Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 27. júni 1962
MAMtMa
MtUkMi
OG ÁPHAM var haldið að
undirbúa byltinguna. Komið
var á íót dagblaði, „Rödd
frjálsra liðsforingja", og því
dreift með leynd. Nasser segir
að atburðarásin hafi orðið
hraðari en svo, að þeir fengju
við ráðið. Fól-kið varð sífellt
æstara og 26. janúar 1952 varð
hinn mikli bruni í Kairo. —
Yfirvöldin gerðu ekkert, —
segir Nasser. Nahas forsætis-
ráðherra dvaldist um kyrrt í
húsi sínu í Garden City og
Farouk konungur í Abdin
höll. Herinn var ekkert látinn
gera fyrr en meira en fjögur
hundruð byggingar höfðu ver
ið eyðilagðar. Tólf þúsundir
manna misstu heimili sín og
tjónið var metið á 23 milljónir
sterlingspunda.
— Engin okikar frjálsra liðs
foringja átti nokkurn þáft í
þessum hörmíilega atburði,
segir Násser, Og það er ekki
auðvelt að segja, hver var á-
byrgur: Misr el-Fata-flokk-
urinn hafði haldið útifund
árla morguns en stjórnendur
fundarins misstu öll tök á
múgnum. Helzt mœtti segja,
að stjórnin bæri með aðgerð-
arleysi sínu ábyrgð á eyðilegg
ingunni í borginni.
Og ástandið versnaði. Tvisv
ar urðu stjómarskipti. En
fyrst skarst verulega í odda
...... .... 'WF*
■■ : i *st. 'Jmawk'im&A
Frá vinstri: Nasser, Neguib og Hakim Amer
Sí&tisiu orð Farouks konungs í Egyptalandi:
Það sem þið hafið gert mér
ætiaði ég að gera ykkur
j
með konunginum og frjálsum
liðsforingjum við kosningu
formanns stjórnar yfirmanna
klúbbsins. Konungur óttaðist
að klúbburinn yrði vettvang-
ur samsærisundirbúnings og
ákvað að Sirri Amer, sem var
vís stuðningsmaður hans,
skyldi kosinn. Frjálsir liðs-
foringjar vom hinsvegar stað-
ráðnir í að koma í veg fyrir
kosningu hans og buðu fram
gegn honum Mohammed
Neguib, sem var með vin-
sælustu hershöfðingjum í
egypzka hernum. Hann var
kosinn með miklum meiri-
hluta en konungur ógilti kosn
inguna.
Konungur hafði þegar haft
veður af fyrirætlunum liðs-
foringjanna og vissi jafnvel
nöfn sumra þeirra. Hann setti
frá völdum framkvæmda-
stjóra klúbbsins, Neguib var
sendur frá Alexandríu til
starfa í Kairo og margir hinna
liðsforingjanna áttu að fara
til fjarlægra staða í landinu.
Nasser sá, að ekki myndi
ráðlegt að bíða með byltingu
1 þrjú ár enn, úr því svo var
komið. Margt hafði breytzt,
Farouk konungur átti litlum
vinsældum að fagna og jarð-
vegur fyri^ byltingu var góð-
ur, svo framarlega sem unnt
yrði að framkvæma hana
með skjótum bg áhrifaríkum
hættf.
— 20. júlí kallaði ég sam-
an harðasta kjarna byltingar
manna, sjö liðsforingja, og
sagði þeim að ég hefði ákveð-
ið að láta til skarar skríða.
Heppnaðist byltingin átti kon-
ungur þegar að fará úr landi.
Ég hafði aldrei ætlað mér að
taka hann af Íífi, eins og ýms
ir stuðningsmenn okkar vildu.
Blóðsúthellingar leiddu að-
eins af sér meiri blóðsúthell-
ingar og ég óskaði að bylting-
in yrði gerð með þeim hætti,
að við gætum alltaf horfzt í
augu við hana. —
Nasser kveðst hafa þurft að
yfirstíga marga erfiðleika.
Mörg atriði voru óljós og við
búið að yrðu ekki leyst fyrr
en á hólminn væri komið.
Hann óttaðist, að Bretar eðá
Bandaríkjamenn gerðu ráð-
stafanir til varnar Farouk.
Margir mikilsverðir stuðnings
riðnir. Við Hakim Amer lögð
um af stað til þess að ná í her
menn í Abessiah herbúðun-
um. Við komum of seint.
Þegar var komin herlögreglu-
vörður við búðirnar og hið
sama endurtók sig við aðrar
herbúðir. Alls staðar öflugur
lögregluvörður.
Nokkra stund virtust allar
okkar ráðagerðir foknar út í
veður og vind. Við höfðum
Gamal Abdel Nasser, forseti Egyptalandí
rifjar upp gang byltingarinnar sem gerð
var fyrir nálbga tíu árum. — Síðari hluti
menn hans voru víðs fjarri,
aðeins 300 liðsforingjar í Kar-
io, sem voru öruggir og þó
þorði hann ekki að boða þá
alla, leyndin var fyrir öllu,
því að konungur og stjórnin
höfðu þegar pata af því að
eitthvað væri' í aðsigi. Njósnir
voru því mikilsverðar og
mannfrekar. Það voru aðeins
90 liðsforingjar til þess að
framkvæma byltinguna, taka
völdin yfir milljónaþjóð.
Mistök björguðu byltingunni.
Slundin var ákveðin kl. 01.
