Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.05.1962, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 13. maí 1962 GEORGE ALBERT CLAY; GINA Saga samvizkulausrar konu ----------------- 60---------------- Hefðirðu það? spurði hann, hissa. Hvernig það? Af því að þú ert maðurinn minn. Aðra ástæðu þarf ég ekki Kannske Gina hafi verið sama sinnis. Þefcta hafði verið fyrir tveim- vr mánuðum, tveimur löngum, þreytandi mánuðum og enn einu sinni fann hún sig vera í nútíð- inni, flækta inn í endurminning- arnar um það, sem hún hafði séð kvöldinu áður. Hún svaf í einu framherberg- inu í kjallaranum. og fór þaðan sem allra minnst og helzt ekki nema þegar Don Diego mæltist til þess, að hún hjálpaði Lolytu við eitíhvert verk. Hún kveið imest fyrir ef hún þyrfti að hitta einhverja japönsku foringjana, sem hún hafði þekkt, því að þeir máttu ekki vita, hvernig komið var fyrir henni, en raunveru- lega var það þó óttinn, sem hélt henni innilokaðri í herberginu — óttinn við skæruliðana. Kato hafði sagt hennd, að þeir vissu alls ekki um hennar þátt í dauða unga Diegos, en hún þóttist vita betur. Hvarf svartsteins- hringsins hafði sagt henni það. Einhverntíma hlutu þeir að koma og sækja hana. Henni þótti vænt um þessa fjóra veggi í litla herberginu. Hús Sffredos, þarna við hlið- ina var enn höfuðstöðvar leyni- lögreglunnar, en margir foringj arnir og nokkrir dátar höfðust við í húsi de Aviles. Þeir höfðu lagt undir sig báðar hæðirnar og fjölskyldan varð að halda sig í kjallaranum. Hann hafði sótt um það hvað eftir annað, að fjöl- skylda hans þyrfti ekkj að búa í lögreglustöð en alltaf fengið neitun, og það gat hann ekki skilið, t.i Gina vissi mætavel, að iþað var eingöngu til þess gert að geta haft Don Diego undir stöðugu eftirliti. Já, frú. Ég skal reyna hvað ég get til að koma þeim í rúmið klukkan á.tta. Bátur til sölu M.b. Unnur HÚ 3, 11 smálestir af stærð, með 80 ha. Penta dieselvél. Smíðaður í Hafnarfirði 1960. f bátnum er dýptarmælir, gúmmíbjörgunarbátur Og talstöð. — Talsvert af veiðarfærum getur fylgt. Bátur og vél í góðu standi. Mjög hagstæð kjör. — Allar nánari uppl. veitir. FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns ttiríkssonar Sölum.: Ólafur Ásgeirsson Laugavegi 27 — Sími 14226. Hún gat séð út um háa glugg- ann með því að standa upp á stól, og horfði svo á foringjana, tímunum saman, er þeir komu og fóru. Stundum geymdu þeir þarna fanga, þegar hitt húsið var fullt og það horfði hún á líka. Kvöldið áður hafði hún heyrt óp og hlátra, löngu eftir að hún var f arin í rúmið, og hafði bá dregið stólinn út að glugganum. Réfct í því, að hún gat séð út um gluggann, voru þeir að binda fanga við eina tréð, sem þama var úti fyrir. Þeir létu ljósin á bílnum skína á hann, svo að hún sá allt sem fram fór. Fanginn hafði verið flettur öllum klæðum og æpti af kvölum og Gina fannst hún vera að horfa á með- ferðina á unga Diego. Loksins skreið hún aftur í rúm sitt, yfir- komin af hryllingi. Don Diego og Lolyta sátu þeg- ar við morgunverðarborðið þeg- ar hún kom inn til þeirra. Þau voru að borða einhvern ólysti- legan graut úr úrgangsrísi og frú Lolyta vildi ekki segja henni, úr hverju hún hefði búið til svarta brauðið, sem þarna var einnig á borðum. Þau drukku heitt vatn, því að hvorki var til te eða kaffi. Þau voru alveg ætt við rótina, sem þau höfðu notað í kaffi stað, því að sumum hafði orðið illt af henni. Luisa er veik, mjög veik, sagði Lolyta, og þetta var einmitt dag- urinn, sem hún ætlaði með Diego út á búigarðinn eftir kálmeti. Gina hafði búizt við, að henni yrði það erfitt að búa undir Sama þaki og Luisa, en sú hafði ekki orðið raunin á. Þær töluðu lítið saman, af því að þær höfðu lítið um að tala, og Tim var aldrei nefndur á nafn, því að enginn vissi hvar hann