Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1962, Blaðsíða 10
10 r MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 28. júll 1962 stitltfaftifr Útgefandi: Hf. Árvakur, Keykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. f lausasölu kr. 3.00 eintakið. RAFORKAN OG FÓLKIÐ D aforkan er ekki aðeins frumskilyrði fjölþættra lifsþæginda á heimilum fólksins í sveit og við sjó. Hún er jafnframt grundvöll- ur framleiðslu og bjargræð- isvega. Fátt hefur þessvegna markað stærri og áhrifarík- ari spor í íslenzku þjóðlífi en raforkuframkvæmdir þær, sem unnar hafa verið á síð- ustu áratugurn. Höfuðborgin hafði forystu á þessu sviði. Það voru Sjálf- stæðismenn í Reykjavík sem hófust handa um virkjun Sogsfossa. Jón Þorláksson og Jón á Reynistað fluttu fyrstu tillögurnar á Alþingi skömmu fyrir 1930 um hag- nýtingu vatnsaflsins í þágu sveita sem sjávarsíðu. Þeim tillögum var að vísu mætt af skammsýni og afturhaldi þá- verandi ráðamanna. En bar- áttunni var haldið áfram og hver aflstöðin reis á fætur annarri við Sogsfossa og síð- ar víða um land. Það kom í hlut ríkisstjóm- ar þeirrar, sem Ólafur Thors myndaði 1953 að gera 10 ára áætlun um rafvæðingu alls landsins. Að framkvæmd þeirrar áætlunar hefur síðar verið unnið af stórhug og raunsæi. Er ekki aðeins á- stæða til þess ‘að þakka stór- hug Alþingis og ríkisstjórnar á þeim tíma í raforkumálun- um ,heldur og mikið og merkilegt starf þeirramanna, sem sjálf framkvæmd raf- væðingaráætlunarinnar hef- ur hvílt á. íslenzkir verkfræð ingar og rafmagnsfræðingar hafa verið þeim vanda vaxn- ir ,sem þessi víðtæka og stór- brotna áætlun lagði þeim á herðar. Jakob Gíslason, raforku- málastjóri, skýrði frá raf- orkuframkvæmdunum á þessu sumri í samtali hér í blaðinu í gær. Af uppl. hans verður ljóst, að unnið er að framkvæmd rafvæðingarinn ar um þessar mundir af mikl um þrótti. Vitanlega finnst mörgum byggðarlögum löng biðin eftir raforkunni. Er svo jafnan þegar um nauð- synlegar umbætur er að ræða. En stefnan hefur ver- ið mörkuð í þessum málum. Nú er ekki aðeins imnið að því að ljúka framkvæmd raf- væðingaráætlunarinnar, held ur og að undirbúa stórfelld- ar nýjar virkjanir og stækk- un eldri virkjana í hinum ýmsu landshlutum. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi verið varið jafn- miklu fé til rannsókna og vmdirbúnings virkjunarfram kvæmdum og einmitt nú. Hin hagnýtu vísindi hafa verið tekin í þjónustu virkj- unarframkvæmda á íslandi. Þar er í engu rasað fyrir ráð fram, en traustur grundvöll- ur lagður að hinum glæsi- legu orkuverum, sem rísa munu á næstu árum og veita orku og yl út um byggðir landsins, skapa skilyrði fjöl- breyttara atvinnulífs og vax- andi velmegunar almennings. LÁN TIL DRÁTT- ARVÉLAKAUPA fjað hefur valdið bændum, ® sérstaklega ungum mönn um, sem eru að hefja búskap, miklum erfiðleikum á undan fömum árum, að hvergi hef- ur verið hægt að fá hagstæð lán til kaupa á landbúnaðar- vélum, og þá fyrst og fremst dráttarvélum. Þessi tæki eru hins vegar orðin svo nauð- synleg ,að ómögulegt er að vera án þeirra á nokkru búi. Vegna eflingar lánasjóða landbúnaðarins, sem landbún aðarráðherra beitti sér fyrir á síðasta þingi, er nú