Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1962, Blaðsíða 12
12 MORCnivnr inifl Föstudagur 20. júlí 1962 Þjalir í uiiklu úrvali. 75 ára i dag: Atli Guðmundsson BINN AF betri borgurum Hafnar fjarðar, Atli Guðmundsson er 75 Af sérstókum ástæðum er laus til sölu ein 4ra herb. íbúð í sambyggingunni við Álftamýri 54—58. íbúðin er til- búin undir tréverk. Félagsmenn hafa forgangsrétt lög- um samkvæmt. Skrifstofan er opin á þriðjudögum og íimmtudögum kl. 2—6 e.h. að Hverfisgötu 116. Byggingarsamvinnufélag Reykjavíkur. Þakka skyidum og óskyldum gjafir, símskeyti og önnur vinarhót mér sýnd á sjötugsafmæli mínu. Jón Grímsson. Móðir og tengdamóðir okkar MARÍA GUDNADÓTTIR andaðist á heimili sínu Vegamótum II., Seltjarnarnesi 18. júlí. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 10,30 f.h. Úndína Sigurðardóttir, Jón Ólatsson. Vor kæra féiagssystir JENSÍNA JÓNSDÓTTIR andaðist miðvikudaginn pann 18. júJí. Jarðarförin auglýst síðar. f.h. Hjálpræðishersins, Svava Gisladóttir. Eiginmaður minn EGGERT JÓNSSON, bæjarfógeti andaðist á heimili sínu Sóltúni 1, Keflavík, miðvikudag- inn 18. þ.m. Sigríður Árnadóttir. Maðurinn minn JÓHANNES JÖRUNDSSON lézt í Landspítalanum luugardaginu 14. þ.m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 10,30 f.h. — Athöfmnm í kirkjunni verður útvarpað. Fyrir mína hönd, barna minna og annarra vandamanna. Þórey Skúladóttir. Minningarathöfn um MARGRÉTI SIGURÞÓRDÓTTUR frá Garðstóðum, Vestmannaeyjum íer fram í Dómkirkjunn föstudaginn 20. júlí kl. 5 s.d. Fyrir hönd ættingja og vina. Synir og stjúpbörn. Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug, sem okkur var sýndur við andlát og jarðarför HULDU KARLSDÓTTUR, NEWMAN. Sérstakar þ'skkir færum við konum í Hafnarhreppi fyrir þéirra miklu hjálpsemi. Reymond Newman og börn, Helga Sigurðardóttir, SigurSur J. Ingimundarsou, Jón Sigurðsson. Þökkum inmlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför GUÐLAUGAR GUDJÓNSDÓTTUR frá Bolungarvík. Hulda Sæmundsd. Jón Þorleifsson. Ása Þorleifsd. Parnéus, Gunnar Farnéus, Sigurborg Þorleifsd., Magnús Jóhannesson, Guðrún Sveiubjörnsd., tagólfur Þorleifsson, Stefán Ólafsson og barnabörn. Móðir okkar ' ->'.. . '" ANDREA GUDNADÓTTIR frá Þingeyri lézt að Landakotsspítala þann 18. þ.m. Börnin. ára í dag. Hann er einn þeirra manna, sem hér hafa lifað og starfað í nær fimmtíu ár. Hann hefur séð bæinn stækka, frá því að vera þilskipaútgerðarþorp til þess sem hann nú er. Hann hefur séð hann vaxa frá því að um hann lá aðeins einn lagður vegur til þess sem nú er. Hann hefur séð húsin stækka frá því að vera eitt lítið herbergi með eldhúsi til þess að hér eru komnar margar glæsi legar íbúðabyggingar, auk hallar byggðra skólabygginga. Hann hef ur lifað það og séð að hingað var siglt inn á opna höfn með engri hafskipabryggju, engum hafnargarði, til þess sem nú er, að höfnin er varin görðum norð an og sunnan og hér eru hafskipa bryggjur, sem stærstu hafskip geta lagst að fullfermd. Og Atli Guðmundsson hefur verði einn þeirra góðu borgara, góðu verka manna, sem byggt hafa þennan bæ úr þeini srnæð, sem hann var til þess sem hann nú er. En jafn fram því sem bærinn óx, þá óx Atli einnig, frá því að vera verka maður, trúað fyrir starfi og lauk því með ágætum til þess að verða aðstoðarverkstjóri og verkstjóri. Var óhætt að fela honum slíkt, því af langri reynslu kunni hann ^ag?