Morgunblaðið - 13.05.1962, Page 8

Morgunblaðið - 13.05.1962, Page 8
F MORCVNBLAÐIÐ SunnucTagur 13. maf 1962 Atlræður i dag: Jakob Kristinsson f>rrVo fræðsiumálastjóri SÉRA Jakob Kristinssön fyrrum - fræðslumálastjóri er áttræður í dag. Hami er fæddur að Syðra- Dalsgeröi í Eyjafirði 13. maí 1882. Voru foreldrar hans hjón- Sn Kristinn Ketilsson og Hólm- fríður Pálsdóttir. Engar sögui hafa fariö meðal þjóðarinnar af hæfileikum og dyggðum þeirra hjóna, fremur en svo margra annarra alþýðumanna, sem í kyrrþey fátæktar og erfiðis hafa eins og skáldið Örn Arnarsoa segir „ort sitt ævintýri, sem aldrei var sagt eða skráð“. — En þessi norðlenzku bændaJhjón ólu þjóð sinni fjóra sonu, sem allir eru landskunnir hæfileika og drengskaparmenn. — Segir Mtf, starf og hugarfar þessara fjög- urra sona, sína sögu um gáfur, heilbrigði og menningarbrag for- eldranna, sögu, sem er traustari' vitnisburður öllu öðru. Þrátt íyrir lítil efni lagði séra Jakob Kristinsson leið úr föður- garði, til iærdóms Og mennta. Og þó skortur fjár og veikindi mörkuðu honum stundum þröng an bás, á námsbrautinni lauk hann guðfræðiprófi við Hiáskóla íslands 1914 Og sama ár var hann vígður prestur til safnaðar í Kanada. Árið 1928 var hann hann skipaður skólastjóri við A1 þýðuskólann að Eiðum og gegndi þvL starfi til 1938. — Á önd- verðu ári 1939 var hann svo skipaður fræðslumálastjóri, en lét af því starfi, vegna heilsu- brests 1944. Séra Jaköb er tví- kvæntur. Fyrri kona hans, Helga Jónsdóttir, andaðist 1940. Síðari toona hans núlifandi, er Ingi- björg Tryggvadóttir. — UM einn hinna íslenzku landnámsmanna, Hástein Atlason, greinir sagan, að eitt sinn er hann, ungur mað ur, sat veizlu, þar sem heit- strengingar voru gerðar, hafi hann stigið á stokk og strengt þess heit, „að halla aldrei réttu máli, þar sem honum væri trúað til dyggðar1’. — Ekki veit ég hverjar heitstrengingar séra Jaikob Kristinsson hefur, sem ungur maður, gert um látf sitt Og lífsviðhorf*. En ég held, að eng- um af þeim mörgu ágætismönn- um, sem lífið hefur veitt mér þá ánægju að kynnast, geri ég rangt trl, þó ég fullyrði, að engan hafi ég þekkt, er af svo sterkum heil- ihdum, svo djúpri einlægni hefur tileinkað sér heitstrengingu Há- steins Atlasonar í Mfi sínu, starfi og kenningum, sem séra Jakob Kristinsson. Jakob Kristinsson varð skjótt víðkunnur maður. Hans arn- fleygu gáfur, glæsitöfrar í fram- göngu, orðsnilld og ræðu- .mennsku snurtu hvern skynibor- inn mann, sem af persónu hans, orðum eCa ritstörfum hafði kynni og .skópu honurn þjóðar- orðstír. Um það greinir víst enga á, sem kyr.ni hafa atf sr. Jaköbi að gáfur hans. raunsæi og hug- kvæmni, sé óvenjulegt og að öll hans verk, bæði ræður og rit, séu meitluð af fágum, djúpskyggni og heilsteyptri fegurðarkennd. Og hinir persónulegu töfrar hans ©g sannfæringarkraftur, er hann ílutti mál sitt, hvort heldur var I samræðum, kennslustundum, eða fyrirlestrum gáfu orðum hans sérstæð, nærri seiðmögn- uð áhrif — En þó al'lir þessir glæsikostir hefðu meir en nægt til að gera snilli séra Jakobs rómaða og fræga, hygg ég þó, að það, sem fremur öl'lu hefur farifið menn til svo óblandinnar aðdáunar