Morgunblaðið - 29.06.1962, Qupperneq 23
Föstudagur 29. júní 1962
MORGUNBLAÐIÐ
23
t'
I
Adenauer styður fulla
aðild Breta
Segir að ísland verði meðal
þeirra landa, sem íylgja í kjolfar Breta
• Brezka blaðið, Daily Tele
graph, hefur skýrt frá því,
að de Gaulle, Frakklands-
forseti muni koma í heim-
sókn til V-Þýzkalands síðar
á þessu ári. Sem kunnugt er
; fer dr. Adenauer kanzlari til
Parisar eftir nokkra daga til
viðræðna um Efnahagsbanda
lag Evrópu og fyriraetlanir
um stjórnmálaeiningu aðild-
arrikjanna.
• Það var Adenauer kanzl-
ari sjálfur, sem. skýrði frá
fyrirhugaðri ferð i viðtali við
Blake Baker, fréttamann
blaðsins í Bonn. Fjallar við-
talið að mestu um Efnahags-
bandalagið, og Iætur Adenau
er þess m.a. getið, að verði
Bretar aðili að bandalaginn,
megi vænta þess að Noregur,
Danmörk, írland, ísland og
Kýpur gerist aðilar.
f viðtalinu tekur Adenauer
af allar efasemdir um stuðn-
ing V-Þjóðverja við aðild
Breta — takmarkaða aðild
telur hann ekki koma til
greina.
Kanzlarinn kvaðst vona
að stjórnaleiðtogar aðildar-
ríkjanna kæmu saman til
fundar í haust til þess ag á-
kveða hvernig byrjað skyldi
að framkvæma fyrirætlanir
um stjórnmálaeiningu Evr-
ópu. Væri hann þeirrar skoð
unar, að byrjunin væri örð-
ugasti hjallinn, annað kæmi
sjálfkrafa.
Viðtal Adenauers við Bak-
er er hið fyrsta, sem hann
veitir brezkum blaðamanni,
eftir að hann var endurkjör-
inn kanzlari. Baker spurði
hann meðal annars hvernig
væri háttað sambandi Þýzka-
lands og Bandaríkjanna, eft-
ir heimsókn Dean Rusks, ut-
anríkiaráðherra, til Bonn í
síðustu viku. Adenauer sagði
sambandið gott. — Þér vitið,
sagði hann, að nokkur óvissa
> ríkti í samskiptum stjórn-
f anna um tíma, en bau atriði
1 höfðu verið jöfnuð og útkljað
áður en Rusk kom, svo um
® þau var ekkert að ræða. Mín
1 skoðun er sú, að ekki eigi
að róta upp í málum, sem
hafa verið leidd til lykta. Það
gerir aðeins veri^i. En samb-
and ríkjanna er gott, við höf-
um kynnzt sjónarmiðum
hvor annars.
Baker spurði hverjum aug
um Adenauer liti áframhald-
andi viðræður Bandaríkja-
manna og Rússa um Berlín-
ardeiluna. Sagði kanzlarinn,
að þolinmæði væri mikils-
verð. Rusk hefði skýrt frá
síðasta fundi sínum með Do-
briynin, sendiherna Rússa i
WaShington. Þá hafði annar
þeirra sagt, að hann hefði
ekkert nýtt til málanna að
leggja og hinn svaraði í sömu
mynt. — Ég er þeirrar skoð-
unar, sagði Adenauer, að sú
staðreynd, að ekkert jákvætt
hefur leitt af þessum viðræð-
um, sem þó báðir vilja haldc
áfram, sýni tvennt. Annars
vegar, að báðir hafa þá hug-
mynd, að verði viðræðum
haldið áfram, muni a.m.k.
eitfchvað jákvætt leiða af
þeim, áður en lýkur. í öðru
lagi, að með bví að hætta við-
ræðum, muni sambúð ríkj-
anna enn versna. Fyrst svo
I lengi hafi verið haldið á-
fram viðræðum megi ekki
hætta, það geri aðeins illt
verra.
