Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 3
 Miðvikudagur 11. júlí 1962 MORGUNBLAÐIÐ Á HINU veglega lands- móti hestamanna í Skóg- arhólum við Þingvöll verður til mikils að vinna fyrir þá menn, sém hafa þjálfað hesta sína til veð- hlaupa. Lengsta hlaupið er 800 m og hefur einu Hér sjást knaparnir> sem sitja eiga þá Garp (t.v.) og Kirkjubæjar-Blesa (t.h.) þar sem þeir eru sinni áður verið keppt á meg hiaupagarpana á JÞingvöllum í fyrrakvöld. Hver hreppir 20 þúsund? Gnýfari þjáBfaður — Guilfir haltur þeirri vegalengd á stór- móti, en það var á fjórð- ungsmótinu á Hellu í fyrrasumar. Þetta hlaup verður áreiðanlega það hlaupið, sem mestur spenn inguri verður út af. — Sá hestur, sem þetta hlaup vinnur, eða eigandi hans, hlýtur að verðlaunum 20 þúsund krónur í pening- tapa hlaupinu án þess að aðrir verði að hafa nokikuð fyrir. Víkingur er ekki gamalreynd- ur hlauphestur. Honum var hleypt í fyrsta sinn á Hellu 1960 í 350 m. og sigraði hann það hlaup. Knapinn Hreinn Árnason hefir haft hestinn undir höndum í vetur og vor og riðið honum mikið m.a. nokkrar ferðir út að Hellu þar sem hann hefir hleypt á skeiðvellinum. Víkingur er viljugur klánhes'tur en hefir Víkingi á úrslitaspretti. Á heimavelli við Arnarhamar hefir Blesi aldrei tapað hlaupi. í vetur hefir Kirtkjubæjar- Blesi verið þjálfaður talsvert með venjulegri brúkun og að undanförnu vel með tilliti til þolhlaups. ★ Garpur Jóhanns garðyrkju- manns í Dalsgarði er kunn- astur fyrir sigur sinn í 350 m. á Þingvöilum 1958, sem þó síðar var dæmt jafnt hlaupi Gnýfara. Hann hefir hlaupið af og til síðan á ýmsum kapp reiðum, stundum vel, stundum illa, segir Jóhann og er hann mjög mistaekur. Hann hljóp ur svo að ráðast og ekkert við því að segja þótt aðrir geri betur. ★ Við höfðum tal af Bjarna Bjarnasyni á Laugarvatni. Hann hafði ekki skemmtilega sögu að segja. Gulur hans er haltur frá því á hvítasunnu- mótinu hér í vor og getur því ekki verið með. Þetta verða öllum vonbrigði því allir væntu sér mikils af Gul í þessu langa hlaupi. En þeir Laugarvatnsfeðgar eru ekki af baki dottnir. Þeir senda 4 hesta í skeið einn hest í 300 m. og 2 í 800 m. Þyt og Fífil, sem báðir hlupu hér í Reykja vík um Hvítasunnuna. Bjami segist ekki vænta sér mikils af þeim. Þeir geri þetta meira fyxir félagsskapinn. Við höfum einnig frétt að Grámann Sigurðar Sigurðs- sonar hestahirðis hjá Fá'k sé mikið og vel þjálfaður þessa dagana, en hann vann 300 metrana hér í vor. Hann mun nú hlaupa 800 m. Grámann er snerpulegur hestur og ekki gott að vita nema hann standi framarlega. Hér sjást þeir Gulur (Iengst t.v.) og Gnýfari (Iengst t.h.) á ræsimarkinu í hvítasunnuhlaupinu I Reykjavík í vor. Gulur heltist í þessu hlaupi. Þorkell Bjarnason á Laugavatni heldur Gul, sem er all óstýrilátur og Þorgeir Jónsson í Gufunesi styður við brjóstið á Gnýfara. uin. Fyístu verðlaun eru að upphæð 10 þúsund, en nokkur fyrirtæki hafa skotið saman í 10 þús. kr. aukaverðlaun. Verðlaunin verða því aðeins veitt að sigurvegarinn