Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 10. apríl 1962 MORGUNBLAÐIÐ 23 i ■ í I ENN EINU sinni hefur sann- azt, að komimúnismi og and- legt frelsi og einstaklingsfrelsi getur með engu móti farið saman. í Júgóslavíu, pví kommúnistaríki, þar sem harð stjórn og einræði sósíalism- ans hefur verið talið einna vægast, hefur einn elzti vopna bróðir og vinur einræðisherr- ans Títós, Milovan Djilas, ver ið fangelsaður að nýju. í sam- ræmi við réttarfar í kóimm.n- istaríkjum var engin ástæða tilkynnt fyrir handtokunni, en talið er, að yfirvöldin hafi spurt, að í vændum sé út- gáfa á nýrri bóik eftir Djilas í Bandaríkjunum. Milovan Djilas stendur nú á fimmtugu. Hann er fæddur Sremálta Mitrövica. í síðari heimsstyrjöld barðist hann undir merkjum kommún ista við hlið skæruliðaforingj- ans Josips Broz, sem kallar sig nú Tító. Vegna hæfileika sinna og hugrekkis varð hann einn helzti forinigi skærulið- anna og nánasti vinur Títós. Þoldu þeir saman súrt og sætt á þessum árum, sváfu saman undir berum himni á byssu- skeftunum, gerðu áætlanir um framtíðina og sórust í sevar- andi fóstbræðralag að svart- fellskum sið; opnuðu hvor öðr um und og blönduðu blóði með því að rjóða dreyranum hvor í annars sár. Þegar Titó varð alvaldur í Júgóslavíu í striðslok, lét hann Milovans Djilasar í Svartfjallalandi (Mönte- negro), sem ekki er lengur sjálfstætt, heldur eitt hinna suðurslavnesku sambandslýð- velda, er mynda Júgóslavíu, og nefnist Crena Gora á serb- nesku. Ungur að árum gat hann sér gott orð fyrir gáfur, andríki, mælsku, lærdóm og skáldskap. Hann varð sann- færður kommúnisti og vegna undirróðursstarfsemi fyrir Sovétríkin, sem þáverandi yf- irvöld Júgóslavíu báru hon- um á brýn, var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í hinni illræmdu dýflissu í sæma Djilas fjölmörgum heið ursmerkjum fyrir hreysti og herkænsku. Einnig fékk Djilas rétt til þess að láta titla sig „hetju alþýðubyltingarinnar" en slík nafnbót er jafngildi barónstignar á fyrri dögum. Kommúnískt ríki var stofnað undir forystu hinna fjóru stóru, sem svo voru nefndir, Títós, DjiJasar, Rankiovics og Kardeljar. Djilas varð einn á- hrifamesti maður Júgóslavíu, varaforseti, ritstjóri blaða og tímarita, og „forstjóri and- legrar áróðursstarfsemi". Hann var kallaður „andleg- UTAN UR HEIMI ur einræðisherra Júgóslavíu“ og Stalín gerði ávallt boð eftir Djilasi, þegar hann girntist áreiðanlegar fréttir frá óþæga barninu Júgóslavíu. Vitað er, að þeim fór ýmislegt á milli, sem Tító langar lítið til að verði blaðamatur, og því er talið sennilegt, að Djilasi hafi verið steypt í prísund nú vegna þess, að í hinni nýju bók sé aðallega fjallað um samskipti Stalíns og Djilasar. Djilas varð átrúnaðargoð Júgóslavneska kömmúnista- flokksms. Því var mikið mark tekið á greinum hans, og þeg- ar opinber ágreiningur varð á milli Títós og Stalíns, fól Tító Djilasi að sjá um gagnhem- aðinn. Djilas gekk vígreifur til leiks og barði saman rit- gerðir á næstu árum gegn bolsjevisma Stalins, sam sam- einuðu það trvennt að vera bæði skemmtilegar og fræði- legar. Þessi skrif Djilasar urðu til þess, að honum varð sjálf- um ljóst, að eittlhvað var bog- ið við s.iálfan kjarna komm- únismans. Honum voru öll tímarit opin, og smám saman tók hann að birta gagnrýni á einræði og harðstjórn komm- únismans. Tító lét hinn gamla