Morgunblaðið - 27.06.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVTSBLATHL Miðv.ikudagur 27. júni 1962 ___ Alexander Fullerton j Gu!i Fordinn Harry greip nú fram í: Já, Te-d er einmitt á sömu ieið líka. Cleweshjónin höfðu þarna komið í góðar þarfir; ég hafði sjálfur ekki þurft að víkja einu orði að ferðalagi þeirra. Harry og Vik- toría höfðu alveg tekið af mér J>að ómak, með skrafi sínu um daginn og veginn. Lessing leit á Harry og síðan á mig. Já, víst er það einkenni- leg tilviljun. Jane var að horfa á eiginmann sinn, er hann talaði, og mér virtist öll hennar eftir- tekt beinast að honum, enda leit Ihún ekki á mig né Harry nema samtalið gæfi beint tilefni til þess. Og hvað allt umhverfið snerti þá efast ég um, að hún hefði svo mikið sem tekið eftir, hvernig það léit út. Ég hafði ver- ið að velta því fyrir ínér, hvort hún væri hrædd við 'mann sinn, eða hvort hann væri svona yfir sig afbrýðisamur, ef hún leit á nokkum annan karlmann, og svo væri hún að reyna að róa hann. En nú var það hún, sem kom mér til hjálpar og líklega' fyrir hreina tilviljun. Eert þú líka að fara til Njassa- lands? Til Blantyre? Ef járJtaði báðum spurningun- um. Já, og ég held meira að segja, að þetta sé talsverð glæfra ferð. Mér er sagt, að vegirnir séu alveg hræðilegir. Ég brosti til eiginmanns Jane. Kannske hittumst við einhvemtíma á leið inni. í>að er alltaf gott að vita af bil á eftir sér, ef maður lendir í einðverjum vandræðum.... Harry var á svipinn eins og hann skildi ekkj neitt í neinu, og ég var að biðja fyrir mér, að hann héldi sér saman. Ég hafði sem sé sagt það svo berum orð- um við þau hjónin áður, að ég ætlaði að fara gegn um Norður- Ródesíu, og meira að segja hafði ég sagzt gera ráð fyrir að verða fyrstu nóttina í Mpika. En Vikt- oría lét sér hvergi bregða, setti aðeins upp aðfinnslusvip. Ég leit aftur á Lessing. Hann var einkennilegur mað- ur. Ekki eins lágvaxinn og mér hafði fyrst sýnzt hann vera, en það stafaði af því, að hann var þéttvaxinn, þungur á svipinn og með stór höfuð. En þegar hann stóð upp frá borðinu sínu, sá ég, að hann var lítið lægri en ég. Einnig hafði hann sýnzt lægri við hliðina á Jane, sem var á háum hælum', og auk þess há og grönn og svo ólík honum í öllu vaxtarlagi. Ég var fljótur að sjá, að þetta var maður, sem hélt sig rík- mannlega; andlitið var eins og útsléttað og púðrað eftir vand- legan rakstur með heitum hand- klæðum hjá rakaranum og negl- urnar voru vandlega snyrtar. En augun voru í fullri andstöðu við alla þessa sleiktu snyrtimennsku. Þau voru hörð og klókindaleg, og ég fann, að það var sá raun- verulegi Lessing, sem skein út úr þeim, þá sjaldan hann missti tökin á grímu sinni. Hann hlýtur að hafa sjálfur tekið eftir þegar það kom fyrir, því að þá flýtti hann sér að breiða yfir það með brosi, sem úr varð eins konar gretta, eins og hann væri að hvíla andlitið eftir stelling- arnar, sem hann annars hélt því í. Framkoma hans var líka eðli- leg, en ég vissi vel, að það var líka tilgert — það var framkoma sölumanns, sem veit ósköp vel með sjálfum sér, að hann er fimm sinnum meiri maður en viðskiptavinurinn, en reynir að láta eins og þeir séu jafningjar. Það var ekki einungis ógeðs- legt, heldur var það líka erfitt að hugsa sér Jane sem konu þessa manns. Þau voru svo gjör- ólík, að það eitt að sjá þau sam- an orkaði eins Og viðbjóðsleg skrípasýning. Ég gat ekki stillt mig um að hugsa mér þau sam- an í rúmi í ástaratlötum og þess- ar skvapkenndu hendur vera ..