Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIG Miðvikudagur 11. júlí 1962 Sjónvarpsmyndatökuvél (1) I Evrópu tekur mynd, sem síðan er endurvarpað (2) til sendistöðvar í Englandi (3). Hún sendir aftur til gervitunglsins (4), sem tekur á móti merkjunum á leið sinni yfir Atlantshafið (5—6), magnar þau og sendir áfram til viðtökustöðvar í Andover (7). Þegar til Andover kem- ur eru merkin aftur orðin veik, en þar eru þau mögnuð á ný og send með venjulegum endurvarpsstöðvum (8) til sjónvarpssendistöðva (9), sem sjá um að koma myndunum á sjónvarpsskerma áhorfenda (10). Fyrsta tilraun til að sjón- varpa um gervitungl í GÆR var gerð hini fyrsta til- raun manna til þess að sjón- varpa heimsálfa í milli með aðstoð gervitungls. Var sjón- ' varpsgervitungli, sem gefið hefur verið nafnið „Teistar“ skotið á loft frá Canaveral- höfða með þriggja þrepa eld- flaug af gerðinni Thor-Delta. Gervitunglið komst þegar á braut umhverfis jörðu og er reiknað með því, að unnt verði að hefja reglulegar sjón varpsseningar milli þar til gerðra stöðva í Bandaríkjun- um og Evrópu eftir um það bil vikutíma. Að tilrauninni standa tal- og ritsimafél. American Tele- pihone and Telegraph Comp- any (skammst. AT&T) og 'bandaríska geimrannsóknar- stofnunin. Takizt tilraunin vel, markar hún þáttaskil í íjarskiptasamibandi þjóða og heimsálfa og stóreykur mögu- leika sjónvarpsins. Enn frem- ur er það atlhyglisvert um til- raunina, að þetta er í fyrsta sinn, sem einkafyrirtæki legg- ur fram fé til smíði gervi- tungls. ★ ★ ★ Gervitunglið ,,Telstar“ er kúlulaga það vegur um 80 kg og er 85 om í þvermál. í því ^ eru afar flókin og margvísleg vísindatæki — eru tækin og tunglið sjálft í fimmtán þús- und hlutum. „Telestar" er eins konar spennubreytistöð; með sólknúnum rafhlöðum getur það magnað þau merki, sem það tekur við tíu þúsund milljón sinnum í útsendingu. AT&T hefur þegar varið meiru en tveim milljörðum kr. (ísl.) til rannsókna og smíði „Telstar" gervitungls- ins, en þess utan gert samn- ing við NASA um að greiðá 125 milljónir króna til hverrar eldflaugar, sem notuð er við , Sjónvarpsgervitunglinu „Telstar skotid frá CanaveralhöfBa ; ,,Telstar“ tilraupir. Um það bil mínútu eftir að „Telstar" var skotið á loft, kl. 7.35 GMT, var það komið á braut sína, sem er sporbauigur og myndar 45° horn við mið- baug. Áætlað hafði verið að minnsta fjarlægð frá jörðu yrði 920 km, mesta fjarlægð 5.520 km og umferðartíminn 156 mínútur — en fyrstu mæl- ingar sýndiu, að umferðartím- inn var heldur meiri, eða 157.8 mínútur, minnsta fjar- laeigð 1000 km og mesta fjar- lægð 5.700 km frá jörðu. Þeg- ar í stað var hafinn undir- 'búningur að því að senda myndir frá Bandaríkjunum til Englands um gervitimglið, sem reyna átti um miðnætti í nótt. Hafa stöðvar í Andover í Maine og Goonlhilly í suð- vesturhluta Englands verið út búnar sérstaklega til þess að senda og taka við þessum myndum. Ennfremur mun fyr irhugað að sjónvarpa um gervitunglið símtali frá Banda ríkjunum til Englands. Ekki 'hefur fengizt upplýst, hverjir muni eiiga fyrsta samtalið, en óstaðfestar fréttir herma, að annar aðilinn verði Lyndon Johnson varaforseti. Með tilrauninni til sjón- varpssendinga í nótt geta- stöðvar í Bretlandi og Frakk- landi stillt tæki sín og undir- búið þau fyrir hinar reglu- legu sendingar síðar, en þá munu evrópskir sjónvarps- áihorfendur sjá 12 mín. sam- fellda fréttadagskrá frá Banda rí’kjunum og áhorfendur þar sjá samfellda dagskrá frá 16 Evrópuþjóðum, sem send verð ur frá stöð i Bretlandi. ★ ★ ★ Takist tilraunirna<r með „Telstar“ vel, segja sérfræð- ingar, að samtölum milli heimsálfa, t. d. Bandaríkjanna og Evrópu, muni fjölga feikna ört á næstu árum. Þeir gera náð fyrir 21 milljón samtala árið 1970 og 100 milljónum samtala árið 1980, en til þess, að sú þjónusta geti gengið snurðulaust, þurfa a. m. k. 60 „Telstar" gervitungl að vera á braut umihverfis jörðu. í áætlun AT&T um „Telstar“ gervitunglin, er gert ráð fyrir, að þeim verði komið á braut- ir umlhverfis jörðu þannig, að þau verði í himinlhvolfinu líkt og baujur á hafi. Vegna hinn- ar breiðu mikrobylgju gervi- tunglsins eiga samtímis að geta farið fram 60 símtöl gegnum hvert tungl. ★ ★ ★ Á bandaríska þinginu er nú til umræðu lagafrumvarp þar sem gert er ráð fyrir, að eigna réttur yfir þessari fjarskipta- leið verði í höndum sérstaks hlutafélags. Skal helmingur hlutafjárins boðinn út til sölu en hinum helmingnum skipt milli þeirra aðila, sem að til- rauninni standa. Andstæðing- ar þessa fyrirkomulags í öld- ungadeildinni hafa haldið því fram, að með þessu sé verið að gefa einkafyrirtækjum ár- angurinn af tilraunum Banda- ríkjamanna á sviði geimvís- inda, sem almenningur hafi kostað með skattgreiðslum. Kvort sem gerðar verða breyt ingar á frumvarpinu í eina eða aðra átt, þykir líklegt, að samþykkt verði stofnun nýs hlutafélags í þessu skyni. Á hinn bóginn er ljóst, að „Tel- star“ gervitunglunum og þeirri starfsemi, sem rekin verður í sambandi við þau, eiga eftir að fylgja margs konar vandamál, sem enn er ekki séð fyrir endann á. Aðrir aðilar hafa einnig laigt á ráðin um smíði gervitungla til þess að bæta fjarskipti milli heims álfa. Hughes Aircraft & Co vinnur að tilraunum með svo- nefnd „samstillingar gervi- tungl“, sem fyrirbugað er að senda á braut umihverfis jörðu í 35.600 km fjarlægð. Eiga þau að fylgja jörðinni sem fasta- stjörnur. Ennfremur vinnur RCA félagið að áætlun um gervitungl, sem nefnist „Rel- ay“ og landvarnaráðuneyti Bandaríkjanna vinnur að á- ætlun sem nefnist „Advent. y,;7f . .stt.•'A.d.í* Þessi mynd var tekin á sunnudag, þegar sérfræðingar voru „Telstar“-gervitunglitf, áður en því var skotið á loft. leggja sítfustu bönd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.