* g hvert handtak sem til þurfti við hvað eina. Það hafa því verið góðar dísir, sem komu &ð vöggu litla drengs- ins á Tjörn í Hvalsnessókn 20. júlí 1887, en þá og þar er Atli fæddur. Vóru foreldrar hans hjón in Guðmundui Jónsson og Guð- rún Atladóttir. Hlaut hann í skírn inni nafn móðurföður síns. Atli naut ekki lengi þess hlýleika, sem faðir og móðir veita, því að föð- ur sinn missti hann ungur. Komst hann við það á hrakning og var á ýmsum stöðum. Til dæmis var hann fermdur í Reykjavík. En þar ólst hann upp hjá þeim sæmd ar hjónum Jóni Tómassyni og Kristínu Magnúsdóttur, er bjuggu a.ð Jónshúsi á Grímsstaða holti. En eitt var það, sem hann mátti fljótt læra og það var að vinna. Og það lærði hann vel, og fljótt fór hann að vinna fyrir sér, sem kallað var. Lærdóms- tíminn var ekki langur, rétt svo að hann næði fermingu. En það læx&i hanm fljótt, að vera trúr og hollur í starfi. Vinna hvert verk me3 trúmennsku og svo vel, að ekki þyrfti um að bæta. Varð þetta til þess, að hann var öðrurn fremur valinn úr hópi til hverskonar vinnu. „Kirkjubæk ur þar um þegja" hvenær Atli fluttist hingað. En hvað um það, hann er kominn hingað um 1916 og fann þá hér sinn lífsförunaut, sína ágætu konu, sem nú er látin. fyrir nokkium árum, Guðlaugu Hendriksdóttur Hansen, en faðir hennar Hendrik, var hinn annál aði skakskútukappi Hendrik A. Hansen, sem Svéinbjörn Egilsson skrifaði um í tímaritið Ægi 1925. Þrjá syni eignuðust þau, hina mestu manndómsmenn, Guðmund verzlunarmann, Steingrím lög- regluþjón og Guðlaug bókbind- ara. Eg sem þessar línur skrifa hef nú í aldarfjórðung átt því láni að fagna að hafa haft all náin kunningsskap við allt þetta fólk og get ég ekki nógsamlega þakk- að þann kunningsskap. Veit ég að þar sem þau voru hjónin Atli og Guðlaug, var einhverjum mæt ustu persónum að mæta, persón um, sem vinningur er að hafa hitt og átt kunningsskap við. Og eplin þeirra, drengirnir, féllu ekki langt frá eikinni. Eins og áður segir, missti Atli konu sína fyrir nokkrum árum. Var það mikið áfall, En hann er ekki á flæði- skeri staddur, þar sem þeir eru bræðurnir, þó ég hyggi að bezt fari um hann þar sem hann er hjá Steingrími lögregluþjóni og konu hans Guðbjörgu Einarsdótt ur. Atli minn góður, taktu viljann fyrir verkið, þessi fáu orð og ó- fullkomnu á þessum degi, þegar þú lítur aftur yfir þrjá fjórðu úr aldarskciði. Margt læt ég ósagt, en af öllu hjarta óska ég þér til hamingju með daginn. — G. S. Eva Hjálmarsdóttir skáldkona — Minning EVA var fæ<M í Stakkahlíð í Loð mundarfirði, 15/11, 1905. Foreldr air hennar voru: Elísabet Bald- vinsdóttir og Hjáknar Guðjóns- son. Alla aefi var hugur hennar bundinn við æskuistöðrvarnar fögru og hún kemnidi sig ávalit Pálína Guðmunds dóttir — Minning STARFINU er lokið. Hvíldin fengin og nýtt líf hafið í dýrðar- ríki Guðs. Því er gott að fagna, þegar lifað hefir verið og starfað, í þeirri trú og vissu, að fullkom- ið eilíft líf taki við hjá algóðum Guði fyrir son hans Jesúm Krist. Pálína Guðmundsdóttir