— 23. júlí. Um kl. 10 að kvöldi
22. júlí kom einn af njósnur-
um okkar heim til mín og til-
kynnti, að Farouk hefði rætt
við herráðsforingjann, sem
boðað hefði herráðsfund kl.
ellefu um kvöldið. Þá skyldi
ákveðið hvað til bragðs skyldi
taka gegn okkur. Nú var þörf
skjótra ákvarðana. Ef við bið-
um til kl. eitt um nóttina gæti
allt orðið of seint. Á hinn bóg
inn höfðu allar ráðstafanir
verið miðaðar við þann tíma
og það gat orðið erfitt að ná
í alla, sem við málið voru
aðeins 90 mínútur til umráða.
Og þá bjargaðist allt fyrir mis
tök, sem ég get aðeins kallað
guðlega forsjón.
Við gerðum úrslitatilraunina
og héldum í Austin-
bifreið minni til Al-
maza herbúðanna. Á leiðinni
mættum við herflokki, og það
skipti engu togum, við vor-
um báðir drengir út úr bif-
reiðunum og handteknir. En
hermennirnir, sem þetta
gerðu voru þegar til kom,
stuðningsmenn byltingarinn-
ar, og voru aðeins að fram-
kvæma skipanir mínar um að
stöðva alla hermenn er hærra
væru settir en liðþjálfar. .
Hermennirnir höfðu enga
hugmynd um, hver ég var og
í tuttugu dýrmætar mínútur
skeyttu þeir engu bónum okk-
ar. Loksins vorum við látnir
lausir er Yusuf Shadiq, einn
af mínum nánustu samstarfs-
mönnum og foringi herflokks
ins, kom á vettvang. Aldrei
hef ég orðið eins feginn að
sjá nokkurn mann og
Shadiq, er hann sté út úr
myrkrinu.
Við slógumst í för með her-
flokknum og ég ákvað að nú
skyldi ekki beðið. Haldið var
til aðalstöðva hersins. Við vor
um fáir en höfðum enn tíma
til að koma á óvart. Fyrir
framan aðalstöðvarnar urðu
nokkur átök og þar féllu
tveir hermenn, þeir einu, sem
lífið létu þessa nótt.
Með skammbyssur í hönd-
um gengum við Hakim Amer
inn í fundaherbergið. Þar sat
herráðsforinginn við enda
borðsins og lagði ásamt nán-
ustu samstarfsmönnum sínum
á ráðin sem koma skyldu í
veg fyrir starfsemi okkar. Við
höfðum orðið fyrri til og náð
þeim öllum. Byltingunni var
lokið.
— Klukkan þrjú þessa nótt
komu aftur saman til fundar
þeir sjö liðsforingjar, sem
höfðu lagt á ráðin á heimili
mínu — en að þessu sinni í
fundaherbergi aðalstöðva
hersins. Ég sendi tvo liðsfor-
ingja eftir Neguib hershöfð-
ingja, sem við höfðum áður
beðið að vera, að nafninu til,
leiðtogi byltingarinnar. Hann
hafði eklki vitað um atburði
næturinnar og þegar innanrik
isráðherrann símaði til hans
frá Alexandríu hálfri stundu
áður og spurði hvað hefði
gerzt, gat hann með góðri
samvizku svarað, að hann
vissi, ekkert.
í fyrstu lotu höfðum við
haft fullan sigur. Nú urðum
við að tryggja, að konungur
gæti ekki gert gagnárás. Við
höfðum samband við sendiráð
Bandaríkjanna og Bretlands.
Þeim var tilkynnt, að Frjálsir
liðsforingjar hefðu tekið völd
í landinu og svo framarlega,
sem ekki kæmi til erlendra
afskipta af byltingunni, myndi
allt fara fram með ró og
spekt og tryggðar yrðu eign-
ir og líf erlendra manna í
landinu. —
Klukkan sjö að morgni var
egypzku þjóðinni tilkynnt, að
stjórn landsins væri í hönd-
um hersins og forysta hers-
ins komin í hendur manna,
sem þjóðin gæti treyst sem
hæfum mönnum, ráðvöndum
og þjóðhollum.
Og nú var spurningin hvað
gera skyldi við konunginn.
Margir vildu, að hann yrði
tekinn af lífi en Nasser kveðst
hafa verið staðráðin í að forð
ast blóðsúthellingar eins og
mögulegt væri. Hinsvegar
vildi hann losna við konung-
inn úr landinu hið bráðasta.
Sjálfur sneri Farouk sér til
bandaríska *feendiherrans Jeff-
erson Caffery og bað hann
hlutast til un», að hann héldi
lífi.
Árla morguns 24. júlí var
ákveðið, að konungur skyldi
rekinn úr landi. Klukku-
stundu síðar var aðsetur hans
umkringt. Caffery sendiherra
símaði Farouk og kvaðst trúa
því, að hann yrði látinn lifa,
ef hann segði af sér konung-
dómi. Neguib og Sulaim Haf-
ez héldu á fund konungs og
er konungur hafði lesið af-
sagnarskjalið tvisvar, skrifaði
hann undir — fyrst svo skjálf
hentur, að eintakið varð ógilt.
Farouk var leyft að taka
með sér það, sem hann vildi,
að því tilskyldu, að hann yrði
kominn um borð í snekkju
sína fyrir kl. sex það fevöld.
— Þrátt fyrir, að hann væri
nærri taugaáfalli um morgun
inn, tókst honum að pakka
niður í 273 koffort og kistur
áður en hann sté um borð í
snefekjuna, segir Nasser.
Þjóðinni var skýrt frá þessu
kl. sex um kvöldið í sama
mund, sem snekkjan leysti
landfestar. Síðustu orð kon-
ungsins voru: Það, sem þið
hafið nú gert mér, ætlaði
ég að gera yfekur. — Hurð
skall nærri hælum, en Nasser
og félagar hans urðu fyrri til.
Brunin í Kairó.
f mi«»I%| ^»1» *»I