Alþýðublaðið - 18.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.12.1929, Blaðsíða 2
B ftbÞYÐUIllAflni Sogsvirklunin boðin út. Á fundi rafmagnsstjórnarinnar i fyrra dag var gengið frá út- boði á byggingu Sogsstöðvarinn- ar. Var ákveðið að auglýsa op- inberlega nú í vikulokin eftir til- boðum í alt að 7 milljón kr. lán til virkjunarinnar, en út- boðsskilmálarnir verða sendir i dag til útlanda 'premur pýzkum Vélgæzlnmenn. Lögin ekki haldin. Mjög mikil brögð eru að pví, að lögin um vélgæzlu á mótor- sikipum séu ekki haldin. Á fjölda skipa eru menn látnir gæta vél- ar, pó litla reynslu hafi í véla- meðferð og engin- réttindi lögum samkvæmt til pess að gegna pessari stöðu. Mun petta stafa af pvi, að margir bátaeigendur vilja hliöra sér hjá að borga útlærðum véla- mönnum kaup pað, er peir fara fram á, sem eðlilega er nokkuð hærrá en alment hásetakaup, og yáða svo óvana eða lítt vana menn, er engin réttindi hafa. En pessir óvönu menn eru svo ráðnir fyrir verijulegt háseta- kaup, að við bættri einhverri lít- ilfjörlegri póknun. Það er kunnugt, að mótorar endast mjög illa í mörgum ís- lenzkum fiskiskipum vegna vit- lausrar meðferðar, og leiðir af pví stórfeldan aukakostnað við útgerðina. Annað er pó verra, sem er pað, að sú skipshöfn er í voða, semi hefir óvanan mann til pess að gæta vélarinnar, og víst er, að margir mótorbátar hafa farist vegna ólags á vélinni, er aftur átti rót sina að rekja til van- kunnáttu pess, er vélarinnar gætti, pví flestar bilanir munu stafa að meira eða minna leyti af ónógri gæzlu vélamanns. Hörmulegt er til pess að vita, að yfirvöldin skuli skrá véla- menn, sem ekki hafa réttindi. Hefir petta komið fyrir jafnvel hér í Reykjavík og pað á pessu ári. Er pá sízt að furða, pótt pað eigi sér stað, par sem yfir- valdið er dauðadrukkið, pegar pað á að vera að gegna emb- ættisskyldu sinni. Af pví að marga kann að furða pessar síð- ustu setningar, skal ég ekki draga dul á, að ég á héT við hrepp- stjórann í Sandgerði, Sigurð Kjartansson. Þetta hirðuleysi verður tafar- laust að hætta. Þótt útgerðar- menn sjái ekki hvernig peir láta krónurnar fljúga pegar peir spara eyrinn, með pví að hafa óvana vélamenn (hvað kostar einn dagur í landi vegna véla- bilunar í góðu fiskiríi?), pá verða yfirvöldin hér að gera skyldu sína. Og sjómenn verða og 5 Norðurlanda-rafmagnsfélög- um. Útboðsfrestur er til 1. april n. k. Má pvi vænta pess, ef hagstæð tilboð koma fyrir pann tíma, að hægt verði, — svo sem gert var ráð fyrir pegar Sogsvirkjunin var sampykt í sumar, — að byrja á virkjuninni sumarið 1930. að vera hér á verði og kæra tafarlaust eða láta stjórn sjó- mannafélagsins vita, ef hér er út af brugðið. ölafur Frtdriksson. Braninn á Biidodal. (Einltaskeyti frá Bíldudal til Al- pýðublaðsins.) Verzlunarbúð Bjargráðafélags- ins ásamt áföstu íbúðarhúsi brunnu til kaldra kola í fyrra kvöld á tveimur klukkustundum. Eldsins varð vart kl. 9. Þá voru 1—ú/2 stund liðin síðan merm fóru úr skrifstofunum. Þrjú ná- læg geymsluhús brunnu einnig og símastöðin skemdist nokkuð. Engu varð bjargað úr verzlunar- thúsunum og íitlu úr íbúðinni. Alt innbú óvátrygt. Manntjón varð ekki. t skeytí til FB. segir svo: Ókunnugt er.um upptök elds- ins,. Húsin, sem brunnu, voru fyrrum eign Péturs J. Thor- steinssonar kaupmanns. Síma- stöðin, sem er skamt frá, var varin, en eitthvað af staurum mun hafa brunnið. Liggur staura- röðin skamt frá húsum peim, sem brunnu. [Ekkert símasamband var í gær milli simastöðvarinnaf og annara húsa á Bíldudal.j Enn fremur segir svo í skeyti, sem kom í morgun til FB.: FB., ísafirði, 17. dez. 1 gærkveldi brann íbúðar- og verzlunaT-hús á Bíldudal, ásamt tveimur úthúsum og hesthúsi, einnig kviknaði í simastöðvar- húsinu, en varð slökt, án pess að pað skaddaðist að ráði. Ó- kunnugt er um upptök eldsins. Búð og skrifstofu var lokað kl. 71/2, en kl. 88/4 stóö húsið í björtu báli. Hannes Stephensen og fjöl- skylda hans bjuggu í húsinu og varð einungis örlitlu af innan- stokksmunum bjargað, en engu af vörum né verzlunarbókunum. Innanstokksmunir voru óvátrygð- ir, en verzlunarvörur eitthvað trygðar. Hús petta var eitt af stærstu verzlunarhúsum á Vest- fjörðum og nýlega endurbygt að miklu leyti. Bjargráðafélag Arn- firðinga hafði par verzlun, en fslandsbanki hefir til pessa átt húsið. r ASfiABBS Saltfiskur, nýr fiskur. Ca. 100 pakkar af linpurkuðum fiski og 40 pk. af fullpurkuðum porski er til sölu. — Einnig nýr fiskur daglega. Hafiði Baldvinsson, Hverfisgötu 123, sími 1456. — Pöntunum veitt móttaka alián daginn. Bezta bökunarfeitin er H R 0 SSAFEIT I á 50 aura hálft kíló. Einnig góð sauðatólg á 85 aura hálft kílö, Hrossadeildin, Wiálcofntn^ fsimi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.