Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 10
10 MOnCVNBlAtítB Sunnúdagur íi. rhaí 1962 í undirbúningi „þjóðfylkingar" á Islandi leið kommunismanns til valdatöku minnihlutans E IN S og skýrt er f rá á forsíðu blaðsins í dag hef- ur „þjóðfylking" kommún ista með Framsókn geng- ið svo vel, að jafnvel kommúnistar undrast „á- gæti" Framsóknarflokks- ins. Astæða er því til að vekja athygli manna á því, hvað „þjóðfylking" sé. Raunar ætti Framsókn armönnum að vera ljóst, hvaða leik þeir leika. — Dæmin eru ekki svo fá frá leppríkjunum, þegar kommúnistar voru að leggja þau undir sig. í leyniskýrslunni til Ein ars Olgeirssonar lýsa ís- lenzku stúdentarnir í Austur-Þýzkalandi „þjóð- fylkingunni" þannig: GIAIGE-garðyrkjuáhöld BLÓMASPRAUTUR VATNSUÐARAR SLÖNGUVAGNAR (rúma 60 m. af %" plastslöngu). KANTSKERAR ÚÐADÆLUR Dráttarvélar hi. „liítum nú á valdaskipting:- una og lýðræðið hér í landi. Því er haldið f ram hér og af ýmsum félögum i V-Evrópu að í þýzka alþýðuveldinu sitji samsteypustjórn fimm flokka og ýmissa óháðra félagssamtaka, hyggt á lýð'- ræðisgrundvelli. Þessir flokk ar og félög hafi gert með sér bandalag og bjóði sameigin lega lista fram í kosningum. Þessi samsteypa er kölluð — „Die Nationale Front" eða þjóðfylkingin. Allir flokkar og ýmis fjöldasamtök eiga full trúa í ríkisstjórninni, enda þótt í mjög ójöfnum mæli sé. Allir eiga þeir sín eigin mál- gögn, en misjöfn að stærð og upplagi. Þetta lítur prýði- lega út í fjarska. En þegar betur er að gáð, er hér að- eins um sýndarleik að ræða. Við munum nú rökstyðjaþað nánar. Það þarf engum að koma á óvart, að það er SED (austurþýzki kommún- istaflokkurinn, innskot Mbl.), sem frá upphafi þessa banda lags hefur haft tögl og hagld ir í hendi sér". Samvinna „til langs tíma" um „alþýðustjórn" Það er þess háttar „þjóð fylking", sem kommúnist- ar buðu Framsóknar- mönnum upp á vorið 1960 og Eysteinn Jónsson þáði í gleði og undirgefni fyrir hönd flokks síns. Um þessa staðreynd þarf ekki að deila, hún liggur fyrir skjalfest í áliti miðstjórn- ar kommúnistaflokksins á þingi hans í marz 1960. Þar segir: „Nú verður að reyna sam starf við Framsókn, en það er hlutur, sem átta verður sig vel á. Við og Framsókn vorum stoðirnar undir vinstri st.jórn inni. Við þurfum að átta okk ur vel á valdakerfi Framsókn ar og tengslum hennar við ameríska auðvaldið, hverra að almálsvari fyrrum vasr Jónas Hriflon, en nú Vilhjálmur Þór. Sprenging vinstri stjórn arinnar voru söguleg mistök hjá Framsókn. Nú liggur við hún kollsigli sínu eigin valda kerfi, þar sem íhaldið reiðir nú til höggs gegn því. Einnig liggur nú við, að bönd Fram sóknar við ameriska auðvald ið bresti. Innan Framsóknar- flokksins er þjóðlegur tend- ens fyrir hendi og möguleik ar eru nú að skapast fyrir breytingu innan hans. Alla vega höldum við nú andstæð ingum okkar klofnum. Við verðum hins vegar að blíva verkalýðsfl. og átta okk- ur í því sambandi vel á eðli Framsóknar: 1) Framsókn er sterkari og annars eðlis en Alþýðuflokkurinn. 2) Við megum ekki láta Framsókn takast að efla ítök sín, sem nú eru nokkur innan verka- Iýðshreyfingarinnar. 3) Fram- sókn styðst við samvinnuhreyf inguna. V i ð þurf um að endur nýja og endurbæta samvinnu- hreyfinguna. 4) Framsókn er dreifbýlisflokkur. 