Stóra gerði 18, andaðist 14. þ. m. á sjúkrahúsinu á Selfossi, eftir stutta legu. í dag verður hún jarðsungin að Stóra-Núpi. Hún var fædd að Hnausakoti í Fremri-Torfustaðahreppi i Húna vatnssýslu 12 febr. 1887. Foreldr ar hennar voru hjónin Guðmund ur Guðmundsson og Unnur Jóns- dóttir og ólst hún þar upp á Reykjum í Hrútafirði, en Pálína var aðeins 12 ára þegar hún missti móður sína og var það henni mikið áfall. Nokkru eftir fermingu réðst Pálína í það að hefja nám í Flensborgarskóla og sýnir það mikið áræði hjá henni og menntunarþorsta. Eftir það naut hún tilsagnar í saumaskap og stundaði hann um hríð. En 12. maí 1912 giftist Pál ína Magnúsi Bergssyni frá Skriðu felli í Gnúpverjahreppi hinum ágætasta manni. Var hjónaband þeirra langt og farsælt, enda Magnús hinn mesti öðlingur, sem nýtur að verðleikum trausts og vináttu hvers góðs drengs. Fyrstu árin bjuggu þau hjón á nokkrum jörðum í Árnessýslu. En vorið 1926 fluttu þau að Katrinarkoti í Garðahreppi þar sem þau ráku gott og nytsamt bú til vorsins 1949, en þá fluttu þau til Reykja víkur og dvöldust þar upp frá þvf, fyrst í húsi Bergs sonar þeirra og nú síðast í íbúð Unnar dóttur þeirra. Pálína var hinn mesta dugnaðar- og myndarkona, sem stjórnaði heimili sínu með prýði og skörungsskap. Hún var síglöð í viðmóti og unun að eiga viðtal við hana. Og þetta virtist ekki breytast þó hún yrði fyrir áföllum á heilsu sinni, þá virtist hún ná sér furðu vel og vera hin sama, eftir sem áður. Þau hjónin eignuðust 3 mann vænleg börn. Guðmund og Berg bifreiðastjóra, sem báðir eru kvongaðir hér í bænum og eina dóttur, Unni. sem alltaf hefir dvalizt með foreldrum sínum. Pálína verður öllum sem kynnt ust henni minnisstæð og hugþekk. Þeim var það Ijóst, að hún „stefndi á æðri leiðir". Og ég held, að hún hafi viljað segja þetta með sálmaskáldinu er hvíl ir í sama kirkjugarði og henni er ætlað: „Vor auðlegð sé að eiga himnariki vor upphefð breytni sú er Guði liki, vort yndi að feta i fótspor lausnarans". Við kveðjum þig öll í hljóðri bæn. Drottinn blessi þig og varð- veiti þig. Steindór Gunnlaugsson. við Stakkaihlíð. Allt frá 10 ára aldri var hún vanheil og d'valdi þá fyrst eittihvað heima, em svo 'á ýmisum sjúkraihúsuim, bæði hétr á landi og síðair þrjú ár í Dan- mörku. Lengst adf drvaldi bún þó í Víðihlíð. Ég kynntist Eivu fyrst 1954, og vainn hún þá að fimimitu bók sinni, „Á diuiarvegium." Hana vantaði sikrifara, og aitvikin hög- uðu svo til, að ég gait skrifiað fyrir hana. Og með hverjumn deginum féll mér æ betur við hana og þótti væint um hana. Eva var gædid ríkuim fegurðar smekk og hún unni öllu lifi. Hún gladdist, þegar hún heyrði fugH- ana syngja, og eins þegar blóm- in hennar sprumgu út, þá ljóm- aði hún af gleði. Hún hlakkaði alitaf til su.marsins, og nú, mitt í hinum fagra júlí, kvaddi hún iþennan heim. Og ég veit, að iþetta margimædda iþjáningarbam á dásamlega heimkomu. Ég trúi (því, að þar sjáumst við aftur. Höndin, sem þig hingað lefcldi, 'himins til þig aftur ber Droititinn elsikar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Sig. Kr. Pétursson. Hafðu hjartanis þökk fyrir all* og alit, , Anna Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.