Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 20. júlí 1962
Stjórnar rannsúknum Bandaríkja-
manna á Norður-íshafi
HINNI fyrstu alþjóðlegu ráð-
stefnu, sem haldin er á fs-
landi um raunvisindi, er nú lok-
ið. Sleit Dr. Áskell Löve ráð-
stefnunni og sátu þátttakendur
síðan boð ríkisstjúrnarinnar.
Verður síðan haldið k vikuferð
um Vesturland og skoðaðir þeir
staðir, sem merkastir eru frá jarð
fræðilegu sjóriarmiði og rætt hef
ur verið um á fundum ráðstefn-
unnar.
Einn þeirra manna, er ráðstefn
una hafa setið, en getur ekki far-
ið með öðrum þátttakendum í
ferð þeirra, er Bandaríkjamaður
ínn, Dr. Max Britton frá Wash-
inglon.. Varð Dr. Britton að hraða
sér heim á leið, að loknum síðasta
fundi ráðstefnunnar, því hans
bíða þar ótal verkefní, sem ekki
þola, að frá þeim sé tekið sumar-
leyfi, eins og hann komst að orði,
er fréttamaður blaðsins átti við
hann stutt viðtal að Hótel Garði.
Dr. Britton er í þjónustu ranin-
sóknarstofnunar flot.ans (Office
of Naval Research) og hefir yfir-
umsjón með rannsóknuim, sem
framkvæmdar eru í nyrsta hluta
Alaska.
— Hvert er hlutverk stöfnunar
þeiraar, sem þér starfið hjá?
— Svæði þau, sem við vinnum
að rannsóknum okkar á, eru
mjög lítið rannsökuð og aðalverk
efni okkar er að afla grundvallar
upplýsinga, sem síðan eru fengn
ar í hendur réttum aðilum, s.s.
haffræðingum, grasatræðingum,
jarðfræðingum O.s. frv. til fram-
haldsrannsókna.
— Er ekki erfiðaia að athafna
sig við vísindarannsónir á þess-
um norðlægu slóðum en á hlýrri
svæðum?
— Jú, miklu erfiðara og þær
aðstæður, sem taka verður til
greina, eru allt aðrar en þær,
sem ráða við rannsóknir á hlýrri
avæðum. Venjan er sú, að manni,
sem er sérfræðingur í sinni grein,
er falið að sjá um rannsóknir
varðandi hans sérgrein, en mér
er hins vegar falið ákveðið svæði.
Verð "ég síðan að sjá um allar
rannsóknir á svæðinu, skipu-
leggja hinar einstöku greinar
þeirra, eftir því sem árstími og
aðrar aðstæður leyfa.
Dr. Max Britton.
— Hver er sérgrein yðar?
— Ég er plöntulíf fræðingur og
hef lengst af stundað kennslu við
Háskólann í IllirnoU og fram-
kvæmt eigin rannsóknir. Ég hef
aðallega stundað rannsóknir í
því, sem við gætum refnt „Micro
climiatic Relationshíp", eða lofts-
lag niðri við yfirborð jarðar og
áhrif þess á plöntur. Má eiginlega
segja, að það sé hluti af veður-
fræðinni en ekki dugir þó að
taka almennar veðurspár til
greina, hvað því viðkemur, því
um ólíkar aðstæður er að ræða
niðri við jörð eða uppi í háloftun
um. Einnig hef ég unnið við jarð-
vegsrannsóknir og fcá aðallega á
þeim svæðum, þar sem frosit fer
aldrei úr jörðu. Er frostið í jarð-
veginum allt að 500 ni á þykkt og
þiðna aðeins fáeinar tommur á
sumrÍTi. I sambandi i/ið það hef
ég svo framkvæmt athuganir í
„geomoi-phology", en það eru
fræði, sem fjalla um breytingar
á yfirborði jarðar, þúfnamyndun
o. þ.h. Ég hafði ekki að fullu lok-
ið við að vinna úr athugunum
mJnum, er ég gekk í þjónustu
deildar þeirrar, sem ég nú vinn
hjá og geri ég ráð fyrir, að það
muni enn dragast eitthvað, því
þessi 6 ár, sem ég hef unnið hjá
rannsónarstofnun flotans, hefur
mér ekki gefizt tími til að stunda
eigin rannsónir.
— Á hvað er lögð mest áiherzla
í Alaska?
