Morgunblaðið - 20.07.1962, Síða 11

Morgunblaðið - 20.07.1962, Síða 11
Föstudagur 20. júlí 1962 MORCIJTSBLÁÐIÐ ^ 11 L Vi5 hittum þau á Þingvöllum ■ ildur Á — Frá mínu sjónarmiði er búskapurinn hluti af prests- skapnum. Prestinum er falin jörðin, hann á að henni ekki verri, helzt heldur betri en hann fékk hana. f>að er sr. Eggert Ólafsson, próf- astur á Kvennabrekku í I>öl- um, sem segir þetta. Hann breytir líka eftir þessari kenningu og býr rausnarbúi. Hann kveðst hafa á þriðja hundrað kindur, 5 -kýr en ekki fara að tíunda hrossin, Hesturinn Sindri sem h-ann situr á, er þessi orð falla, er þó eitt af því sem er tíundað, enda er Sindri gæðingur, sendur í góðlhesta- keppni af hestamannafélag- inu Glað í Dalasýslu. — Ef við viljum vera raun sæ getum við sagt að ekki sé hægt að vera prestur öðru vísi en að reka búskap til að auka tekjurnar og sjá fyrir fjölskyldunni. Og efcki er hægt að búa nú til dags nema koma sér upp eigin vinnuafli. — Og hvað hefur þér orð- Varað við þátttöku í „Heimsmötinu" MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt eftirfarandi yfirlýsing frá íslenzkum stúdentum, sem stundað hafa nám í Helsinki: „Vegna þess að talsverður auglýsingaáróður hefur verið hafður í frammi nú undanfarið til að fá íslenzka æsku til þess að fjölmenna á svokallað „Heihismót æskunnar", sem halda skal í Helsingfors nú á næstunni, viljum við undirrit- aðir, sem höfum verið við nám í Finnlandi, og þekkjum tals- vert hagi og hugsunarhátt finnskrar æsku, benda á eftir- farandi: Mót þetta er haldið án þátt- Góðhesturinn Sindri En það þýðir ekki hann segir. gæti borið prestinn á annexíurnar. að vera flott á hlutunum, eins og „Snúa, messa svo og taka saman á ið ágengt á þínum 10 búskap- arárum í að koma upp vinnu afli? Hvað áttu mörg börn? — Þau eru sjö. Maður hef ur ekki verið alveg iðjuiaus, hvorki nótt né nýtan dag. — Eru prestlaunin svona lág? — Hvað er lágt og hvað er 'hátit nú á dö'gum. Hábt ef mað- ur er nurlari, en lágt ef mað- um vill lifa menningarlífi. — En hvað gerirðu ef lang þráður þurrkur kemur á messudegi? — Eg sný fyrir messu, messa svo og tek saman eftir messu. Það hentar ágætlega að láta móa í töðuna milli kl. 12 og 4. —Það líklega minnkar tekj urnar af búinu hve illa árar nú. Er spretta ekki léleg hjá ykkur Dalamönnum, eins og öðrum? — Jæja, þetta er að lagast. Maður reiknar roeð að fá 50% út úr áburðinum miðað við venjulegt suma-r. Nú gefur þetta minni tekjur. Hjá mér verður sláttur þremur vikum seinni en venjulega, enda er ég ekki farinn að slá enn. Það verður nær enginn seinni sláttur í þetta sinn. — Kem-urðu ríðandi á gæð ingi á annexíurnar? Hyaða kirkjum þjónarðu annars auk heima-kirk j u-nnar ? — Kirkjurnar eru Stora Vatnshorn í Haukadal og Snófcsdalur, þar sem Daði bjó. Nei, ég fer ekki ríðandi, það þýðir ekki að vera floct á hlutunum. Bara taka þessu öllu eins og það er. Enda eiga hugsjónir erfitt uppdráttar nú á tímum. Það raunhæfa virðist eiga bezt við. — Þú varst reglulegt borg arbarn, Eggert. Ekki kom okk ur skólasystkynum þínuhi til hugar að þú ættir eftir að verða prófastur og mesti mekt arbóndi. — Nei, ég er alinn upp á Skólavörðustígnu-m beint á móti Þjóðviljanum, en þetta varð nú úr mér samt. Eg var þó í sveit á sumrin undir Eyja fjöllum, þegar ég var strák- ur. En á skólaárunum var ég til sjós og hef alltaf haft gam a-n af sjónu-m. Og nú er ég búinn að