var. Þær voru sjaldan saman, af þvi að Gina hélt sig mest inni í herberginu sínu en Luisa var jafnan önnum kafin og virtist helzt geta verið allsstaðar í senn. Henni hlýtur að batna bráð- lega, sagði Don Diego. í dag verð um við að fara. Hversvegna ekki á morgun eða hinn daginn spurði Gina. Ég er bundinn við daginn í dag, svaraði hann, og ég get ekki farið einn. Luisa verður að fara. Luisa má alls ekki fara á fæt- ur, sagði Lolyta. Hún reyndi að fara fram úr, en hún getur alls ekki staðið á fótunum. Ég skal fara með þér. Don Diego leit á konu sína. Þetta er alltof þreytandi ferða- lag fyrir þig, og svo máttu ekki fara frá sjúklingunum. Ginu varð hugsað til heils dags út í sveit — langt burtu frá I allri innilokuninni þarna í bús- inu. Kannske ég gæti farið? sagði hún. Hjónin litu snöggt hvort á ann að, eins og manneskjur, sem verða að ákvarða sig fljótt. Ég vil gjarna fara, sagði Gina og bar ótt á. Ég hef ekki komið út úr húsinu í tvo mánuði, og mig langar að koma út, þó ekki sé nema í einn dag. 1 gærkvöldi horfði ég á þegar þeir voru að pynda mann og .... Hún hefði viljað segja meira, en gat ekki komið upp orðunum. Ég er búin að læra að líta í hina áttina, Gina, sagði Lolyta rólega. Það verður þú líka að læra. Þú þarft ýmislegt að læra núna, þegar þú átt ekki lengur heima uppi á fjallstindi þar sem þú getur ekkert ógeðslegt séð. Hún sneri sér að manni sínum. Ég held, að Gina gæti farið með þér. Það er of snemmt. Kannske seinna, en ekki ennþá. Ég veit ekki nema það væri ofmikil á- hætta. Það er enginn annar, sem get- ur farið, sagði hún, en þú ættir samt að tala við hana fyrst. Hann fór með Ginu inn í lítinn klefa þarna í kjallaranum, lokaði dyrunum og sagði síðan við hana: Þú veizt, að sumir okkar berjast enn við Japanana? Já, þeir berjast auðvitað, en sumir okkar hinna berjast líka þótt öðruvísi sé. Vildir >ú hjálpa okkur? Vildir >ú ganga í lið með okkur? Þeir mundu ekki þiggja mína hjálp, sagði hún dræmt. Þú gleym ir aðmírálnum og unga Diego Hann var tekinn heima hjá mér. Það var ekki þér að kenna, að hann var tekinn, sagði gamli maðurinn. Hann var að reyna að ná sambandi við þig og mistókst íþað. Hann vissi hvaða hættu hann lagði í og var fús til þess Gina skildi, að nú var henni óhætt. Hún þurfti ekki lengur að óttast hefnd fjallamannanna. Hún hafði engu að tapa en allt að vinna. Hvernig get ég hjálp- að? spurði hún. Menn og konur safna ýmsum smávægilegum upplýsingum um alla borgina, sagði hann henni. Sumir eiga heima við höfnina, aðrir uppi á hæðunum og enn aðrir við sölutorgin. Allt er svo skrifað upp enda þótt það kann- ske virðist fánýtt. Og hvert smá- atriði kann að vera- þýðingar- laust, en þegar þau koma öll sam Síilltvarpiö Sunnudagur 13. mai 8:30 Létt lög. — 9:00 Fréttir. TJt ODYRT ODVRT TELPUKÁPUR 2ja—14 ára. — Verð kr. 180,—, 210.—, 250,—, 290,— SmásaJa — Laugavegi 81 >f X- X- GEISLI GEIMFARI >f X- * 9:10 Morguntónleikar: — 10:10 Veð- urf regnir). a) Andrés Ségovia leikur á gít ar tónverk eftir Rameau, Castelnuovo-Tedeseo, Tans- man og Albeniz. b) Gérard Souzay syngur lög eft ir Chausson; Jacqueline Bonneau leikur undir á píanó. c) „Gæsamamma", svíta eftir Ravel (Sinfóníuhljómsveitin í Detroit leikur; Jaul Paray stjórnar). d) FiSlukonsert í D-dúr op. 35 eftir Tjaikovsky (Zino Frances catti og Fílharmoníska sin- fóníuhljómsveitin í New York leika; Dimitri Mitropo- ulos stjórnar). 11:00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Óskar J. Þorláksson. —» Organleikari: Dr. Páll Isólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:05 Erindi: Brezki fornleifafræðing urinn og listfræðingurinn Willi- am Gershon Collingwood og ís- landsför hans sumarið 1897 *m (Haraldur Hannesson hagfræð- ingur). 14:00 Miðdegistónleikar: Útdráttur úr óperunni ..