lagsbróður sinn í friði fyrst um sinn. en brátt varð honum ljóst, að hans gamli félagi var hættulega vinsæll meðal al- mennings. Því var það, að einn valdamesti áhrifamaður Júgósiavíu var skyndilega gerður magnlaus. Tylliástæð- an, sem notuð var til að sparka Djilasi úr embættum, var sú, að hann hafði hæðzt að snobbi kommúnista-yfir- stéttakvenna í Belgrad. Yfir- heráhöfðingi ríkisins hafði krvænzt leikkonu, og eiginkon um yfirstéttar kommúnista þótti kvonfangið eikki nógu göfugt. Djilasi var enn heimilt að koma skoðunum sínum á fram færi erlendis. Þótt eiginkona hans, ættingjar og vinir yrðu fyrir ruddalegum árásum í gamal-kommúnísikum stíl, lét hann ekki undan, og lét birta grein um ungversku þjóðbylt- inguna undir nafni sinu í sinu frjálslynda blaði í Banda ríkjunum „New Leader. Þá lét hinn gamli svarabróðir hans, Tító, taka Djilas höndum, og dæma til þriggja ára fangels- isvistar. Djilas sendi frá sér , úr fangelsinu bókina „Hina nýju stétt“ og öðlaðist heims- frægð fyrir. Fram að útgáfu hennar höfðu kommúnistar afgreitt allar slíkar gagnrýn- isbækur með því, að þær væru skrifaðar af „leigupennum“ og „áróðursþrælum", en þessi slagorð koðnuðu niður í ekki neitt, þegar einn mesti tign- armaður í kommúnistaríki, sem öllu hafði að tapa, en ekk- ert að vinna, ritaði slíka gagn- rýni. Það þótti afihyglisvert, að Djilas var dæmdur til vistar í sinni gömlu prísund, Sremska Mitrovica, þegar Tító !ét dómfella félaga sinn. Þar eru klefar raikir og fúlir, en Tító situr gigbveikur á eynni Brioni eins og Tíberíus Rómverjakeisari á Capri fyrir 1925 árum. Djilas var dæmdur til sjö ára fangelsisvistar, en dóriíur- inn styttur síðar. Nú hefur hann verið tuktihúsaður að nýju, og kemur engum á óvart sem þekkir réttarfar komm- únistaríkja. ■ J — Skógrækt Framh. af bls. -3. einkis megnug og óhægt var um að afla trjáplantna. Skógræktin hafði litlu úr að spila, og fóru naumt skammtaðar fjárveiting- ar að mestu til að friða stærstu skógana. Þó var nokkuð gróður- sett í Hallormsstað af barrplönt- um, og lítillega á öðrum stöð- um. í tilraunaskyni voru gróður settar nokkrar barrtrjáplöntur. Árið 1908 var rauðgreni sett nið- ur í Hallormsstaðaskógi, sem ekki var meir en svo um hirt, eð birkið óx yfir plöntuirnar, svo þær náðu ekki sjálfar að þroskast. Árið 1936 voru þær aðeins um 1 m á hæð. En þá var birkið höggvið frá þeim, og skipti þá svo um, að sl. sumar voru barrtrén orðin 9,7 m. Líkt fór víðar með þessar fyrstu til- raunir. Með stofnun Skógræktarfélags Islands árið 1930 komst nokkur ekriður á skógræktina. En sann- ast sagt var ekki vansalaust hve dauf var þáttakan um myndun félagsins, Auðlegð jþekktu að vísu fáir, en meira ekorti þó skilning og áhuga, en fé. Jafnvel þá var trú almenn- ings á gildi skógræktar mun minni en á fyrstu árum aídar- innar. En það var til láns að ekógræktarstjóri ásamt, þó of þunnskipaðri sveit manna, hélt markvissri stefnu. Þó fjárskort- ur hefti mjög allar framkvæmd- ir var ótrúlegum árangri náð. Skógræktarstjóra var ljóst, að til þess að rækta hér nytjaskóg, þurfti að leggja áherzlu á gróð- ursetningu barrtrjáa. En til þess þurfti að fá fræ frá þeim lönd- um eða landshlutum, þar sem veðurfar, raki og hitastig var evipað og hérlendis. Til þess að tryggja rétt val varð að sjá og kynnast af eigin raun vexti og vaxtarskilyrðum trjánna, er