Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 13
Sunnudagur 13. maí 1962 MORCVNBLAÐIÐ 13 Hafa þeír agað okkur af ást? rr í Tímanum er sárlega kvartað undan því, að Morguniblaðið skuli fhafa kallað Framsóknar- imenn óvini Reykjavíkur. Nú er það svo, að óvinátta er innra ttiugaréstand, sem aðili sjalfur jþekkir einn til hlítar. Bf hann þá gerir það, þvi að löngum hef iur verið talið ærið erfitt að þekkja sjálfan sig. Aðrir verða aftur á móti að meta hugará- Btand hans af líkum og þá eink- um af þeim verkum, sem hann (Vinnur. Ef það er rétt hjá Tímanum, etð forystumenn Framsóknar séu ekki óvinir Reykjavíkur, þá verður að segja, að þeir hafa að iminnsta kosti dulið hug sinn vel. Verk þeirra hafa löngum vitnað um allt annað en vináttu I garð Reykjavíkur og Reykvík inga. Ef til vill halda Framsókn armenn því þó fram, að athafnir þeirra hafi verið í samræmi við meginregluna um, að maður ekuli aga þann sem hann elsfr- ar .Ef harðneskjan er því meiri 6em ástin er heitari, bendir það vissulega til mikils kærleika Framsóknarbroddanna til Reyk Víkinga, því að um það verður ekki deilt, að Framsókn hefur Ibeitt þá miklu harðræði. Bvrði Framsóknar [ Áður fyrri töluðu sumir Norð : ':'^:vWi*v Við Tjörnina í Reykjavík. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 12. maí w^^^^^^^^^^J. urálfumenn um „byrði hvíta imannsins". Þeir sögðu sig stofna nýlendur á meðal svertingja og annarra litríkra þjóða, ekki til að afla sjálfum sér fjér og frama þó að slíkt fylgdi með, heldur í því sfcyni að koma þeim til imanns. Nýlendulherrarnir ímynd uðu sér, eða réttara sagt reyndu að ímynda sér, að það væri um- Siyggja fyrir blökkamönnum og öðrum vanþroska lýð, sem réði gerðum þeirra. Vafalaust vildu ýmsir þessir aðkomumanna láta gott af sér leiða og auðvitað var jþeim ekki alls varnað. En flestir hinna hvítu litu niður á heima- menn, töldu þá ekki sína jafn- ingja, heldur yrði að hafa vit fyrir þeim. Víst er ólífcu saman að Jafna, þeim vandræðum, er stafa af samskiptum ólíkra kynstofna og erfiðleikum Fram- Bóknarforingjanna í sambúð við aðra Reykvíkinga, því að allir erum við sem betur fer af sama stofni. En Framsókn armenn hafa aldrei viljað við- urkenna, að Reykvíkingar væru jafn réttháir öðrum landsmönn- um. Framsókn hefur ætíð talið, að hún yrði að hafa vit fyrir Iþeim, atkvæai Reykvífkinga á löggjafarþingi þjóðarinnar mættu t.d. alls ekki vega jafn imikið og annarra. Engu að síð ur hafa Framsóknarhöfðirigjarn ir hvergi viljað vera fremur en I Reyfcjavífc. Broddar Framsókn Br hafa ekfci talið eftir að lifa Innan um vanþroskaðan lýð, einungis hafa þeir ætlazt til þess eð fá að njóta hæfilegra forrétt inda og umbunar fyrir að taka á sig slíka byrði. Framsóknarflokfcsins var sá, að ; styrk sinn í afneitun þessara auð á yngri árum snerist hann harka | sæu sanninda. Hingað til hef ur lega á móti þeim, sem unna ,hún t.d. ekki skilið, að landbún- vildu Reykvíkingum lítilsháttar sanngirni um þingmannafjölda á Alþingi. Hann átti drjúgan þátt í því að hrekja Ásgeir Ás- geirsson, núverandi forseta fs- lands, og Tryggva Þórhallsson, annan aðalstofnanda Framsókn- ar ,úr flokknum, einmitt af þess ,'ar annað furðulegt, því að auð um sökum. vitað eru í Framsóknarflokkn- aður á Islandi gat ekki blómgast nema til væri stór innanlands- markaður til að taka við afurð- um hans. Á seinni árum er svo að sjá sem sumir Framsóknar- menn séu farnir að skilja þetta. iSMkt er lofsvert og væri raun en manns- Meira aldursbarátta Baráttan fyrir jafnrétti Reyk- víkinga á við aðra landsmenn befur nú staðið í meira en manns aldur. Ef Framsókn hefur nokk urn tíma verið með því að af- létta nokkru misrétti af Reyk- víkingum, er þar um algera und antekningu «ð ræða, sem einung is staðfestir regluna. Upphaf frama núveiandi íormanns Og það er ekki einungis, að Framsókn hafi heiftúðlega bar- izt gegn formlegu jafnrétti Reyk víkinga á við aðra landsmenn, heldur hefur hún lengst af ver ið andsnúin öllum verklegum Uframkvæmdum hér í