ð þukla um þennan yndisfagra lík- ama hennar. Ég horfði á þessar hendur þar-sem þær lágu mátt- lausar á borðinu, og allt í einu voru þær orðnar að tveim stór- um, viðbjóðslegum sniglum og mér fannst þær mundu skilja eftir slímrönd á hvítum dúkn- um, ef þær hreyfðu sig. Skyldí hún líka hafa viðbjóð á þeim? Ég leit upp »g hugsaði: Þetta er mér alveg nýr fróðleikur. Ég hef aldrei haft viðbjóð á höndum fyrr! Ég leit upp og mætti þá augum Lessings, hörðum ög rann sakandi, rétt eins og þær hefðu legið í launsátri og beðið eftir að ná í min, til þess að segja þeim, að þau könnuðust við hatur, þeg- ar þau sæju það. Eina sekúndu horfðum við hvor á annan, án alféa hindrana, en þá færðist dul argervið yfir andlitið á honum og hann var farinn að horfa nið- ur á hendurnar á sér Og brosa til þeirra rétt eins og þær væru vinir, sem aettu sameiginlegt leyndarmál með honum. Harry var- farinn að spyrja Jane, hvort hana langaði að dansa: hann leit um leið snöggv- ast á Lessing, sem þá sneri sér að Viktoríu. Röddin var eins og silkimjúkt mal í ketti, og kurt- eisin lak af hverju orði: Ég er hræddur um, að ég sé heldur bágborinn dansherra, frú Clew- es, en ef.... Ég stóð upp og horfði á þau fjögur hverfa inn í hringiðuna á dansgólfinu. Ég kveikti mér 1 vindlingi og lyfti flöskunni, sem vatnið lak af, upp úr kæliföt- unni, og samstundis kom þjónn hla-upandi til að hella í glasið mitt. Jane sveif fram hjá, með Harry, sem kunni lítið að dansa, en þau virtust skémmta sér vel, hann var að tala og hún hafði sýnilega gam*n af því, sem hann sagði; það var eins og hún væri öfurlítið farin að þiðna upp. Mér datt í hug, að þetta væri í fyrsta sinn sem ég hefði séð hana dansa við nokkurn annan en mig. Þá sjaldan tækifæri gafst, vorum við aljtaf ein okkar liðs. Já, mikill foráttu asni hafði ég verið! Hefði ég ekki verið heimskur og bjánalega sam- vizkusamur og látið tilfimning- arnar ná valdi á mér, væri Jane konan mín núna! Þegar ég hugs- aði um það og bar það saman við ástamdið eins og það var nú, ætlaði mér að verða flökurt. Ég þurfti eittihvað sterkara en kampavín. Ég smaug fram hjá dansgólfinu og tókst þannig að komast út í barinn, þar sem var fullt af stökum karlmönnum, sem höfðu komið þarna til að glápa á annarra manna konur. Ég slóst í hópinn og drakk stór- an viskí með vatni, og keypti mér líka pakka af vindlingum, nánast eins og til að afsaka þang aðkomu mína eða gera mér er- indi. Þegar ég kom aftur að borð- inu okkar, voru Harry og Jane þar. Ég sagði: Hvað gengur að? Hafið þið snúið ykkur á fæti eða hvað? Harry yppti öxlum. Það þýðir ekki að rey.aa þetta. Ég get ekk- ert dansað. Frú Lessing þóttist vilja halda áfram, en .... Jæja, haltu þá áfram með mér, Jane, ef Harry er ómögulegur. Hljómsveitin var að leika ein- hvern hægan dans, sem-við höfð- um einmitt dansað forðum. Þá hafði hann verið nýr og Jane átti hann á plötu heima hjá sér. Hljómsveitin í Hádegishótelinu hafði líka leikið hann fyrir okk- ur, laugardagskvöldið áður en allt hrundi í rúst. Ég man glöggt það kvöld: ég hafði ákveðið með sjálfum mér að eftir helgina skyldi ég segja Penny hvemig komið væri og fara fram á skiiln- að við hana. Við Jane höfðum rætt