Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 9
MiSvikudagur 11. júlí 1962 MORGVISBLAÐIÐ 9 Hjálmar Bárðason: Hvers vegna farast skip ? Sumarbuslaður Stór sumarbústaður, með tveim íbúðum í, er tilsölu við Elliðavatn. Uppl. í síma 38051 og 34352 eftir kL 7 á kvöldin. Stulka Óskast til að leysa af í sumarfríum til aðstoðar við kjötvinnslu. Komið getur til mála að ráða stúlku aðeins eftir hádegi. Upplýsmgar í síma 10950. í GREINUM í nokkrum Reykja- víkurdagblaðanna í dag undir fyr irsögninni „Hvers vegna farast skip „án áfalla", beinir greinar- höfundur Baldvin Þ. Kristjáns- son, nokkrum fyrirspurnum til mín, sem ég vil leitast við að svara eftir því sem mér er það fært. Tilefni greinarinnar er fyrst og fremst nýskeð sjóslys það, er m.s. Hamar fórst í Faxaflóa nú nýver- ið, en að sjálfsögðu einnig með það í huga að undanfarið hafa orðið tíðii skipstapar íslenzkra fiskiskipa, reyndar við nokkuð misjafnar aðstæður. Að sjálf- sögðu er það ekki síður mér en öðrum mikið ánægjuefni, hversu vel tókst til með björgun 11 manna áhafnar m.s. Hamars í gúmmíbjörgunarbáti skipsins, en ég er fyllilega sammála Baldvini Þ. Kristjánssyni í því að, þótt þetta sé þakkarvert, þá sé einnig rétt að athuga hvað valdið hefir slysi sem þessu. Rannsókn þessa máls er enn ekki fyllilega lokið, en skipaskoð un ríkisins fylgist að sjálfsögðu með þeim málum. Greinarhöfundur krefst nánari skýringa og nokkurra aðgerð'a og spyr fyrst: 1. Hvað er yfirleitt gert til þess að prófa sjóhæfni íslenzkra fiskiskipa: a) Þeirra, sem byggð eru er- lendls, b) Þeirra, sem byggð eru innanlands? Fyrst vil ég svara því til, að íslenzk lög og reglur krefjast ekki neinna stöðugleikaútreikninga á öðrum skipum en farþegaskipum. Skipaskoðun ríkisins fær því yfir leitt ekki í hendur stöðugleikaút- reikninga yfir fiskiskip, hvorki þau, sem smíðuð eru innanlands né erlendis. Skipaskoðun ríkisins fær heldur ekki þau gögn í hend ur, að hægt sé að reikna út stöðug leilca skipanna hér. Þetta mun mörgum finnast vöntun í íslenzkum lögum og regl um, og að hér sé auðvelt úr að bæta með lagabreytingu. Málið er hinsvegar ekki svo einfalt í reynd. Stöðugleikaútreikningar eru geysimikið verk, og auk þess það vandasamt, að t.d. engar ís- lenzkar tréskipasmíðastöðvar munu nú vera færar um að skila slíkum útreikningum. Sama máli gildir um langflestar tréskipa- smíðastöðvar erlendis. Mikill meirihluti þeirra stálskipasmíða- stöðva í Noregi, sem byggt hafa fiskiskip fyrir íslendinga undan- farin ár, hafa heldur ekki í þjón- ustu sinni menn, sem færir eru um slíka útreikninga. Á undan förnum árum hefi ég þó farið fram á þáð við hokkrar skipa- smíðastöðvar, sem ég taldi færar um að framkvæma stöðugútréikn inga, að þær gerðu þá og sendu til skipaskoðunar ríkisins. Hafa þessir útreikningar verið mjög mismunandi fullkomnir, en þó fengist þanriig athugun á nokkr- um skipum. Þannig eru t.d. mjög góðir útreikningar með öllum skipum, sem byggð voru í Austur Þýzkalandi, sömuleiðis með flest um togaranna. En, er þá vandinn leystur með því að fá stöðugleikaútreikninga ©g gögn er hann varðar um borð í íslenzk fiskiskip? Því miður er því ekki svo háttað. Stöðugleiki skips gerbreytist við mismun- endi hleðslu, bæði vegna farms olíu og vista Stöðugleikabogar og útreikningar eru þannig gerðir fyrir nokkur hleðslu-tilfelli, en siðan eru þessi gögn þannig búin, að skipstjóri getur umreiknað ástand skipsins í hverju einstöku hleðsluástandi. Þetta þarf hann að gera að staðaldri ef gagn á að vera að þessum útreikningum. Nú er það hinsvegar svo, að varla nokkur íslenzkur fiskiskipstjóri hefur lært nokkurn hlut um stöð ugleika skipa, og því síður um það, hvernig nota skuli slika út- reikninga, því til þiess þarf hann að skilja þessi mál öll mjög vel. Næstu tvær spumingar greinar Baldvins Þ. Kristjánssonar, eru 2. Hvað er gert til þess að fylgj ast með og prófa áhrif allskonar breytinga á fiskiskipum á sjó- hæfni þeirra? 