Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 14

Morgunblaðið - 27.06.1962, Page 14
14: MORCVKÍllA9tJ* MifSvikydagur 27. júní 1962. Sendikennari á förum ERIK Sönderholm lektor — danski sendikennarinn við háskól ann er á förum héðan eftir sjö Dg hálfs árs starf. Danir hafa vandað mjög til vals á þeim. lektorum, sem þeir hafa sent hingað til lands. Má þar nefna þá Martin Larsen og Ole Widding — afbragðsmenn. Erik Sönderholm hefur áunnið sér virðingu og álit langt út fyrir veggi háskólans fyrir óeigin- gjarnt og dugmikið kynningar- starf og óvenju elskulega fram- komu í hvívetna. Hann hefur ekki aðeins sinnt skyldu sinni við háskólann með prýði, heldur og aukið hróður sinn og þjóðar sinnar með ósér- plægnu starfi að eflingu traustari menningartengsla Dana og íslend inga. Sönderholm hefur komið á námskeiðum fyrir starfandi dönskukennara og verið þeim hjálparhella, boðinn og búinn að Ungir menn á aldrinum 18—30 ára óskast til starfa f ullarvöruverk- smiðju vora. Vefarar sem hafa reynsiu í faginu ganga fyrir, við viljum einnig ráða aðra sem geta fengið nauðsynlega æfingu í verksmiðju vorri. Arne Fabrikker eru í snotru umhverfi ca. 30 mín. með bíl frá Bergen. Við myndum útvega hús gegn sanngjarnri leigu. Sendið umsóknir til skrifstofunnar — A/S ARNE FABRIKKER AVD. ULLAREFABRIKKEN YTRE ARNA, PR. BEROEN. KAUPMANNASAMTÖK ÍSLANDS Fundur allra sérgreinafélaga K. f. í Reykjavík, verður haldinn í félagsheimiii V. R. í Vonarstræti í kvold kl. 8,30. Fundarefni: Breyting á kjarasamning við V. R. STJÓRNIN. Vandamönnum og öðru sómafólki, sem með höfðing- legum gjöfum og góðhug hafa glatt mig sjötuga, þakka ég betur en orð fá lýst. Theódóra Daðadóttir. Eiginmaðurinn minn ÓLAFUR EINARSSON Þjótanda, andaðist mánudagmn 25. júní á sjúkrahúsi Selfos- Eiginkona og börn. Maðurinn minn GUÐMUNDUR JÓNSSON andaðist að heimili sínu Skiphyl á Mýrum 26. þessa mán. Kristjana Jóhannsdóttir. Eiginkona mín og moðir okkar ÞORGERDUR ÁRNADÓTTIR andaðist þann 25. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Þórðarson og börn. Útför hjartkærrar eiginkonu minnar, móður og tengdamóður MARGRÉTAR KRISTÍNAR SIGURJÓNSDÓTTUR fer fram fimmtud. 2‘8. þ.m. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst með húskveðju fiá heimili hennar Lækjargötu 10, Hafnarfirði Ki. 1,30. Hilmar Þorbjörnsson, Ágúst Hilmarsson, Kristín Lee Napier. Kveðjuathöfn um SIGURÐ JÓNSSON frá Ósi í Breiðdal, fer fram frá Fossvogskirkju kl. 11 f.h. föstud. 29. þm. Aðstandendur Úthagar v/ðo sinu- gráir og ka/- skemmdir í túnum Erik Söndarholm leysa vanda þeirra, hvenær sem var. Öllum ei kunnugt, að ísland er eina landið í veröldinni utan Danaríkis, þar sem danska er skyldunámsgrein og fyrsta er- lenda tungumálið, sem kennt er. Raddir hafa komið fram um, að æskilegt væri, að Danir sýndu á einhvern hátt, að þeim þætti það vel. Þetta var Erik Sönderholm ljóst og að frumkvæði hans veitti danska þingið, að tillögu þáver- verandi menntamálaráðherra, Jörgen Jörgensens, rausnarlegan styrk til eflingar dönskukennslu hérlendis. Síðan eru liðin ein tvö til þrjú ár og má nú ekki lengur standa á íslenzkum fræðsluyfir- völdum að verja þessu fé til kaupa á kennslutækjum, sem ykju fjölbreytni og efldu áhuga á náminu. Það starf sem Sönderholm hef- ur lagt hvað mesta alúð við, er bókasafn danska lektoratsins. Hann hefur byggt það upp frá grunni, og er það nú eitt bezta safn danskra fagurfræða og fræðibóka hér á landi. Þá hefur Sönderholm samið í samvinnu við íslenzka kennara einar firnm kennslubækur í dönsku, sem vel hafa