Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.04.1962, Blaðsíða 24
 Fiettasímar Mbl — eftir loknn — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar tréttir: 2-24-84 wsmMátoifo Skógrœkt Sjá blaðsíðu 13. 84. tbl. — Þriðjudagur 10. aprfl 1962 Með hlaðna skammbyssu á dans- leik í BoEungarvík i BOLUNGARVÍK, 9. april. — í gærkvöldi var baldinn dansleik- ur í félagsiheimilinu hér og þá gerðist sá einstæði atburður að einn dansgestanna ungur mað- ur frá fsafirði, var afvopnaður stórri hlaupvíðri Enfeldskamm- byssu og var hún hlaðin. Atburður þessi gerðist fyrir miðnætti. Tveir lögregluiþjónar höfðu - varðgæziu á dansleik 'þessum, þeir Jóhann Líndal og Karvel Pálmason. Var sá fyrr- nefndi inni í danssalnum og sér þá hvar maður nokkur, sem var að dansa í salnum, miss- ir hluit á gólfið. Sá lögreglu- iþjónninn strax að hér var um 1 Fyrir helgina rákust lögreglu- men>n á nokkra stráka á aldr- inum 7 —10 ára, þar sem þeir voru að leika sér að bogum og örvum í Heimunum hér í borg. Við athugun kom í ljós að hér var um stórhættuleg vopn að raeða, og voru örvarn ar með beittum málmoddum. Gerði lögreglan boga og örvar þOgar upptækt, og er lög- reglumenn prófuðu bogana, og skutu \ tréþil, gengu örv- arnar á kaf. Önnur myndin sýnir lögreglumann ásamt vopnasafninu" og minni mynd in gefur nokkra hugmynd um örvarnar. Verður ekki nógsam lega nrýnt fyrir foreldrum að taka slík mannitlrápsáhöld af börnunum. ef við verður vart. (Ljósm. Sv. Þormóðs) Skaf tá þurr á löngum kaf la Rafstöðin við Tuncjufoss vatnslaus KIRKJUBÆJABKLAUSTRI, 9. apríl. — Það má heita að hér hafi ekki komið dropi úr lofti síð- an slílltj til eftir umhleypinginn á Þorranujm. Allar ár eru eðli- lega orðnar mjög vatnslitlar og sumar með öllu horfnar og þar á meðal sjálf Skaftá, sem nú er orðin gersamlega þurr á alllöng- um kafla hjá bænum Skál. Nokkru austar kemur svo Holtsá í Skaftárfarveginn, og eftir það rennur ekki annað í hana en fáar og smáar lækjarsitrur undan eld- hrauninu og heiðunum á Út-Síðu. Árni Arason, bóndi í Skál, sem þar hefur áttt heima í meira en hálfa öld, segist aldrei muna eftir því að Skaftá hafi þornað á þess um tíma árs. Rafmagn á bæjum takmarkað. Tungulækur í Landbroti, sem fceni'ur úr Skaftáreldahrauni er lílka alveg þurr. Við hann er stór rafstöð í Tungufossi fyrir 6 bæi í Landbroti og hefur hún verið með öllu óvirk undanfarnar vik- ur. Víða eru fjallalækir á Síð- unni afar litlir og rafmagn á bæj- um mjög takmarkað. Enda þótt jörð sé auð, er hún mjög ónýt og slæm til beitar og ¦allur fénaður er á fullri gjöf. „Heilsufar er gott í héraðinu", segir Ulfur Ragnarsson héraðs- læknir, „og ekki hef ég orðið var við að inflúensa sé koimin í mitt læknishérað. En hiún hef- ur undanfarið stungið sér nið- ur í Vík." — G.Br. >WW^%ÍKM<^Í<1W»IÉ IVIiðfjarðar- á leigð fyrir 561 þús. 3TAÐARBAKKA, 9. apríl — Gerður hefur verið eins árs ieigusamningur uim veiði í Mið fjarðará og er áin leigð fyrir 561 þús. kr. Leigutakar eru þrir menn úr Reykjavík, Jó- hannes Magnússon, Jóhannes Lárusson og Hauikur Óskars son. f fyrra var áin leigð fyrirl 335 þús. kr. tii Stangarveiði félaga Borgarness og Stykkis hólms. Mun þetta vera hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir veiðiár hér um slóðir. - B. G. ! | skammbyssu að ræða. Beygði ungi maðurinn, sem var all- drukkinn, sig strax niður og j huigðisit taka upp skammbyss- utna, en þá kom Jóhann að og afvopnaði hann, Öryggi ekki á. Reyndist byssan Maðin einu skoti og öryggi var ekki lokað. Vísuðu lögregluþjónarnir mann- inum þegar burtu úr húsinu, en tóku skammfoyssuna í sína vörzlu. Má geta nærri að slík byssa er bæði hættuleg eigand- anum sjálfum og öðrum, ekki síat þegar tillit er tekið til á- stands mannsins. Eign Iífvarðar Montgomerys? Kunningjar hans höfðu þá sögu að segja eftir honum, að byssa þessi hefði