— í>að er ekki gott að segja,
.því raunar er þar iögð áherzla á
allar rannsóiknir. Ég sagði áðan,
að svæði þessi væru lítið rannsök
uð og miðað við hinar umfangs-
miklu rannsóknir, yem farið hafa
fram á Suðurskautslandinu, eru
hin norðlægari svæði svo til
órainnsökuð. Rannsóknarstöð okk
ar á nyrsta odda Alaska, skagan-
um Point Parrow, gegnir marg-
þsettu hlutverki. Þar eru fram-
kvæmdar rannsóknir á áhrifum
norðurljósa á útvarpsbylgjur. Um
þau álhrif er tiltölule^a lítið vitað
og má e.t.v. segja, að það sé einn
þýðingarmesti hluti rannsóknar-
starfsins. Gerðar eru -/eðurathug
anir í háloftunum, auk venju-
legra veðurathugana, segulsviðs-
rannsóknir, j arðskj álftarannsókn
ir, jarðvegsrannsóknir, gróður-
rannsóknir, hafrannsóknir, rann-
sóknir á dýralífi o.s. frv. Ég gæti
haldið áfram að telja upp, mikinn
hluta da.gs.
— Er ekki erfitt að koma við
fullkomnum hafrannsóknum í
ísnum?
— Ekki ber að neita því. Á
sumrin höfum við ísbrjóta okkur
til hjálpar, en þeir hafa ekki
reynzt koma að nógu gagni. Höf-
um við því tekið það ráð, að
senda flugvélar með menn og
lenda þeir á ísmum á þeim stað,
sem rannsóknirnar eiga að fara
fram. Dveljast þeir við störf sin,
alit frá fáeinum tímum, upp í
marga daga og slá bá venjulega
upp tjaldbúðum. Not af stöðvum
þessum eru nokkuð takmörkuð,
því ekki er hægt að slá þeim
upp nema lítinn hluta árs. Ekki
þýðir að senda flug-vélarnar út
í vetrarmyrkrið og auk þess er
erfitt að halda uppi samgöngum
við stöðvarnar, þegar fljúga þarf
allit að 500 km vegalengd til
þeirra á litlum flugrvélum og leið-
in liggur yfir samfellda ísbreiðu,
þar sem ekkert er til að miða
við. Það ráð, sem við höfum tek-
ið og hefur reynzt okkur bezt,
er að slá upp varaniegum stöðv-
um á rekísnum og eru byggð þar
smáþorp, með híbýlum fyrir
menn, rannsóknastöðvum og
vistageymslum. Þessar stöðvar
rekur svo um íshafiö, i eins og
fljótandi eyjar.
— Hvað eru margar slíkar rek-
stöðvar í notkun?
— Þær eru tvær og er önnur
þeirra nú í u.þ.b. 1400 km. fjar-
lægð frá aðalstöðinni á Point
Barrow.
— Hafa rekstöðvarnar fjöl-
mama áhöfn?
— Það eru venjulaga 19 menn
og af þeim eru 16 vísíndamenn,
en einnig eru þar maireiðslumað
ur. loftskeytamaður og 2 véla-
menn, sem venjulega eru Eski-
móar. Eskimóarnir hafa reynzt
alveg sérstaklega vel til þeirra
starfa og mér er nær að halda,
að þeir séu heimsins beztu véla-
menn.
— Leiðist mönnum ekki að
dvelja á þessum stýrislausu far-
kostum sínum?
— Þeir dvelja á þeim um
þriggja mánaða skeið í senn, en
allt er gert til að gera þeim íífið
sem bærilegast. Þeir hafa góð
hús Og klæðnað og maturinn er
mjög fjölbreyttur. Séð er um, að
menn hafi nóg að starfa og þá
eru þrír mánuðir ekki lengi að
líða.
— Hvað er langt síðan rann-
sóknirnar hófust á Poir:t Barrow?
— Það var árið 1946 og siðan
hefur þeim stöðugt verið haldið
áfram. Þótt enn sé mjöig mikið
ógert, hefur þekking mahna á
NorðurheimskautssvæSinu auk-
izt stórum, enda var kominn tími
til, að litið yrði við rannsóknum
á því.
— Hver er aðalmuhurinn á
starfi því, sem unnið er í aðal-
stöðvunum Og á rekstöðvunum?