3. Hefur Skipaskoðun ríkisins samþykkt allar breytingar á ís- lenzkum fiskiskipum og ef svo er hvað gerir þá embættið til þess að fylgjast með framkvæmd sam þykktra verkteikninga og prófa verkanir þeirra á sjóhæfni við- komandi skipa, sem er ætlað að þola ósköpin? Er nóg, að „út- gerðarmenn" úttali sig um slíkt? Breytingar á sjóhæfni vegna umsmíða á skipi er því aðeins hægt að prófa, að fyrir hendi séu stöðugleikaútreikningar á skipinu fyrir breytinguna. Ef skip reynist sérlega og óeðlilega „mjúkt“ í hreyfingum, bendir það til þess að skipið sé ekki sérlega stöðugt. Skip sem þannig er ástatt um tek ur langar og hægar veltur. Þessi skip eru oft talin góð sjóskip og ágæt vinnuskip, en séu þau fram úr hófi ,,mjúk“ í veltu geta þau verið hættuleg. Skip sem eru mjög stöðug, eru stíf í hreyfingum, þau velta snöggt, og eru óþægileg sem vinnuskip. Á þessum skipum vill oft brjóta sjór, því þau fylgja ekki ölduhreyfingunum nógu vel. Margir vanir sjómenn þekkja góð skil á þessum hreyfingum skip- anna, og geta út frá þeim dæmt töluvert um hvernig ástatt er um stöðugleika skips, án þess að hafa útreikninga hjá sér né jafnvel að skilja þá. Hinsvegar er þessi til- finning vanra sjósóknara enginn hégómi, því æfður maður getur farið allnærri, um ástand skips- ins í þessu efni, án þess raun- verulega að skilja ástæðuna. Þess ar sveiflu-periodur, eða veltu- tími skipsins á sér hinsvegar stoð í útreikningum á stöðugleika skipsins. Gömul regla er sú, að stöðugleiki skips sé varhuga- verður ef veltings-perioða eða velti-tími frám og aftur er fleiri sekúndur heldur en einum og hálfum siniium breidd skipsins í metrum. Þessa prófun þarf að gera í kyrrum sjó, með því að koma á veltu, t.d. með því að nokkrir menn ganga frá einni hlið í aðra og standi síðan kyrrir. Samkvæmt íslenzkum lögum má engar meiriháttar breytingar gera á gömlum skipum, án þess að sérstakt leyfi skipaskoðunar- stjóra sé fengið fyrir fram. Oftast er þessu ákvæði fram- fylgt, og svo var um endursmíð ina á m.s. Hamar að því er varð ar styrkleika og annað er ís- lenzkar íeglur ná til. Teikning ar voru sendar inn til athugunar, þær leiðréttar og samþykktar og eftirlitsmaður frá Skipaskoðun ríkisins, fylgdist með breyting- unni. Hinsvegar var uppsetning á kraftblokk ekki sérstaklega bor in undir skipaskoðun ríkisins. Það hefir komið fyrir, og kem- ur fyrir enn, að menn hefja stór- breytingar á skipum án þess að leita fyrst samþykkis skipaskoð- unarstjóra. Fyrr eða síðar fréttist þó um slíkar breytingar, og er þá gripið inn í málið og þá látið lagfæra eftir því sem með þarf. Oftast verður reynzlan sú, að lagabrot sem þessi reynast dýr- ari, en ef leitað er strax til skipa skoðunar ríkisins, áður en breyt ing er hafin, því ekki er hikað við að láta rífa niður aftur eða stöðva hafið verk, ef það ekki getur talizt nothæft án breytinga. Síðasta spurning greinar Bald- vins Þ. Kristjánssonar er: 4. Eru gefin út nokkur fyrirmæli um hleðslutilhögun við tiltekið ásig komulag skipsins, t.d. hversu mikla dekklest má taka, ef ekk ert er í lestum — og varað við flutningi sem þyngist mikið við að blotna? Engin fyrirmæli eru gefin út af skipaskoðun ríkisins né nein um öðrum opinberum aðila um það, hvernig hlaða beri fiskiskip, nema hleðslumerki sem í gildi eru við fiskflutninga til erlendra