þetta vandlega um daginn og þessi ákvörðun hafði að vissu leyti hreinsað loftið ofurlítið — ég hafði það á tilfinningunni, að nú gætum við farið að hætta þessum feluleik, með því að koma beint framan að kjafta- kiftdunum og segja þeim, hvern- ig komið væri, að við værum ástfangin og að þær þyrftu ekki að þekkja ok'kur framvegis, frem ur en þeim sjálfum þóknaðist! Okkur leið miklu betur eftir þessa ákvörðun og hún hafði beinlínis áhrif á ástaratlot okkar, og þegar við vöknuðum um morg uninn, hlógum við bæði af ó- þvingaðri gleði. Jane lagðist fast upp að mér í dansinum — ef dans skyldi kalla því að til þess var þarna ekkert svigrúm. Jafnvel þótt henni hefði verið það óljúft, var ekkert hægt við því að gera, af því að þvagan af dansfólkinu þrýsti að á allar hliðar. Við fór- um rétt fram hjá Lessing Og Viktoríu og skiptumst á bros- um við þau, og hann sá ekki, hversu fast hönd mín hélt um mittið á Jane þegar ég þrýsti henni upp að mér. Vinstri hönd hennar lá létt á öxl mér, en nú teygði hún hana lengra og dró mig að sér og fingurnir þrýstu fast að mér og hægri- höndin herti líka takið og hún dró mig að sér. Augun voru næstum lok- uð og varirnar opnar, rétt eins og hún væri að bíða eftir að ég kyssti hana, en einhvernveginn tókst mér að stilla mig um það. Hljómlistin þagnaði en hún hélt áfram að þrýsta sér að mér og þegar við skildumst í þrönginni, sem nú var tekin að þynnast, hvíslaði hún. Ted, elsku Ted!.... Ég sá aftan á Lessing; hann og Viktoría voru komin hálfa leið að borðinu. Viktoría leit um öxl og brosti til Jane. Þegar við kom um til þeirra, sagði hún: Hvað kom fyxir? Fór þessi k'lunni, mað urinn minn, að stiga ofan á tærn ar á yður? Harry stóð þarna hjá og glotti. Nei, hún vildi einmitt halda á- fram, en ég gat ekki lagt það á hana. Hann bætti við: Ég dansa éins og belja á svelli. Lessing setti upp smérbros. Við erum þá eitthvað svipaðir í danslistinni, hr. Clewes. Við ættum líklega að fara í tíma til vinar okkar hérna. Hann sneri sér og starði á mig andartak, en svo færði hann augnatillitið yfir á Jane og skríkti. Síðan spurði hann Viktoríu: Þau voru glæsi- legt par, fannst yður ekki? Viktoría komst í vandræði og gat sýnilega engu svarað. Við vorum nú öli setzt og þjónninn var að koma með nýja flösku og hella í glösin okkar. Lessing renndi hramminum yfir borðið og ég sá feitu höndina lykjast um fallegu, grönnu höndina á Jane. Mér sýndist takið, sem þessi feita hönd tók á henni vera hart, alltof hart, rétt eins og hann vildi meiða hana. Ég bjóst GEISLI GEIMFARI * X- Tne el screo- -/MA<ze þemonst^awh CONTIHUBS AHD A G/*L 'S CA SF OF ACSOPHOB/A c f£AA OP Hf/éNTS) /S CLSARL Y POfíT/PA VED ON T//E "ME//TAL SCXEEN” sss >o Yoojt ■ SATEUTTE PIONEER MEMBERSHIPCARO ancL Auio^mphad Picfure of Cqpt. BUCK ROCtRS JOSTTEAROUTTHIS COUPOM AND MAIL IT WITM A9TAMPED RETURN ENVELOPE BUCKR06ERS Yo fHIS NEWSPAPtR Sýningin á Raf-heila-myndsjánni heldur áfram og næst er tekið dæmi um lofthræðslu stúlku, sem kemur greinilega fram á tjaldinu .... Þvínæst klofinn persónuleiki.. — Furðulegt, Geisli höfuðsmaður. Hann doktor Hjalti ykkar hefur sannarlega lagt mikinn skerf til læknavísindanna. meir en við, að hún mundi æpa upp, en það gerði hún ekki og heldur ekki gat ég séð, að hún reyndi neitt að draga að sér höndina. Ég leit upp og í annað sinn, þetta