Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1962, Blaðsíða 13
friðjudagur 29. maí 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Samandregið álit ýmissa helztu sérfræðinga NIKITA Krúsjefif hefur farið frekar friðsamlega að öllu síðastliðna mánuði, forðast oísafengnar ihótanir og ófrið- samlegar aðgerðir. Kjarnorkutilraunir Banda- ríkjanna virðast ekki hafa raskað ró hans. í viðræðum við vestræna menn hefur hann verið sáttfús. Hersýning in 1 Moskvu 1. maí var aðeins náu mínútna löng, og á henni var ekkert nýtt að sjá. Hvað veldur? Skoðanakönn un meðal Rússlandssérfræð- inga í helztu hötfuðborgum heims hefur leitt í ljós, að flestir rekja rósemi hans til þess, að hann sé önnum kaf- inn við hættuleg vandamál heima fyrir. Þessi vandamál eru stjórnmálalegs, efnahags- legs og félagslegs eðlis. Nokkrir telja að hann sé að leggja gildru fyrir Vestur veldin, til að fá þau til að koma með ótímabær friðartil- er helzt að finna meðal eldri kommúnista og í hernum. Hvorugum tókst að ráða nið- urlögum hins. Þessi stjórnmálalegu vanda mól eiga að miklu leyti rætur sínar að rekja til spurningar- innar miklu, sem svo ákaflega er deilt um: hvernig bezt sé að skipta náttúruauðlindum landsins milli framleiðslu- greinanna, Sovétríkin eiga mikil náttúruauðæfi, en þau eru ekki ótakmörkuð. Rússum hefur aðeins tekizt að halda áfram geimferðakapphlaup- inu með því að nota þessar auðlindir til annars en bæta lífskjör almennings. Sagt er, að Krúsjeff hafi verið ljóst, allt frá því Rúss- ar tóku fyrst forystuna í geim ferðum, að þejm tækist að- eins að halda henni um skamma hríð. Bandaríkin hafa miklu meiri iðnmætti og auðæfum á að skipa. Þungaiðnaður Sovétrikjanna vex hratt, en framleiðsla neyzluvarnings stenzt hvergi nærri áætlun. geimrannsóknir. Krúsjeff er nýbúinn að játa tilboði frá Kennedy um slíka samvinnu. F.fnahagsleg klípa Það er nú orðið lýðum ljóst, að allar tilraunir til að koma í veg fyrir viðreisn Vestur-Evrópu, hafa farið út um þúfur, þrátt fyrir mikla viðleitni Stalíns, og síðar Krúsjeffs, við að sundra Ev- rópu og hindra samskipti við Bandaríkin, bæði efnahags- lega og hernaðarlega. f hjarta Evrópu vex Sam- eiginlega markaðnum fiskur um hrygg utan um Vestur- Þýzkaland, Frakkland og ítalíu. Bretar hafa beðizt inngöngu og margar smærri þjóðir eru að þreifa fyrir sér um inngöngu. Allar hót- anir frá Moskvu nú myndu senda „hlutlausu" löndin í Evrópu beint inn í samsteyp una. Löndin, sem Krúsjeff von- aði einu sinni að ná undir kommúnismann, eru nú auð- sælli en kommúnistaríkin í Austur-Evrópu. í Vestur-Ev- rópu stendur allt efnahags- líf í blóma, en kommúnista- ríkin í Austur-Evrópu staðna í fátækt. í mörgum höfuðborgum er Hin dularfulia ró Krúsjeffs boð. Þá gæti Krúsjeff, eins og áður, heimtað tilslakanir og gerzt síðan frekur og heimtað meiri tilslakanir. En aðeins mikill minnihluti er á þessari skoðun. Pólitísk allsherjarslagsmál Hið nýafstaðna flokksþing varð að allsherjarslagsmálum á stjórmnólasviðinu. Krúsjeff varð fyrir árásum þeirra, sem eftir eru af hinum svokallaða stalínistaarmi flokkssins. Þá f vetur hefur verið mikið kvartað um skort á matvæl- um í ýmsum rússneskum borg um. og þær hafa komizt fljótt til æðstu manna. Krúsjeff er afar viðkvæmur fyrir skoð- unum flokksbræða sinna, Og þeir sem hafa talað við hann í seinni tíð, segja að hann hafi þungar áhyggjur af landbún- aðinum. Rússneskir kommúnistar verða að geta boðið bænd- um betri kjör, meiri áburð og vinnuvélar, ef þeir eiga að fást til að framleiða meira. En framleiðslugeta iðnaðarins er nærri öll bund in £ vígbúnaðar- og geim- ferðakapphlaupunum. Til að auka framleiðslu matvæla og neyzluvarnings yrði að taka verksmiðjur og menn frá vopna- og geimfara- smíði. Herinn er þeirri að- ferð andvígur. Ein leið til björgunar fyr- ir Krúsjeff er að hefja sam- vinnu við vestræn ríki um talið að einbeittni Bandaríkja manna í Berlínar-málinu eigi sinn þátt í hinni nýju hóg- værð Krúsjeffs. Hann hefur