Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. júlí 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 rnm —LOflU ~ ~ - ‘ * — ■ ■»■»■«■»*■»«*«« WiW»>U WM I rónprmsor eftir Edward Crankshaw ÞBGAR Krúsjeff fór að þjást af hitanum í Rúm- eníuferð sinn í síðasta mlánuði og sýndi merki um að hann vaeri dauðþreyttur, mundu menn all't í einu eftir að hann var mannlegur, orðinn 68 ára gamall, og heilsa hans engan veginn óaðfinnanleg þrátt fyr ir mikið lífsfjör. Þess vegna fóru þeir að spyrja, minna en tíu árum eftir dauða Stalins: Hver og hvað tekur næst við? Það aettu að verða hljóðlát mannaskipti. Hinn drungalegi ofbeldissvipur sem einkenndi refskák þeirra manna, er börðust um völdin í skugga Stalins, hefur eyðzt að miklu leyti þessi fáu ár, sem stjórn- in hefur verið frjálsari. Það er meira að segja kominn tilvonandi erfi-ngi, hinn 54 ára gamli Frol Kosloff. Hann hef- ur ekki hlotið opin bera viðurfkenningu, en Krús- jeff hefur gefið í skyn, að hann verði næsti eftirmaður sinn, ag upp á síðkastið hefur nafn hans verið Skráð næst fyrir neðan nafn Krúsjeffs sjálfs. En enginn veit sérlega mikið um Kosloff, nema að hann kemur þægilega fyrir sjónir, án þess að vera áber- andi, og hann hlýtur að vera góður stjórnandi og maður sem veit allt um meðferð valdanna. Án þess haefileiika hefði hann aldrei getað náð á vald sitt hinni óskaplega margslungnu flokksvél í Len- ingrad. Það, seim ekki liggur ljóst fyrir, er, hvort Krúsjeff flutti hann til Moskvu sem varamann sinn af því einu, að hann er trúr og vel fallinn tii mannaforráða eða vegna veigameiri hæðileika, sem al menningur hefur enn ekki fengið að sjá. Vissulega hefur hann ekki sýnt neinar frábær ar gáfur af sér opinberlega, en hið sama má segja um flesta af undirmönnum Krús jeffs, þótt sumir þeirra hljóti að vera mjög dugrpiklir menn Það er mjög vafasamt að Kosloff feti nákvæmlega í fótspor herra síns. Til að vera forstjóri Sovétríkjanna þarf aðrar sálargáfur en þær, sem Sir Charles Snow hóf til skýj anna. Enginn vafi er á, að þyrfti Krúsjeff að kveðja okkur á morgun, myndi Kosl oft verða eftirmaður hans í stöðu aðalritara rússneska kommúnistaflokksins, hávaða laust. En sennilega mundi sjálf stjórnin um nokkurt skeið verða í hiAidum einhvers kon ar stjórnarráðs. Kosloff mundi ekki taka forsætisráðherra stöðúna að sér líka, hann mundi styðjast við sveit eldri „konungsfrænda,“ sem myndu tengja hann við tímabilið á undan Krúsjeff: Mikojan, Sus loff og iðnaðar og efnahags- sérfræðinginn Kosygin. Ein- hver af þessurn mönnum yrði sennilega forsætisráðherra. Slíkt ráð eða nefnd myndi ekki standast tímans tönn. Brátt myndi koma fram ný persóna, sem sundraði göml- um klíkum og myndaði nýjar samikvæmt sovézkri erfða- venju. Sá maður mundi einn- ig sveipa forystuna þeim helgibjarma, sem hingað til hefur verið ómissandi þáttur í ríkishugmynd Rússa. Hér gætu margir komið til greina. Þegar Stalin dó var valið á eftirmanni hans tak- mankað við þann hóp , sem þá fór með völd. En nú, í eru . til óhöggnir, hver með sína fylgissveit. Sú barátta hlýtur meira að segja að eiga sér stað sem stendur. Krúsjeff er nú al- mennt' viðurkenndur foringi, Poljansky. Voronoff. fyrsta skipti síðan 1934, eru víðsyegar í Sovétríkjunum menn með jramúrskarandi hæfileika, sem þegar