hlaupi á skemmri tíma en 71 sek., en metið á þessari vega- lengd er 71,1 sek., sett á Hellumótinu. Á þessu móti verða leidd- ir saman fræknustu hlaupa- garpar hvaðanæfa að af land- inu og er því ekki að efa að hlaupið verður spennandi. Við brugðum okkur í ofurlít- ið ferðalag og heimsóttum nokkra þeirra, sem þessa dag- ana eru að þjálfa hesta sína til hlaupsins. Hér næst bæn- um hittum við þá Þorgeir í Gufunesi, Jón Guðmunds son á Reykjum og Jó- hann Kr. Jónsson í Dals- garði báða í Mosfellssveit. Þá tvo síðarnefndu urðum við raunar að elta alla leið til Þingvalla, því þeir voru komn ir þangað með hesta sína og voru að lofa þeim að „lykta af vellinum“ eins og þeir komust að orði. Austur á Hellu á Rangár- völlum er verið að þjálfa Vík- ing Magnúsar Gunnarssonar I Ártúni, rauðvindóttan 10 vetra hest ættaðan frá Vestri-Garðs- auka. Víkingur sigraði á Hellu mótinu og eigandi hans mun ekki aetla að láta methafann ekki sýnt reiðhesthæfileika. Gnýfari Þorgeirs í Gufu- nesi er nú orðinn 22ja vetra og er sjálfsagt farinn að gefa sig eitthvað. Það mun þó ætl- unin að hleypa honum enm einu sinni og mun hann hafa fullt þrek til þess. Það sýndi hann greinilega á hvítasunnu kappreiðunum hérna í Reýkja ví'k í vor, þar sem hann varð aðeins örskot á eftir Gul Bjarna Bjarnasonar á Laug- arvatni, sem sigraði í 350 m. Gnýfara mun nú sitja Gunn- laugur sonur Þorgeirs, en það er athyglisvert að Gnýfari hef ir aldrei tapað hlaupi hafi eitt hvert barna Þorgeirs setið hann, en sem kunnugt er voru dætur hans landsbekktir knap ar um langt skeið. vel í Borgarfirði 1960 og jafn aði þá íslandsmet í 350 m. í vetur heltist Garpur og var því ekki tekinn til þjálfunar fyrr en komið var undir vor. Hann hefir að fullu náð sér og er vel hvíldur. Hefir verið mikið og vel þjálfaður, enda segist Jóhann aldrei setja hann á kappreiðar nema vel undir búinn. Þeir frændur Jón og Jóhann segjast alltaf vera vongóðir fyrir kappreiðar og þeir ætla að vinna hvert hlaup sem þeir setja hesta sína í. Hitt verð- Kirkjubæjar-Blesi Jóns á Reykjum er orðinn þekktur hlaupagarpur, þótt ekiki sé hann nema 8 vetra. Hann hef- ir hlaupið allt frá því hann var 4ra vetra er hann sigraði í folahlaupi. Hann hefir teikið þátt í 3 kappreiðum árlega síð an og unnið flestar þeirra, nema hvítasunnuhlaupin í vor og í fyrravor og á Hellu varð hann sjónarmun á eftir 1 Við höfum frétt af fleiri hestum, sem eru þjálfaðir af kappi til hinnar miklu verð- launa, en hér er ekki rúm til að geta þeirra allra. Einhver kemur kannske með leyni- vopnið, sem allt annað sigrar. Nú er þetta eilífa stríð og stapp á ræsismarkinu ekki eins þýðingarmikið atriði, þar sem vegalengdin er svo löng og því ræður nú fyrst og fremst þol og þjálfun hest- anna. Við vitum um 26 hesta sem skráðir eru í 800 metr- ana. Stóra spurningin er: „Hver hreppir 20 þúsundin?“ . § Vikingur frá Artúnum á Rangárvöllum, sem sigraði í 8uu m á Hellumótinu í fyrra. 