borg. Þar Inægir að nefna upphaf Sogs- jvirkjunar, hitaveitu og eflingu Jatvinnuvega í borginni. Ekki mega menn heldur gleyma Gulu bókinni og þeirri meðferð, sem Reykvíkingum var ætluð sam- kvæmt henni. í einni af leyniskýrslum komm únista, sem nýlega hafa verið birtar hér í blaðinu, ásakar Ein ar Olgeirsson Lúðvík Jósefs- son um „provincialisma". >að er einmitt „provincialisminn", sem hnýtt hefur þá Lúðvík Jós- efsson og Eystein Jónsson í sama spyrðubandið, þótt báðir kjosi þeir fremur að eyða æfi- dögum sínum í höfuðborginni en í éigin kjördæmi. Einkenni provincialismans Auðvitað er það síður en svo ámælisvert að vilja efla hag landsbyggðarinnar. Án blómlegr^ ar landsbyggðar fær engin höf- uðborg eflzt. Sannmæli er það, sem Einar Benediktsson kvað: „Af bóndans auð hún auðgast, verður stærri og auðgar hann, — þau hafa sama mið. Þá landið eflist, ris hún hærri, hærri með háa þekking, list og þjóðlegt snið". En Framsókn hefur ætið sótt um almennt ekki ógreindari menn en aðrir, þó -að þeir hafi látið þröngsýna forystumenn villa sér sýn. Forystumennirnir hafa hinsvegar ætíð komið fram við Reykjavík eins og hún væri óvinaborg. Óvinaborg, sem þeir að vísu vildu sjálfir eignast og drottna yfir. Breytt um baráttu aðferð Á meðan Framsóknarmenn töldu sig hafa nökkurn vegin trygg völd í landinu vegna úr- eltrar kjördæmaskipunar, hugs- uðu þeir ekki svO mjög um að vinna Reykiavík innan frá. Þeir töldu sig þá geta lamað áhrif hennar með ranglátri löggjöf og létu sér nægja að gera öðru hvoru herhlanp að bænum, t. d. í bæjarstjarnarkosningum. Var þá ekki farið leynt með, að ræki- lega yrði ruskað til, ef þeir fengju oddastöðu í bæjarstjórn. Jafnvel eftir hrakfarir V-stjórn- arinnar í bæjarstjórnarkosning- unum 1958 hældist Hermann Jón ansson yfir því norður á Hólma- vík þá um haustið, að búið væri að setja nær helming þjóðarinn- ar „til hhðar". En þá var skammt að bíða skapadægurs V- stjórnarinnar. Eftir að mistekizt hafði örvæntingarfull tilraun til endurreisnar henni, bauð Fram- sókn til samstarfs þeim, sem hún skömmu áður hugði að búið væri að setja ti' hliðar fyrir fullt og allt. Samslarfstilboðið var háð því skilyrði, að haldið yrði rétt- leysi Reykvíkinga í löggjafar-. efnum. Því „góða" boði var að sjálfsögðu hafnað Eftir það varð Framsókn að una því að njóta ekki meiri | réttar en aðrir. En engum kom til hugar að níðast á henni eða hennar mönnum — að setja þá til hliðar, svo að hin eftirminni- legu orð forsætisráðherra Fram- sóknar séu notuð. SÍS og kaupfélög þess njóta að sjálfsögðu fulls jafnréttis við aðra og hafa ekki síður en þeir gagn af heilbrigðri fjármála- stjórn og endurreisn atvinnu- lífsins. Einkennilegasta kosningaloforðið Án valdanna þykir Framsókn arhöfðingjunum hinsvegar lífið lítils vert. Þeir telja nú, að völd in geti þeir ekki endurheimt nema með því að fá oddastöðu í Reykjavík. Vonlaust er, að hún fáist með kúgunaraðferð- inni gamalreyndu. Þess vegna hefur ný bardagaaðferð verið tekin upp. Af þessum sökum gengur Framsókn nú til borgarstjórn arkosninganna með einkenni- legasta kosningaloforð, sem nokkurn tíma hefur heyrzt. Hún hamrar á því, að Reykvíking- um sé óhætt að kjósa sig vegna þess, að öruggt sé að Sjálf stæðismenn fái meirihluta! 1 þessu felst játning á því, að ef menn geri sér grein fyrir þeim möguleika, að Framsókn fái hér oddastöðu séu litlar lík- ur til mikils fylgis hennar. Eng ir vita þó betur en Framsókn- armenn sjálfir, að eftir úrslit- um síðjjstu almennra kosninga hér í Reykjavík, þ. e. haustið 1959, munar ekki nema örfáum atkvæðum, að Framsókn fái oddastöðu í höfuðborginni. Trúa Reykvíking- um illa Framsóknarmenn trúa Reyk- víkingum svo illa, að þeir eru sannfærðir um að geri borgar- búar sér grein fyrir úrslitará'ð- um Framsóknar, þá muni fylk ing hennar hraðþynnast en fylgi Sjálfstæðismanna stór aukist. Því fara Framsóknar- broddarnir nú eftir hinu forna heilræði Hávamála: „Við þann skalt mæla en flátt hyggja", við þann „þú illa trúir vildu af