reynzt. Enn fremur hafa þýðingar hans á ís- lenzkum sögum á dönsku stuðlað að auknum kynnum á íslenzkum bókmenntum í Danmörku. Áhugi hans á íslenzkum bókmenntum hefur m. a komið fram í ritgerð um Fóstbræðrasögu, sem birtist í Skími 1961. Á sumrin hefur hann kynnzt landi og þjóð á ferða lögum sínum um landið. Mér hefur fundizt Erik Sönd- erholm vera til fyrirmyndar í einu og öllu sem fulltrúi þjóðar sinnar, miðlað okkur íslenzkum af menningu Dana og kynnt Dönum íslenzka. Ekki get ég lokið svo þessum fáu línum, að ég minnist ekki með þakklæti ánægjustundanna á heimili þeirra Sönderholmhjón- anna. Kona Eriks Sönderholm frú Gertrude, er samhent manni sínum og heimili þeirra hefur ætíð staðið opið öllum þeim, er erindi hafa átt við húsbóndann. Víst eru þessir ágætu menn- ingarfulltrúar kvaddir rneð sökn- uði, en jafnframt er ég þess full- viss, að allii nemendur Sönder- holm, dönskukennarar og hinir fjölmörgu vinir þeirra hjóna óska honum og fjölskyldu hans heilla og hamingju í hinu nýja starfi hans við Hafnarháskóla. Hafið hugheilar þakkir fyrir frábæra viðkynningu og vel unn- in störf. Verið velkomin aftur. Reykjavík á Jónsmessu 1962 Hjálmar Ólafsson. Somkomni Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8.30 í Kristniboðshúsinu Betaníu, Laufásvegi 13. Allir eru hjartanlega velkomnir. MYKJUNESI, 17. júní. — Kalt hefur verið í veðri að undan- fömu eins og reyndar hefur ver- ið oftast í vor. Gróðri hefur því farið seint fram og eru úthagar víða sinugráir yfir að líta ennþá. í flatlendum túnum eru viða kal- skemmdir, sumstaðar er það í allstórum stíL Vorverk hafa dregizt mjög að þessu sinni vegna óhagstæðs tíðarfars og klaka í jörð sem ekki er að fullu horfinn enniþá. Sjaldan mun hafa verið eins seint sett niður í garða eins og nú, þvi yfirleitt var það gert dagana fyrir og eftir hvíta- sunnu. Víðast hvar er eftir að ganga frá nýræktinni og tæplega tekið að dreifa'áburði á tún. En vonandi fer nú að hlýna í veðri og getur þá jörðin tekið skjótum framförum þegar þessi tími er kominn. Þrátt fyrir kuldana í vor Og knappan gróður gekk sauðburður yfirleitt heldur vel og munu van- höld á lömibum sízt hafa orðið meiri en venja er tiil. Sumstaðar var með minna móti tvílemibt og Og verður það að teljast happ þegar eins vorar og nú. Annars bjargaði víða miklu með beit- ina það land, sem brennt var í vetur — og var það með mesta móti — það grænkaði snemma og var jafnvei betra en túnin. Tófu fjölgað — minna um mink. Slæmur gestur er nú kominn hér í byggðir, þar sem refurinn er, en hann hefur verið að flækj- ast hér í Holtunum í vor og leikur grunur á að hann hafi drepið lömb, þó ekki í stórum stíl. Nú hefur eitt gren verið unnið í í BÓKINNI Föðurtún, eftir Pál Kolka, segir m.a. á þessa leið í þeim kafla hennar, sem nefnist Húnasikagi: „Víkur eru eru eitt af elztu núverandi ættarbólum sýslunn- ar (Húnavatnssýslu), þvi að sama ættin hefur setið þá jörð, að líkindum samfellt, síðan á 18. öld. Þar bjó þá Guðmundur Þórðarson, en tengdasonur hans mun hafa verið Jón Árnason, Víkum, sem allmikil ætt er af. Dóttursonur hans, Jónatan Ólafs son, bjó í Víkum framan af mið. biki 19. aldar, en eftir hann tengdasonur hans og frændi, Guð mundur Bjarnason (d. 1892), smiður og annálaður dugnaðar- maður, eins og þeir ættmepn fleiri. Sú saga er sögð um Guð- mund, að einu sinni hafi hann smíðað líkkistu á Björgum, með an hann beið þar eftir kaffi á heimleið úr kaupstaðarferð. Það fylgir sögunni, að niðursetning- ur hafi átt í hlut, og hefur senni lega verið meira lagt upp úr