á honum, sé hin djúp- j stæða virðing hans fyrir fegurð, framkomu og hinn bjargfasti ásetningur hans, „að halla aldrei réttu má!i, þar sem honum væri trúað til dyggðar". — Öll fram- koma séra Jakos, allar lífsstefnur hans og kenningar hafa verið bornár uppi af þessum dyggðum, og í krafti þeirra varð hann hinn djúpskyggni leiðtogi og sjáandi, sem hreií og heillaði hjörtu og hugi. Ekki kemur mér í hug að halda því fram, að séra Jakobi hafi í engu yfirsézt, fremur en öðrum dnuðlegum mönnum. Slíkt lof væri honum eigi að skapi. En ég hygg, að enginn, sem hann þekkir, dragi það í efa, að yfirsjónir hans hafi þá staf- að af því, að hann greindi ekki til fulls hið rétta, en að aldrei hafi hann viljandi vits, hafnað því, er betur mátti fara. Kynni mín af séra Jakobi hóf- ust haustið 1928, er hann kom skólastjóri að Eiðum, en ég var þá nemandi þar, í öðrum bekk. — Ég minnist þess hve hrifinn ég varð af fágun, aðlöðunartöfr- um og yfirburða hætfileikum þessa glæsilega manns. Og með aukinni kynningu við hann, vax andi skilningi og þroska fullorð- ins áranna hefur sú hrifning auk izt og hækkað. — Það gefur auga leið, að slíkur maður, sem séra Jakob, sé til þess borinn að vera leiðtogi og kennari. — Gáfur hans, glæsimennska og óvenju víðtæk rnenntun, gerði margar kennslustundir hans óglymanleg ar. En þó málsnilld hans og þekk ing misstu ekki marks í kennslu stundunum, fór þar þó, sem alls staðar, þar sem séra Jakob hefur komið við sögu, að það, sem hæst bar í öllu, og sem minnis- stæðast verður, er göfgin, ein- lægnin og hin nærri yfirnáttúr- lega trú á allt hið fagra Og góða, og hin óslævandi þró, til að leiða þau öfl til sigurs í hverri at- höfn, í hverju brjósti og hjarta. í augum séra Jakobs vöru hin lögboðnu bóklegu fræði og sú menntun, sem þau veittu ekki aðalatriði skólastarfsins, heldur fyrst og fremst ein leið að því marki að göfga og rækta. í aug- um hans var það mannræktin, sem skipa skyldi öndvegi í öllu skólastatfi, sem og annars staðar þar, sem hann lagði hug eða hönd að verki. Ég fullyrði hiiklaust að þeir allir, sem þess láns urðu aðnjót- andi að eiga hann að skólastjóra og kennara, séu á einu máli urn það, að um hann megi hið sama segja og sagt var um Erling Skjálgsson á Sóla, „að öllum vildi hann koma til einhvers þroska“. Og þannig hefur séra Jakob starfað í öl'lu sínu dagfari Og hverju því sviði, sem hann hlaut að vinna á. — Allt starf hans hefur verið starf ræktunar og þroska, alls þess, sem fegrar og bætir, alls þess, sem lyftir mannshuganum frá moldviðri blekkingac og sýndarmennsku, alls þess, sem greiðir sannleikan um veg. KjörOrð lífs hans og starfs hefur ávallt og í öllu verið hin ódauðlega setning meistar- ans, er sagði: „Leitið fyrst sann- leikans og hans réttlætis og þá mun allt annað veitast yður“. Til er fornt austurlenzkt ævin týri, sem greinir frá þrem mönn- um, er á unga aldri lögðu af stað út í lífið, einn til að leita auð- æfa, annar tii að leita gleðinnar, en hinn þr'ðji til að leita skyld- unnar. Er þeir, á efri árum voru að því spurðir, hvern ár- angur leit þeirra hafði bcnrið svöruðu tveir, hinir fyrstu, að Íeir hvorki hefðu fundið