sannfærzt um, að hann fær ekki Berlín án stórstyrjald- ar, sem hann vill forðast. Vísindamenn, sem komið hafa nýlega til Rússlands hafa uppgötvað enn eina ástæðu fyrir friðsemi Krús- jeffs: Rússar flytja nefnilega inn rafheila frá Vestur-Ev- rópu til að vinna að fjar- skiptum, skipulagningu og stjórn auðlinda og mannafla. Krúsjeff leggur mikla áherzlu á þessa vinnu. Hann hefur litla skólamenntun fengið, en eigi að síður eru 40% af ráðgjöfum hans vís- indamenn. Bæði Krúsjeff og þessir ráðgjafar vita vel, að Rússar eru háðir vestrænum ríkjum í vísindalegum efn- um, og vilja ekki einangra landið. Félagslegar breytingar Krúsjeff er líka hrjáður af félagslegum vandamálum: Hinir ungu menn, sem út- skrifast úr háskólum og tækniskólum landsins, hafa verið aldir upp í þeirri trú, að þjóðfélagið myndi veita þeim góð lífskjör. Og nú krefjast þeir betra lífs. Þeir hafa engan áhuga á heims- byltingu gömlu bolsévik- anna. Einn af helztu Rússlands- fræðingum Bandaríkjanna segir: „Krúsjeff hlýtur að vera þroskaðri í dag en fyrir nokkrum árum. Hann sér að valdahlutföllin eru að verða honum óhagstæð. Viðreisn Ev rópu og Japans með hjálp Bandaríkjanna hefur slegið allar stoðir undan þeirri kenningu marxista, að „auð- valdsskipulagið sé komið á fallanda fót“. Krúsjeff hefur ekki heppn- azt vel að ná fylgi í Asíu, Afríku og nálægari Austur- löndum. Kína klórar í bak- dyrnar hjá honum, hungruð og þungbúin. Rússland sjálft er enn langt á eftir Banda- ríkjunum í almennri iðnfram leiðslu og enn lengra á eftir í matvælaframleiðslu. Verði engar meiriháttar breytingar í Moskvu má bú- ast við hiki og varúð þar. — Krúsjeff er of sterkur til að tefla veikt og of veikur til að tefla til vinnings. — f kommúnistaheiminum eru að verki öfl, sem stuðla að breytingum. Þessar stað- reyndir liggja að baki frið- semdar Krúsjeffs“. Náttúruíræöifélagið fer 3 fræðsluferðir a uppstigningardag í Kapelluhraun HIÐ íslenzka náttúrufræðifélag i son. hefur ákveðið að efna tli þriggja Skoffuð jarfffræffifyrirbrigffi Sinióníutónleikar fræðsluferða í sumar, en þessar ferðir félagsins þar sem til leiðsagnair eru fróðir leið-1 beinendur hafa á undan- iförnum sumrum notið mi'killa vinsælda. Fyrsta ferðin verður farin á uppstigningardag, 31. maí. Er það síðdegisferð að upp takagígum Kapelluhrauns og um Undirhlíðar að Kaldá, einkum til að skoða landslag og jarð- myndanir. Verður lagt upp frá Ðúnaðarfélagshúsinu x Lækjar- götu kl. 2 og ekin Krýsuvíkur- leið suður undir Vatnsskarð, en píðan gengið um 8 km. leið að Kaldárseli, þangað sem hópurinn verður sóttur. Er mönnum ráð- lagt að hafa með sér nesti og drykk. Gróður- og plöntuskoffun Þann 1. júli verður farin síð- degisferð til gróðurskoðunar og plöntusöfnunar að Ástjörn við Hafnarfjörð. Verður farið kl. 2 frá Búnaðarfélagshúsinu og geng »ð frá Hvaleyrarholti kl. 2,30, um 4—ð kim. leið. Meðal leið- beinenda verða grasafræðingarn- »r Eylþór Einarsson, Ingimar Óskarssou og Ingólfur Davíðs- í ágústmánuði verður farin þriggja daga ferð austur urrjj sveitir og vestur Landmannaleið. Verður lagt upp 17. ágúst og ekið austur £ Skaftártungu og gist ná- lægt efstu bæjum. Á laugardag verður ekið vestur Landmanna- leið í Landmannalaugar og á sunnudag til Reykjavíkur. Eink- um verða skoðuð jarðfræðifyrir- bæri, m. a. á undirlendinu: sand- ar fornir og nýir (auravötn og Skaftáreldahraun og að fjalla- baki: Eldgjá, e. t. v. útsýni til Lakagíga, líparitfjöll,, hrafn- tinnuhraun og brennisteinshver- ir. Meðal leiðbeinenda verða Guð mundur Kjartansson og Eyþór Einarsson. Þátttakendur sjá sér sjálfir fyrir tjöldum og nesti. Þátttaka £ síðdegisferðum er öllum heimil og þarf ekkert um hana að tilkynna fyrirfram. En í þriggja daga ferðinni verð- ur að takmarka þátttöku við 90—100 manns. Aðeins félags- menn koma til greina. Þeir ganga fyrir sem fyrstir gefa sig fram og greiða 200,00 kr. upp í far- gjaldið. Nánari upplýsingar um ferðirnar eru í Náttúrugripasafn- ÞAD VAR gamall kunningi