta kemur svo snögglega og óvænt. En það hefur víst verið þetta, sem Blas hefur verið að gefa í skyn und- anfarna mánuði? Við höfum gert áætlanir okkar vandlega og lengi sagði hann. Og hvenær verður þetta komið í kring? Þegar Japanirir taka Cebu. Og hvenær verður það? Hann yppti öxlum. Hver veit. í bili getur maður átt dálítið óþægilega ævi, en það verður ekki nema nokkrar vikur, eða í hæsta lagi nokkra mánuði. En hvað verður um föður þinn? Hann hefur hoppað til hinnar hliðarinnar. Ég vissi fyrir löngu, að hann mundi gera það, og þessvegna er það svo áríðandi, að ég sé hérna megin. Allt verður tekið frá honum og gefið mér. Þannig get ég bjargað öllum fyrirtækjum de Aviles & Cia En ef Japanirnir bíða nú lægra hlut? Það kemur ekki til mála. Japan og Þýzkaland koma til að ráða öllum heiminum. Ég hef tryggt mér það, að verða yfirmaður en ekki undirgefinn. Gina hallaði sér aftur í stóln- um í garðinum og leit yfir sund- pollinn að friðsæla húsinu sínu, sem var tákn um framkvæmda- semi hennar, og hugsaði uni kostnaðinn við það, fegurð þess og íburð. Þjónustustúlkurnar vissu ekkert um árásina á Hawaii og Manila og voru við verk sitt eins og ekkert væri um að vera. Garðyrkjumennirnir voru að vinna handan við húsið og bíl- stjórarnir að þvo bílana. Þetta var allt svo fullkomið og hafði kostað svo mikið. Og það ekki einungis í pen- ingum reiknað. því að Gina taldi allar lygarnar. svikin, prettina og örvæntinguna meira virði en nokkra peninga. Hún hafði líka fórnað upprunalegri persónu sinni fyrir aðra nýja, sem hún hafði raunverulega óbeit á, en mundi ekki losna við héðan af. Og Vicente hafði gefið allt frá sér, af því að þessi klóki Japani hafði skjallað hann upp og leikið sér að eigingimi hans. Mér finnst þú vera heimskingi, sagði hún gremjulega. Þú hefur fleygt öllu frá þér, bara til þess að geta hlustað á hann hrósa þér fyrir klókindi og greind. Hún stóð nú frammi fyrir honum með kreppta hnefa. Ég hata þig fyrir þetta og skal aldrei fyrir- gefa þér. Bandaríkjaflotinn verð- ur kominn hingað áður en þú veizt af og á undan japönsku vin unum þínum, og hvar stendurðu 'þá? Það er enginn Bandaríkjafloti til lengur, sagði hann. Honum var algjörlega eytt. Því trúi ég ekki. Vicente yppti öxlum. Það er ekki hægt að ræða staðreyndir við kvenmann, sem vill ekki ræða annað en ímyndanir. Gina hataði þessar vikur, sem liðu frá Pearl Harbor og þangað til japanski flotinn kom til Cebu. Mest vegna þess, að hún hafði enga hugmynd um gang mála í heiminum Einhver tók sterka útvarpstækið hennar úr sam- bandi, og þegar Vicente reyndi að fræða hana um sigurvinninga Japana, vissi hún, að hann var að ljúga og hlustaði því ekki á hann. Hún vissi heldur ekki um þá fullkomnu ringulreið, sem ríkti í borginni, um handtöku og fangelsun Japananna, sem þar höfðu verið og fumkenndar til- raunir ameríska hershöfðingjans, sem var þarna allslaus og reyndi samt að undirbúa sig til að taka móti árás Japana, sem búizt var við jafnskjótt sem Bataam væri fallin. Hún sá ekki þær þúsundir innborinna og útlendinga, sem komu daglega að norðan, og rétt stönzuðu í Cebu á flótta sínum suður eftir undan japanska inn- rásarhernum: æðisgengið fólk, sem vissi varla hversvegna það var að flýja, en flýði samt. Hún sá heldur ekki ríku konurnar fela skartgripi sína, né heldur ríku mennina, sem reyndu að klifra upp á bakið á vinum sín- um í árangurslausum tilraunum til að koma eignum sínum úr landi. Hún vissi ekki, að Don Diego lét Ameríkumenn fá hvert skipið eftir annað úr flota sínum og fékk ekki annað í staðinn en bréfmiða, sem dauðhræddur am- erískur herforingi klóraði á í flýti, hafandi ekkert umboð til að undirrita neitt. Hún vogaði sér aðeins einu sinni inn í Cebuborg og kom heim aftur frá sér af reiði, af því að amerískur hermaður hafði gert bílinn hennar afturreka, þeg ar hún ætlaði niður á hafnar- svæðið til þess að ná tali af Don Diego. Og einnig varð hún hrædd, þegar innlendur maður kastaði að henni steini og braut eina