auðinn tí gleðina. En hinn þriðji, sá, er leit hóf að skyldunni, kvaðst að vísu eigi vita hvort hann hefði fundið hana, en hann hefði fund ið bæði auð og gleði. — Séra Jakob Krisr,insson kaus sér sömu leit og hinn síðastnefndi leitar- maður hins austurlenzka ævin- týris, leit að skyldunni, skyld- unni að þjóna, réttlæti, sannleika Og heilbrigði. Og sem hinn aust- urlenzki leitarmaður hefur hann bæði fundið auð Og gleði. Hann hefur fundið auð þess hjarta, sem alltaf og allsstaðar dáði hið fagra og góða, sem alltaf og alls staðar haslaði sér völl, þar sem réttlæti og drenglund háðu bar- áttu við óheillaöfl lífsins, sem alltaf og allsstaðar vildi verma og græða. Og engin gleði getur verið svo djúp, svo helg og hrein, sem gleði þess hugar, er að loknu löngu dagsverki lítur til baka og sér, að þar sem hann fór um greru blóm við veginn. Slíkum manni þarf eigi að biðja birtu og yls á ævikvöldi. Þar sem vizka Og götfgi skipa önd vegi sálarinnar verður ætíð bjart þó lífssól sígi að aftni. Kniútur Þorsteinsson. ★ JAKOB KRISTINSSON, fyrr- um fræðslumálastjóri, er átt- ræður í dag. Ekki er mér kunn ætt hans, enda er ég manna ófróðastur í þeim efnum. Þó veit ég það, sem aðrir íslendingar, að bræð ur hans 3 eru þjóðkunnir menn fyrir gáfur og ósérplægni á sviði viðskiptamála, þeir Hallgrímur, Aðalsteinn og Sig- urður Kristinssynir, fyrrver- andi forstjórar Sambands ísl- lenzkra samvinnufélaga. Ork- ar ekki tvímælis um stofninn, sem ber slíkar greinar. Jakob er fæddur og uppal- inn í Eyjafirði, átthögum Jón- asar og Davíðs og fleiri snill- inga orðs og andríkis. Þjóð- skáldið Matthías Jochumsson segir í fögru kvæði, að sú sveit sé „fegurst byggð á landi hér“. Vel má vera að það sé orð- um aukið. En líklegt má telja, að sú stórbrotna náttúrufeg- urð, sem hreif svo næman anda stórskáldsins, geti einnig orlcað á viðkvæman huga barnsins og haft þar mótandi áhrif til frambúðar, enda efar enginn, sem kynnst hefur Jakob Kristinssyni, að hann hafi alizt upp í fögru um- hverfi. Eg kynntist Jakob Kristins- syni fyrst af frásögn ann- arra. Eg var þá unglingur í vegavinnu á Þveráraurum í Landeyjum ekki langt frá Gunnarshólma. Rifjaði ég þá stundum upp fyrir mér lýs- ingu annars Eyfirðings á þessu fagra héraði, kvæði Jónasar um Gunnarshólma og silfur- bláan Eyjafjallatind. Þá var það kvöld eitt, er við vorum hættir vinnu, að nokkrir menn komu ríðandi utan yfir Þverá, sem var þá mikið vatnsfall. Þeir stönzuðu í tjöldum okkar og þágu góð- gerðir. Bar þá margt á góma. Töluðu þeir meðal annars um ræðusnilling, sem ekki alls fyr- ir löngu væri kominn heim aft- ur frá prestsstörfum í Vestur- heimi. Töldu þeir það nægi- legt erindi til Reykjavíkur að hlusta á ræðu sr. Jakobs. Ein- hverjir úr okkar hópi höfðu hlustað á hann og voru þeir gestum sammála. Af Þverár- aurum er á annað hundrað km. vegalengd til Reykjavíkur og nokkrar stórár á þeirri leið voru þá enn óbrúaðar. Þannig ræddu þá bændur og daglaunamenn í útvarpslausu landi um snillinga orðsins. Gestirnir kvöddu og ég horfði á eftir þeim þeysa aust- ur aurana, móti „silfurbláum Eyjafjallatindi, sem svalaði 'björtu höfði í himinsblámans fagurtærri