reyk- vískra tónleikagesta, Olav Kiel- land, sem hélt á taktstokknum ó tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í samkomuhúsi Há- skólans fimmtudagskvöldið 17. maí, og aðalviðfangseflnið var ný sinfónía eftir hann. Hvort- tveggja var fagnaðarefni hinum mörgu vinum hans hér. Sinfónían nr. 2 eftir Olav Kiel- land, sem nú var flutt hér í fyrsta skipti, er samin á árun- um 1960—61 og var frumflutt í Bergen í október s.l. undir stjórn höfundarins. Hafði hann hlotið verðlaun fyrir verkið. Sinfónían er myndarlegt þróttmikið og á köflum áhrifaríkt tónverk. Hún byggist á fáum frumhugmynd- um, og ber úrvinnsla þeirra vinnubrögðum tónskáldsins gott vitni, ekki sízt í hinum smærri atriðum. En þrátt fyrir þær myndbreytingar, sem í stefjun- um verða, byggist framvinda verksins í hinum stærri drátt- um fremur á endurtekningu en Sýslufundur í N-ís ÍSAFIRÐI, 19. maí — Dagana 25. apríl til 1. maí var haldinn sýslufundur í N-ísafjarðarsýslu. Meðail samiþykkta var ein um kr. 200 þús. hlutafjárkaup í vænt anlegum nýjum djúpbát. Samþyikkt var að afhenda ríik issjóði eign sýslunnar í Reykja- nesskólanum, sem orðinn er rí-k isskóli. Til vegamála var veitt úr sýsluvegasjóði 134 þús. Ýmsar fleiri samþykktir voru gerðar, sem ekki verða raktar hér. — PP þróun og hreyfingu. Þetta er ef til vill orsök þess, að sumir há- punktar verksins verða ekki fylli lega sannfærandi. Þeir verða „dýnamískir" (styrkleikahá- punktar), án þess að fundið verði, að í þeim búi sú innri spenna, sem gerir þá óumflýj- anlega. Hægi þátturinn, með sínu stutta, marg-endurtekna passacagliu-stefi (sem sjálft fel- ur í sér endurtekningu), verður verst úti að þessu leyti. Þriðji og síðasti þáttur verksins rís ef til vill hæst, en einnig þar slaknar stundum um of á spenn- unni, einkum í hinum hæga milli kafla. Hljómsveitarbúningur verkins er — sem vænta mátti — kunnáttusamlega og víða glæsilegur, en sumstaðar e. t. v. óþarflega íburðarmikill. — Það var fróðlegt að skemmtilegt að kynnast þessu verki Olavs Kiellands. Það sama verður því miður ekki sagt með sannj um hin tvö viðfangsefnin á þessum tónleik- um. Pastoral-svíta, op. 19, eftir sænska tónskáldið Lars-Erik Larsson, er ákaflega aðgengilegt verk og snyrtilegt að öllum frá- gangi, en verður að teljast næsta léttvægt og hversdagslegt. Berg- ljót, kvæði Björnstjerne Björns- sons með tónlií t eftir Grieg, sýn- ist varla eiga erindi á efnisskrá sinfóniskra tónleika, nema ef vera skyldi af því, að tónleiká- dagimn bar upp á þjóðhátíðar- dag Norðmanna. Ef sú tilviljun réði verkefnavalinu, hefði svít- an eftir Larson hinsvegar átt að víkja fyrir norsku verki. — Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik- kona flutti kvæðið fallega og af skilningi en sumum kann að hafa þótt skorta nokkuð á skör- ungsskap og tilþrif í meðferð hennar á því. Leikur hljómsveitarinnar í öllum verkunum var með óvenju legum glæsibrag. Kielland hafði engu lakari tök á hljómsveit- inni en hann hefur bezt haft áð- ur, og heildarljómurinn var sam felldari og kjarnmeiri en nokkru sinni hefur verið í þessum nýja sal Háskólans. Hljómsveitinni var nú skipað þéttar og aftar á sviðið en áður, og er það vafa- laust til bóta, þótt sætaskipunin að öðru leyti kunni að orka tvi- mælis. Jón Þórarinsson, Kuldaveður í N-ís. ÞÚFUM, 23. maí — Gróðri hef ur farið lítið fram síðustu viku, enda alltaf kulda veðrátta. Er nú útlit fyrir mildara veður. — Sauðburður er víðast byrjaður, en ær yfirleitt hafðar á húsi enn þá. Gengur sauðburður vel. —PP New York, 25. maí (NTB). Fulltrúar Norðurlandanna á Allsherjarþingi SÞ munu leggja fram ákveðnar tillögur um að taka upp hagkvæmari starfsaðferðir í samtökunum. Sendinefndir Norðurlandanna hafa birt samþykktir þær, er gerðar voru á fundi utanríkis- ráðhera ríkjanna í Reykjavík í vikunni. Þar lýsa ráðherr- arnir yfir stuðningi sínum við SÞ, en mæla jafnframt með nokkrum umbótum á skipu- lagi samtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.