5) Fram- sókn er sterkari en Sjálfstæð isflokkurinn í mörgum hinna mýju kjördæma. í kosningasamvinnu við Framsókn gætum við í sameiningu náð miklum meirihluta við Alþingis- kosningar. Slík samvinna, ef tækist, gæti enzt til langs tíma. Við + Fram- sókn -f- Þjóðvörn höfum nú 45% kjósenda að baki okkur. Slík þjóðfylking gæti náð hreinum meiri- hluta í kosningum á næst- unni. Sú stjórn, sem upp úr því yrði mynduð, yrði að vera alþýðustjórn eða þróast upp í það. Þetta er engin gylling. Vilhjálmur Þór er nú farinn frá Fram sókn eða því sem næst." Framsókn reyndist kommúnistum vel Síðar á árinu 1960 lýsa kommúnistar þeim á- rangri, sem þegar hefur náðst af ágætri samvinnu við Framsóknarflokkinn. í skýrslu um Alþýðusam- bandsþing það haust segir m a.: „Áður en til þings kom var afráðið að hafa sam- starf við Framsókn, ef unnt reyndist að fá það fram á málefnalegum grundvelli (þ. e. án allra hrossakaupa). Gekk þetta snurðulaust og reyndist Framsókn vel í samstarfi á þinginu." Síðar í skýrslunni segir orðrétt, þegar rætt er um mntökubeiðni Landssam- bands íslenzkra verzlunar manna: „Framsóknarmenn stóðu sig vel í þessu máli og kom það mörgum á óvart (en þótti lofa góðu). At- kvæðagreiðsla fór þannig, að inntökubeiðninni var vísað frá með 198 atkv. gegn 129." Svo samstarfsviljugir voru Framsóknarmenn, að þeir snerust gegn inn- tökubeiðni Landssamb. íslenzkra verzlunarmanna, enda þótt allmargir Fram- sóknarmenn tilheyri þeim samtökum. Kommúnistar hafa því búizt við því að þrátt fyrir hið nána sam- starf Framsóknarmanna við þá mundi erfitt fyrir Framsókn að snúast gegn sínum eigin mönnum. — Þess vegna undrast þeir stórum afstöðu banda- manna sinna. En Eysteinn Jónsson hefur sýnilega fyrirskipað þeim að hlýðn ast kommúnistum í einu og öllu, jafnvel þótt það væri á kostnað Framsókn- arflokksins eða hagsmuna Framsóknarmanna. Framsóknarleiðtogarnir vita hvað þeir gera Eftir að birtar voru skýrslur, þar sem komm- únistar sjálfir játa, að eðli hins „íslenzka" kommún- istaflokks sé nákvæmlega hið sama og kommúnista- flokka annarra landa, fylktu Framsóknarmenn liði til útifundar komm- únista. Gátu þeir þó ekki lengur haft þá afsökun að þeim væri ókunhugt um, að Moskvuþjjnkunin væri þar algjör og háir og lágir í þeim flokki kepptu að því einu að koma landi sínu undir járnhæl ógnar- valdanna- í Kreml. Ef Framsóknarmenn hafa verið þeir einfeldn- ingar að vita ekki hvað „þjóðfylking" kommún- ista boðaði, þá vita þeir það núna. Því miður ger- ir Morgunblaðið sér htlar vonir um það að Fram- sóknarleiðtogarnir muni snúa baki við kommúnist- um og rjúfa bandalagþað, sem þeir gerðu í samræmi við fyrirmæli Komm- únistaflokksins í marz 1960. Hins vegar eru að- eins tvær vikur þar til kjósendur í bæjum og þorpum landsins geta sýnt þessum herrum, svo ekki verði um villzt, að þeir ætlast ekki til þess að ís- land verði hlekkjað heims kommúnismanum með svikum og fláræði. Sumarbúðastarfsemi í skála KR í Skálafelli í SKÁLAFELLI við Esju er stórt og fallegt hús, skíðaskáli KR. Hafa KR-ingar áhuga á að reka þar sumarbúðir fyrir börn á aldrinum 9—13 ára og mun Hannes Ingibergsson Sþróttakenn ari veita búðunum forstöðu. Er við inntum Hannes nánar eftir þessu, sagði hann, að mik- ill áhugi væri að nota vandaða hús að sumrinu. í fyrrasumar hefði verið þar efra vísir að sams konar starfsemi. Hefði þá verið ljóst að skálinn er ágæt- lega fallinn til þessarar starf- semi. Mikið hefur verið unnið úti við síðan þá t.d. er kominn stór grasvöllur. Aðstaða til leikja og íþrótta er því stórum bætt. Ef næg þátttaka fæst er fyrir« hugað að sumarstarfið hefjist 16. júní og standi til 1. ágúst, en tímabilinu verði skipt í tvö þriggja vikna námskeið. Nánari upplýsingar eru gefn- ar í síma 13026 og hjá Hannesi Ingibergssyni, sími 2452ii.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.