Ævintýri Hoffmanns'* eftir Offenbach (Raoul Jobin, Renée Doria, André Fernet, Vina Bovy o.fl. syngja með kór og hljómsveit Opera Comiqua i París; André Cluytens stjórn- ar. — I>orsteinn Hannesson kyna ir). 15:30 Kaffitíminn: a) Carl Billich leikur á pfanó. b) „Sumarle^fi í Alpafjöllum"J Söngur og hljóðfæraleikur. 16:30 Veðurfregnlr. — EndurtekiS efni: Árni Kristjánsson flytur þýddan bókarkafla um Mozart eftir Carl Nielsen og bregður upp tóndæmum (Áður útv. sem morgunhugleiðingum i marz). 17:30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnar* son): a) Sólveig Guðmundsdóttir les sögu: „Níels" eítir FaUc Rönne. b) Síðari hluti leikritsins — ,,Strokubörnin" eftir Hug- rúnu (Áður útv. I fyrra). — Leikstjóri: Ævar R. Kvaran, 16:30 „Til himins klukkur hljóma"t Gömlu lögin sungin og leikin. 19 .-00 Tilkynningar. 19:20 Veðurfr. —. 19:30 Fréttir. 20:00 „Sonur keisarans", óperettulög eftir Lehár (Sonja Schoner. Henz Hoppe og Gunther Arndt kórínn syngja með hljómsvei* Borgaróperunnar í Berlín; Hansgeorg Otto stjórnar). 20:15 Því gleymi ég aldrei: Á vorferða lagl um Hólsfjöll — frásaga — Stefáns- Ásbjarnarsonar á GuS mundarstöðum í Vopnafirði -» (Andrés Björnsson flytur). 20:40 íslenzkir kvöldtónleiikar: a) Pfanólög eftir Pál ísólfsson (Gísli Magnússon leikur). b) „Fornmannsvísur" eftir Sig- urð Þórðarson (Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guð jónsson, Guðmundur Jóns- son og Karlakór ReykjavfK ur syngja; höf. stj. c) Svíta í rímnastíl nr. 1 fyríff fiðlu og hljómsveit eftir Sigursvein D. Kristinsson (Ingvar Jónasson og Sinfdníu hljómsveit íslands flytja. —¦ Jindrich Rohan stjórnar). 2i:20 Skáldið á Tjörn, — dagskrá um Ögmund Sívertsen, saman tekin af Aðalgeir Kristjánssyni bóka- verði. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög — 23:30 Dagskrárlok. 8:00 12:00 13:15 13:30 15:00 18:30 19:30 20:00 20:05 — Þú sérð það Lára, að ég hafði á réttu að standa. Ég vissi að þeir kasmu hingað í geimskipafélagið .... og um þetta leyti. — Legðu frá þér byssuna, Vandal! Þetta hjálpar þér ekki ...... — Áttu við að gefast upp? Og tapa fimm milljónunum, sem við fengum fyrir durabilium? Kemur ekki til mála, Geisli! Við Lára verð- um að hugsa um okkur sjálf ...... Og það þýðir að þið verðið að deyja! 20:45 21:05 21:30 22:00 22:10 23:00 Mánuðagur 14. mai. Morgunútvarp (Bæn: Séra Jón Guðnason — 8:05 Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson stj. og Magnús Pétursson leikur und ir. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar — 10:10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). Búnaðarþáttur: Agnar Guðna* son ráðunautur talar um illgrea iseyðingu. „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegísútvarp (Fréttír og tiik. m» Tónleikar — 16:30 Veðurfr, — Tónleikar — 17:00 Fréttir -» Tónleikar). Lög úr kvikmyndum — 16:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr, Fréttir. Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). Um daginn og veginn (Sverrir Hermannsson viðskiptafræðing- ur). Einsöngur: Nanna Egilsdóttir Björnsson syngur; Fritz Weiss- happel við píanóið. ») Þrjú lög eftir Sigvalda Kalda lóns: „Samtal fuglanna", — „í Svanahlfð" og „Þú ert eina hjartans yndið mitt". b) ,;Vögguvísa" eftir Pál ís. ólfsson. c) Þrjú lög eftir Richard Strauss: „Du meines Berzena Krönelein", „Die Nacht" og „Die Georgine". Iyeikhúspistill: Jean Vllar og Al þýðuleikhúsið franska (Sveinn Einarsson fil. kand.). Tónleikar: Píanókonsert nr. í t A-dúr eftir Liszt (Samson Francois og hljómsveitin Phil- harmonia í Lundúnum leika; Constantin Silvestri stjórnar). Útvarpssagan „Þeir" eftir Thop Vilhjálmsson: I. (Þorsteinn Ö. Stephensen). Fréttir og veðurfregnir. Hljómplötusafnið (Gunnar Gutk mundsson). Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.