vera 10 ár á Kvenna brekku og held að ég kunni ekki annars staðar betur við mig. Dalame-mn. það er skemmti lega greint fólk og sögufróð- leikur mikill i héraðinu hélt sr. Eggert áfram Fólk talar um sögupersónur eins og gamla frændur og frænku-r, enda héraðið sögusvið Sturl- Sr. Eggert á Kvennabrekku ungu og Laxdælu. Minn skóla~ lærdómur í sögu náði skammt miðað við þjóðleiga erfð þessa fólks. Fljótlega þurfti ég að fara að rifja upp, en eftir að ég fór að tengja atburðina ákveðnum stöðum, hefi ég lesið sögurnar hvað eftir ann að. Eg hefi haft mikið gott af d-völinni með Dalamönnu-m og þroskast af sambúðinni við þá. En nú voru þessar sundur- lausu samræður slitna-r, því mannmargt var orðið í kring um okkur og farið að taka lagið. Og sr. Eggert kveður við raust gamla stemmu, öll um til mikillar ánægj-u. — E.Pá töku æskulýðssamtaka Finn- lands, nema þeirra, sem rekin eru á vegum kommúnista. Æskulýðssamtökin hafa lýst því yfir opinberlega, að þau vilji enga aðild eiga að þessu móti, og þau telji mjög ósækilegt, að það verði haldið í Finnlandi. Finnsku stúdentasamtökin hafa lýst því yfir, að þau muni enga fyrirgreiðslu veita, og öllum dyrum stúdentagarða er lokað fyrir dvalargestum þessa móts. Sömuleiðis hafa flest gistiheim- ili í Helsingfors ákveðið að hýsa enga þátttakendur móts- ins. Finnska þjóðin er mjög gest- risin að eðlisfari, og eiga út- lendingar óvíða eins góðar við- tökur vísar og þar. Sérstaklega er gott að vera íslendingur í Finnlandi, og er það e.t.v. vegna þess m.a., að við höfum eins og þeir átt í vök að verj- ast gagnvart öflugri þjóðum. Táknrænt er í því sambandi, að báðar þjóðirnar urðu full- valda um líkt leyti, Finnar 1917 og við 1918. Finnar hafa, eftir að þeir mynduðu fullvalda lýðræðis- þjóðféiag, orðið að berjast til að halda frelsi sínu og einmitt við þau öfl, sem þeir telja, að standi að baki fyrrnefndu „heimsmótl æskunnar". Þeir íslendingar, sem þátt munu taka í móti þessu, geta þess vegna búizt við köldum móttökum af hálfu alls þorra finnsku þjóðarinnar. Það mun verða tekið eftir þátttakendum mótsins í Finnlandi, og verður það til að rýra álit finnsku þjóðarinnar á fslendingum, ef þátttaka þeirra verður mikil í þessu móti. Það er því von okkar, að ís- lenzkt æskufólk hafi fyrr- greindar staðreyndir í huga, þegar það tekur afstöðu til þátttöku í umræddu móti. Benedikt Bogason, verkfræðingur, Sigurðui Thoroddsen, stud. arch.“. * KVIKMYNDIR K ★ KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * rhy * KVIKMYNDIR ★ SKRIFAR UM: * KVIKMYNDIR ★ Stjörnubíó: Hættulegur leikur. MYND ÞESSI, sem er ensk-ame rísk er byggð á skáldsögunni „Forture is a Woman", eftir Winston Gra-ham — Oliver Bran well fulltrúi byggingarfélags í London er sendur til Moreton óðalsins vegna lítilsháttar íkvikn unar, sem olli skemmdum á vel- tryggðu málverki. Á óðalinu býr gam-la frú Mioreton, Fracy sonur hennar og kona hans Sara, en h-ún hafði áður verið heitbundin Oliver, er þau dvöldust í Kína. — Erindi Olivers til Moreton’s leiðir til þess að hann kemst að þvi að einh-ver fæst við stórkost legar málverkafalsanir þar við bætist að síðar, er Oliver læðist inn í Moreton-húsið til nánari athugana, þá rekst hann á lík Fracy’s í einni stofunni þar og í sama mund verður hann var við að eldur er í húsinu. Oliver hafði grunað þau Fracy og Söru um að stunda svik í hagnaðar- skyni enda var það vitað, að