hánum þó gott geta". Því fer fjarri, að allir Fram- sóknarmenn séu sammála flátt- skap forystumanna sinna. Þar í flokki er margt mætra manna, sem af ýmsum ástæðum hafa enn ekki losað sig úr flokks- viðjum, er þeir lentu í, án þess að gera sér grein fyrir hvers eðlis þær væru. Ýmsum Þess- ara manna finnst það skylda sín að reyna að leiða flokkinn af glapstigum. Þar af koma hin miklu átök, sem átt hafa sér stað innan flokksins siðustu misseri. Ovinsamlegri en Hermann Agreiningurinn um utanríkis- mál var fyrir nokkrum mán- uðum orðinn svo mikill innan Framsóknar, að engum gat dul- izt. Þá birti Tíminn hverja greinina eftir aðra til árása á samstarf Islands með öðrum lýðræðisþjóðum * og hafnaði skrifum, sem ætluð voru til and svara. Lýðræðissinnar leituðu þá athvarfs hjá Eysteini Jóns- syni, en hann tók þeim jafnvel mun fálegar en Hermann Jóns- asson. Það var fyrst, þegar for- ystumönnunum voru settir úr- slitakostir, og þeir heyrðu um almenna óánægju flokksmanna víðsvegar um landið, að þeir létu undan og leyfðu lýðræðis sinnum nokkurn aðgang a5 höfuðmálgagni flokksins. Hinir yngri menn vildu ekki láta bjóða sér slíka meðferð aft ur og tóku þess vegna þátt í stofnun Varðbergs, ásamt ung- um mönnum úr Sjálfstæðis- og Alþýðuflokkunum. — Enginn skyldi halda að þetta hafi tek- izt átakalaust, eða að forystu- mennirnir, sem þá létu svín- beygja sig, hafi gleymt því sem gerðist, að ótöldum vinstri sinnum og beinum útsendurum kommúnista, sem úir og grúir af í flokknum. Þegar þannig er ástatt er von að margir innan Framsóknarflokksins séu kvíða- fullir yfir því, ef hún fengi odda stöðu í borgarstjórn Reykjavík- ur. „Flokkurinn, sem hann virðir mest"! Vonandi kemur aldrei til þess að á þetta reyni. Svo verður vissulega ekki. ef Reykvíkingar gera sér grein fyrir, að mögu- leilkinn sé fyrir hendi. En ef Framsókn fengi þá lykilstöðu, mundi hún nota hana eingöngu sjálifri sér til framdráttar og styrktar, án nokkurs tillits til hagsmuna borgarbúa eða þeirra, sem hún af fláttskap ginnti til að kjósa sig. Tjminn tala<ði fjállglega um það sl. þriðjudag, að Framsókn- arflokkurinn væri sá flokkurinn, sem S.iálfstæðismenn ,,virtu mest". Óneitanlega lætur það einkennilega í eyrum Sjálfstæð- ismanna að Framsóknarbroddarn ir skuli telja sér það til lofs að njóta virðingar „íhaldsins". Flestu er tjaldað, þegar gripið er til þvílíkra hugaróra. Framsókn á langt í land til að afla sér virðingar Sjálfstæðis- manna. Til þess þarf hún að breyta um starfshætti, hverfa fró valdabröltinu og í framkvæmd unna öllum landsmönnUm, þar á meðal Reykvíkingum, jafnrétt- is. Viðurkenna ber þó, að orðin eru til alls fyrst, og nokkurs væri um það vert, ef Framsókn fynndi í raun og veru að henni væri til framdráttar að njóta virðingar stærsta flokks þjóðar- innar. En framferði hennar und- anfarið er síst lagað til að afla henni virðingar hvort heldur innan hennar eigin raða eða utan. Samfylkti með kommúnistum Það er því þegar sýnt að leið- in til aukinnar virðingar verður torsótt fyrir Framsóknarflokkinn. Fagurmæli og fláttskapur endast skammt á þeirri braut. Reykvík- ingar taka með varúð skjalli Framsóknar um dugnað þeirra og manndóm á meðan hún í hinu orðinu segir þá ekki meiri menn en svo að þeir hafi stöðugt vai- ið sér duglausa forystu. Sú ásök- un kemur úr hörðustu átt frá mönnunum, sem stukku fyrir borð af V-stjórnarskútunni hinn 4. desember 19i58, þegar þeir sáu rísa' við himinn verð- bólguölduna, sem þeir sjálf- ir höfðu ýtt af stað. Framsókn sýndi og nýlega hvar hún telur forystu helzt að ieita. Hinn 1. maí sl. vísaði hún liði sínu undir merki kommúnista í höfuðborg- inni. Þegar á reynir er það sam- fylkingin við kommúnista, sem hún heldur að dugi sér bezt. Þangað beindi hún sínum mönn- um, strax eftir að sannazt hafði skýrar en nokkru sinni fyrr, í hversu nánum tengslum koimm- únistadeildin hér stendur við ein ræðisstjórnirnar austan járn- tjalds. . Frh. á bls. 14. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.