verið í eign líf- varðar Montgomerys hershöfð- ingja og ættu hinar 7 greinilegu skorur á vinsitri hlið að merkja að 7 menn hefðu verið með henni skotnir, en ekfcert frekar er uim málið vitað og heldur ekki hvern ig byssa þessi er inn í landið komin. Lögreglustjórinn í Bofangar- vík fékk málið til meðferðar fyrst, en mun senda bað til sýslu- maninsins á ísafirði, þar sem rannsókn fer fram, en unigi mað- urinn er ísfirðingur. Eigi slíkir atburðir eftir að endurtaka sig, má segja að ekki dugi annað en öflugur lögregluvörður á dans- leikjum. Við þetta má bæta að ]ögregluþjónarnir, sem áður voru nefndir, Jóhann Líndal og Karvel Pátanason, hafa unnið störf sín dyggilega hér í nærri tvö ár og er mikil stoð að störfum. þeirra. Báðir eru þeir Bolvíkingar, ung- ir, glæsilegir og samihenitir menn. Sáttafundur í gærkvöldi f GÆR kom togarinn Þorsteinn Ingólfsson, til Beykjavíkur eftir söluferð í Englandi. Er það síð- asti Reykjavíkurtogarinn, sem kemur þar í heimahöfn eftir að verkfall byrjaði að Karlsefni undanteknum. Sáttafundur í togaradeilunni var boðaður kl 8,30 í gærkvöidi. Stóð hann enn er blaðið fór i prentun. 6$argað (if funnu á Skerjaíirði KLUKKAN að verða 5 síðdegis í gær var lögreglunni tilkynnt frá húsi við Lynghaga að dreng- ur væri úti á Skerjafirði á tunn- um og virtist ekki geta bjargað sér til lands. Bæri hann hratt út á fjörðmn. Siysarannsóknardeild lögregl- unnar fór á staðinn, tók vélbát í fjörunni o.g náði drengnum. — Voru tunnurnar þá að gliðna og taldi drengurinn, sem er 12 ára gamall,, að kann hefði verið í hættu, ef Jögregluna hefði ekki borið svo skjótt að. Á föstudag var lögreglunni einnig tilkynnt að farið væri að óttast um 8—9 stálpaða stráka, sem hefðu farið á bát frá Ægis- síðu síðdegis og væru búnir að vera óeðlilega lengi. En þeir komu í land kl. 9 um kvöldið áður en leit var hafin. Höfðu þeir farið á ]élegum báti langleið ina yfir að Álftanesi og gengið illa a'ð komast heiœn aftur. Akranes MJÖG áríðandi fundur verður haldinn i fulltrúaráði Sjálfstæð- isfélagsins á Akranesi í kvöld kl. 8.30 að Vesturgötu 48 uppi. — Stjórnin. Ruglaði saman götunöfn- unum og „óskilamum- unum" var stolið : VIKUNNI, sem leið, átí eitingamaður nokkur hér æ von á skrifborði og stó msnan úr Keflavík og skyld iutningabill aka munum þes m að Blönduhlíð 4. Svo illí íkst til að bilstjúrinn rugl- ði saman götunöfnum, o: akk hann kyrfilega frá stó g skrifborði fyrir utan Ból iaðarhlíð 4, en þar sem veií agamaðurinn var ekki heima afði hann gefið bílstjóranun yrirmæli um að skálja munin; ftir við bílskúrinn. íbúar að Bólstaðarhlíð 4 unnu illa þessum flutnángum >g tilkynntu lögreglunni uir liessa óskilamuni, en þegar iögreglan kom á staðinn var >>úið að stela þeim. — Þeir sem kynnu að verða varir við skrif borðið og stólinn eru vinsam Iegast beðndr að láta rann sóknarlögregluna vita. iS B jörgunaraf rekið við Látrabjarg ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur og Slysavarnafélag íslands gefa almenningi kost á að sjá „Björg unarafrekið við Látrabjarg" í Tjarnarbæ í kvöld kl. 20.30. —. Þessi merka mynd verður að- eins sýnd í eitt eða tvö skipti á almennum sýningum, en búast má við að margir hafi hug á aS kynnast starfi og lífi við björg- un úr sjávarháska. Dr. Jón Sigurðsson, Jónas B. Jónsson, Fræðslumál og heilbrigðismál til umræðu á VarðarfuDidi í KVÖLD heldur Landsmálafélagið VÖRÐUK almennan féiagsfurkl um tvenn mál, sem Reykvíkinga skipta miklu. Fundurinn er opinn öllum Sjálfstæðismönnum í Reykja- vík og má því búast við miklu fjölmenni. . Fundarefni er: Heilbrigðis- og fræðslumál Reykjavík- urborgar. Frummœlendur eru tveir fróðustu menn um þessa hluti; þeir Jón Sigurðsson, borgarlæknir, og Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. Fundurinn hefst kl. 20:30. s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.