fræ var aí safnað. Dráttur varð á þessum framkvæmdum vegna Btríðsins. En frá árinu 1945 hef- ur skógræktarstjóri ferðazt víða I leit að harðgerðum og hrað- vöxnum trjátegundum, er lifðu við lík vaxtarskilyrði og eru hér ú landi á hinum ýmsu stöðum. En það ar kunnugt að veðrátta Steingrímur Davíðsson. er hér mjög breytileg og úr- koma og hitastig mismunandi í hinum ýmsu landshlutum. Má fullyrða, að tekizt hefur að finna trjátegundir, er hæfa lofts lagi í hverjum landsfjórðungi og náð geta eins miklum vexti og í sinni eigin „móðurmold". Svo nú er ræktun nytjaskóga ekki lengur hugsjónamál eitt, heldur staðreynd. Hér fyrir framan mig hef ég töflu er sýnir vöxt lerki- skógar á Hallormsstað og viðar- magn á ha eftir 22 ár. Sýnir sama tafla stofnkostnað, um- hirðu, grisjun og vexti af stofn- fé, allt á hvern hektara. Niður- staðan er, að nettóhagnaður á ári er af ha 2860 krónur. Hér mun að vísu um að ræða beztu vaxtarskilyrði. En þá ber þess einnig að gæta, að þegar skóg- urinn hefur náð fullum vaxtar- þroska, og einungis þarf að endurnýja hann með uppeldi og útplöntun, hverfur upphaflegur stofnkostnaður að mostu, er tímar líða. Við það hækkar verulega meðaltals nettóhagnað- ur. Er óþarft að rökstyðja það frekar. Þessar staðreyndir sýna, að skógrækt getur verið fyllilega samkeppnisfær við aðra ræktun, þegar skógurinn er einu sinni kominn til fullra nytja. Á þeim af Norðurlondum, sem nytjaskógur hefur staðið frá alda öðli og honum haldið við með árlegu uppeldi í stað þess sem höggvið er, gefur skógur- inn árvissari tekjur, en annað gróðúrlendi, sem meira er háð brigðulu veðurfari. Svo mun og hér verða, þegar þjóðinni hefur auðnazt að koma sér upp skógi. En sem áður getur er fullsann- að við getum, er tímar líða, framleitt mestan hluta þess trjá- viðar, sem þjóðin þarfnast. En til þess þurfa núlifandi kyn- slóðir að sýna fórnfýsi, áhuga og gera mikil átök og það nú þegar. Skógurinn þarf langan vaxtartíma og því verður að herða sóknina. Ef vel verður unnið að þessum málum er hægt að ná í mark í byrjun næstu aldar. Þjóðin hefur næg efni til að hrinda þessu í fram- kvæmd. Aðeins einni hindrim þarf að ryðja úr vegi, þeim skaðlega hugsunarhætti, að „heimta sín daglaun að kvöldi“ fyrir allt sem framkvæmt er. Svo hugsa enn allt of margir. En treystum æskunni. Það hlýt- ur að vera ánægjulegt að keppa við trén að vaxa og verða stór og sjá þau síðast vaxa sér yfir höfuð. Og það margfaldar á- nægjuna að þetta skuli vera á- vöxtur eigin handa. Friðað skóglendi er nú rúml. 2500 ha. Það þarf að fimmtug- faldast, svo framleiða megi svo mikið timbur, sem að framan getur. Óþarft er að óttast land- þrengsli fyrir aðra ræktun eða skort beitilands, svo sem sumir andstæðingar skógræktarinnar halda fram. Hér er ekki tæki- færi til að hrekja frekar stað- lausa stafi þeirra manna. Að því ber að keppa, að öll héruð landsins og ekki síður þau, sem nú eru snauðust af skógarleifum, eignist stóra nytjaskóga, skjólbelti fyrir akra og annað ræktað land, og trjá- lundi við hvert byggt býli. — Veita þeir skrúðblómum skjól og fuglum friðland. Geta þá bú- endur hlustað á „óperu“ vorlang an daginn. Athyglisvert er, að þjóðin glataði hvorttveggja í senn, sjálfstæðinu og skóginum. Og víst má telja, að harðindi af völdum íss og snjóa hefðu aldrei þjarmað eins harkalega að þjóðinni, þó kúguð