Báker spurði, hvort Aden-
auer væri bjartsýnni en áð-
ur — eða hvort hann værl
eins og venjulega „ekki of
bjartsýnn". Adenauer hristi
höfuðið og sagði — höfum
þolinmæði umfram allt. Og
eitt enn: hinar frjálsu þjóðir
verða að forðast allt það, sem
getur gefið Krúsjeff þá hug-
mynd, að Vesturveldin sundr
ist. Því að hann lifir í þeirri
von — og þá fyrst er, hann
gerir sér ljóst að þau sundr-
ast ekki, má vænta þess, að
hann verði sanngjamari í
viðræðum. Þrátt fyrir erfið-
leika í sambúð kommúnista-
ríkjanna getur einvaldur eins
og Krúsjeff komið fram, tal-
að og framkvæmt fyrir hönd
þeirra allra. Frjálsar þjóðir
kunna að hafa mismunandi
skoðanir á hinum ýmsu
vandamálum. En við verðum
að fyrirbyggja þá hættu, að
Krúsjeff telji að þær muni
grípa til aðgerða hver í sínu
lagi.
Eins og áður segir fjallaði
viðtalið að mestu um Efna-
hagsbandalagið. Baker spurði
kanzlarann, hvers hann
vænti af ferðinni til Frakk-
lands og hvernig hann hugs-
aði sér, að byrjað yrði ið
framkvæma fyrirætlanir uni
stjórnmálaeiningu. Adenauer
kvaðst hugsa gott til ferðar-
innar. Hann hefði fengið
heimboð de Gaulle fyrir ári
en ekki komizt fyrr. Þessi
ferð væri m.a. farin til þess
að sýna frönsku þjóðinni, að
öll. Að stíta þessi tengzl væri
hvorki Bretum, okkur né
heiminum í heild til hags-
bóta. Með þessu ætti hann
einkum við Kanada, Ástra-
líu og Nýja-Sjáland — og
einnig Pakistan. Síður hefði
hann Indland í huga. Aden-
auer kvaðst óska eftir því að
Bretar fengju fulla aðild að
bandalaginu, takmörkuð að-
ild kæmi vart til greina, en
viðræðum virtist fram að
þessu hafa miðað sæmilega
áfram.
Ef Bretland gerizt aðili,
sagði kanzlarinn, fylgja í
kjölfarið Noregur, Dan-
mörk, írland, ísland og e.t.
v. Kýpur. Bandalagsríkin
yrðu þá ellefu eða tólf og
nýju rikin yrðu einnig að-
ilar að samningnum um
kola- og stáliðnaðinn.
Ég spurði Adenauer, segir
Baker, hvort hann teldi . að
England yrði aðili að stjórn-
málaeiningunni. Hann hristi
höfuðið en gerði hvorki að
neita eða játa. — Hugsið yð-
ur, sagði hann, stjórnmála-
einingu ellefu ríkja...hvað ef
krafizt yrði einróma sam-
þykkis? Það er borin von.
Hann lagði sérstaka áherzlu
'
Adenauer
UTAN UR HEIMt
leiðtogarnir teldu fortíðina
gleymda og grafna. Þeir
væru nú vinir og samherjar.
í þessu augnamiði m.a. lagði
de Gaulle til að Adenauer
ferðaðist nokkuð út um lands
byggðina. Síðar á þessu ári
myndi svo de Gaulle koma i
samskonar heimsókn til
Þýzkalands. Taldi Adenauer
hugmynd þessa góða og skyn
samlega, fyrir margra hluta
sakir.
Um stjórnálaeininguna
sagði Adenauer, að byrjunin
væri örðugasti hjallinn. Hann
benti á hve þjóðir Evrópu
væri ólí'kar um margt, og
lagði áherzlu á, að þessi þró-
un yrði að gerast á löngum
tíma og krefðist mikillar þol-
inmæði, áður en unnt væri
að hugsa til þess að mynda
sérstakt þing Evrópuþjóða.
