Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 3
SunnacTagur 13. maí 1ÍH52 3 MORCijynriiÐiÐ ^ \ Baseball er þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og eitt þekkt- asta liðið er Dodges, sem nú eru til heimilis í Los Angel- es. Mynd þessi var tekin úr lofti af leikvangi Dodges með an keppni fór þar fram. Um 52.000 áhorfendur voru mætt ir en allt umhverfis leikvang inn sjást bifreiðir áhorfenda, og munu þær hafa verið um 13.000. (Nr. 8225). _____ Síðastliðinn laugardag var efnt til mikillar flugsýningar við Riverside í Kaliforníu. — Meðal sýningaratriða var það að flugmaðurinn Cliff Winters flaug Fairchild PY-19 vél sinni á fullri ferð gegnum hús, eins og myndin sýnir. Flug- vélin eyðilagðist að sjálf- sögðu, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. (Nr. 8227). Verið er að þrífa Empire State bygginguna í New York, hæsta hús heims, og sjást hér tveir þeirra manna er að því vinna. Eru þeir þarna á vinnu palli við 71. hæð. Þetta er í fyrsta skipti, sem húsið er hreinsað að utan frá því smíði þess lauk 1931. Ekki má vinna við efstu hæðirnar fyrr en í júlí vegna hættu, sem mönnunum stafar af roki svo háitt uppi. Þrífa þarf 6.500 glugga og hreinsa ryðfría stál teina, sem teigja sig upp eftir hliðum hússins i nærri 450 metra hæð. Notaðir verða um 12.000 lítrar af hreinsi- og þéttiefni og um 1.000 litrar af málningu. (Nr. 8224). 3. sunnudagur eftir páska Hjarta yðar mun fagna Eftir sr. JóncLS Gíslason, Vík í Mýrdal „Innan skamms sjáið þér mlg ekki, og aftur innan skamms mun uð þér sjá mig Þá sögðu nokkrir af lærisveinum hans hver við ann- an: Hvað er þetta, sem hann segir við oss: „Innan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig!" og: „Eg fer til föðurins?" Þeir sögðu því: Hvað er það, sem hann er að segja: .Innan skamms?“ Vér skilj um ekki, hvað hann er að tala. Jesús varð þess var, að þeir vildu spyrja hann, og hann sagði við þá: Þér spyrjist á um það, að ég sagði: Innan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig. Sannlega, sannlega segi ég yður: f>ér mun- uð gráta og kveina, en heimurinn mun fagna. í>ér munuð verða hryggir, en hryggð yðar mun snúast í fögnuð. Þegar konan el- tu: barn, er hún hrygg í lund, því að stund hennar er komin. En þegar hún hefur alið barnið, minnist hún ekki framar þján- ingarinnar af gleðinni yfir þvi, að maður er í heiminn borinn. Eins eruð þér nö hryggir í lund, en ég mun sjá yður aftur, og hjarta yðar mun fagna, og enginn mun taka fögnuð yðar frá yður. Og á þeim degi munuð þér ekki spyrja mig neins." Jóh. 16, 16—23. , ■ „Tnnan skamms sjáið þér mig ekki, og aftur innan skamms munuð þér sjá mig“. Jesús Kristur átti oft í erfið- leikum með að klæða boðskap sinn þeim búningi’ að hann væri mönnunum auðskilinn. Það er ekki auðvelt að lýsa Guði og því, sem honum heyr- ir til, með mannlegum orðum og hugtökum. Jafnvel læri- sveinarnir, sem fylgdu Jesú og þekktu boðskap hans langbezt, áttu oft erfitt með að skilja til fulls það, sem hann var að reyna að útskýra fyrir þeim. Þess vegna greip Jesú oft til þess ráðs að segja dæmisögur eða nota likingar úr daglegu lífi af atburðum, sem allir þekktu vel. Þannig gat hann oft aukið skilning áheyrenda sinna á leyndardómum Guðs. Guðspjallið í dag segir frá því, er Jesús var að búa læri- sveina sína undir krossfesting- una. Hann vissi, að framundan voru erfiðir dagar, ekki aðeins fyrir hann sjálfan, sem átti að ganga gegnum hina ólýsanlegu kvöl krossfestingarinnar, heldur einnig fyrir lærisveina hans. Þeim var erfitt að skilja nauð- syn