afköstum en útflúri við kistú- smíðina. Sonur Guðmundar var Árni smiður í Víkuim (d. 1932), kvæntur önnu Tómasdóttur, at- orkukonu mikilli, sem enn er á lífi. Meðal barna þeirra er Karl smiður og bóndi í Víkum, Hilm- ar, bóndi á Hofi á Skagaströnd, Hjalti, bóndi á Skeggjastöðum, og Leó, kaupmaður í Reykjavik." Sá síðastnefndi þeirra Víkna- manna á fimmtugsafmæli í dag. Leó er fæddur að Víkum 27. júní 1912 og ólst þar upp í hópi margra systkina. Um tvítugsald- ur fór hann að heirnan til náms í bændaskólann að Hólum og síð ar í héraðsskólann að Laugar- vatni. Svo hefir verið sagt þeim, er þetta ritar, að í fjölmennum nemenda/hópi Laugarvatnsskól- ans hafi Leó vaíkið athygli miðri Landssveit. Nálægt Minni- Völlum, náðust yrðlingarnir og annað dýrið. Tófum hefur mjög fjölgað síðustu árin eins og m. a. sézt á því, að hún skuli vera far- in að halda til heim undir bæjum langt niðuT í sveit. Er sannarlega þörf á að herja skarpara á skolla en virðist hafa verið gert að und- anförnu. Aftur á móti virðist minkaplágán ekki fara vaxandi og tjón, sem hann veldur virðist heldur fara minnkandi en hitt. Alltaf virðist samt töluvert af kvikindi þvi og má ekkert slaka á þeirri sókn að virma á skratta þeim. Fé rekið á fjall. Nokkur hugur er nú i bændum að koma fé á fjall og mun mikiu' fleira fé verða á afréttum af svæðinu á milli Þjórsár og Rang- ár, en var í fyrra. í vor hefur verið ruddur vegur með jarðýtu vestur við svonefndan Leirdai og inn á Tungnaá hjá Haldi. Auð- veldar það fjárflutninga á Holta- mannaafrétt, upprekstrarland Ásahrepps og Djúpárlhrepps. Hér eru nú í undirbúningi all- miklar byggingarframkvæmdir útiihúsa, en erfiðlega hefur gengið að hefja framkvæmdir sökum klaka og bleytu Aðalfundur kaupfélagsins Þórs á Heiilu var haldinn 16. þ. m. Hagur félagsins. er traustur og hafði verzlunarveltan aukizt um 10% á árinu og skuldir félags- manna við félagið lækkað veru- lega. Hefur þar síður en svo orðið samdráttur á nokkru sviði. margra: íturvaxinn, vel íþrótt- um búinn, dökkur mjög á brún og brá, og fas allt og framikoma þann veg, að líkara var því, að þar færi maður af rómönskum stofni fremur en norrænum. Að loknu námi á Laugavatni hóf Leó nám í húsasmíði á Akureyri og stundaði þá iðn síðan þar nyðra um nokkura ára skeið. En Leó hefir fengizt við margt fleira en smiðar um dagana, enda dugmkill og áræðinn. Hann hefir verið verkamaður, sjómað- ur, bóndi, kaupmaður, veitinga- maður og iðnrekandi. Hann er maður athafnasamur og fjölhæf- ur, „eins og þeir ættmenn fleiri“, en bindur bagga sína ekki ávallt sömu hnútum og sámferðamenn. Þrátt fyrir veila heilsu er dug ur Leós og hugur óbugaður, og ætíð er hann í leit að nýjum viðfangsefnum. Enn er hann hinn vasklegasti og hárið lítt tekið að fölvast. Hann á mörg efnileg börn og er kvæntur ágætiskonu, Herdisi Jónsdóttur, frá Eyhildar holti í Skagafirði. Leó Árnason hefir sjaldnast gert sér far um að þræða troðn ar slóðir, enda heíir mörgum þeirra, sem hafa valið sér fjöl- farnari og greiðfærari götur að gönguleiðum, löngum þótti hann sérstæður nokkuð. En óvildar- menn mun Leó enga eiga. Veld ur því drenglund hans og góð- vilji. Og ásamt afmælisóskum munu kunningjar hans og vinir vilja flytja honum þá ósk fimm- tugiwn, að þeir eiginleikar megi fylgja honum um ókomin ár, eins og þeir hafa gert á leiðum hans hingað til; allt til byggð- anna á bökkum Ölfusár, frá bernskustöðvunum á ströndinni við nyrzta haf. — G. M. G. Fimmtugur í dag: Arnason trésmíða- meistari Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.