hafna. Hleðsla skips er algjörlega á ábyrgð skipstjóra. Eg vil að lokum þakka Bald- vin Þ. Kristjánssyni, fyrir grein hans. Hún er án efa réttmæt hug vekja um þessi alvörumál. Því miður er mál þetta svo vandasamt og flókið úrlausnar- efni, og á því svo margar hliðar er krefjast íhugunar og gaum- gæfilegrar athugunar, að því verða trauðla gerð full skil á þessum vcttvangi. íslenzk fiskiskip eru eflaust mis jöfn að sjóhæfni eins og hver önn ur skip, en vandinn er bara sá, að skipstjórnarmaður ræður raunverulega miklu meiru um sjó hæfni skipsins, heldur en sá er teiknaði og byggði skipið. Með mismunandi hleðslu og beitingu skips í sjó og vindi vályndra veðra, þá er það fyrst og fremst á ábyrgð skipstjórnarmanns hvernig til tekst. Ef honum finnst skip sitt ótryggt vegna vöntunar á stöðugleika í einhveírju ástandi, þá ber hverjum athugulum skip- stjóra að bæta úr því með breyttri hleðslu, aukinni ballest eða öðrum þeim ráðum, sem að gagni mega koma. Námskeið fyrir fiskiskipstjóra eru í dag mjög stutt, og tími mun því naumur nema til að kenna það allra nauðsynlegasta 'til dag legrar notkunar. Það mun því afsakanlegt eins og nú er ástatt, að ekki sé kennt neitt um stöðug leika skipa. Þó finnst mér þetta atriði vera mjög svo aðkallandi vandamál, því ekki fer hjá því, að hafi skipstjóri fengið einhverja grundvallarþekkingu á eðli sjó- hæfni skipa, þá er ekki ósennilegt að hann verði á eftir færari um að meta þessi mál á annan hátt en áður, og geri sér betur ljóst á- stand skips síns hverju sinni. Gömlu mennirnir báru grjót á botn opnu bátanna, þegar nauð- syn krafði. Skipin hafa stækkað og eru nú fullkomin för saman- borið við opnu fleyin forðum. En minnugir skulum við allir vera þess, að Ægir býr yfir æðis gengnu afli úthafsöldu, og í verstu veðrum eru jafnvel okkar beztu skip í dag í hættu, nema varlega sé siglt af gætnum og at- hugulum skipstjórnarmönnum. Skálkaðar lúgur, opin lensport, hæfileg ballest, skynsamleg hleðsla og varkár sigling er nauð synleg jafnvel árið 1962. Verkfæri Rýmingarsala Rýmingarsala Reykjavík, 6. júlí 1962, Hjálmar R. Bárðarson. Skrifsiofumaður Stórt útflutningsfyrirtæki vill ráða ungan mann til skrifstofustarfa. Uppl. um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 20. jú!í, merkt: „Skrifstofu- starf — 7519“. Vegna breytinga á verzluninni, munum við næstu daga selja aliskonar handverkfæri með góðum afsIættL Verzlun B. H. BJARNASONAR H.F. Aðalstræti 7, Reykjavík — Sími 13033. Afgreiðslustúlka Óskast tii afgreiðslustarfa í skartgripaverzlun hálfan eða allan daginn. Umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf og aldur sendist til afgr. Mbl. fyrir kl. 6 fimmtu- dag 12. júlí, merkt: „Skartgripaverzlun — 7401“. NauSungaruppboð sem auglýst var í 29., 32. og 35: tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1962 á hluta í húseigninni Brúarenda við Þormóðs- staðaveg, hér í bænum, eign Kristínar Sveinsdóttur, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík, Guð- jóns Steingrímssonar, hdl., tollstjórans í Reykjavík og Magnúsar Árnasonar, hdl., á eigninni sjálfri föstudag- inn 13. júlí 1962 kl. 2 síðdegis. Borgarfógetinn iReykjavík. Höfum til sölu Felgur og dekk, hjólkoppa, dinamóa, start- ara, hurðir, bretti, vélar, gírkassa, drif, öxla, hásingar o.fl. í ýmsa Ameríska og Evrópska bíla. CÍLAMAXKADURINN Brautarholti 22 Orðsending frá Hótel Borgarnes BorgarnesL Vegna mikillar umferðar er ferðafóiki, sem ætlar að gista á hótelinu bent á að nauðsynlegt er að panta gistingu með góðum fyrirvara. Verið velkomin. IBótel Borgarnes h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.