— Á rekstöðvunum fara fram,
eins og ég hef þegar jminnzt á,
hafrannsóknir og er í.d. nú í
dag lögð mikil áhei'zla á rann-
sóknir á hæfni sjávarins til að
flytja útvarpsbylgj Ur. athuiganir
eru framkvæmdar á ísreki, en
um það vita menn litið, jarðeðlis
fræðirannsóknir eru gerðar o.s.
frv.
— Hverjir eru það svo, sem
njóta góðs af starfi ykkir?
— Stöðvarnar eru reknar á veg
<§niiiieiifal
Hinir eftirsóttu þýzku hjólbarðar.
Sterkir — Endingagoðir
Ávallt til í Öllum stærðum, nýjar
sendingar koma með hverri skipsf erð
CONTINENTAL hjólbarðar fást aðeins
hjá okkur.
Önnumst allar hjólbarðaviðgerðir með
fullkomnum tækjum.
Sendum um alit land.
Gúmmívinnuslofan
Skipholti 35
Reykjavik. — Sími 18955.
um sjóhersins, sem auðvitað fær-
ir sér í nyt árangurinn, er af
þeim fæst, en eins og ég sagði,
þé fá þeir vísindamenn, sem þess
æskja, upplýsingar í hendur. Auk
.þess hefur mörgum ¦'.. idamönn-
um, bæði bandariskui.. :-j cr-lend
um verið boðið að dvelja í stöðv-
unum og gena sínar eigin athugan
ir að vild. Veitum vð þeim alla
þá aðstoð, sem við getum. Rann-
sóknarstofnun flotans hefur t.d.'
gefið út eina bók um ferð sem
farin var á vegum hennar til ís-
lands. Var það landafræðingur-
inn, V.H. Malmström, sem fór
þessa ferð og nefnist bók hans
,,A regional geography of Ice-
land".
— Hafið þér Ofit komið til ís-
lands?
— Nei, þetta er í fyrsta sinn.
Ég hef alloft komið til Græn-
lands, en aldrei áður haft tæki-
færi til að heimsækja ísland og
þótt ég verði að flýta mér heim
núna, þá gríp ég fyrsta tækifæri,
sem gefst til að koma aftur. Ég
á sannarlega mikið ólært um
landið ykkar og fyrir mann í
mínu starfi er landið gullnáma.
Um höfuðborgina ykkar, Reykia-
vík, get ég sagt það eitt, að húrt
er ein sú snyrtilegasta og hrein-
legasta borg, sem ég hef komiS
til og hef ég þó'ferðazit víða. Ég
ætla nú ekki að ræða um það,
að þetta er einn af þem fáu stöð-
um utan Bandaríkjanna, þar sem
hægt er að fá blandaðan sannan
amerískan Martini, eins og hann
gerist beztur.
— Hvað vílduð þér segja um
ráðstefnu þá, sem haldin hefur
verið undanfarna daga í Háskól-
anum?
— Þetta hefur verð afar merk
ráðstefna og hefði ég ekkl fyrir
nokkurn mun viljað missa af
henni. Umræður allar og erindi
hafa verið mjög fróðlag og már
þykir sannarlega leitt að geta
ekki farið með hinuim þátttakend
unum í ferð þá, sem fyrirhuguð
er. Ráðstefna þessi hefur það
fram yfir margar aðrar ráðsteín-
ur, sem ég hef setið, að aðeina
var tekinn til umræðu afmarkað-
ur hluti náttúrufraeðinnar. Það
hefur oft viljað brenna vð, að á
hinum stóru ráðstefnum hafi allt
of margir talað um of margt, svo
að ekki var möguleiki á að kom-
ast að neinni niðurstöðu. Ég álít
ráðstefnu þessa hafa verið mjög
til fyrirmyndar og eiga Háskóli
íslands, Náttúrugripasafnið og
undirbúningsnefndin hinar mestu
þakkr skilið fyrir frábæran und-
irbúnin?.
GG.
Skothurðarjárn
Skothurðargrip.
Pottar
Pönnur
Ávalt í miklu úrvall.
lumenn
Sími 13252
EGGERT CLAESSEN og
GUSTAV A. SVEINSSON
iræstaréttarlögmen
Þórshamri. — Sinri 1117L
óskast til afleyáirga í hálfs
mánaðar tíma.