hafa haft mikil völd, fallið síðan af einhverri ástæðu, en eru enn á kreiki. Þótt gengið væri framhjá hinum harða kjarna „flokks- fjendanna“ (Molotoff, Malen- koff, Kaganovitsj) væri mögu legt að mynda aðra ríkistjórn seið mönnum, sem verið hafa meðlimir æðsta ráðsins eða í framboði til þess innan skamms tíma, en síðan verið settir á guð og gaddinn. Sum- ir þessara manna eru mikil- hæfari þeim, sem á eftir hafa komið. Enginn skyldi láta sér detta í hug, að hinir útreknu myndu eða gætu sameinazt gegn innsta hringnum. Ekk- ert slíkt kæmi fyrir. En þeg- ar kemur að nýrri valdabar- áttu má búast við að hún verði rhjög breytileg af þeirri ástæðu einni, að slíkir menn Andrei P. Kirisjenko. en það er engin ástæða til að hinir valdameiri flokksfor- ingjar sætti sig um alla eilífð auðmjúlkir við þær stöður, sem þeir hafa nú. Og það er jafn öruggt og nokkuð get ur verið, að sumir þeirra, sem nú sitja við kjötkatlana, eru tengdir sterkum böndum hagsmuna og stefnu við þá sem reknir hafa verið frá um sinn. Það er rétt að leggja á- herzlu á orðin „um sinn“. f Sovétstjórninni og nágrenni hennaf verða oft snöggar og óvæntar umbreytingar. Svo fljótt getur veður skipast í lofti þar, að ekki er til neins að rannsaka listana og álykta af þeim, að síðustu breytingar í valdastiganum gefi ákveðn- ar bendingar um ástandið eft ir ár og því síður fimm ár. Til dæmis má nefna, að á 22. flöksþinginu í október síðastliðnum var Sþiridonoff, eftirmaður Kosloffs í Lenin- grad, skyndilega hækkaður upp í miðátjórn flokksins. Um leið var Kirilenko, sem er tiltölulega gamall í hettunni, rekinn út á eyðimörkina. En í apríl síðastliðnum var Spiri donoff fallinn og Kirilenko riesinn á ný. Um ástæður þess veit enginn. Ef maður lítur svolítið lengra til baka, sést að fyrir tveim árum var hinn harð- snúni og framkvæmdasami Kirisjenko hægri hönd Krús- jeffs. Hann hafði verið með Krúsjeff í Úkraníu, hann hafði orðið eftirmaður herra síns sem varakonungur yfir 40 milljónum, þegar Krúsjeff 'var kallaður til Moskvu. Sjálf ur hafði hann komið til Moskvu 1954 til að hjálpa Krúsjeff í baráttunni við Mal enkoff og Molotoff. Þegar sú barátta var unnin, stóð hann í svimandi hæð, til þess eins að falla (Rússar segja að hann hafi gerzt of ráðríkur) og fá í hendur útkjálkastöðu. En hann er enn lifandi. Hann á enn vini og stuðningsmienn. Það er óhugsandi að maður með hans orðstír reynslu og fornu frægð sitji rólegur á sínum útkjálika, meðan hinir berjast um völdin að Krúsjeff frágengnum. Og marga fleiri má nefna til hinn bráðsnjalla Mukihit- dinoff, sem enn er ekki nema •45 ára, Beljaeff sem fékk á sig sökina á uppskerubrestin- um í nýju akurlendunum í Síberíu, Aristoff, kunnur frá árunum fyrir valdatöku Krú- sjeffs en ennþá ekki nema 59 ára gamall, frábær skipu- leggjandi, er eitt sinn stjórn- aði uppbyggingu iðnaðarins í Úralfjöllum, og síðar varð hreinsunarmaður sem mikill ótti stóð af. Skammt er síðan allir þessir menn og ýmsir fleiri féllu úr valdastólum, og ástæðurnar fyrir því hafa aldrei verið tilkynntar. Enn má nefna þá sem standa á mörgum flokksfjenda klíkunnar, sem einu sinni för með öll völd, einkum þá Pervukhin og Saburoff, sem eitt sinn var æðsti áætlunar- fræðingur Sovétríkjanna. Sem stendur virðist nokkr- um nýliðum leiðin