lind“. Og ein- hvern veginn tengdist saman í huga mínum þessi glæsilega mynd hins fjarlæga fjalls — og hins mikla ræðusnillings, sem ég greindi í frásögn gest- anna. Síðar dvaldi ég við nám í Reykjavík. Ekki gafst mér þó tækifæri til að hlusta þá á séra Jakob. En kennarar mínir og skólasystkin ræddu stundum af mikilli aðdáun um ræðu- snilld hans. Einn skólafélagi minn, sem nú er þjóðkunnur rithöfundur, sagði mér þó gerst af honum. Erindi hans um ólaf pramma, „Musteri eða hospital", o. fl. voru sérstaklega rómuð. Var rakið fyrir mér efni þeirra, en þess jafnframt getið, að ekki væri það svipur hjá sjón, móti því að hlýða á höfundinn flytja ræður sínar. Sagt var, að hann talaði blaðalaust, en hefði að vísu lítinn pappírsmiða í lófan- um, sem hann liti stundum á, svo að sennilega væri eitthvað ritað á miðann. Jakob Kristíns- son stæði kyrr á ræðupalli, hann berði aldrei í borð eða notaði aðrar hreyfingar til á- herzlu máli sínu. En hann beitti af frábærri snilld hinni þrótt- miklu og hljómfögru rödd sinni, og á einhvern dularfullan hátt sefjaði hann svo áheyrendur sína, að þeir yrðu sem berg- numdir, en hann sjálfur virtist stundum gleyma stund og stað og gefa sig allan og óskiptan á vald málflutningi sínum. Þannig ræddu þá mennta- menn og þroskaðir skólanem- endur um málsnilld Jakobs Kristinssonar. En síðar — eftir að ég kynntist honum persónu- lega — vissi ég til að skips- hafnir sendu honum þakkarbréf fyrir útvarpserindi, sem þeir höfðu hlýtt á höfum úti. Er það vel farið, að allar stéttir 'þessa fámenna þjóðfélags kunna sem fyrr að meta snillinga orðs og göfugra hugsana, þrátt fyr- ir ytri tækni og vélamenningu. Harma ég þó — sem margir aðr ii — að tæknin var svo skammt komin á yngri árum sr. Jakobs Kristinssonar, að hún gat ekki fært komandi kynslóðum ræðu- snillinginn, er hann stóð upp á sitt bezta. En þótt frumsamd- ar ritgerðir Jakobs og bækurn- ar, sem hann hefur þýtt, sýni orðsnilld hans, fer því fjarri að hún sé jafn áhrifarík á prentuð um blöðum sem á hans eigin tungu. Ég kynntist Jakob Kristins- syni fyrst persónulega eftir að faann varð fræðslumálastjóri ár- ið 1939. Ég hlakkaði til þeirra kynna í aðra röndina, en kveið þó hálf vegis fyrir í hina. Ég minntist orða Jóhanns Sigurjónssonar um að „fjarlægðin geri fjöllin blá og mennina rnikla". En svo fór þó ekki um Jakob Kristinsson, faann missti einskis í við per- sónulega kynningu. En kynni mín af honum urðu mjög náin meðan hann var fræðslumála- stjóri og eftir það. Mannkostir Jakobs, hin tigna skapgerð hans, djúpu vitsmun- ir og trausta menntun — nutu sín ágætlega í hinu virðulega og ábyrgðarmikla embætti. Róleg- ur og íhugull hlustaði hann á mál manna eða las skriflegan málflutning. Og þó að hann sé hverjum manni tryggari sem vinur, og lundin viðkvæm og miskunnsöm, hygg ég að hann hafi aldrei fyrir þær sakir eða neinar aðrar, hallað vísvitandi réttu máli. Hann var sjaldnast fljótur að taka ákvarðanir, en gaf sér tíma til að meta hvert mál og vega og leita kjarna þess. En þegar hann hafði tekið á- kvörðun varð engu um þokað, nema að ný rök og gildari kæmu til. Var þá sjálfsagt, að hafa það í