gert ráð fyrir að í fyrsta skipti verði lánað eitthvað úr búnaðar- sjóðunum til kaupa á drátt- arvélum. Er hér um mjög þýðingarmikið hagsmunamál bænda að ræða. Enda þótt mikið hafi verið keypt af dráttarvélum um land allt síðustu ár, þá er þó stöðug þörf fyrir hendi, bæði til end urnýjungar þessum vélakosti og eins vegna þess, að ungir menn hefja búskap, býlum er skipt og nýbýli eru stöfnuð. Landbúnaðarráðherra á því þakkir skyldar fyrir frum- kvæði sitt um eflingu bún- aðarsjóðanna, en af henni hefur það leitt að nú verður mögulegt að byrja að sinna þessu þýðingarmikla verk- efni. MIKIÐ VANDA- MÁL LEYST Dráðabirgðalög ríkisstjóm- ** arinnar um lausn síld- veiðideilunnar leystu mik- inn vanda. Síldveiðiflotinn komst á veiðar og hefur sem Qran vruanivllle /• • 5«tit i Tunii ^ - Vj l ' ;ftas «l-Oue4 \ Veröur borgarastyrjöld í Alsír? FRÁ því þjóðaratkvæðagreiðslan við meiri hluta fulltrúa þjóðfrels fór fram um sjálfstæði Alsír 1. isráðsins, sem hann væri aftur júli sL, hefur sundurþykki þeirra á móti sjálfur fulltrúi fyrir. manna, sem forystu höfðu í hinni : , .... , ... ... ’ . J .. .... , A þnðjudag sagði Mohamed longu og stormasomu sjalfstæðis v , ... , . . . Yazid, upplysingamalaraðherra í barattu, ognað framtið lands og ... , . ’, .. „ . stjorn Ben Khedda af ser em- þjoðar í vaxandi mæli. Er nu svo komið málum, að menn óttast að til borgarastyrjaldar kunni að koma í landinu. bætti en í viðtali við fréttamenn á miðvikudag var á honum að heyra, að búast mætti við sam- komulagi milli þeirra félaga um Ahmed Ben Bella hefur undan- miðJa næstu viku. farið virzt ná undirtökunum í deil unni við Ben Khedda, sem upp- hófzt opinberlega er hinn síðar- nefndi rak herráðsforingja þjóð- frelsishersins, Houari Boumdi- enne úr stöðu sinni, ásamt tveim mönnum öðrum. Er Boumedienne sagður enn harðari í afstöðu sinni gegn útlaigastjórninni en Ben Bella sjálfur. Svo langt var kom- ið viðskiptum þeirra Ben Bella og Ben Khedda, að hinn síðar- nefndi hafði viðurkennt sjö manna stjórnarnefnd Ben Bella, með því skilyrði þó, að ráð þjóð- frelsishersins yrði kallað saman og það viðurkenndi skipan í stjórnarnefndina. Var ekki ann- að sýnna en það væri auðvelt aðgöngu fyrir Ben Bella, áður en hann gripi til róttækari aðgerða, því að hann hefur einmitt sagt Ben Khedda vera að brjóta í bága í fyrradag snerust málin hins vegar á þá leið að fylgismenn Ben Bella tóku með vopnavaldi borgir og landssvæði, sem telja um % hluta allra landsbúa. Þeir afvopnuðu og handtóku eða ráku til fjalla þá menn, sem héldu tryggð við Ben Khedda. Er nú svo komið að gegn Ben Bella stendur aðeins herstjórn eins svæðis í landinu auk yfirstjórnarinnar í Algeirsborg, en Ben Bella mun eflaust gera skjótar ráðstafanir til þess að festa sig þar í sessi. íbúar landsins eru farnir að gerast órólegir vegna þessarar uggvænlegu deilu. Menn, sem þekkja sögu landsins, minna á, að þegar land þeirra hefur fallið í hendur utanaðkomandi árásar- aðilum, hefur það verið m. a. vegna þess, að landsbúar hafa aldrei getað sameirazt til varnar. Ben Bella og Houari Boumedienne. • Belkacem Krim og . Mohammed Baudiaf höfuð- andstæðingar Ben Bella Af atburðum síðustu daga aS ráða