opin.Fyrst- an þeirra má nefna Voronoff, sem í fyrra var sóttur út á land vegna þess að hann hafði reynzt vera sá eini af foringj- um flokksins, sem gat látið landbúnað bera sig í hérði sínu. Voronoff er 52 ára en einnig má nefna aðra yngri menn; Masuroff (48) frá Bjelo Rússlandi; verkalýðsforingj- ann Grísin (48) og Poljansky (45), sem er annar hæfur bú fræðingur og klifið hefur hratt í valdatíð Krúsjeffs: Auk þess eru hinir nýju menn í innsta' hringnum, sem geta dottið úr honum á hverri stundu og auka enn á fjölda möguleilkanna í valdabarátt- unni. Enn fleiri koma til greina. Helztur þeirra hinn 54 ára gamli Patolisjeff, sem einu sinni var talinn meðal mikil- f Flor Kosloff. • vægustu og hæfileikamestu manna í Sovétríkjunum. Gengi hans hefur verið afar breytilegt og ferill hans nær aftur til daga Stalíns. Hann er nú ráðherra utanríkisverzl unar, án þess þó að eiga sæti í æðsta ráðinu eða miðstjórn- inni. Samt er hann bersýni- lega voldugri maður en marg- B ir þeirra, sem eru honum li æðri að nafninu til. Enginn Skortur er á hæfum stjórnendum. Þjóðlhöfðingja- Skiptin munu ganga- greið- lega. En enn hefur ekki kom ið í ljós, hver hinn nýi for- ingi verður. Baráttan um for ystuna verður hörð. Þar verð ur um að ræða flókið bak- tjaldamakk, sem fleiri hæfi- leikamenn taka þátt í en til voru fyrir tíu árum, og meðal þátttakénda verða áreiðanlega lega menn, sem við höfum ekki enn heyrt nefnda. Það er athyglisvert, að sum- ir þessara manna voru ekki fæddir eða enn í reifum á tímum byltingarinnar. Til dæmis var Poljansky fæddur 1917, Semisjastny, hinn nýi yfirmaður öryggislögreglunn- ar, fæddist 1918 og gekk ekki i flokkinn fyrr.en 1944. Hve mikils virði er byltingin þeim? (Observer — öll rétt- indi áskilin). Kosloff og Krúsjeff í Ungverjalandi. ' í — Úr ýmsum átfum Frarnh. af bls. 12. hindra ferðir óvina sinna um fjörðinn. Við rannsóknir síðustu mánaða hefur einnig komið í ljós, að þeir hafa rekið niður tréstaura með nokkru millibili Og sökkt sjöunda skipinu í tals- verðri fjarlægð frá þeim sex skipum, sem nú er reynt að ná upp. Þar sem skipunum hefur verið sökkt af svo ásettu ráði, þykir ólíklegt að þar finnist bein línis verðmætar fornminjar. Hinsvegar vonast menn til þess að finna sitthvað sem varpað geti einhverju ljósi á þær að- stæður, sem lágu til þess, að skipunum var sökkt. 1 Björgunarstarfiö á eftir að taka I langan tíma. Tréð má aldrei ■ þorna meðan verið er að ná skipunum upp, því að há spring | ur það og molnar í duft. Hins- vegar hafa Danir fengið mikils- I verða vitneskju frá Svíum — vegna reynslu þeirra af björgun stórskipsins VASA, sem tókst með afbrigðum vel. Hafa sænsk ir efnafræðingar fundið sérstak3 efnablöndu, sem sogast in í við inn og heldur honum rökum um leið og hún þrengir vatninu út. Þessi efnablanda hefur þann mikla kost, að viðurinn heldur alveg lagi um leið og hann styrk ist. Enn á björgunarstarfið eftir að taka langan tíma. Svíar telja að enn muni líða fjögur ár, til þeim hefur tekizt að þur VASA alveg og byggja það u eins og talið er, að það hafi 1 ið. Ekki er enn ákveðið að 1 miklu leyti Danir hugsa sér byggja upp þessi skip — ] fer væntanlega eftir því hver 1 tekst að ná þeim upp og hve 1 leg þau eru undir leðjulagini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.