hverju máli, er sann- ara reyndist. Ég segi þó ekki, að honum hafi ekki getað skjátlazt, eða aldrei gert það sem öðrum dauðlegum mönn- um. En hefði svo verið, mundi hann hverjum manni fúsari að leiðrétta það aftur, viðurkenna villu og taka á sig sakir. Jakob Kristinsson var frábær yfirmaður. Stjórn hans var styrk og örugg. Hann naut ó» skoraðs trausts alþingis og rík» isstjórnar, vináttu nánustu und» irmanna sinna — og virðingar og aðdáunar allra, sem til hans þekktu. Ekki verður sagt að Jakob Kristinsson hafi átt frumkvæði að kennslueftirliti, því að 1931 —1932 var hér nokkurt kennslu eftirlit. En á því voru þeir ann- markar, að það var framkvæmt af starfandi kennurum, og fyr- ir þær sakir stóð það stutta stund. f fræðslulögum frá 1936 er ákveðið að sérstakir starfs- menn, námsstjórar, hafi skóla- eftirlitið á hendi, en þau á» j kvæði komu fyrst til fram» j kvæmdar í fræðslumálastjóratíð j Jakobs Kristinssonar. \ Þennan þátt hafði í fram» kvæmdinni vantað í skóla'kerfl landsins — þótt hann hefði lengi verið framkvæmdur hjá öðrum menningarþjóðum. Jakob Krist insson mótaði því fyrstu fram» kvæmdir á þessu sviði íslenzkra skólamála. Fylgdi hann náms» stjórum úr hlaði með snjöllu og greinargóðu útvarpserindi til almennings, en starfsbréfi til þeirra sjálfra. Persónulegt eftir- lit með skólum átti að koma 1 stað dauðra skýrslna — og leið- beinandi umsjón í stað bréfa fjarlægra embættismanna. Lagði hann sérstaka áherzlu á skóla- eftirlitið í hinum dreifðu byggð- um, en kaupstaðir voru fyrst i , stað undanþegnir eftirlitinu, enda var meiri hætta á kýrr- stöðu í störfum einangraðra ; kennara en í fjölmennum skól» | um kaupstaða, fyrirmyndir um skólastörf frekar sóttar til er- lendra borga en strjálbýlla sveita, minna vitað og ritað um störf sveitaskóla en skóla í kaup stöðum, og oftar árekstrar milli fólksins og skólanna í sveitum en bæjum. Jakob Kristinsson vann nokk uð að setningu þeirra fræðslu- laga sem enn gilda. Hann var fyrsti formaður þeirrar nefnd- ar sem undirbjó þá lagasetn- ingu. En hans naut þar skammt við, því að hann sagði af sér embætti fræðslumálastjóra og öðrum opinberum störfum 1944 sökum heyrnarleysis. Þótti okk- ur, sem með honum höfðum unnið, það hið mesta tjón, og lögðum að honum að halda á- fram starfi sínu. Væntum við að geta að einhverju leyti bætt honum upp heyrnardeyfðina. En Jakob hafði tekið sína ákvörð- un, og henni varð ekki haggað. Það var ekki að hans skapi að vera hálfur í neinu starfi. Hann er alls staðar heill. Hinn dáði snillingur orðsins hafði reynzt framkvæmdasamur athafnamaður í einhverju um- fangsmesta embætti skólamála vorra, og virtur og elskaður stjórnandi. Þótt mér finnist mikið til um embættisstörf Jakobs Kristins- sonar sem fræðslumálastjóra og dái ræðusnilld hans, finnst mér þó miklu mest til um manninn sjálfan. Erindi hans um Ólaf pramma og fleiri ræður benda til, að sr. Jakofa hafi þekkt mannlegar freistingar og veikleika holds- ins. En persónuleg kynni mín af faonum eru bundin við efri ár hans, og hefi ég engum manni kynnzt, sem hefur tekizt eins Framhold á bls 23. ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.