rúðuna í bílnum. Hún sat því um kyrrt heima í arnarhreiðrinu sínu, án þess að vita neitt um neitt, en sá hjúin. sin grátandi, en húsameistarann og hljómsveitarstjórann, sem þarna höfðu verið, læðast burt, og hún syrgði allt þetta, sem hún hafði eignazt á undanförnum tveim árum og skammaði mann- inn sinn fyrir að vera heimskur bjáni, sem hún mundi aldrei get- að elskað framar. Hún sá fyrir endalok þessa blómaskeiðs síns, sem hún gat ekkert gert til að halda í, og hún grét af gremju og reiði. Kynnist SERVIS 09 jiiír kaiinin Servis Fjórar gerðir — oftast fyrir- liggjandi. — Viðgerða- og varahlutaþjónusta að Laugavegi 170. - Sími 17295 AFBORGUNABSKILMÁLAR Hekla Austurstræti 14. - Sími 11687. * X * GEISLI GEIMFARI X- * Xr •— Það heppnaðist! Ég vissi að Vandal reiknaði ekki með því að ég Betti sjálfstýringuna á í skipinu mínu og yfirgæfi það áður en hann kæmi auga á mig. Nú má hann elta mann- laust skipið____ Ég hringi í öryggis- eftirlit jarðar og 1í aö sér. 2t það taka málið Það var Blas Banos, sem sýndi henni fram á, að líklega væri nú Vicente ekki sá bjáni, sem hún hafði talið hann vera. Vicente bað hana einn daginn að koma böggli til Blas, sem faldist á bú- garðinum, og hún tók það að aitltvarpiö Þriðjudagur 10. apríl. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. 10.10 VeSurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Siðdegistónleikar (Fréttir, tilk. Tónl. 16.30 — Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jórunn Viðar kynnir vísnalög með að- stoð Þuríðar PSlsdóttur. 18.20 Þingfréttir. — Tónl. 18.50 Tilk. 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Armensk þjóðlög: Erívan þjóð- lagaflokkurinn syngur og leikur. 20.20Erindi: islenzk stofnun í Afríku (Ólafur Ólafsson kristniboði). 20.45 Amerísk tónlist: Leifur Þórarins- son tónskáld flytur erindi með tóndæmum; II. 21.15 Erindi: Ævintýrið frá Halldórs- stöðum (Jónas Þorbergsson fyrr- um útvarpsstjóri). 21.40 Tónleikar: Rómansa fyrir fiðlu og hljómsveit op. 26 eftir Johan Svendsen (Ferdinand Meisel og Sinfóníuhljómsveit Berlínarút- varpsins leika; Adolf Frizt Guhl stjórnar). 21.50 Formáli að fimmtudagstónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands (Dr. Hallgrímur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10 Passíusálmar (43). 22.20 Lög unga fólksins (Jakob Þ. Möller). 1 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudaguc 11. apríl. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnlr). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir. tilk. Tónl. 16.30 — Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Tónlelkar). 17.40Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin aS loftsteininum" eftir Bernhard Stokke; IX. (Sigurður Gunnars- son þýðir og les). 18.20 Þingfréttir. — Tónl. — 18.50 Til- kynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri talar um bruna- varnir. 20.05 „Músik og mánaskin": Bob Shar. pless stjórnar léttum hljómsveit- arleik. 20.20 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Eyrbyggja- saga; XVI. (Helgi Hjörvar rit« höfundur). b) íslenzk tónllst: Lög eftir Ás. kel Snorrason. c) Dr. Sigurður Nordal pröfessoí les gamlar og nýjar þjóðsögurj III: Sagnir af Þorgeirsbola. 21.15 Föstuguðsþjónuesta (Prestur: Sr, Sigurður Pálsson á Selfossi. Org- anleikari: Jón G. Þórarinsson. Félagar í kirkjukór Bústaðasókn ar syngja. — í lokin les séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup úr passíusálmum (44)). 22.10 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.) 22.25 Næturhljómleikar: Frá tónlistar» hátíð £ Menton í Frakklandi (I Musici-hljómsveitin ítalska leik.) a) Concerto grosso nr. 9 1 F-dúí eftir Scarlatti. b) Konsert í í-moll fyrir strengjasveit eftir Durante. c) Concerto grosso nr. 8 í a-moll op. 3 feftir Vivaldi. d) Concertino nr. 5 i Es-dúr fyri* etrengjasveit eftir PergoJesi. e) Sinfónía í c-moll fyrir strengjasveit eftir Mendelssonhn. 23.30 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.