kvöld, fann ég, að augu Lessings höfðu verið að bíða eftir mér. En samstundis var brosið komið á hann aftur. Ská.1 fyrir ferðalaginu okkar, hr. Carpenter! Hann hélt glasinu í hægri hendi. Með öðrum orðum var hann búinn að sleppa Jane. Ég leit á hana og sá, að hún hafði ekki hreyft höndina, hún lá þama enn á borðinu, grönn og fíngerð en förin eftir fingurna á Lessing voru þarna enn eins og stórir, rauðir blettir á við- kvæmu, hvítu hörundinu. Síðasti dansinn var á enda óg samkvæminu lokið. Harry hafði lyft. síðustu kampavínsflöskunni upp úr ísnum og fundið hana tóma. Ég borgaði matinn og Harry vínið. Hann fór verr út úr kaupunum en ég. Þegar við vorum að ganga út úr salnum, sem nú var orðinn næstum tómur kom Lessing upp að hliðinni á mér. Þér leggið snemma af stað á morgun, hr. Carpenter, eða hvað? Ég hafði alls ekki spurt hann eða Jane, hvenær þau hyggðust leggja upp norður. Ég vissi að- eins, að þau ætluðu þennan dag, því að Harry hafði boðið þeim til hádegisverðar, og Lessing hafði afþakkað og sagzt vona að verða kominn af stað um það leyti. En þetta gerði hvorki til né frá, því að ég ætlaði að stanza á hinum og þessum stöð- um, þar sem væri ómaksins vert að taka myndir, en fyrr eða seinna mundi ég rekast á þau aftur. Ég svaraði því Lessing, að ég færi eins fljótt og ég kæmist. Portúgalski hlutinn af leiðinni væri óþverra vegur, og ef mað- ur væri óheppinn, gæti töfin orð- ið mikil hjá landamæravörðun- um. Þér hafði farið þetta áður? Npi, en ég hef heýrt mikið aí því sagt. Lessing kinkaði kolli. Sama hér! Hann talaði án alls út- lenzkuhreims, en hinsvegar með svo mikilli nákvæmni um mál- fræðma, að það fór hálfgert í taugarnar á mér. Hann tautaði: ailltvarpiö Miðvikudagur 27. júní. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón- I-eikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10'Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónl^ikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veður- fregnir. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynning ar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Varnaðarorð: Bjarki Elíasson lögregluvarðstjóri talar um um- ferðarmál. 20.05 Tónleikar: Charles Magnante harmonikuleikari og hljómsveit leika ítölsk lög. 20.20 Börn og bækur; II, erindi (Dr, Símon Jóh. Ágústsson prófessor) 20.45 ,,Faust‘‘, óperuatriði eftir Goun* od (Victoria de los Angeles, Ni<s olai Gredda, Boris Christoff oÆL syngja með kór og hljómsveit Parísaróperunnar; André GLuit* ens stj.). 21.05 „Fjölskylda Orra'*, Þrettánda mynd eftir Jónas Jónasson. — Leikendur: Ævar R. Kvaran. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Gué rún Ásmundsdóttir, Halldór Karlsson, Richard Sigurbaldun son og Höfundur stjórnar flutn- ingi. 21.30 Tónleikar: Concerto grosso nr. 1 í D-dúr eftir Corelli (I Musr ici leika). 21.45 „Dregur til þess, er verða vill,** frásöguþáttur (í>órður Tómas- son í Vallnatúni). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rís og fellur“ eftir Willam Shirer; VII. (Hersteinn Pálsson ritstj.). 22.30 Næturhljómleikar: Tónverk eft- ir Stravnsky (Hljómsveit und- ir stjórn höfundar leikur, og kór syngur í fyrsta verkinu): a) „Threni" (Harmljóð JeremU asar). b) „Agon“, ballettmúsik. c) „Sinfóníur'* fyrir blástur*# hljóðfæri. 23.40 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.