Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvifcudagur 11. júlf 1962 Kumlið í Draugaklifi er frá 10. öld Rábgáta vegna vissrar jarðvegs- myndunar Eins og skýrt er frá í Mbl. á laugardag, fundu vega- vinnumenn fornan legstað yzt á Snæfellsnesi sl. fimmtu dagskvöld. Þorkell Grímsson fornleifafræðingur, safnvörð- ur við Þjóðminjasafn tslands, flaug vestur á laugardag og kannaði staðinn. Fann hann þá sverð í kumlinu, sem mun vera frá 10. öld eftir gerð- inni að dæma. Mbl. hitti Þorkel að máli í gær, og byggist það, sem hér fer á eftir, aðallega á við tali við hann. 1 Draugaklifi. Um kl. sex á fimmtudags- kvöld var verið að ryðja með ýtu ofan . af hraunmalar- kambi í Skarðsvík, sem sum ir kalla Skarfsvík, og er miðja vegu milli öndverðar- Þorkell Grímsson fornleifa fræðingur. Eá á vinstri hlið. Þegar Þorkell kom vestur á laugardag og fór að athuga staðinn, kom í ljós, að hér var um fornt kuml að ræða. Beinagrind af karlmanni hafði þar legið á um hálfs metra dýpi. Höfðalagið vissi í aust-norðaustur. Höfuðið hefur hallast fram og niður, svó að andlitið hefur verið á grúfu. Grindin lá á vinstri hlið með fætur saman og kreppta um hnén. Er það önnur beinagrindin liggjandi á vinstri hlið, sem finnst hér á landi í fornu kumli, en að öðru leyti er ekkert sérstakt um stellinguna að ræða. Jámsverð í tréslíðrum. Sverð hefur verið lagt í gröfina. Það er tæpur metri á lengd, allmjög ryðbrunnið. Neðri hjöltun eru bogin, og veit bungan að meðalkaflan- um. Efri hjöltin sveigðust einnig lítið eitt frá meðal- kaflanum, en þau duttu af við gröftinn. Sverðið er skyld ast svonefndri Q-gerð sverða, sem eru frá tíundu öld, og svipar til sverðs, er fannst í óbyggðum fyrir norðan Kjal hraun. Áður hafa fundizt hér á landi þrjú sverð af þessari gerð. Þetta er 21. jarðfundna sverðið hérlendis. Leifar af tréslíðrum fund- ust á sverðinu og utan um þau leifar af ofnum dúki. Sverðið lá í fangi beinagrind- arinnar, þannig að efri hjölt- un námu við vinstri handar- krika. Þá fundust og leifar af fetilfestingu efst á slíðr- unum á þeirri hliðinni,' sem upp vissi. Einnig fundust nokkrir í- hvolfir járnbútar í gröfinni, nálægt mitti, og gætu þeir verið leifar af skjaldarbólu. Annar grafbúnaður eða haugfé fannst ekki. Þessi M Beinagr/ndin, eins og hún lá í kumlinu. Höfuðkúpuna vantar, en ýtan ruddi henni frá. Ljósm.: Þ.G. Bein, sem ýtan færði til, og síðan var raðað upp u. þ. b. yfir miðju kumli undir eftirliti og skv. fyr- irmælum Páls Guðmunds- sonar vegavinnuverkstjóra. Ljósm.: Jón Gunnarsson. fundur er ekki i röð glæsilegustu kumlafunda, sem menn þekkja hér á landi þótt hins vegar hafi það ekki verið nein vansæmd að vera heygður á þennan hátt. í sandlagi. Kumlið er við forna alfara leið eins og oft er. Hefur kumlbúa verið tekin gröf þarna í litlum hraunmalar- hóli, og var um hálfur metri niður á beinagrindina, eins og fyrr segir. Beinin lágu í 5-7 cm þykkum sandflekk, og hefur sandurinn verið borinn að. Beinagrindin lá svo að segja á jafnsléttu. Þó var hærra undir höfðalagi en fótum og lægst undir lend- um. Nokkrir steinar hafa ver ið lagðir undir og utan með efri hluta líkamans, sandi og hraunsalla stráð ofan á, og efst á kambinum voru nokkr ir steinar. Sandflekkurinn nær nokk uð út frá legstaðnum og er fínn fjörusandur, aðfluttur, á smásvæði norður frá kuml- inu. ' • • " V.«"".V .' V • .W.VOTM• • • •••V. Ráðgáta. Athyglisvert er, að drefjar af svörtum, feitum jarðvegi, sem ekki er þarna annars staðar að finna, liggja í taumum í mjórri tungu allt að níu metra í norður frá kumlinu. í hraunmölinni og sandinum inn á milli má einnig sjá svartan og brún- an lit. Hér virðist vera um einhvers konar lífrænar leif- ar að ræða, og er enn ráð- gáta, hvernig á þeim getur staðið. Ýmislegt gæti komið til greina, t.d. að fleiri hafi . Sverðið, sem í gröfinni fannst. Efri hjöltun duttu a/. Ljósm.: Þ.G. ness og Gufuskála. Þetta var í Draugaklifi eða Drangaklifi; hvort tveggja nafnið heyrist; og upp af Hallskletti, sem gengur í sjó fram. Skyndilega sá verkstjórinn, Páll Guðmundsson, að bein komu fram undan ýtutönn- inni. Stöðvaði hann þá verk- ið þegar í stað, raðaði þeim beinaleifum saman, sem kom in voru út í ruðninginn, lét breiða yfir fundarstaðinn og tilkynnti þjóðminjaverði um fundinn. Tekur Þorkell fram, að hér hafi verið rétt að far- ið, því, að mjög mikilsvert er að stöðva gröft og láta ekki hróflo við neinu, þegar menn finna fornleifar og gömul merki mannvistar í jörðu. Legstaðurinn séður frá nýja veginum. Höfuðkúpan liggur í svörtum sandflekknum, sem jarðýtan hefur rutt ofan af og frá. Ljósm.: Þorkeli Grímsson. Páll Guðmundsson vega- vinnuverkstjóri, sem fyrst- ur varð beinanna var. Ljósm.: Jón Gunnarsson. verið heygðir á þessum stað og þarna hafi verið kumla- teigur. ÓUklegt er þó, að þarna hafi verið um grafir að ræða, því að þá hefðu átt að finnast fleiri beinaleifar, en svo var ekki. Ekki er sennilegt, að bein hafi verið flutt þarna burtu úr kuml- um. E.t.v. hefur einhverju verið kastað þarna í fórn- arskyni, t.d. í hraunsprungu eða gjótu, sem kann að hafa legið í norður frá kumlinu, en það er ekki ljóst vegna rasksins frá ýtunni. Hafi svo verið, þá hefur þar verið um um eitthvað beinlaust að ræða, t.d. innýfli. Ekkert er þó hægt að fullyrða um það, Framh. á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.