Alþýðublaðið - 18.12.1929, Side 3

Alþýðublaðið - 18.12.1929, Side 3
ALÞÝÐUBfiAÐIÐ 9 Davíð Þorvaldsson riihöfandnr. Fyiir nokkru kom hér á bóka- markaðinn ný bók, nokkrar smá- sögur, eftir ungan og mjög efni- legan Tithöfund, DaviÖ Þorvalds- son stúdent. — Þessi ungi maður hefir lengi dvalið erlendis, aðal- lega á Frakklandi, og gætir tölu- vert erlendra áhrifa í sögum hans, og lasta ég J>að ekki. — Hann er oft afburða snjall í lýs- ingum sinum, hugðnæmur stund- um, en hvass og ádeilinn þegar þvi er að skifta. „Björn formaður" er lengsta sagan í bókinni og íslenzkust-. Er þar saga sögð af íslenzkum sjógarpi, er elskar bátinn, sem borið hefir hann um hafið, og brennir hann, er eigandinn ætlar að selja hann. Lýsingin er oft stórkostleg, en 'þó innileg. Sag- an af litla, veika skóaranum, sem deyr í sjúkrahúsi á Frakklandi, er innileg og viðkvæm. Hún hefir áður birzt í islenzku tíma- riti. „Arni munkur“ og „Veðmál- ið“ eru hvort tveggja góðar sög- ur. Er því lýst I>ár, hversu siðir og höft mega sín lítils, þegar þau brjóta í bág við mannlega náttúru. „Or dagbók vinar“ eru nokkur Ijóð í óbundnu máli. Er 'þar margt prýðilega sagt og djupvit- urt. Bók þessi er nokkur nýjung í íslenzkum bókmentum. Hún flyt- ur nýjan ylstraum og djarfar kenningar. Bókamenn geta enga betri jólabók fengið en þessa — og unglingum er ekki hægt að gefa betri jólagjöf en bókina hins Daviðs. Davíð Þorvaldsson varð að hætta námi í París vegna sjúk- dónís. Dvelur hann nú í Viðey, sér til heilsubótar. r—S—n. Erlendi sfimskeyti* FB., 17. dez. Reynslufiug risaloftfars. Frá Lundúhum er símað: Loft- skipið „R. 100“ fór í fyrsta reynsluflug sitt í gær. 500 her- menn voru hafðir til þess að aðstoða við aö draga loftskipið út úr byrginu. Loftskipið flaug í 6 klukkustundir samfleytt og gekk flugið eins og i sögu. Loft- skipið er 700 ensk fet á lengd og hefir 6 mótora, er hafa til sam- ans 4200 hestöfl. Tiu milijón ára gðmul manna- bein. Frá Peking er simað: Vísinda- menn, sem styrktir voru til þess af Rockefellerstofnuninni að fara í rannsóknarleiðangur til Asíu, Ihafa fundið í kalknámu við Choukoutien hauskúpu og bein af mönnum, sem menn ætla að hafj iifað fyrir 10 milljónum ára. Vísindamenn segja fundinn mjög þýðingarmikinn fyrir rannsóknir á æsku mannkynsins. Herforingi fremur sjálfsmorð. Frá Nanking er símað: Tilkynt hefir verið opinberlega, að foringi uppreistarmanha í Suður-Kína, Chang-fah-kwei hershöfðingi, hafi framið sjálfsmorð, vegna þess að honum heppnaðist ekki að taka Kanton herskildi. Verkfall i Ástraliu. Tveir verkamenn skotnir. Frá Sidney er símað: Fjögur þúsund námumenn, sem gert höfðu /verkfall, hafa barist við lögreglumenn, sem stóðu á verði við lokaða námu. Lögreglan skaut á námumenn. Tveir námu- menn féllu, en 5 lögreglumenn særðust. Stjórnin í Ástralíu gerir tilraunir til þess að hindra frek- ari óeirðir. Flagmönnum hlekklst á. Frá Rio de Janeiro er símað: Frakknesku flugmennirnir Challes og Larreborges komust klakk- laust yfir Atlantshafið, en steypt- ust niður í skóg í rikinu Rio Grande Donorte. Annar þeirra meiddist. Foreldrafundur. Félagið „Sumargjöf“ hafði for- eldrafund á sunnudaginn í Nýja Bíó. Formaður, Steingrímur Arason, setti fundinn. Rætt var um útiveru barna á kvöldin, betri hættur, ill húsa- kynni, vöntun leikvalla og barna- garða. Þessir tóku til máls: Stein- grímur Arason, Guðrún Jónasson, ísak Jónsson, Hallgrímur Jóns- son, Laufey Valdimarsdóttir, Ingi- mar Jónsson, Hermann Jónasson, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Sigurð- ur Einarsson, Sigurbjörg Þorláks- dóttir og Arngrímur Kristjáns- son- Samþykt var að skora & bae|-i arstjóm að bæta úr .þvi ástandi, sem nú er. Fundurinn fór vel. F. Tvær bæknr, „Myndabók bamanna‘‘ og „Þjóðlegar myndir" heita tvær bækur, sem Ámi Ólafsson hefir gefið út nýlega. Hvorug er bókin stór, en tun báðar má það segja, að þær em meiri að gæðum en vöxtum. Þegar ég hafði blaðað f gegnum „Þjóðlegar myndir“, gat ég ekki að því gert, að mér fanst, að myndirnar hefðu vel mátt vera fleiri, svo skémtilegar þóttu mér þær. Árni er ágætur teiknari, hefir glögt auga fyrir því, sem er einkennilegt og þjóðlegt. Og eng- inn vafi finst mér leika á þ.ví, að ■ JOLAVERÐ.- Strausykur 55 au. kg.» Melis 65 au. bg., Alexandra hvelti 50 au. kg. Egg og alt til bökunar. Jarðeplamjöi 60 au. kg. Sago 70 au. kg. Súkkulaði, pakkinn frá 80 au. Kaffi, pakkinn 1,05 og 1,10. Jóla- epli, 1,00, 1,50 og2,00 kg. Jólakerti, pk. 55 au., 65 au. og 75 au. Jólaspilin 55 au„ 65 au. og þar yfir. Heiðraðir viðskiftamenn eru beðnir að senda pantanir sínar sem allra fyrst. Virðingarfyllst Verzlnnin fi E R M E S, Laugavegi 81. Sími 872, Til pess að kyima verzlnnina og jafnframt að gefa bæjarbúum tæki- færi til að gera góð kaup fyrir jólin verðnr gefinn afslðttnr til jóia 10 ð0 frá hinu lága verði. Aft nýfar og góðar v»rur. við Óðinstorg. Til hátíðar iniar: Hangikjöt afbragðsgott, Stnjör frá Mjólkurbúi Flóam., Egg til suðu og bökunar, Grænar ertur i dósum og lausri vigt, Ávextir nýir og niður- soðnir o. m. fl. Matarbúð Sláturféiagsins Langavegi 42. Simi 812. Vaonr vélamaðnr getur fengið atvinnu í nýja spítalanum á Kleppi. Þarf að annast miðstöð, gufuketii, lagningar. Umsóknir með kaupkrötu sendist lækninum fyrii 22. dezember.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.