Morgunblaðið - 20.07.1962, Side 10

Morgunblaðið - 20.07.1962, Side 10
10 Föstudagur 20. júlí 1962 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FJÁRHAGS- ÖNGÞVEITI SÞ Fridman (í miðju) og tveir af forstjórum A. J. Armstrong & Co, David Seiler (t.v.) og Jacob Seiler (t<h.) bragða á kavíar. Rauf einokun á kavíarinnflutningi ¥nnan skamms tíma er gert ráð fyrir, að alþjóðadóm- stóllinn í Haag muni birta úrskurð sinn um greiðslu- skyldu meðlimaþjóða SÞ vegna rekstrar þeirra og framkvæmda. Eins og kunnugt er hafa allmörg lönd, þeirra á meðal Sovétríkin, Frakkland og flest Arabaríkin, neitað að greiða sinn hlut af kostnaði samtakanna vegna friðunar- aðgerðanna í Kongó og eft- irlitsins á Gazasvæðinu. En samtals kosta aðgerðimar í Kongó nú 120 millj. dollara á ári og eftirlitið í Gaza 17 millj. og 500 þús. dollara á ári. — Vegna þessara vanefnda nokkurra meðlimaþjóða voru Sameinuðu þjóðirnar á sl. hausti að gjaldþroti komnar. Allsherjarþingið samþykkti þá heimild fyrir framkvæmdastjóra samtak- anna til þess að taka 200 milij. dollara skuldabréfalán. Hafa allmörg lönd þegar skrifað sig fyrir rúmlega 70 millj. dollara af þessu láni. Ennfremur hefur öldunga- deild Bandaríkjaþings sam- þykkt frumvarp um að Bandaríkin kaupi skuldabréf fyrir 100 millj. dollara. En þetta frumvarp hefur nú mætt mikilli mótstöðu í full trúadeild þingsins. — Telja margir þingmenn að Banda ríkin hafi tekið á sig alltof þungar byrðar vegna kostn- aðar við starfsemi Samein- uðu þjóðanna, en öðrum þjóðum, eins og t. d. Rúss- um, haldist uppi að neita að greiða sinn hlut af rekstrar- kostnaði þeirra. Þessir þingmenn í fulltrúa deild Bandaríkjaþings benda á, að Bandaríkin greiði nú rúmlega 32% af venjulegum reksturskostnaði Sameinuðu þjóðanna. ★ Engu skal spáð um það, hver niðurstaðan verði í fulltrúadeildinni í þessu máli. En ef þetta frumvarp stjórnarinnar yrði fellt gæti það haft í för með sér gjald þrot Sameinuðu þjóðanna. Ótrúlegt verður að telja að fulltrúadeildin taki afstöðu sem slíkar afleiðingar gæti haft. Hins vegar gæti vel svo farið að hún lækkaði eitt- hvað heimildina til skulda- bréfakaupanna. Úrskurður Haag-dómstóls- ins um greiðsluskylduna mun áreiðanlega hafa mikil áhrif á fjárhagslega afkomu Sameinuðu þjóðanna í fram- ííðinni. Eftir er þó að vita, hvort mögulegt reynist að framkvæma hann, ef hann gengur þeim þjóðum í óhag, 'sem neitað hafa að taka þátt í kostnaði við fyrrgreindar framkvæmdir Sameinuðu þjóðanna. MA TAREIT RANIR Cvokallaðar matareitranir ^ gerast nú svo tíðar hér- lendis, að ástæða er til þess að spyrja, hvort nægiiegs hreinlætis og vandvirkni sé gætt hér við framleiðslu og meðferð matvæla. Öllum má vera ljóst, að ítrustu var- kárni og hreinlætis verður að gæta á þessu sviði. Kæru leysi og sóðaskap í sam- bandi við framleiðslu og meðferð matvæla ber harð- lega að víta. Það er að sjálfsögðu hlut- verk heilbrigðisyfirvaldanna að hafa eftirlit með þeim reglum, sem settar hafa ver- ið um þessi efni. Vitað er að þessar reglur eru mjög strangar