Fracy var sk-uldunum vafinn. Oli ver segir Söru hispuslaust grun sinn, en hún bregzt þannig við að hann sannfærist um að hon um hafi skj-átlast. Gömul ást þeirra vaknar á ný og þau gift- ast, en það verður til þess að grunur fellur á Oliver að hann hafi átt þátt í dauða Fracy’s til þess að geta eignast Söru og kom ist yfir hið mi-kla try-ggingarfé vegna brunans á Moieton. Ber ast böndin óþægilega að Oliver og ýmislegt dulaf-ullt gerist nú í kringum hann og Söru. — Að lokum tekst þó Oliver að leiða sannleikann í ljós, er kemur öll um mjög á óvart. Mynd þessi er mjög vel gerð og spenna hennar svo mikil að þar slaknar aldrei á, enda sagan ágætlega sögð. Leikendurnir fara einnig mjög vel með hlut- verk sín. Einkum er prýðisgóður leikur Jaoh Hawhin í hlutverki Olivers. Arlene Dahl, sem fer með hlutverk Söru er falleg kona og leikur hennar einkar góður. Fleiri ágætir leikarar fara þarna með hl-utverk. Laugarásbíó: Úlfar og menn. I ÞESSARI itölsk-amerísfcu mynd kynnumst við Ítalíu frá annari hlið en við eigum að venj ast. Hér er það ekiki hið brosandi sólarland við hið bláa Miðjarð- arhaf, óskadraumur allra ferða- langa, sem blasir við áhorfend- unum, heldur fannkyngi og kuldi fjallahéraðanna í Norður-Ítalíu -þar sem gráðugir úlfar æða um skógana í leit að bráð og sækja jafnvel í mestu harðindunum inn í þorpin og ráðast þar á búfé manna og mennina sjálfa ef svo ber undir. — Myndin sýnir okk ur hina hörðu og oft hættulegu lífsbaráttu fólksins þessum hér uðu-m, viðureign þess við hina soltnu úl-fa, sem tekst að bera sigur af hólmi þrátt fyrir hin skæðu vopn mannanna. Og inn í myndina er fléttað áhrifamikil ástarsaga Theresu, ekkjunn-ar ungu og fríðu og Maserino’s hins glaðværa og ágæta veiðimanns. Mynd þessi er áhrifamikil og ágætlega gerð. Er beinlínis furðu legt hversu vel er sýnd heim- sókn úlfanna í þorpið, árás þeirra á búpeninginn, er liggur í hrönn um dauður á blóðvellinum og hin ógurlegu átök milli manns og úlfs. Theresu leikur Silvana Mangana, Petro Armandarez leikur eiginmann hennar, sem varð úlfunum að bráð, en Maser inu leikur Yves Montand. Báð- ir þessir menn fara afburðavel með hlutverk sín. Þá er og mjög góður leikur drengsins Guido Golano’s, sem leikur son Ther- esu. Nokkur mistök voru á sýning unni þegar ég sá hana, en von- andi endurtekur það sig ekki, En -hvað um það, — myndin er af- bragðsgóð. Fundur Sjálf- stæðismanna á Vopnafirði Þriðjudaginn 3 júlí sl. var hald- inn fundur i Sjálfstæðisfélagi Vopnafjarðar og Skeggjastaða- hrepps. Fundurinn var haldinn á Vopnafirði. Formaður félagsins séra Sig- mar Torfasom, Skeggjastöðum setti fundinn og stjórnaði hon- um. Fundarritari var Jón Eiríks son Vopnafirði. Axel Jónsson fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, flutti erindi um skipulag Sjálfstæðisflokksins, og ræddi sérstaklega um flokksstarfið í Austurlandskjördæmi. Nokkrar umræður urðu um skipulagsmálin, og tóku þessir til máls séra Sigmar Torfason, Sigurjón Jónsson, verkstj. Vopna firði, og Jónas Pétursson, alþing ismaður. Fundurinn kaus fulltnia í Full trúaráð og kjördæmaráð Sjálf- stæðisflokksins í Austurlands- kjördæmi. Stjórn lélagsins skipa: Séra Sigmar Torfason, Skeggjastöð- um formaður, Sigurjón Jónsson Vopnafirði, Gunnar Jónsson, Vopnafirði, Jón Eiríksson, Vopna firði og Jósef Guðjónsson, Strand höfn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.