krossdauðans. Þeim var erfitt að skilja, að brottför hans frá þeim, gæti orðið þeim til góðs. Hann vissi, að þeir mundu missa kjarkinn. Þess vegna tekur hann lík- inguna af barnsburði. Fæðing litla barnsins er upp- fylling sælustu vona foreldr- anna. Þeir horfa fram til henn- ar með eftiryæntingu og fögn- uði, sem þó er blandin nokkr- um kvíða. Fæðing barnsins kostar þjáningar og erfiðleika fyrir móðurina. Hún verður að þola kvöl, þar til allt er afstað- ið. En þegar barnið er fætt, gleymist fljótt öll þjáningin, sem fæðingin olli. Við tekur gleðin og fögnuðurinn yfir nýja lifinu, sem séð hefur dags- ins ljós. Stundin er komin, er óskirnar hafa rætzt. Þannig var það einnig með þjáningu og dauða Jesú Krists. Krossfestingin hlaut að valda hryggð og vonleysi hjá læri- sveinunum, meðan hún stóð yfir, ólýsanlegri kvöl. En síðar mundu þeir skilja. Þá gleymdist vonleysið og kvíð- inn. Þá yrðu þeir aftur fagn- andi og glaðir. Þá skildu þeir, að þrátt fyrir allt var brottför hans þeim. til góðs. Smán og niðurlæging krossins snerist upp í sigurhrós upprisunnar. Þeir höfðu eignazt upprisinn og lifandi frelsara. Og Jesús Kristur gaf þeim fyrirheitið um Andann, sem leiða mundi þá í allan sann- leika um sig. Þá fyrst gætu þeir skilið allt, sem hann hafði sagt þeim. Þá fyrst gátu þeir skilið, að allt, sem Guð gerir, er til góðs og blessunar. Ein- mitt fyrir krossfestingu og upp- risu Jesú Krists fæðumst við inn í náðarhimin Guðs. Enn í dag erum við menn- irnir oft álíka skilningssljóir gagnvart boðskap Jesú Krists og lærisveinarnir voru forðum. Við þekkjum að vísu flest helztu atriðin úr sögu hans og kunnum ef til vill utan að sum- ar sögurnar af máttarverkunum og líknarverkunum, sem hann vann, meðan hann gekk um á þessari jörð, íklæddur mann- legu holdi. Samt er eins og raunverulegt gildi hans fyrir okkur hafi ekki enn lokizt upp fyrir fjölda mörgum. Við þurfum að skilja gildi Jesú Krists fyrir okkur. Okkur er einnig gefinn Heilagur andi, að hann leiði okkur í allan sannleikann um frelsarann. Trúin er ekki fólgin í ein- hverri lágmarksþekkingu á ytri sögu Jesú. Trúin er fólgin í varasamsinningu, sem kemur ekki^frá hjartanu. Nei, trúin er sannfæring um Jesúm Krist sem frelsara okk- ar frá synd og dauða, lífgjafa, sem gaf eigið líf okkur til bjargar. Trúin er fullvissa þess, að öll velferð okkar er komin undir því, sem Guð hefur fyrir okkur gert í honum. Trúin er traust á þeirri náð, sem Guð gefur óverðskuldað fyrir Jesúm Krist. Með fórnardauða sínum á krossinum á Golgata fullkomn- aði Jesús hjálpræðisverk sitt okkur til handa. Með uppris- unni vann hann sigur yfir dauð- anum í okkar stað. Án krossins gat hann ekki lokið því verki, > sem Guð hafði sent hann hing- að til að vinna. Þannig fæddi hann okkur inn í himin Guðs með þjáningu sinni og fórn. Fyrir trúna á hann eigum við hlutdeild í allri þeirri náð Guðs, sem hann kom til að. veita mönnunum. f trúnni á hann eigum við borg- araréttinn í ríki himnanna, ei- líft líf með Guði. Þess vegna erum við ekki hrygg- Við eigum fagnaðarefn- ið mesta, sem mönnum er gefið á þessari jörð. Hjarta okkar fyllist gleði og fögnuði yfir náð og kærleika Guðs. Allt hefur hann gert yel fyrir okkur af kærleika sínum. Þess vegna eru páskarnir okkur mesta fagnaðarhátíðin. Þess vegna þökkum við fyrir, að krossinn var reistur á Gol- gata. Krossinn er öruggasta sönnunin um kærleika Guðs til okkar. Þar var hann fús til að gefa líf sitt í okkar stað. Þess vegna er krossinn okkur sigur- tákn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.