Sagði hann stjórnmálaþróun-
ina verða að taka miklu
lengri tíma en þróun Efna-
hagsbandalagsins sjálfs. Þar
væru fyrir hendi tiltölulega
ákveðnar og stöðugar stað-
reyndir, sem mögulegt væri
að laga hver’ja að annari.
- Adenauer kvaðst vel skilja
erfiðleika Breta varðandi inn
göngu, vegna tengzlanna við
samveldislöndin. — Séð frá
sjónarhóli meginlandsins,
sagði hann, er ég þeirrar skoð
unar að varðveita beri tengzl
Bretlands við mörg samveld-
islandanna — ekki endilega
á mikilvægi einingar Frakk-
lands og Þýzkalands. — Það
er allt í lagi, meðan de Gaulle
er við völd, — en hvað ger-
izt eftir hans dag? Varðandi
Bretland, þá veit ég ekki,
hversu mikill áhugi er þar
varðandi þetta atriði. En
Efnahagsbandalagið og stjórn.
málaeining þurfa ekki endi-
lega að haldast hönd í hönd
í öllum atriðum.
í lok viðtalsins sagði Bak-
er: Það virðist æ líklegra að
kristilega demokrataflokkn
um verði stjórnað af vissum
hópi manna, þegar þér segið
af yður.
— f guðs nafni, sagði
kanzlarinn og hló.
— Hafið þér auga á ein-
hverjum sérstökum, sem gæti
orðið forystumaður 1 þýzk-
um stjórnmálum?
Adenauer hló aftur og
sagði — Já, mörgum.
Að endingu spurði Baker,
hvort hann teldi mögulegt að
einhverskonar samningavið
ræður færu fram milli
Rússa og Þjóðverja. Því svar
aði, Adenauer svo: — Það
tel ég útilokað. Rússar eiga
aðeins samninga viðræður
við jafningja sína. Ég er
ekki einu sinni viss um, að
Rússar telji Breta það, — ég
held þeir álíti aðeins Banda-
ríkjamenn og Kínverja
standa sér jafnfætis.
40 ölvaðir
FRÁ mánaðamótum maí-júní
hafa hvorki meira né minna
en 40 bílstjórar verið hand-
teknir fyrir ölvun við akstur
í Reykjavík að því er lögregl
an tjáði Mbl. í gær. Frá 21.
apríl sl. hafa alls 73 ölvaðir
bílstjórar verið teknir og er
hér um óvenju mikinn ölv-
unarakstur að ræða. — Þá
hafa um 550 manns gist fanga
geymslu lögreglunnar í Síðu-
múla vegna ölvunar á al-
mannafæri frá mánaðamótuim.
Hér er að vísu oft um sama
fólkið að ræða en „gistingarn
ar“ samrtals á sjötta hundrað.
— íslenzkar krónur
Framh. af bls. 1
skrefið í þá átt, að gera ís-
lenzkan gjaldmiðil jafngild-
an erlendum, þannig að um
viðskipti með hann gæti
orðið aó ræða erlendis. Dr.
Jóhannes sagði, að ísland
hefði verið eina landið í
heiminum, sem ekki hefði
leyft slíkan flutning á gjald-
miðli.
„Þetta ætti að létta mikið
fyrir ferðamönnum", sagði dr.
Jóhannes, „þar eð hingað til
hefur útlendingum, er gista
landið, ekki verið leyft að
koma með íslenzka peninga
með sér, heldur hafa þeir orðið
að koma með erlenda mynt,
eðá" tékka, sem þá hefur þurft
að skipta.
Þá hafa margir útlendingar
lent í vandræðum, er heim er
komið, er þeir hafa ekki getað
selt ónotaða íslenzka peninga,
enda hafa þeir ekki verið
keyptir eða seldir löglega er-
lendis um langt skeið“.