væri af erlendu valdi, ef hún hefði bor- ið gæfu til að viðhalda skógum sínum. Þar gat fénaðurinn feng- ið skjól og næringu, þó allt ann að haglendi væri ísi hulið og fóður þrotið. Frá skóginum gat fólkið fengið nægan varma í hí- býlin. Með fengnu frelsi glæddust aftur vonir um að endurheimta skógana. Svo skal þetta sem fyrr fylgjast að. Víst ber að fagna jafnt vax- andi skilningi stjórnarvalda rík- isins á nytsemi skóggræðslunn- ar og auknum áhuga skógrækt- arfélaganna. En betur má, ef duga skal. Árlegar tekjur Skóg- ræktar ríkisins til allra sinna þarfa, þ. e. framlag á fjárlögum árið 1961 og tekjur Land- græðslusjóðs, eru aðeins rúm- lega fimm milljónir króna. Þess- ar tekjur er nauðsynlegt að tvö- falda þegar á næsta ári og síðar auka við eftir getu. Til þess eru ærnar ástæður og næg efni, svo sem áður segir. Þrátt fyrir all- an barlóm, er þjóðin rík, og landið okkar ber í skauti sér mikil og margháttuð auðæfi. — Þar á meðal er frjósöm mold, sem upp getur fætt skóg er græðir „foldarsárin", prýðir landið og auðgar þjóðina, ekki aðeins að efnislegum tekjum, heldur einnig að andlegum verð mætum. „Menningin vex í lundi nýrra skóga“. — de Gaulle Framh. af bls. 1 Frakkar í Alsír bitrir í garð landa sinna, heima fyrir Að þessu sinni var ekki kosið í Alsír, heldur munu kosningar fara þar fram síðar í sumar. — Viðbrögð manna þar, af frönsk- um uppruna, voru nokkuð á þann veg, sem búizt hafði verið við. Hins vegar er það ljóst, að margir í þeim hópi, eru gramir og telja að landar þeirra, heima í Frakklandi, hafi brugð- izt sér. OAS-menn héldu uppi hermd- arverkum sínum í gær, sjálfan kjördaginn, er 24 Serkir voru drepnir, og 40 særðir. Hermdar- verkin Iiéldu áfram í dag, og í Algeirsborg voru sex Serkir vegnir og fjórir særðir. Hinn sjöundi fannst stunginn hníf, í hliðargötu. Þá voru sprengdar um 20 plastsprengjur í borg- innL Árás OAS á háskólann OAS-menn réðust í dag á há- skólann. Voru húsakynni deild- arforseta lagadeildar eyðilögð með sprengju, en auk þess voru unnin skemmdarverk á tilrauna- stofum og fyrirlestrarsölum. — Það er almennt álitið, í Algeirs- borg, að þessi árás hafi fyrst og fremst verið gerð til þess að mótmæla því, að forseti laga- deildarinnar neitaði nýlega að skrifa undir mótmæli vegna þess, að Bab-el Oued-hverfinu var lokað af yfirvöldunum. Þá er einnig talið, að OAS- menn hafi talið hér ávinning í því að skemma húsakynni skól- ans, þar sem hann muni á sín- um tíma renna til alsirsku yfir- valdanna. Þá vörpuðu OAS-menni 12 „molotov-kokkteilum", þ. e. benzínsprengjum, inn í barna- skóla í Algeirsborg. Engin slys urðu þar á skólabömunum. Arabar fagna úrslitunum Forystumenn Araba, hvar- vetna, hafa fagnað úrslitunum, og telja þau mikinn ávinning fyrir friðarstefnu De Gaulles. Hafa þeir látið þau orð falla, að þetta megi verða til þess að treysta böndin milli Frakklands og Alsír. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Oran, 9. aprll — AP. FRÁ því var skýrt hér í Oran i kvöld, að frönsk yfirvöld hefðiu ákveðið að stöðva, um stund, út- gáfu blaðanna tveggja, sem OAS menn tóku í sína þjónustu á sunnudag, með ofbeldi. Þeir neyddiu þá blöðin til að birta á- róður fyrir samtökin. Ráðstöfun- in er gerð til að „auðvelda rann- sókn málsins", segir í opinberri tilkynningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.