hér í Reykjavík. En er eftirlitið með fram- kvæmd þeirra nægilega ör- ugt? Hinar tíðu matareitranir af völdum skemmdra mat- væla gefa vissulega tilefni til þess að þeirri spurningu sé varpað fram. Hér skal ekki lagður neinn dómur á það, hvort um vanrækslu er að ræða af hálfu heilbrigðiseftirlitsins og skort á hreinlæti og var- úð af hálfu matvælafram- leiðenda. En ástæða er til þess að leggja áherzlu á, að róttækar ráðstafanir verði gerðar til þess að komast fyrir rætur matareitrana, sem fjöldi fólks hefur veikzt af undanfarið. Ástæða er einnig til þess að spyrja, hvað líði rannsókninni á upp tökum taugaveikibróðursins, sem hér hefur orðið vart undanfamar vikur. Hér er ekki um neitt hé- gómamál að ræða, heldur mjög alvarlegt öryggis- og heilbrigðisatriði, sem varðar allan almenning. ENN VERJA ÞEIR HÖFUÐBÖUÐ f Tmboðsmenn Moskvuvalds- ins á íslandi þreytast ekki á að verja höfuðból sitt. MAÐIJRINN, sem kallaður er kaviar-konungur Ameríku, heit- ir Ura Fridman. Hann er Pólverji og var riddaraliðsforingi í heima landi sínu, en er nú bústtur í Bandaríkjunum og flytur inn styrjuhrogn (kavíar) frá Iran. Fridman er kallaður kavíar- konungur af því að honum tókst að rjúfa einokun Sovétríkjanna á kavíarinnflutningi til Banda- ríkjanna. — xxx — Fridman fluttist vestur um haf 1952 og starfaði fyrsta árið við fyrirtæki aettingja sinna, sem flutti inn kavíar frá Sovétríkj- unum. Árið eftir gerðust atburð ir í Iran, seir urðu til þess, að Fridman tókst að rjúfa einokun Rússa. Iranstjórn sagði þá upp samningum, sem hún hafði gert við Sovétríkin þess efnis, að þau hefðu einkarétt á vinnslu og út- flutning hrogna styrjunnar, sem iranskir fiskimenn í þorpum á suðurströnd Kaspíahafs veiddu, en þeir veiða mestan hluta styrj unnar, sem veiðist í Kaspíahafi. Þegar Iranstjórn sagði upp 1 gær taka þeir sér fyrir hendur að bera blak af stöð- ugum njósnatilraunum Rússa hér á landi. Umboðs- menn Moskvuvaldsins full- yrða í blaði sínu, að ekkert sé dularfullt við hin rúss- nesku „hafrannsóknaskip“, sem hér hafa legið undan- farið. Hér séu aðeins að verki hugarórar Morgun- blaðsins,*sem alls staðar sjái drauga þar sem blessaðir Rússarnir séu á ferð! Islendinga rekur minni til þess, að á undanfömum ár- u-m hafa dularfullir „togar-- ar“ hvað eftir annað verið uppi í landssteinum í ná- grenni vamarstöðva Atlants hafsbandalagsins hér á landi. Þessum „togurum" hef ur skotið upp vestur viðAð- alvík, norður við Langanes, við Snæfellsnes og jafnvel í nágrenni Keflavíkur. Engum heilvita íslendingi hefur blandazt hugur um erindi samningunum við Rússa, þjóð- nýtti hún kavíarvinnsluna ,en Rússar réðu eftir sem áður lögum og lofum á heimsmarkaðinum hvað kavíar snerti. En Fridman hafði opnast leið til þess að rjúfa einokun þeirra á kavíarinnflutn- ingi til Bandaríkjanna. Hann stofnaði tvö innflutningsfyrirtæki þar með það fyrir augum að flytja inn kavíar og flaug til Iran til að sannfæra stjórn landsins um að hún myndi hagnast á því, að gera sérstakan samning um útflutning kavíars