virðist Ben Khedda ekki Krim og Mohamimed Baudiaf sen» getur orðið Ben Bella skeinuhætt- astur, heldur þeir Belkacem Krim og Mohammer Baudiaf sem báðir eru Berbar, ættaðir úr Kabýlafjöllum. Baudiaf var einn þeirra manna, sem Ben Bella hafði skipað í stjórnarnefnd sína, en hann neitaði að taka þar sæti. Þeir Krim og Baudiaf hafa nú búið um sig í bænum Tizi Ouzou, sem er rúm- lega 100 km austur af Algeirs- borg. Þar héldu þeir fund með fréttamönnum á miðvikud., sögðu að Ben Bella hefði með valdbeit- ingu sinni hafið stjórnarbyltingu í landinu og væru Berbar reiðu- búnir að berjast til síðasta blóð- dropa, gegn yfirgangi hans og ein ræðistilhneigingum. Er óvíst hvað af þessu kann að leiða, því vitað er, að Berbar voru hvað þraut- seigastir allra Serkja í barátunni við Frakka og hafa áratugum saman átt í erjum og samkeppni við Araba í Vesturhluta Alsír, þaðan sem Ben Bella er ættaður. Berbar eru afkomendur þeirra þjóða, sem byggðu Norður Afríku, einkum héruðin umhverf is Atlas fjöllin, áður en hin mikla innreið Araba hófst þangað á elleftu öld. Þeir eru afkomendur Libyumanna og er talið, að heiti þeirra „Berbar", sé af því runnið, að Rómverjar kölluðu þá „bar- bara“. Berbar hafa með öldun- um samlagazt Aröbum og tala yfirleitt mál þeirra. Þó eru enn á stöku stað, einkum í fjalllend- pm, ættflokkar sem hafa varð- veift marga forna siði og venjur, eru með ljósara yfirbragði en Arabar og mál þeirra er blandað hamitískuin málýzkum. Meðal þeirra teljast Berbarnir í Kalyba- fjöllum og Shawiya ættflokkar Aures-fjalla. Belkacem Krim var, sem kunn ugt er, varaforsætisráðherra út- lagastjórnarinnar og formaður Fram/hald á bls. 19. betur fer fram til þessa afl- að allvel, og sum skipin á- gætlega. Það hefði borið vott sorglegu gæfuleysi, ef verk- föll og vinnudeilur hefðu ver ið látnar eyðileggja sumar- síldveiðina fyrir Norður- landi. En ríkisstjómin kom í veg fyrir þetta og hlaut fyr- ir þakkir flestra eða allra, sem skildu hvað var í húfi. Nú hefur gerðardómur sá, sem skipaður var í samræmi við bráðabirgðalögin, kveðið upp úrskurð sinn. Samkvæmt honum er skiptahlutfallið nokkru lægra en áður á þeim síldveiðiskipum, sem búin em kraftblökk og nýtízku síldarleitartækjum. — Hefur dómurinn þar gengið nokk- uð til móts við óskir útgerð- arinnar, sem lagt hefur í gíf- urlegan kostnað til þess að eignast þessi tæki, en jafn- framt skapað sjómönnum sínum möguleika stórkost- legrar tekjuaukningar. Jafnhliða hefur gerðardóm urinn ákveðið hækkun kaup- tryggingar sjómanna og tek- ið upp ýmis nýmæli, sem em þeim í hag. Er því óhætt að segja, að gerðardómurinn hafi reynt að líta á hagsmuni beggja, útgerð” vinnar og sjó- mannanna. Sannleikurinn er líka sá, að hagsmunir þessara aðila hljóta að vera sameig- inlegir. Það er mikið hags- munamál sjómanna að skip- in séu sem bezt og búin sem iullkomnustu tækjum. Af því leiðir bætta aflamöguleika og meiri tekjur í hlut sjó- mannsins. Heilbrigður rekstrargmnd- völlur skipsins þarf hins veg- ar að vera tryggður. Skip sem rekið er með halla til lengdar stöðvast og veitir ekki atvinnu, hvorki sjó- mönnum né þeim sem í landi vinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.