1 nyx STAKSTEI Wlí „Góður viðskilr aður'* Enn einu sinni birtir Timinn forystugrein, sem ber fyrirsögn ina: „Góður viðskilnaður." Seg- ig í grein þessari fyrst og fremst, að viðskilnaður vinstri stjórnarinnar haustið 1958 hafl verið „góður“. Tíminn segir, að gjaldeyrisstaða bankanna hafi verið hagstæð, afkoma ríkis- sjóðs „sjaldan betri“, rekstrar- skilyrði landbúnaðar og sjávar- útvegsins hin ágætustu, kaup- máttur launa mikill og láns- traust þjóðarinnar út á við traust.! Ef þetta var í raun og veru þannig hvernig stóð þá á því að vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum á miðju kjörtímabili? Getur það verið, að Hermann Jónasson hafi sagt af sér stjóm arforystu og gefizt upp á miðju kjörtímabili vegna þess hve á- standið í þjóðfélagihu var gott? Nei, það er óhugsandi. Vinstrl stjórnin gafst upp og hrökklað- ist frá völdum vegna þess að lánstraust þjóðarinnar var þorr ið. Óðaverðbólga og hengiflug blasti við. Framleiðslan var að lamast, kaupnráttur launa þvarr stöðugt og flokkar vinstri stjóm arinnar gátu ekki komið sér sam an um eitt einasta úrræði til að afstýra þeim voða, sem við blasti. Fram hjá þessum stað- reyndum komast Framsóknar- menn aldrei. Bjartsýnn á framlialdið í hinni ítarlegu ræðu sinni i Akureyrarfundinum um stóriðju á íslandi, komst Jóhannes Nor- dal, bankastjóri, m.a. að orði á þessa leið: „Takist okkur hins vegar að komast af stað og hrinda fyrstu stórvirkjun á Islandi í fram- kvæmd, er ég bjartsýnn á, að framhaldið reynist okkur auð- veldara, og þótt þannig kunni að fara, að virkjun Þjórsár við Búrfell verði fyrir valinu sem fyrsta stórvirkjun á fslandi, þyk ir mér líklegt að með því verði í rauninni bezt tryggt að hægt sé síðar að koma fyrirætlunum um virkjun Jökulsár á Fjöllum í framkvæmd. “ Aukin framleiðsla Núverandi rikisstjórn hefur Iagt á það megináherzlu , að frumskilyrði kauphækkana og bættra lífskjara sé aukin fram- leiðsla. í samræmi við þessa kenningu sína hafa stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar m.iðað viðreisnar- ráðstafanir sínar fyrst og fremst við það, að koma rekstri atvinnutækjanna á heilbrigðan grundvöll. Sú viðleitni hefur tek izt svo vel, að framleiðslan hef- ur aukizt verulega, og vonir standa til þess að sú kauphækk un sem orðið hefur á þessu sumri verði borin upp af útflutn ingsframleiðslunni, án þess að til sérstakra ráðstafana þurfi að koma hennar vegna. Þegar á þetta er litið sést það greinilega hversu fáránlegt það er, þegar Tíminn heldur því fram s. 1. sunnudag að í raun og veru sé ríkisstjórnin á móti framleiðsluaukningu og reyni að sporna gegn henni.! Þarna snýr Tímaliðið stað- reyndum enn einu sinni við. Ríkisstjórnin og flokkar hennar vinna að því af hinu mesta kappi að bæta aðstöðu framleiðslunn- ar og stuðla þannig að fram- leiðsluaukningu. í þvi er hin raunhæfa barátta fyrir kjarabót um fóigin. Ef stefnu vinstri stjórnarinnar hefði verið fylgt áfram, hefði verðbólgan haldið áfram að auk- ast og erfiðleikar atvinnuveg- anra orðið sáfellt óviðráðanlegrí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.