til Bandaríkj anna og hann, Fridman, væri mað urinn, sem hún ætti að semja við. Stjórn Irans fékk áhuga á þessu, því að þrátt fyrir þjóðnýt inguna var hún ekki ánægð með verðið, sem Sovétríkin greiddu fyrir kavíarinn. Stjórnin var þó hikandi við að taka ákvörðun ef hún fengi ekki opinbera uppörf un frá Bandaríkjastjórn. Þessi uppörvun var fyrir hendi 1959 og Fridman gat fengið samning um útflutning kavíars til Banda ríkjanna og einnig nokkurra þessara rússnesku „togara.“ En umboðsmenn Moskvu- valdsins og blað þeirra hef- ur síður en svo séð ástæðu til tortryggni í þessu sam- bandi. Það hefur þvert á móti gert allt til þess að draga grun frá hinu læðu- pokalega atferli hinna rúss- nesku togara. Sama sagan endurtekur sig, þegar svokölluð „haf- rannsóknaskip“ Rússa koma til Reykjavíkur. Blaðamað- ur Moskvumálgagnsins er vel kominn þar um borð og fær greið svör. Fréttamönnum annarra blaða er meinað það. Kjami þessa máls er sá og á honum hafa allir íslend- ingar áttað sig nemaMoskvu dindlarnir, að Rússar reka víðtækar njósnir í Norður- höfum og þá einnig hér á Is- landi. — Það er hlutverk Moskvumálgagnsins að reyna að breiða yfir það. annarra landa og þá var einokun Sovétríkjanna rofin. En Fridman skorti fé til að greiða Iranstjórn. Hann leitaði á náðir banka í Bandaríkjunum og þeir litu vinsamlega á mál hans, en gátu ekki veitt honum nema takmarkaða úrlausn. Einn banka- stjóri benti honum á að leita til stórs fyrirtækis, A. J. Armstrong & Co, sem hefði mikið með inn- og útflutning að gera. Fridman fór að ráðum banka- stjórans og hitti að móli einn af forstjórum fyrirtækisins, Jackob Seiler. — Seiler fékk strax áhuga á máli Fridmans og útvegaði hon um fé, sem nægði til að greiða Ir anstjórn. Fyrirtækið A. J. Arm- strong gerði meira, það kom upp dreifingarkerf; og tók þátt í flutn ingum kavíarsins frá Iran til Bandaríkjanna og kom á fót verk smiðjum til vinnslu á honum og aðstoðaði Fridman á allan hátt. Fyrirtækið hefur enn samstarf við Fridman og er ánægt með árangurinn af því. Árlegur inn- flutningur á kavíar til Banda- ríkjanna á vegum Fridmans og A. J. Armstrong & Co hefur auk- izt um 25 tonn frá 1959 og nemur nú 65 tonnum. Einnig hefur tekizt að lækka verð hans á bandarísk um markaði frá því, sem var á meðan Rússar höfðu einokunar- aðstöðu. Rússar eru skiljanlega óánægð ir með að hafa misst einokunar- aðstöðu sína og rússneskur kavíar innflytjandi sagði við Fridman fyrir skömmu, að Rússar hefðu heldur viljað missa hálfa Káka- síu en einokunaraðstöðu sína. (Lausl. þýtt úr New York Times) Nýtt hæSarmet Los Angeles 17. júlí (NTB-AP) f dag setti bandarískur flugmaður Robert White nýtt hæðarmet. Flaug hann einni aí tilraunaflugvélum Banda- ríkjamanna af gerðinni x-15 en þær eru knúnar eldflauga hreyflum, í 94,488 km. hæð. White átti sjálfur fyrra hæð armetið, en það var 19 kíló- metrum lægra. White er fimmti Ðandaríkja maðurinn, sem fer lengra en 80 km út í geiminn. Himr fjórir eru geimfarar Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.