Það verður vissulega að telj-
ast spor í rétta átt, að íslend-
ingar skuli nú geta tekið með
sér sína eigin mynt, auk lög-
lega aflaðs gjaldeyris, til út-
landa. Útlendingar munu vafa-
laust spyrja eftir íslenzkum
peningum í erlendum bönkum,
er slík verzlun verður lögleg.
Þar með nálgumst við það
mark, að íslenzku krónunni
verði skipað á bekk með gjald-
miðli annarra þjóða, sem
trausts njóta.
Að nú skuli hægt, í fyrsta
sinn í allt að tvo áratugi, að
stunda frjálsa verzlun með ís-
lenzkan gjaldmiðil, er ekki
hvað sízt því að þakka, hve vel
hefur gengið að rétta við gjald-
eyrismál þjóðarinnar undanfar-
in tvö ár.
Erlendar þjóðir bera nú það
traust til krónunnar, að hægt
er að bjóða hana til sölu. Er
það vissulega mikilsverður á-
fangi.
— Framsókn
Framhald af bls. 24.
vogi Framsóknarmönnum bréf,
þar sem stungið var upp á því
að starf bæjarstjóra skyldi aug-
lýst laust til umsóknar en mál-
efnin réðu síðan afstöðu flokk-
anna hverju sinni. Þessu bréfi
svöruðu Framsóknarmenn ekki,
en á þriðjudagskvöldið gengu
þeir endanlega frá samningun-
um við kommúnista, þvert ofan
í yfirlýsingar sínar fyrir kiosn-
ingar, um að þeir myndu ekki
mynda meirihluta með kotnm-
únistum.
Ýmsir menn meðal Framsóknar
manna í Kópavogi munu hafa
reynt að sporna við þessari þró-
un mála, en orðið að beygja sig
fyrir fylgismönnum kommúnista
innan flokksins. Meðal þeirra,
sem ötulast börðust fyrir því, að
gegið yrði til samstarfs við
kommúnista var Andrés Krist-
jánsson, ritstjóri „Tímans.“
Meirihluta bæjarstjórnar í
Kópavogi skipa því fimm full-
trúar Framsóknarmanna og
kommúnista en Sjálfstæðismenn
hafa 3 fulltrúa og Alþýðuflokk-
uriim 1 fulltrúa.
— Varðarferð
Framh. af bls. 24.
Gullbringusýslu og Árnessýslu.
Ekið verður suður Krísuvíkur-
veg að Kleifarvatni framhjá
Herdísarvík, Hlíðarvatni, að
Strandarkirkju og staðnæmzt
þar. Áfram verður haldið yfir
Selvogsheiði framhjá Kvenna-
gönguhólum og þaðan í Ölfusið
og farið um Hveragerði, Sel-
foss, Eyrarbakka og Stokkseyri
í Villingaholt og áð þar. Þaðan
verður svo ekið upp Flóann og
komið á Suðurlandsveg, snúið
til austurs upp á Skeið og ekið
um Iðubrú til Skálholts. Frá
hinum forna helgistað verður
loks haldið heim á leið og ekið
um Þingvelli til Reykjavíkur.
Þess má geta, að í fyrri ferð-
um Varðar hefur m.a. verið far
ið um sögustaði Njálu, vestur-
sveitir Árnessýslu og landnám
Skallagríms.
Ödýr ferð
Þátttöku I ferðina nú ber að
tilkynna í Sjálfstæðishúsið
(uppi), sími 17100, en þar eru
farseðlar seldir; kosta þeir 225
krónur eða sama og síðast, en
innifaldar í verðinu eru þó
tvær máltíðir. — Mun hinn
kunni kjötkaupmaður Þorbjörn
Jóhannesson í Borg annast um
matinn.
Ekki er að efa, að fjölmennt
verður í ferðinnL
Nýjar gerðir
SUNDBOLIR
í miklu urvali
'Ár >f-
Margar stærðir
HANDKLÆÐI